Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. apríl 1961 MORCV1SBLAB1B 11 Góð aðsókn er að sýningum Sumarleikhússins í Austurbæjar- bíói. Mikla kátinu vekur Arni Tryggvason sem Stórólfur leyni- lögreglumaður, klæddur dulargervi hjúkrunarkonu. Hér er viðureign hans við einn sjúklinginn (Steindór Hjörleifsson), sem hann vill greiða höfuðhögg í því skyni að hjálpa upp á munn hans. — Noregsbréf Framh. af bls. 6. með öllu því sem fram fór, ekki sízt þegar sagt var frá íslandi og högum og háttum heima. Hrífdælingar hlakka til sum- arsins, því að þá verður efnt til mikils fagnaðar í Hnífsdal. ís- lendingar ætla að koma og færa þeim að gjöf afsteypu af Ingólfs- styttu Einars Jónssonar á Arn- arhóli. Raunar mun Ingólfur þegar kominn hingað til Noregs. Afsteypan var gerð í Kaupmanna höfn. Bergens Tidende birti mynd af henni um daginn og eagði, að þá og þegar væri von á henni til bæjarins. En svo er eftir að koma henni fyrir heima í Hrifudal. Þar er staðurinn ékveðinn. Á hæðardragi við veginn út að Holmedal á Ingólf- ur að standa og horfa yfir Dals fjörðinn, sem hann sigldi út, þegar hann kvaddi Noreg til að gerast upphafsmaður nýrrar þjóðar. Kona gerist prestur. >á hafa Norðmenn fengið sinn fyrsta kvenprest, Schjelderup, biskup á Hamri vígði Ingrid Bjerkás, þ. 19. marz. Þeim, sem eru fylgjandi því að konur ger- ist prestar fannst það vita á gott, eð þann sunnudag var Boðunar- dagur Maríu. Vigslan fór fram í Vangkirkju á Heiðmörk að við- etöddum 12000 manns. Hér eins og í fleiri löndum hefur nokkuð verið um það deilt hvort rétt sé að konur gerist prestar. Sex af biskupunum hafa lýst sig andvíga því, telja sig ekki geta varið það fyrir samvisku sinni, því Yatriði gegn skiln- ingi sínufj á Guðs orði, bæði anda þess og bókstaf. Hinir biskupamir þrír eru fylgjandi þjónustu kvenna í prestastétt. Þeir eru — auk Schjelderups — Alv Viik í N-Hálogalandi og hinn nýi Niðaros biskup Th. Godal. Þrátt fyrir þessar skiptu skoð- anir kirkjuhöfðingjanna, hefur þetta mál ekki valdið deilum enn, sem komið er, og er satt að segja ólíklegt að svo verði hér frekar en í nágrannalöndunum. Hinsvegar virðist enginn gera eér eins bjartar vonir um starf kvenprestanna hér eins og skáld konan danska, sem sagðist vænta þess að konurnar fylltu þær kirkjur, sem karlmennirnir væru búnir að tæma. Söfnuðuriom á móti sóknarnefndinni. Enginn vafi virðist mér á þvi, að meirihlutinn af áhugasömu „kirkjufólki“ hér er á sömu skoð un og biskuparnir sex. Hinsvegar er almenningur þeirrar skoðunar, að konur eigi að hafa jafnrétti í þessu efni eins og á öðrum eviðum. Þetta kom greinilega í ljós í prestakalli norður á Há- logalandi, sem frú Bjerkás sótti um. Fjórir, af fimm, í sóknar- nefndinni höfnuðu umsókn henn ar og mæltu ekki með henni. Var hún þó eini umsækjandinn. Þessa afgreiðslu sætti söfnuður- inn sig ekki við og krafðist al- mennrar atkvgr. Kom þá í ljós, að bara ca 20% fylgdu sjónar- miði meirihlutans í sóknarnefnd inni. — Svona mun þetta vera víðar. Því er eðlilegt að ríkis- valdið — þing og stjórn hafi farið sínu fram í þessu máli þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar manna. Þar sem kirkjan er rík- iskirkja, verður hún að hlíta forsjá þess eða þess meirihluta sem ríkisvaldið styður sig