Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. apríl 1961 Djáknavígsla í Grímsey á sunnudag í>AÐ VORU miklar annir í Grímsey í gærdag, er eyjar- skeggjar undirbjuggu móttökur fyrir biskup landsins og fleiri kirkjunnar menn, sem þangað voru væntanlegir í gærkvöldi með djúpbátnum. Á sunnudaginn vígir biskupinn Einar Einarsson frá Grímsey sem djákna að Mikla garðskirkju. Einar Einarsson, sem búið hef ur í Grimsey í nær 10 ár hefur verið hér í Reykjavík undanfarið, til þess að búa sig undir að tak ast á hendur djáknastarfið. Hef Botvinnik nálgast markið STABFESTING hefir nú fengizt » því að 14. skákin í einvigi þeirra Tals og Botvinniks, lauk meS jafntefli. Staðan varð því 1:5 og Botvinnik hafði fjögurra vinninga forskot, er hann settist að 15. skákinni í gærkvöldi og lék drottningarpeði sínu fram. Tal svaraði með kóngs-indverskri vöm og Botviimik vaidi hvassa leið, en hrá svo út af í 9. leik og fékk stöðu við sitt hæfi. Síðar hóf Botvinnik peðasókn að kóngi Tals, en hinn ungi heimsmeistari varðist vel í erfiðri stöðu og reyndi gagnsókn á drottningar- væng. Þegar skákin fór í bið höfðu báðir tvo hróka, tvo biskupa og nokkur peð, en Botvirmik hefir rýmri stöðu og allgóðar vinningslfltur. — Skákin verður tefld í dag. Nýr rafveitustjóri í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Fyrir nokkru réð bæjarstjórn Hafnarfjarðar Gísla Jónsson rafmagnsverkfræð ing sem rafveitustjóra hjá Raf- veitu Hafnarfjarðar í stað Val- garðs Thoroddsens, sem ráðinn hefir verið yfirverkfræðingur Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Gísli Jónsson, sem er 31 árs að aldri, lauk fyrrihlutaprófi við Há skóla íslands og lokaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann starfaði áður hjá raforkumála- stjóra og er búsettur í Kópavogi. Valgarð Thoroddsen, sem nú hefir látið af störfum hjá Raf- veitunni, hafði starfað þar í 23 ár samfleitt og því manna mest mótað hana og komið henni í það horf, sem hún er nú í dag. Hefir undir hans stjórn verið imnið markvisst að því að endurbæta nafmagnskerfið í bænum. — G. E. ur hann m.a. sótt fyrirlestra í guðfræðideild háskólans. Biskup landsins próf. Sigur- björn Einarsson, vígir Einar til djáknastarfa, síðdegis á sunnu- daginn við vígslumessu í Mikla- garðskirkju. Verða þeir við vígsl una vígslubiskup sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum og sóknarpresturinn sr. Pétur Sigur geirsson, á Akureyri. Miklagarðskirkja hefur öll ver ið málum hátt og lágt í vetur. UmrœSufundir úti á landi um byggingarmál EIN S og flestum er kunnugt var Byggingaþjónusta Arkitekta félags íslands stofnuð fyrir rétt- um tveim árum. Á stefnuskrá Byggingaþjónustunnar hefur frá upphafi verið að kynna al- menningi þau byggingarefni, sem á markaðnum eru á hverj- um tima. Sú nýbreytni hefur nú verið tekin upp að fá þekkta sérfræð- inga í byggingarmálum til að mæta á almennum umræðu- fundiim úti á landi. A fundum þessum verður rætt um bygg- ingarefni og verða þeir haldnir í samráði við iðnaðarmannafé- lögin á hverjum stað. Friðvænlegra í Laos MOSKVA 21. apríl (Reuter) — Brezka og rússneska stjómin komu sér í dag saman um að birta sameiginlcga áskorun til styrjaldaraffila í Laos, að hætta vopnaviffskiptum. Jafnframt þessu boða þær til nýrrar ráff- stefnu um Laos-málið og skora á Nehru forsætisráðherra Ind- lands aff láta Laos-vopnahlés- nefndina hefja störf a'ð nýju, en i nefndinni eiga sæti auk ind- versks fulltrúa, menn frá Pól- landi og Kanada. Tilkynning um þetta samkomu lag varðandi Laos var gefin eftir að Sir Frank Roberts, sendi- herra Breta í