Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. maí 1961
MORGVNBLAÐIh
3
GuSrún í síðasta munnlega prófinu á fimmtudag. Lengst til vinstri er háskólarektor, Ármann
Snævarr, og til hægri próf. Theodór Líndal. Á myndinni er Guðrún í skikkju, sem laganem-
ar nota nú orðið í prófum, ef þeir þá ekki kjósa að vera í „kjól og hvítt“, eins og áður var
fastur siður.
Fimmta
lagaprdfi
1 GÆR luku síðustu stúdent-
amir embættisprófi í lögfræði
frá Háskóla íslands á þessu
vori. Sex luku prófi og
meðal þeirra var Guðrún Er-
lendsdóttir, sem flestum
landsmönnum er kunn frá
því hún var þulur hjá Ríkis-
konan
r
útvarpinu og stjórnaði óska-
lagaþætti sjúklinga. Guðrún
hlaut I. einkunn, 218 stig. —
Hún er fimmta konan, sem
lýkur lagaprófi frá Háskólan-
um hér.
— Ég er auðvitað ákaflega
ánægð með að þessu er lok-
Isienzkur flug-
maður í
UM þessar mundir er einn ís-
lendingur að störfum suður í
Kongó í Afríku. Maður þessi
er Harald Snæhólm flugmað-
ur sonur Njarðar varðstjóra
hjá rannsóknarlögreglunni.
Harald, sem er 22 ára, er
flugmaður hjá þýzku flugfé-
lagi, sem Continentale heitir
og bækistöð hefur í Hamborg.
Harald lauk prófi við flug-
skólann í>yt 1956, en fór til
framhaldsnáms tií Noregs og
lauk flugprófi atvinnuflug-
manna við hinn viðkunna flug
skóla Solbergs. Áður en hann
gerðist flugmaður hjá þýzka
flugfélaginu, var hann við
sjúkraflug, myndatökur úr
lofti og fleira í Noregi.
Síðan hann gerðist flug-
maður hjá hinu þýzka flug-
Kongó
félagi hefur Harald víða-
flogið, m. a. austur til Hong
Kong.
Fyrir nokkru kom bréf frá
Harald, sem hann skrifaði í
Leopoldville. Var hann þá ný-
lega kominn frá Hamborg og
Briissel, en þar tók flugvélin,
sem er skymaster, rúmlega
sex tonn af allskonar hjúkr-
unarvörum á vegum S. I>. og
var farminum skipað upp á
flugvellinum í Leopoldville.
Harald hefur verið í innan-
landsflugi í Kongó á vegum
belgíská flugfélagsins SAB-
ENA, sem eftir því að dæma,
hefur enn einhver ítök í þess-
ari fyrrum nýlendu Belga.
Hefur Harald verið í Lulua-
borg, þar sem stuðningsmenn
Lumumba eru, og Gyoa og til
lýkur
ið, sagði Guðrún í símtali við
fréttamann í gær. — Þetta er
búin að vera mikil skorpa.
5. maí byrjuðu skriflegu próf
in, þrjú 6 tíma próf og svo 5
munnleg í fyrradag. Ég var
í þeim frá kl. 10 um morg-
uninn til kl. hálfsex. Það var
ekki sjón að sjá mig, þegar
ljósmyndarinn frá ykkur kom
í miðju prófinu og fór að
taka myndir. En nú er ég
orðin svo ógurlega fín, nýt
Kindu hefur hann flogið. >að
gisti Harald í hermannatjöld-
um Malajahermanna.
