Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐ1Ð Þriðjudagur 18. april 1961 Ford 60 Viljum selja Ford 500 6 manna, lítið ekinn, til mála gæti komið skipti á góðum rússneskum jeppa eða eldri 6 manna bíl. Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870. Bílamiðstöðin VAGI\I Amtmannstíg 2C. Suni 16289 og 23757. Höfum daglega til sýnis og sölu fjöldan allan af 4ra, 5 og 6 manna sendi- og Stationbif- reiðum. Margs konar skipti koma til greina. Hjá okkur er úrvalið mest. Bílamiðstöðin VAGN Amtmannsstíg 2C. Pími 16289 og 23757. Bifrei&asalan Ingólfssíræti 9 Sími 18966 og 19092 Wolkswagen ’54 ’55 ’56 ’58 ’59 og ’60. Opel Karavan ’56 nýkominn til landsins. Opel Record í mjög góðu standi. Dodge ’51, — hagkvæmir greiðsluskilmálar. Warbburg ’58 fæst fyrir skuldabréf. Volvo ’55, 5 tonna í mjög góðu standi. Til greina kemur að taka eldri bíl uppí. eiFREIÐASALAIU Ingólfsstræti 9 Sími 13966 og 19092. Volkswagen Moskwitch ’57. Verð kr. 50 þús. Staðgreiðsla. Wolkswagen ’59. Verð kr. 100 bús. Fiat 1100, ’55 Station. Skipti möguleg á yngri Sta.ion bíl Ohevrolet ’55 vörubíll í mjög góðu lagi. Bílar t»l sýnis daglega. Gamla bílasalan Rauðará Skúlagötu 55. Sími 15812. Piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa og stúlka í pylsugerð. KJÖT OG ÁVEXTIR Hólmgarðj 34. — Sími 34995. JarBýta og ámokstursskófla til leigu. Vélsmiðjan Bjarg h.f. Höfðatúni 8 — Símil7184. A blaðamannafundi hjá Kennedy EFTIR HARALD J HAMAR. WASHINGTON, miðviku- dag: — Það var mikið um að vera við einn aðal- innganginn í stórhýsi ut- anríkisráðuneytisins um hálf fjögur leytið í dag. — Kennedy forseti hafði boð að til blaðamannafundar kl. 4 og fréttamenn blaða, útvarps- og sjónvarps- stöðva drifu að. Slíkir dag ar eru alltaf stórir hjá fréttamönnum hér í borg, sérstaklega upp á síðkast- ið, eftir að Kennedy tók við forsetaembættinu. Það orð fór af Eisenhower, að fundir hans með blaða- mönnum hefðu stundum verið leiðinlegir. Kennedy hefur hins vegar haft lag á því að gera fundina mjög spennandi, ef svo mætti segja. Hann á það til að koma með stórar fréttir við slík tækifæri og slíkt kunna fréttamenn miklu betur að meta en hinn almenni blaðales- andi. Áður hélt Bandaríkjaforsoti blaðamannafundi sína jafnan í Hvíta húsinu, en bæði vegna vaxandi þrengsla í for setasetrinu — og vegna þess að stórhýsi utanríkisráðuneyt isins er nú fullbúið, hafa fundimir verið fluttir þang- að í mjög vistleg húsakynni, stóran og nýtízkulegan sal, sem rúmar um þúsund manns í sæti. Undirbúningur , Lífvörðurinn um Banda- ríkjaforseta er margfaldur hvar sem hann fer og blaða- mannafundimir eru síður en sVo undantekning frá þeirri reglu. Þar verða allir að hafa sérstök skilríki og fram vísa þeim við innganginn þar sem fjölmennur öryggisvörð- ur gætir þess, að þangað komist ekki aðrir en þeir, sem leyfi hafa. Islenzkum blaðamönnum, sem nú eru hér á ferð, gafst kostur á að sitja fundinn í dag og þegar við gengum í salinn, hálftíma áður en fundur skyldi hefjast, voru þá þegar fyrir 100—200 fréttamenn og ljósmyndarar. Allt virtist á tjá og tundri. Rafmagnsmenn voru að ganga úr skugga um að allir hljóðnemar væru í lagi og 20—30 ljósmyndarar voru í kös umhverfis ræðustólinn, mældu ljósstyrkleikann, stilltu vélar sínar og bjuggu sig undir „átökin“. Allt um- hverfis voru sjónvarpsmenn með sínar myndatökuvélar, bæði á sviðinu, við ræðustól- inn, á palli aftan við sætin í salnum og á innbyggðum svölum uppi á miðjum vegg allt umhverfis salinn. Það var mikill kliður þarna inni, flestir voru með síðdegisblöð- in