Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 27. maí 1961
MORGVNBLAÐIÐ
17
Gróa Jónsdóttir
Stokkseyri
LAUGARDAGINN 29. apríl var i
til moldar borin frá Stokkseyr-
arkirkju, Gróa Jónsdóttir, Stark-
aðarhúsum á Stokkseyri, er lézt
hinn 17. þ.m.
Gróa var fædd hinn 24. maí
1875 og því tæpra 86 ára er hún
lézt. Mér er bæði ljúft og skylt
að minnast þessarar góðu konu,
sem hér er gengin, með örfáum
orðum.
í>ær eru margar konurnar í is-
lenzku þjóðfélagi, sem unnið
ihafa kærleiksrík störf innan
fjögurra veggja heimilisins.
Konur, sem jafnvel fáir vissu
uro utan hóps nánasta venzla-
fóiks og næstu kunningja, en sem
íþó inntu af hendi þýðingarmikið
iifsstarf, vcxttu lífshamingj x og
hbirtu inn á veg samferðaf jiks-
ins. Ein sM ra kvenna var Gréa
i Starkaðarntisum. Hún var gædd
frábærum mannkostum og virtis;
aldrei iíða betur, en þegar hún
hafði giatt einhvern, veitt ein-
hverjum þe.m, sem hjálpar var
þurfandi hönd stuðnings og lið
sinnis, ekki aðeins í efnalegu tii
liti heldur líka í því sem snerti
tilfinningalíf samferðafólksins.
Fram yfir fermingaraldur naut
ég þeirrar hamingju að eiga
Iheima í næsta nágrenni við þessa
igóðu konu og héldust kynni okk-
ar og vinátta æ síðan. Af mörg-
um kærum minningum bernsku-
áranna er mér minningin um
sporin að Starkaðarhúsum sér-
staklega kær. Til fólksins í Stark
aðarhúsum var alltaf gott að
ikoma. Húsmóðirin veitti svöng-
um barnsmunni marga saðn-
ingu, sem hvergi var talin og gef
ið af hjartahlýju þeirrar sálar,
sem átti þá eiginleika í ríkum
mæli að veita í barnsvitundina
hollum áhrifum göfgi og heið-
ríkju þess sem fagurt var og gott.
Öll orð hennar og framkoma
verkaði ávallt mannbætandi á
yiðmælanda.
Gróa var gift Jóni Sigurðssyni
trésmið á Stokkseyri. Traustum
tmanni og vönduðum. Var sam-
búð þeirra hjóna og heimilis-
ibragur allur til fyrirmyndar. Jón
lézt fyrir nokkrum árum. Þau
áttu einn son, Guðjón, sem nú er
trésmíðameistari á Stokkseyri.
Guðjón bjó með móður sinni
eftir að faðir hans lézt. Var um-
hyggja Guðjóns Og nærgætni við
móður sína slík að til hreinnar
fyrirmyndar má teljast. Þá ólu
jþáu upp eina fósturdóttur, Jónu
Björg Magnúsdóttur, sem fyrir
alllöngu er flutt til Reykjavíkur,
en sýndi fósturmóður sinni frá-
toæra ræktarsemi og var hjá
henni öllum stundum, er hún gat
við komið, þegar heilsa hennar
tók að dvína og lífskraftar að
þverra. Var Gróu það mikil gleði
hve samtaka börnin hennar voru
um að gera henni allt sem hægt
var til geðs og ánægju og skapa
henni ánægjulegt ævikvöld.
Systir Gróu, Björg, dvelur nú
á Hafnarfjarðarspítala og hefur
dvalið um alllangan tíma. Björg
var árum saman á heimili Gróu
og voru þær systur mjög sam-
rýmdar, enda um margt líkar.
Guðjón hefur nú byggt í
Starkaðarhúsum nýtt Og vandað
hús. í gamla bænum hafði Gróa
dvalið stóran hluta ævi sinnar.
Margir töldu að hún myndi treg
að flytja sig yfir í ný húsa-
(kynni. Myndi bezt fella sig við að
eyða ellidögunum í gamla bæn-
um. En Gróa hugsaði stórt og
felldi sig vel við tímanna bylt-
ingu. Hún fór glöð og ánægð með
syni sínum úr lága gamla bæn-
um í nýja húsið bjarta, þó vera
hennar þar yrði svo stutt, sem
raun er á orðin.