Moskvu hafði átt klukkustundar viðræður við Georgi Pushkin aðstoðarutan- ríkisráðherra. Laoski stjórnmálamaðurinn og hlutleysinginn Souvanna Phouma dvelst enn í Moskvu. í dag hélt rússneska stjórnin honum mikla veizlu í Kreml. Síðar í kvöld ætlaði hann að leggja af stað flugleiðis til Peking. Souvanna kvaðst bjartsýnn um að koma mætti á friði í Laos. J/w/íwir IV^ SV50 hnútar X Snjihmo • Úti —• \7 Skúrir fC Þrumur WS KuUosM Hifoski! H.Hmt LáLetqi Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-mið: Hvass austan, dá- lítil rigning. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafj.mið: NA stinningskaldi, skýjað, og víða dálítil rigning. Vestfirðir, Norðurland og miðin: Hvass NA, slydda eða rigning. NA-land og miðin: ,NA kaldi, þokuloft Og dálítil rigning. Austfirðir, SA-land og mið- in: Austan Og NA átt, víða allhvasst, þokuloft og rigning. Þegar hefur verið haldinn einn fundur og var hann á Sel- fossi 7. apríl sl. Þar mætti Gústaf E. Pálsson verkfr. og ræddi um steinsteypu og hag- nýtingu hennar. Var þetta fjöl- mennur fundur og tóku margir til máls. Næsti fundur er ákveðinn þriðjudagskvöldið 25. apríl nk. kl. 8,30 í Keflavík. Þar mun Haraldur Ásgeirsson verkfr. ræða um einangrun og einangr- unarefni. Erindi og umræður á fund- unum eru tekin á segulbönd, sem síðar verða lánuð til þeirra er þess óska og ekki hafa að- stöðu tU að sækja þessa fundi. 1 gær var opnuð í húsakynn- um Byggingaþjónustunnar að Laugavegi 18 A sýning á teikn- ingum er bárust í hugmynda- samkeppni um kirkju að Mos- felli 1 Mosfellssveit. — Verður sýningin opin almenningi £ dag og á morgun kl. 2—6 en mánu- dag á sama tíma og Bygginga- þjónustan er opin. Farfuglar SUMARFERÐALOG Farfuglar hefjast næstkomandi sunnudag. Þá er ráðgerð göngu- og skíða- ferð á Botnssúlur. Gengið verður upp frá Svartagili. Farið verður frá Búnaðarfé- lagshúsinu kl. 9 árdegis. Farseðl- ar verða seldir við bílinn. 3Ö0-4Ö0 fingraför á Akranesi. Akranesi, 21. apríl. LÖGREGLAN hér í bænum hefur undanfarna daga unn- ið að því að taka fingraför af mönnum hér í bænum, í því skyni að koma sér upp safni fingrafara. Eru milli 300—400 komnir á fingra- faraskrá. — Oddur. Bát rekur á land í Bíldudal BlLDUDAL, 21. apríl -Umkl. fjögur í nótt tók að hvessa hér Og í morgun var komið vonzku veður með miklu brimi Um kl. 8 í morgun var veðrið og báran orðin svo mikil aff einn bátanna, Jörundur Bjamason sem er 50 t bátur, slitnaði upp af lengunni og rak á land. Strandaði hann í grýttri fjörunni fyrir neðan Gils bakka og hefur brotið á honum í dag. Ekkj er báturinn skemmd- ur. Um kl. 10 10 í morgun slitn- aði svo annar bátur, sem Ásbjörn heitir upp. Skipsmönnum tókst að komast út á báti upp í bátinn og setja vélina í gang og sigla út á fjörðinn áður en hann strand- aði. Veðurofsinn er enn mikill nú í kvöld. — Fréttaritari. UNDAN þessu bilflakj skriðu fjórir ungir menn, síðdegis á sumardaginn fyrsta. Þeir voru á leiff til Beykjavíkur. Öku- maðurinn kvaffst sjálfur hafa ekiff ógætilega, og missti hann stjómina á bílnum á 70 km. hraða. Utan vegarins mæld- ust för eftir hjói og veltur, á alls 32 metra kafla. Einn far- þeganna haltraffi lítilsliáttar er lögreglumenn komu á vett- vang. Þetta gerffist skammt frá Lambhagabrú í Mosfells- sveit. ('Ljósm. Þórir Hersveinsson) Somgöngur nð Ingnst nyrðrn FRÉTTARITARI Mbl. í Aðaldal í S-Þing., Hermóður bóndi i Arnesi sagði í símtali við Mbl. í gær, að samgöngur þar nyrðra væru sem óðast að færast i venjulegt horf, eftir stórhríð- ina á dögunum. Er búið að ryðja veginn um Aðaldal, Reykjahverfi og Reykjadal og upp að