Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1961, Blaðsíða 22
22 MORGT’IVBLAÐIÐ Laugardagur 21. apríl 1961 Signrsveitin, talið frá vinstri: Agnar Levy, Kristleifur Guð- bjömsson og Reynir Þorsteinsson. KR vann Víðavangs- hlaupið VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fór fram á sumardaginn fyrsta, eins og venjulega. — Þetta var 46. hlaupið í röðinni og þátttaka var með lélegasta móti, aðeins átta keppendur, 3 frá KR og 5 frá Héraðs- sambandinu Skarphéðni. Hlaupið hófst og endaði í Hljómskálagarðinum, eins og undanfarin ár. Vegalengdin var ca. 3 km. Kristleifur Guð- björnsson, KR, tók fljótlega for- ystu í hlaupinu og hélt henni til loka. Agnar Leví fylgdi hon- um þó lengi fast eftir en varð að gefa sig síðasta km. KR-ing- ar unnu nú bikarinn fyrir 3ja manna sveitakeppni í annað sinn, en Hallgrímur heitinn Benediktsson gaf bikarinn fyrir 10 árum. Úrslit hlaupsins: Kristl. Guðbjörnss., KR, 9.05,8 Agnar Leví, KR, 9.23,2 Hafsteinn Sveinsson, HSK, 9.47,8 Reynir Þórsteinss., KR, 10.07,0 Jón Guðlaugssón, HSK, 10.19,0 Jón Sigurðsson, HSK, 10.37,0 Ólafur Jónasson, HSK, 10.38,0 Guðjón Gostsson, HSK, 10.39,0 Urs9it á sunnudag HANDKNATTLEIKSMÓTI Is- lands lýkur á sunnudagskvöld. með úrslitaleikum 1 meistara- flokkum kvenna og karla. Úr- slit eru þegar kunn í þessum flokkum: Meistaraflokkur karla, 2. deild: Víkingur sigraði. 1. fl. kvenna: Víkingur. 2. "fl. B kvenna: Víkingur. 2. fl. B karla: FH. Meistarafl. kvenna: FH. í kvöld fara fram úrslit í þess um flokkufn og eigast þar við sigurvegarar í riðlum: 2. fl. kvenna A: Fram-FH. 3. fl. karla B: Fram-Ármann. 3. fl. karla A: Valur-FH. 2. fl. karla A: FH-Víkingur. 1. fl. karla: Fram-Þróttur. Verðlaunaafhending fer fram að loknum leikum 3. flokks og 2. flokks kvenna. Verðlaunaafhending fyrir aðra flokka verður í Sjálfstæðishús- inu á sunnudagskvöld að lokn- um leikum KR og Ármanns í meistaraflokki kvenna og Fram og FH í meistaraflokki karla, 1. deild. Enska knattspyrnan Mikið er rætt um hvaða tvö lið muni að þessu sinni falla niður í II. deild. Koma helzt þrjú lið til greina þ.e. Newcastle, Preston og Blackpool. Nú sem stendur hefur Newcastle 28 stig og á eftir tvo leiki, Preston hefur 29 stig og á eftir tvo, leiki. Blackpool hefur 29 stig og á eftir þrjá leiki. Liðin eiga eftir að mæta þessum félögum: Newcastle: Bolton (heima) og Blackburn (úti). Preston: Manchester U (heima) og Bolton (úti). Blackpool: Manchester City (heima) Birmingham (úti) og Manchester City (úti). Eins og sést á þessu þá stend ur Newcastle verst að vígi og var leikurinn s.l. laugardag mjög af drifaríkur því þá tapaði liðið fyr ir Blackpool 1:2. Þótt hér hafi aðeins verið minnzt á þrjú lið þá eru fleiri í hættu eins og t.d. Manchester City sem hefur 31 stig, en á eftir 4 leiki, en tveir þeirra eru gegn Blackpool svo allt getur komið fyrir. Fulham hefur 33 stig og er þó ekki úr allri hættu því liðið á aðeines eftir tvo leiki. Hvernig sem þess harða barátta endar ,þá er eitt öruggt, að tvö lið, sem hafa sett svip á I. deild verða þaðan að hverfa og á þetta þó sérstakleg við ef Newcastle fellur niður því liðið hefur oft náð