Gróa hélt gleði sinni og lífs-
fjöri til hinztu stundar. Nokkr-
um dögum fyrir andlát hennar
kom ég til þeirra mæðgina. Hún
var þá mjög farin að kröftum,
en hafði þó fótavist og ræddi við
xnig með sama hlýleika og ástúð
og jafnan áður. Við drukkum
kaffisopa saman í eldhúsinu í
húsinu nýja, þar sem þægindin
voru öll sem bezt gerist nú. Og
hún minntist þess hver gjörbreyt
ing var orðin á frá þeim eldhús-
um, er hún og aðrar húsmæður
þessa lands höfðu átt við að búa
árum Og öldum saman. Og gleði
hennar var innileg og samfögn-
uður yfir þeirri breyttu aðstöðu
og auknu lífsþægindum er biðu
þeirra, sem við eru að taka af
kynslóðinni, sem nú er að kveðja
og lifað hefur, í orðsins fyllstu
merkingu, tímana tvenna í þessu
kalda en góða landi.
Gluggarnir á eldhúsinu í hús-
inu hennar nýja sneru móti
kvöldsólinni. Hún hafði orð á
því við mig að sér þætti ánægju-
legt að sitja við eldhúsgluggann
í skini kvöldsólarinnar og virða
fyrir sér líf og starf fólksins.
Starfsdagur ævinnar var líka
að kvöldi kominn og sól um-
hyggju þennar nánustu og þakk-
læti og ástúð samferðafólksins
vermdi ævikvöldið og gaf því
þýðing úr ólesnu efni), stafsetn-
mildan blæ kyrrðar og friðar.
Gróa var líka þakklát öllum.
Hennar góða sál hugsaði hlýtt
til allra sem henni sýndu vinar-
þel, þegar lífsþrekið tók að dvína
og hún fann strönd hins ókunna
lands nálgast.
Mér er efst í huga við dánar-
beð þessarar vinkonu minnar
Jón lénsmaður
Irá Súlu látinn
Ém j
þakklæti fyrir allt, sem hún var
mér, foreldrum mínum og syst-
kinum í margra ára nágrenni,
sem aldrei bar skugga á. Slíkar
minningar eru ljósgjafi á lífs-
braut hvers manns.
Nú verður hún, með vaknandi
vori, lögð til hinztu hvíldar við
hlið eiginmanns síns. Og vissu-
lega er táknrænt fyrir hennar
lífsstarf að kveðja lífið í byrj-
un vors og vaxandi sólar. Svo
gróðurríkt og fljótt er sérhvert
starf, sem í slíkum anda er unn-
ið að vordagurinn sem kveðju-
dagur var af gjafara lífs og gróð-
urs hér vel valinn.
Og í birtu nýs sumars blessa
Stokkseyringar minningu þess-
arar látnu heiðurskonu og senda
syni hennar, fósturdóttur og
sjúkri systur, samúðarkveðju í
vorblæ mætra minninga.
Blessuð sé hennar minning.
B.S.
M E Ð J Ó N I lénsmanni frá
Súlu, eins og íslenzkir kunn-
ingjar kölluðu hann, er í val-
inn fallinn einn af tryggustu
vinum, er ísland átti erlendis.
Hann var fæddur á Súlu, en
það er efsti bær í Veradal við
gamla þjóðveginn milli Þrænda-
laga og Jamtalands. Er þess
bæjar getið bæði í Ólafs sögu
helga og Gunnlaugs sögu orms-
tungu. Þetta var ættaróðal Jóns
lénsmanns og bjó hann þarna
fram til 1955, er hann lét af
embætti fyrir aldurs sakir og
fluttist þá á Veradalseyri. Hann
tréskurðarmynd af einvígi
þeirra. Mynd þessa færði hann
sjálfur íslandi að gjöf 1956 og
var henni komið fyrir að hon-
um viðstöddum í barnaskólanum
að Varmalandi í Mýrasýslu, sem
er skammt frá æskustöðvum
Gunnlaugs.
Mikinn áhuga hafði Jón léns-
maður fyrir skógrækt á íslandi
og hann sendi hingað mikið af
fræi, er hann lét sjálfur safna
í Þrændalögum. í framtíðinni
munu því mörg falleg tré á ís-
landi vitna um vináttu hans, og
ógleymanlegur verður hann öll-
um íslendingum, sem kynntust
honum.