í einni ferð til Luluaborgar,
er flugvélin sem Harald er
flugmaður á, flutti hún rúm-
lega 30 blökkumenn úr liði
S. Þ. þangað. Ferðin að flug-
vellinum gekk vel, en þegar
komið var yfir flugvöllinn og
flugmennirnir hugðust lenda,
kom í ljóg að enginn var í
flugturninum og ekkert svar
fékkst og engin brautarljós
voru kveikt. Veður fór vax-
andi, því hvirfilvindar voru
þar á ferðinni. En flugmenn-
irnir, flugstjórinn á flugvél-
inni er gamall orrustuflugmað
ur í flugher Breta, R.A.F. ætl-
uðu að reyna að lenda á hin-
um upplýsta flugvelli. Höfðu
þeir verið að smá fikra sig
niður, er allt í einu kviknuðu
Ijós á flugbrautinni_ og þeir
gátu lent flugvélinni heilu og
höldnu. í ljós kom að Lulua-
borgarflugstjórnarmenn voru
víðs fjarri. Nokkrir norskir
hermenn úr liði S. Þ. við flug-
völlinn, höfðu séð hverju
fram fór, og höfðu þeir hlaup-
ið inn í flugturninn, kveikt ó
öllum tökkum sem þeir fundu,
unz ljósin kviknuðu á flug-
brautinni. Það fékkst ekki úr
því skorið hvert starfs-
menn flugþjónustunnar hefðu
skroppið.
í brkfi sínu talar Harald
þess að gefa mér tíma tii að
mála mig og fara í hárlagn-
ingu.
— Og að hvíla þig?
— Nei, ég er of þreytt til
að hvíla mig. Ég labba bara
niður Laugaveginn, og þyk-
ir gott að þurfa ekki að hafa
samvizkubit af því að sóa
tímanum. Og nú get ég farið
að vinna upp aftur 6 kílóin,
sem ég hef misst í lestrinum
síðan um jól.
En þó þetta hafi verið erf-
itt stundum, þá sé ég ekki
eftir að hafa valið þetta nám.
Fagið er miklu skemmtilegra
þegar maður er kominn inn í
það en það lítur út fyrir að
vera. Ég hlakka til að fara
að starfa við það.
— Svo nú ætlar þú að snúa
þér að því að verja lítil-
magnann?
— Já, það má orða það svo
— eftir beztu getu. Annars
er ekkert ákveðið nema að
ég ætla f framtíðinni að
vinna lögfræðistörf.
Guðrún er Reykvíkingur,
dóttir Erlendar Ólafssonar,
sjómanns, og Jóhönnu Sæ-
mundsdóttur. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1956 og
hefur því lokið laganámi á
* 5 árum. Þessi 5 ár hefur hún
unnið með náminu, fyrsta ár-
ið sem ritari Menntaskóla-
rektors og annað árið sem
fullgildur þulur hjá Ríkisút-
varpinu, og öll árin séð um
sjómannaþáttinn í útvarpinu,
nema fengið frí frá jólum og
fram á vor fyrir bæði fyrri
hluta og seinni hluta prófið.
— Ég hef ekkert að segja
annað en að ég er ákaflega
ánægð, sagði Guðrún að lok-
um. — Ættingjar og vinir
streymdu hingað heim í gær,
til að óska mér til hamingju
og hér eru rósir um allt,
alveg eins og ég væri að
verða áttræð. — E. Pá.
Harald Snæhólm
að lokum um hve hitinn sé
óskaplegur þar syðra. Erfitt
er að stunda innanlandsflug í
Kongó segir hann, því radíó-
vitar eru fáir og allar uþpl.
flugturnanna til flugvélanna
af skornum skammti og um
margt ófullnægjandi.
Þó hér sé krökt af altekonai
pöddum og snýkjudýrum sem
á mann sækja, segir Harald,
kann ég vel við mig hér fyrir
sunnan miðbaug.
Reykingar unglinga
37,8% AF DRENGJUM á aldrin-
um 13—17 ára er farinn að
reykja og 18,3% af telpum á sama
aldri. Þetta kemur m.a. fram í
grein, sem Haraldur Guðjónsson
1 skrifar í nýútkomið Læknablað,
j þar sem hann segir frá rannsókn,
sem fór fram í 10 gagnfræða- og
unglingaskólum í Reykjavík 10.
apríl 1959.
Unglingarnir voru látnir svara
spurningalista um þetta efni, án
þess að vita um efni hans fyrir-
fram. Alls voru 2731 nemandi
spurðir, 1435 stúlkur og 1296
piltar.