undir hendinni og allir virtust ræða af kappi nýjustu fréttina, rússnesku geimferð- ina. Það var greinilegt, að menn voru ekki í neinum vanda með það hvaða spurningar skyldu lagðar fyrir forset- ann. Kunnir fréttamenn Tíminn styttist óðum og stöðugt streymdu fréttamenn í salinn. Það var athyglisvert hve margir rosknir menn — og hve margt kvenfólk var í þessum stóra hópi, flestir sjálfsagt með skrifaða spurn- ingu í vasanum — vongóðir um að fara út með svarið. Erlendir fréttamenn frá öll- um heimsálfum voru þarna líka margir, því stórblöðin um allan heim hafa einn eða fleiri fréttaritara í Washing- ton. Ef þaðan er ekki frétta- von, ja — þá hvaðan? Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í fjögur komu allmargir dökkklæddir menn fram á sviðið, dreifðu sér afarlega í salnum og við út- göngudyr. Þetta voru ekki fréttamenn. Nei, það var greinilegt. Aðallífvörðurinn var kominn á vettvang. Að minnsta kosti fimm hundruð manns vonx nú komin í salinn, flestir höfðu tekið sér sæti. Það færðist þögn og eftirvænting yfir hópinn. Þarna voru margir frægustu fréttamenn heims, fitluðu við skrifblokkir sín- ar rétt eins og hinir óþekktu, virtust íhugulir, sennilega að reyna að setja saman ein- hverjar nýjar og gáfulegar spurningar, því það er ekki síður mikilvægt að vekja athygli í hópi starfsbræðr- anna en forsetans. Fundurinn hefst Klukkan var á slaginu fjögur er hliðardyr fremst í salnum lukust upp og for- setinn gekk hröðum skrefum inn. Hann var kominn hálfa leið að ræðustólnum, þegar fundarmenn áttuðu sig og spruttu úr sætum. Salinger, blaðafulltrúi, og þeldökkur aðstoðarmaður hans fylgdu fast á eftir í salinn, báðir klyfjaðir papírum og skjöl- um. Um leið og forsetinn steig í ræðustólinn leit hann upp: „Þakka ykkur fyrir“. — Fundarmenn settust. „1 dag eru liðin 16 ár síðan Frank- lin D. Roosevelt lézt. Lengst af þjáðist hann af lömun. Milljónir manna í þessu landi hafa vanrækt að láta bólu- setja sig gegn lömunarveiki. Ég vona að sem flestir láti verða af því hið skjótasta“. Þannig byrjaði Kennedy fundinn, umsvifalaust. Vart höfðu liðið meira en 10—12 sekúndur frá því hann birt- ist í dyrunum þar til fund- urinn var hafinn. Næst tilkynnti hann stofn- un nokkurra rágjafanefnda, nefndi nöfn og verkefni væntanlegra ráðgjafa. Hann talaði fremur lágt, var geysi fljótmæltur, virtist vera að flýta sér. — Allir kannast við það hve Kennedy forseti Kennedy er unglegur á myndum. En augliti til auglits er hann jafnvel enn unglegri, kominn á fimmtugsaldur. Það er mj ög skiljanlegt hversu hann óttaðist mjög, að hið æsku- lega yfirbragð spillti fyrir sér í kosningabaráttunni. Þetta er fremur hávaxinn maður, grannur, en með svipmikið andlit, sólbrenndur eftir páskadvöl suður á Flórida. Kúbumenn ráði sér sjálfir Þegar hann hafði lokið því, sem hann hafði að segja í ó- spurðum fréttum, þagnaði hann andartak, leit yfir sal- inn — og ekki stóð á frétta- mönnunum. Tíu til tuttugu spruttu upp úr sætum sínum nær samstundis: „Herra for- seti“ sögðu þeir í kór. En ekki gátu allir borið sam- tímis upp það sem þeim lá á hjarta. Forsetinn benti á einn, þann sem var einna næstur. Hinir settust niður — og sá „heppni" bar upp spurningu sína. Hann spurði um Kúbu, hvort Bandaríkja- stjórn ætlaði að veita and- stæðingum Castros stuðning. Kennedy svaraði umsvifa- laust, jafnfljótmæltur og ákveðinn og fyrr. Nei, stjórn- in ætlaði ekki að veita stuðn- ing. Hún ætlaði meira að segja að reyna að sjá til þess, að enginn bandarískur borg- ari tæki þátt í þessum átÖk- um. Hins