A,
Afhugið !
Óska eftir byggingarfélaga að tvíbýlishúsi í Kópa-
vogskaupstað. Upplýsingar í síma 18525.
ARNESINGAFÉLAGIÐ I REYKJAVÍK
Aðalfundur
félagsins verður í Tjarnarcafé uppi n.k. miðviku-
dag 31. þ.m. kl. 20,30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
I. O. G. T.
I. O. G. T.
Vorþing umdæm s-
stúkunnar nr. 1
verður haldið að Fríkirkjuvegi 11 laugard. 27. maí
1961 og hefst kl. 2 e.h.
UMDÆMISTEMPLAR.
Fró barnaskólum Xópavogs
Börn fædd 1954 komi til innritunar
í skólana þriðjud. 30. maí kl. 2—4 e h.
Skólastjórar.
BAZAR
Bazar og kaffisölu heldur Kvenfélagið Esja að
Klébergi Kjalarnesi 28. þ.m. Hefst kl. 2 e.h.
BAZARNEFNDIN.
Laxveiðimenn !
Tilboð óskast í stangaveiði í Grímsá fyrri hluta af
Hvítárvallalandi frá Hestlandbroti að Troðninga-
keldu. Upplýsingar í síma 22874 kl. 1—3 sunnudag.
var jafnaldri og æskuleikbróðir
L. H. Múllers, sem lengi var
kaupmaður hér í Reykjavík.
Jón á Súlu fékk snemma mik-
inn áhuga á íslendingasögum, ef
til vill upphaflega vegna þess
að hólmgöngustaður Skáld-
Hrafns og Gunnlaugs orms-
tungu er á fjallveginum fyrir
ofan Súlu. Um mörg ár rann-
sakaði hann fornar leiðir þarna
og staðhætti, og þóttist viss um
að hann hefði fundið hólm-
göngustaðinn. (Lesbók, 16. okt.
1955). Hefur norskur fræðimað-
ur nýskeð ritað grein í „Nation-
en“ og fellst þar á að þetta sé
rétt.
Jón á Súlu var hagleiksmað-
ur mikill, einkum á útskurð. Og
vegna þess hve honum voru
hugstæð örlög þeirra Hrafns og
Gunnlaugs, gerði hann stóra
Steinn Þor-
steinsson
frá Hellu
Minning
Enn er djarfur drengur genginn
dauðans ör í brjóstið smó —
Hann, sem átti hönd svo styrka,
hvílir nú í djúpri ró.
Foreldrar og frændur kveðja
framámann og trausta stoð
þeirra, er flytja þjóðarauðinn
þreyttir heim á sýldri gnoð.
Hvað er það þó héðan flytji
hugrökk sál á æðri leið? —
við munum koma allir, allir
eftir lítið tímaskeið.
Gegnum lífsins brim og boða
búin er fáum sigling glæst —
Þú gazt löngum haldið í horflfl
þó himinbrotsjór gnæfði næst.
Steinn, ég flyt þér stefið
gengnum
stoltur vil ég minnast þín —
Oft þú gafst mér ungum
drengnum
örvun----Það er vonin mín.
Að þú munir standa á ströndu
er stíg ég upp á landið þitt
einhversstaðar. - Engin veit hvar
eilífð geymir barnið sitt.
Ólafur Þ. Ingvarsson.
Prentvél til sölu
Lítil sjálfílögð prentvél til sö’l. Vélin er í góðu
lagi.
HILMIR H.F. — Sími 35320.
Til leigu
Góð rishæð til leigu nú þegar ■ í Laugarneshverfi.
Hæðin er 2 stórar stofur, 2 svefnherbergi með inn-
byggðum skápum, eldhús og búr og ágætt bað. Hita-
veita. Reglusemi áskilin. Barnlaust fólk gengur fyrir
um leiguna. Tilboð merkt: „Reglusemi — 1953“
sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld.
Húseigendur á
hifaveitusvœðinu
Ef þið þurfið að láta hreinsa miðstöðvarkerfið fyrir
næsta vetur, þá hringið í síma 14091.
Við höfum sérstök tæki sem hafa reynst mjög vel.
Verðið er sanngjarnt og ákveðið fyrirfram.
JÓH. VALDIMARSSON, •
Ránargötu 10.