Samkvæmt þessari könnun
reykja 28,2% af 13 ára drengjum
á stundum og 16,1% af 17 ára
drengjum. 13,3% af 13 ára telpum
er farið að reykja á stundum og
7,3% af 17 ára telpum. Reglu-
lega (1—10 sígarettur á dag)
reykja 3,9% af 13 ára drengjum
og 12,9% of 17 ára drengjum,
0,8% af 13 ára telpunum og
2,4% af 17 ára telpunum. Meira
eða 1—20 sígarettur á dag reykja
2,7% af 13 ára drengjum og
25,8% af 17 ára drengjunum,
3,2% af 13 ára stúlkunum og
9,8% af 17 ára stúlkunum.
STAKSTEINAR
Beztu meðmæl n
Hannres Pétursson skrifaði Vett
vang í Morgunblaðið fyrir
skemmstu og benti á, hvernrig
kommúnistaflokkurinn á ts-
landi hefði virkjað málpípur
sinar fyrir Keflavíkurgönguna
svonefndu. Grein Hannesar virð-
ist hafa farið mjög í taugarnar
á fulltrúum Krúsjeffs hér á
landi og þeir hafa nú gert ítrek-
aðar tilraunir til „að hefna sín“
á skáldinu. Mestan part eru grein
ar kommúnistanna svívirðingar
og skammir um Hannes Péturs-
son en skáldið stendur jafnréttur
eftir sem áður og þarf árciðan-
lega ekki á því að halda að hairn
sé varinn hér í Staksteinum
Eins og málum er nú háttað í
heiminum getur vart betri með-
mæla en stórárása af hendi
kommúnista .
Austan næðingur
og bókmenntir
ERt er þó athyglisvert við þess
ar árásir kommúnista á Hannes:
hvernig þeir hafa deilt á skáld-
skap hans vegna þess að hann
er pólitiskur andstæðingur
þeirra. Þetta er ekki ný bóla,
allir vita hvernig bókmennta-
saga Kristins Andréssonar er
skrifuð, allir vita að kommún-
istar hafa kveðið upp þunga
dóma yfir listamönnum, einung-
is vegna þess að þeir hafa ekki
lotið þeim mönnum, sem berjast
fyrir meimingarlegum svarta-
dauða Pasternaksofsækjenda.
Rauðigaldur á íslandi
En íslenzkir listamenn Iáta
þessar persónuárásir sem vind
um eyru þjóta. Þeir vita, að
kommúnisminn er andstæður list
inni, undir hans merki berjast
þeir einir, sem hafa misst trú á
mikilvægt hlutverk listar og
listamanna í nútímaþjóðfélagi.
Kommúnistum mun ekkj takast
að virkja nema titölulega fá*
mennan hóp þröngsýnna smá-
karla í hópi íslenzkra skálda, og
þeim skáldum er einmitt hætt-
ast við kommúnismanum, sem
hafa ekki trú á því, að verk
þeirra standi undir þeirri við-
urkennringu sem þeir kref jast. Af
þeim sökum hafa nokkur ung
skáld gengið á mála hjá komm-
únistum, orðið eins konar fast-
ir áskrifendur að rauðagaldri
Þjóðviljans, en þau mega vara
sig á að rugla saman bókmennta-
legri og pólitískri viðurkenningu.
Tíminn er irefnilega harðari dóm-
ari en margir ungir höfundar
virðast halda.
Andstætt íslendingum
Þó að kommúnistar haldi nú
uppi hatursskrifum gegn Hannesi
Péturssyni skulu þeir vita, að sá
tími er liðinn að þeir geti með
einu pennastriki komið í veg fyr-
ir, að þeir höfundar, sem eru
þeim andstæðir, verði metnrir að
verðleikum. Allir sjá gegnum
blekkingarvef þeirra manna, sem
þykjast vera menningarfrömuðir
en hafa ekki við að syngja menn-
ingarkúguninni rússnesku lof og
dýrð.
Hugarfar þeirra manna, sem
ætluðu sér að dæma Pasternak
úr leik, er andstætt eðli og upp-
lagi íslendinga. Þess vegna eru
þeir staðráðnir í að berjast gegn
fulltrúum þröngsýninnar, kúgun
arinnar og ófrelsisins, þangað til
yfir lýkur.
Sjá annars Vettvang blaðsins
í dag.