við. Enda þótt einhverjir hnökrar séu á sambúð ríkis og kirkju virðist enginn hafa áhuga fyrir að slita hana úr tengslum við rkisvaldið. Þýzki biskupinn Otto Diebe- lius var á ferð í Osló I vetur. Sagði hann þá í blaðaviðtali, að ríkiskirkjuformið ætti enga framtíð. Öll skilyrði fyrir því væru úr sögunni hér á Vestur- löndum. Það gæti ekki þrifizt þar sem trúfrelsi væri í heiðri haft, og fólkið hlyti óhjákvæmi- lega að skiptast í marga ólíka trúflokka. Taldi hann daga ríkis- kirkjunnar senn talda hér á Norð urlöndum eins og annarsstaðar. Ekki virðist þessi skoðun hafa fengið neinn hljómgrunn hér í landi, eða öðrum Norðurlöndum — hvorki hjá fulltrúum ríkis né kirkju. — Danski Verkamanna flokkurinn hefur haft aðskilnað ríkis og kirkju á stefnuskrá sinni í 50 ár, en talið er líklegt að því stefnuskráratriði verði breytt á næsta flokksþingi. Slikt ákvæði var líka í stefnuskrá norska Verkamannafl., en búið er að afnema það fyrir löngu. Virðist yfir leitt gott samkomu- lag milli hans og kiifkjunnar þótt stöku sinnum kastist eitt- hvað í kekki eins og áður er getið. Ekki er forsætisráðherr- ann meðlimur í neinu trúfélagi. Er haft eftir honum að úrsögn hans úr kirkjunni hafi verið á misskilningi byggð, en það mundi valda enn meiri misskiln- ngi, ef hann færi nú að ganga í hana aftur. — Þegar núv. Kirkju- og kennslumálaráðherra Helge Sivertsen tók við embætti, sagði hann að kirkjan ætti að hafa sömu aðstöðu og listin. „Við eig- um ekki að reyna að hafa áhrif á það sem listamennirnir skapa. Við eigum bara b ' j þeim sem bezt skilyrði. Og þessa sömu af- stöðu á kirkjan að hafa hér hjá okkur Norðmönnum," sagði ráð- ! herrann. Dale í Surmfjord 8. apríl 1961. Gisli Brynjólfsson. Siml 15300 \ Æglsgötu 4 Hurðaþvingur Altanlæsingar Skothurðajárn Rennibrautir fyrir skápa Við höfum „AUGA“ með íbúðamarkaðnum Einbýlishús í Haínarf. til sölu Nýtt 5 herb. einbýlishús á góðum stað í Hafnarfirði. Ibúðin er öll á fyrstu hæð ásamt þvottahúsi, geymslu og miðstöð. — Verð kr. 440 þúsund. FYRIRGREIDSLU SKRIF5TOFAN fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14, simi 3-66-33 Fasteignaviðskipti: Jón B. Gunnlaugssón Einbýlishús Til sölu nýlegt og vandað 'járnklætt timburhús í austurbænum. Húsið er 4 herb. eldhús og bað. Nánari upplýsingar gefur. Málflutningsstofa INGI INGIMUNDABSON, hdl., Vonarstræti 4 n. hæð — Sími 24753. F élagslíf Framarar: 4. flokkur Áríðandi æfing verður í kvöld, þriðjudag kl. 6 e. h. — Þjálfari Framarar: 3. flokkur. Áríðandi ~ æfing verður á fimmtudag kl. 8 e. h. Þjálfari. Cólfslípunin BarmahUð 33. — Simi 13657. AIRWICK SILICOTE Húsgognagljái GLJAI OMO RINSO VIM LUX-SPÆNIR SUNLIGHT- SÁPA LUX-SÁPULÖGUR SILICOTE-bflagljái Fyrirliggjandi ÖL? i Gíslason & Cohi Sími 18370 Bílasala Cuðmundar Bergþórugötu 3. Selur effirtalda úrvalsbila Opel Rekord ’57. Opel Kapitan ’57. Voikswagen sendife -ða ’57. Volkswagen ’56. Moskwitch Station ’59. Moskwitch fólksbifreið ’59. Willy^ jeppi ’53. Volga ’58. Fiat 1100 ’59. Volvo ’55. Benz 180 '55. Bílasala Cuðmundar Bergþórugötu 3 Sími 19032 og 36870 Hafnarfjörður Hefi jafnan til sölu ýmsar gerðir einbýlishúsa og íbúðarhæða. Skipti oft möguleg. Guðjón Steingrimsson, hdl. Simar 50960 og 50783.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.