vegar bæri því ekki að leyna, að andstæð- ingar Castros fengju stuðning frá ýmsum öflum í Banda- ríkjunum. Þannig hefði það reyndar líka verið, þegar Castro barðist gegn Batista. Þá átti Castro hauka í horni víða í Bandaríkjunum. — Kennedy sagðist samt sem áð ur vera þeirrar skoðunar, að þetta væri mál, sem Kúbu- menn ættu sjálfir að gera út um. Á hinn bóginn sagðist hann gjarnan vilja líta þann dag, er Kúbustjórn skæri á tengslin við Kreml. Lýðræðisríkin „endingarbetri" Þá var komið að rússneska geimfaranum. Einn spurði að því, hvort forsetinn ótt- aðist, að þetta tækniafrek Rússa sýndi fram á raun- verulega yfirburði kommún- ismans. — Kennedy svaraði afdráttarlaust neitandi. Ein- stakir atburðir sem þessir högguðu í engu þeirri skoð un sinni, að lýðræðið væri lífseigara kommúnismanum. Einræðið gæti náð langt í stuttu kapphlaupL Þetta kapphlaup, þessi barátta stæði e.t.v. út þessa öld, en það væri bjargföst skoðun sín, að grundvallarlega hefði lýðræðið svo margt fram yf ir einræðið, að það fyrr- nefnda yrði „endingarbetra", úthaldsmeira. Samkeppnin hörð. Kennedy hafði vart sleppt orðinu, þegar 20—30 frétta- menn spruttu upp og ávörp uðu hann í kór: „Herra for seti“. Forsetinn benti að því er virtist af handahófi á ein hvexm einn. Hinir urðu að setjast niður. Hvað eftir ann að kom það fyrir, að frétta mennirnir ruku þannig upp úr sætum sínum, þegar for setinn var að ljúka við setn ingu. Héldu, að hann ætlaði ekki að hafa svarið lengra. En hann hélt þá stundum áfram án minnstu svipbrigða — og menn urðu að gjöra svo vel að setjast aftur og bíða færis. Samkeppnin var hörð. Þetta var líkast því, þegar hlauparar í keppni rjúka allir af stað áður en skotið ríður af. Spurningamar, sem frétta menn lögðu fyrir Kennedy voru um allt milli himins og jarðar, um innanríkismál jafnt sem utanríkismál — um atvinnuleysið, fylkisstjóra kosningar í Texas, kínverska kommúnsta og Sameinuðu þjóðirnar, Laos, sambúðina við Rússa. Einn spurði hvort forsetinn teldi Castro komm- únista — og svarið var: — Castro hefur a.m.k. tekið upp mjög nána samvinnu við Moskvu og allar helztu valda stöður hefur hann fengið kommúnistum. Hikaði aldrel. Það var furðulegt að sjá og heyra hversu fljótt og vel forsetinn svaraði oft spum- ingunum. Hann hikaði aldrei, allan tímann. Hann var mjög fljótmæltur, sagði margt með fáum orðum. Og jafnvel þegar spurt var um atburði, sem gerzt höfðu fyrir fá- einum klukkustxmdum — þá svaraði hann eins og hann hefði æft sig á svarinu í hálf an mánuð. Kennedy var alvarlegur á svip allan tímann, honum stökk ekki bros á vör enda þótt sum svara hans vektu kátínu og hlátur meðal á- heyrenda. Hann fitlaði stökú sinnum við jakkahnappana, stóð annars hreyfingarlaus þær 30 mínútur, sem fund- urinn sttóð. Salinger sat við ræðustól inn og tvisvar sinnum meðan á fundinum stóð kom sendi- boði inn með orðsendingu og færði honum. Blaðafull- trúinn og hinn þeldökki að- stoðarmaður hans hvísluðust á — og smellir í Ijósmynda- vélum voru viðstöðulaxisir allan tímann. Kapphlaup. Kennedy var að svara spurningu, lauk því, en án þess að gera nokkurt hlé sagði hann: „Fundinum er slitið“ —. og var kominn hálfa leið að dyrunum, þegar fundarmenn áttuðu sig og risu úr sætum. Fundurinn hafði staðið í 30 mínútur, hvorki mínútu skemur né leengur. — Fréttastofumenn biðu ekki boðanna, það var kapphlaup. Allir vildu verða fyrstur í símann. Sjálfsagt hefur enginn orðið síðastur. „Tókstu eftir því, að Kennedy gekk“, sagði Wash- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.