Mývatni, en við það verk var_ lokið a9 faranótt föstudagsins. í gær var verið að ryðja þjóðveginn 1 Kinn áleiðis til Akureyrar. Ófært er ennþá um Bárðardal, Tjörnéa og Laxárdal. í dag er bjart veð- ur hér og hæg austan átt og hlýtt í veðri og hefur snjórinn mikiS sigið og við höfum það á til finningunni að vorið sé að korna sagði Hermóður. , * * * ■ Mishermi var það í frétt frá Hermóði í Arnesi um daginn, að í hríðinni á dögunum hafi sett niður meiri snjó þar en komíð hefði árum saman. Tvær FerSafélags- ferðir á simnudag FERÐAFÉLAG íslands efnir til fyrstu sumarferðanna á sunnu- dag. Tvær ferðir verða famar, göngu og skíðaferð yfir Kjöl, lagt upp úr Hvalfirði og komið niður á Þingvöll og ferð út á Reykja- nes með viðkomu á helztu stöð- um. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar kl. 9 á sunnudagsmorg- un frá Austurvelli. Óvinir sættast í Belgíu BRUSSEL 21. april (Reuter) — Tveir stærstu stjórnmálaflokkar Belgíu, Kaþólski flokkurinn og Jafnaðarmenn hafa ákveðið a3 mynda samsteypustjóm. Forsæt- isráðherra verður Leon Collartl úr Kaþólska flokknum. Þessir flokkar, sem deildu harð- ast í vetur um efnahagsmálalög- gjöf þáverandi stjómar, svo a5 lá við blóðugri borgarastyrj öld eru nú orðnir sáttir að kalla og hafa hógværaTi menn í báðum flokkunum tekið höndum sam- an um þefcta. Flokkarnir hafa komizt að samkomulagi um stefnuskrá í efnahagsmál- um, sem miðar að nýsköpun at- vinnulífsins. Vélsmiðjan Þór hf. á ísafirffi. Fullnaðarviðgerð framkvœmd á Isafirði ÍSAFIRÐI, 18. apríl: — í frétt frá Akureyri dags. 12. marz sL er viðtal við brezkan skipstjóra, Ronald Hall, fró Hull. Kom hann til Akureyrar á skipi sínu Loch Oskaic til þess að fá viðgerð. í viðtalinu segir orðrétt: „Hafði togarinn orðið fyrir ketilbilun út af Vestfjörðum og þá leitað til ísafjarðar. Þar fékkst þó ekki fullnaðarviðgerð, og sigldi skip- ið því til Akureyrar og mun Vélsm. Oddi ljúka viðgerð í dag“. Forráðamönnum Vélsmiðjunn ar Þór, h.f. hér á ísafirði þykir allmikiff hallað á sig í þessari frétt, því að þeir voru þess full- vissir, að fullnaðarviffgerS hafði farið fram. í dag vildi svo til, að Ronald Hall skipstjóri kom á ný til ísafjarðar og var nú á öðru skipi en í fyrra skiptið eða Loch Sea- firth frá Hull. Leitaði hann til ísafjarðar til þess að fá viðgerð á radar og mun viðgerð fara fram í dag. Framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Þór h.f., Ólafur Guðmundsson bað fréttaritara blaðsins að ræða við skipstjór- ann til þess að fá leiðrétta mis- sögn þá sem birtist £ Morgunblað inu í fyrrgreindu viðtali. Átti fréttaritari tal við skipstjórann og skýrði hann svo frá að hann ■hefði komið til ísafjarðar £ byrj un marz til þess að fá viðgerð á eldhólfi £ gufukatli. Hefði viðgerð gengið mjög vel og tek- izt fullkomlega að gera við það sem í ólagi var. Var síðan haldið á miðin á ný og austur með landi. en eftir 4 daga bilaði ket- ilrör og var þá leitað til Akur- eyrar til viðgerðar, því að þang. að var stytzt. Fór viðgerð þar fram á ketilrörinu. Viðgerðin á Akureyri var þannig ekkert I sambandj við það, sem gert hafði verið á ísafirði. Að lokum skal svo því bætt við, að fjöldi brezkra togara og annara erlendra veiðiskipa hef- ir leitað hingað til ísafjarðar til viðgerðar vegna vélabilunar. Hefir vélsmiðjan Þór ávallt leyst viðgerðir af hendi með prýðL Sýndi framkvæmdastjóri vél. smiðjunnar fréttaritara MbL bréf og skeyti frá brezkum út- gerðarfyrirtækjum þar sem vél- smiðjunni er þakkað fyrir vel unnin störf £ þágu brezkra tog- ara. — GK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.