frábærum árangri. í vikunni fóru fram nokkrir leikir í ensku deildarkeppninni og urðu úrslit þessi: Preston — Bolton 0:0. Burnley — Westham 2:2 Rotherham — Brighton 5:2 Rochoale — Peterborough 2:2 Frá útför Björns Jakobssonar, fyrrv. skólastjóra, sem gerð vai frá Dómkirkjunni. íþróttamenn standa heiðursvörð- við kistuna. Sumaráæthm innan- * tandsflugs frá I. maí SUMARÁÆTLUN innanlands- flugs Flugfélags íslands gengur í gildi 1. maí n.k. i Frá Reykjavík: Til Akureyrar verður flogið á hverjum degi og flesta dagana þrisvar. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag alla virka daga og ein ferð á sunnu- dögum. Til ísafjarðar verða ferð- ir alla daga vikunnar og til Egilsstaða alla virka daga. Til Hornafjarðar verður flogið á mið vikudögum, föstudögum og sunnu dögum og til eftirtalinna staða tvisvar í viku: Til Kópaskers og Þórshafnar á mánudögum og fimmtudögum, til Sauðárkróks þriðjudaga og laugárdaga, Húsavíkur miðviku. daga og laugardaga og og til Fag- urhólsmýrar föstudaga og sunnu- daga. Á iöstudögum verður flogið til Kirkjubæj arklausturs. Frá Vestmannaeyjum: Milli Vestmannaeyja og Hellu verður flogið á miðvikudögum og milli Vestmannaeyja og Skóga sands á laugardögum. Frá Akureyri: Frá Akureyri verður flogið til Þórshafnar og Kópaskers á mánu dögum og fimmtudögum til Egils staða á þriðjudögum og föstu- dögum og til Húsavíkur á mið- vikudögum og laugardögum. Skíðamót á Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 13. april. — Síðamót íþróttafélagsins Þróttar í Neskaupstað var haldið sl. 6unnudag við skála félagsins í Oddsdal. Helztu úrslit urðu þessi: I brunj karla sigraði Jens Pét- ursson. 1 bruni drengja, 12—13 ára, •igraði Sigurjón Stefánsson. í bruni drengja, 10—11 ára, eigraði Hermann Sveinbjörnsson. í svigi karla sigraði Jens Pét- ursson. 1 svigi drengja, 12—13 ára, aigraði Gunnar Ingi Gunnarsson. í svigi drengja, 10—11 ára, •igraði Hermann Sveinbjörnsson. í karlagreinum var keppt um farandbikar, svonefndan Harðar- bikar, sem gefinn var til minn- Ingar um Hörð Kristinsson, ung- an og mjög efnilegan skíðamann, er drukknaði, þegar brezkur tog- ari sigldi niður trillubát, sem hann og faðir hans voru á, fyrir nokkrum árum. Jens Pétursson vann mú þennan bikar í þriðja 6inn í röð. — Á mótsdaginn var veður hið bezta og áhorfendur ellmargir. — S. L. Dimis- sion ÞESSI MYND var tekin I gær morgun, þegar nemendur 6. bekkjar Menntaskólans voru dimmitteraðir. Athöfnin hófst í hátíðasalnum skömmu fyrir hádegi og flutti fráfarandi in- spector scholae kveðjuræðu fyrir hönd verðandi stúdenta og setti jafnframt eftirmann sinn í embætti. Síðan hópuð ust dimittentar framan við skólann, sungu skólasöngva, kvöddu kennara og skiptust á spakmælum við nemendur neðri bekkja og yfirgáfu svo skólann með húrrahrópum. Þrjár dráttarvélar með hey- vögnum biðu í Lækjargötunni og óku dimittentar heim til kennara. í gærkvöldi var svo lokahóf, og í dag hefst undir búningurinn fyrir stúdents- prófið, og mun hann standa næstu 5 vikiur. Myndia sýnir dimittenta ganga niður skóla brúna með viðeigandi fagnað arlátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.