Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. maí 1961
MORCVNBI AÐIÐ
11
Hafið
HAFIÐ eftir TJNNSTEIN
STEFÁNSSON, 293 bls. —
Almenna bókafélagið.
IÞað rná jafnan til tíðinda
telja, er myndarleg bók kemur
út í fræðigrein, sem fátt eitt
hefur verið áður ritað um á vora
tungu. Þetta gildir um bók Unn
steins Stefánssonar. Hún markar
tímamót í hafrannsóknum hér
við land og er einhver nýstár-
legasta og þarflegasta bók, seiA
út hefur komið hin síðustu miss
eri, — og verður efalítið merk-
asta nýsköpun í bókmenntum
þessa árs.
Allir eru sam.m'ála um, að til
vist okkar íslendinga hvíli að
verulegu leyti á hafinu umhverf
is landið og veiðisæld þess. Fiski
rannsóknip' hafa alllengi verið
stundaðar hér við land, og ber
jafnan að nefna með heiðri dr.
ÍBjarna Sæmundsson og ýmsa
danska fiskifræðinga, sem brutu
ísinn í þeim fræðum. En því
meir sem sjódýralífið hefur ver-
ið rannsakað, því augljósara hef
ur orðið, hversu mikið skortir
á næga þekkingu á háttalagi
helztu nytjafiska á veiðislóðum
okkar.
Grundvöllur fiskirannsókna
hlýtur jafnan að vera þekking á
sjálfu hafinu, sem fiskarnir lifa
og hrærast í. Sú þekking hefur
verið mjög í molum í „mare
nostrum" frarri til þessa, og enn
er þar ærið verk óunnið. Eigin
legar sjórannsóknir hafa líka
verið látnar sitja á hakanum
fram á síðustu ár af mörgum
skiljanlegum ástæðum.
Með Unnsteini Stefánssyni hef
ur íslenzkum hafrannsóknum
bætzt dugandi liðsmaður og
harla nauðsynlegur. Hann er
vissulega fyrsti haffræðingur
þessa lands og hefur sýnt það
með framangreindri bók sinni,
að hann ber það nafn með sóma.
Unnsteinn skiptir bók sinni í
tvo aðalkafla. Fyrst er almenn
haffræði, sem fjallar um skipt-
ingu láðs og lagar á jörðinni,
sjávarbotninn, strauma, hita og
seltu í höfunum. og loks lífs-
kjörin, sem sjórinn býður sævar
búum, eða framleiðslugetu hafs
ins, — eins og höf. kemst að orði.
Flest er þetta almennur fróð-
leikur, vel unninn og skipulega
settur fram, enda auðlesinn og
skiljanlegur hverjum manni.
Síðari hluti bókarinnar fjall-
ar um hafið umhverfis Island.
Hann er öllu þyngri en þar kem
ur glögglega fram hversu góð
um tökum höf. hefur náð á vís-
indagrein sinni og getur miklu
miðlað af eigin rammleik — eftir
10—15 ára starf sitt við sjómæl
ingar og rannsóknir í grennd við
ísland.
Þess er enginn kostur að rekja
efnið að neinu ráði í lítilli blaða
grein. og verður þá aðeins grip
ið á fáum atriðum. Hér er gagn
ort yfirlit yfir sögu hafrann-
sókna hér við land og nafngiftir
hafsvæða. í nafngiftum verður
nú hinn mesti ruglingur og þegj
andi ýtingar milli frændþjóða.
Norðmenn skelltu nýnefninu
Noregshaf á allt hafsvæðið milli
Noregs og Grænlands og íslands
©g Svalbarða. Þá tóku Danir að
kalla það Grænlandshaf, en haf
ið milli íslands og Suður-Græn
lands vilja þeir helzt kalla Irm-
ingerhaf. Aðrar þjóðir blanda sér
ekki í þetta, en setja oft Norð-
meer (Norðurhaf) eða The
Northern Ocean sem heildarheiti
é hafsvæði þetta, en prenta jafn
framt Grænlandshaf með smáu
letri nálægt Grænlandsströndum
og Noregshaf skammt undan
vesturströnd Noregs.
íslendingar hafa löngum kall
að hafið undan íslandi Norður-
íshaf, en ekki er það heppilegt
nafn. Vilhjálmur Stefánsson héf
ur mótmælt því sem rangnefni.
Unnsteinn reynir að greiða úr
þessari flækju, og virðast tillög-
ur hans viturlegar. Hann bendir
á, að Grænlandshaf heiti frá
fornu fari milli íslands og Suð-
ur-Grænlands og sé sjálfsagt að
halda því. Þá kemur Grænlands
sund út af Vestfjörðum, sem
Danir kalla Danmerkursund, og
I, Unnsteinn Stefánsson
á það nafn lítinn rétt á sér, en
hefur á sínum tíma átt að minna
á að þarna ætti Danmörk lönd
á bæði borð.
Nú leggur Unnsteinn til, að
íslandshaf verði kallað einu
nafni frá Látrabjargi yfir grunn
ið til A-Grænlands (í stefnu 305°
réttvísandi), þaðan norður með
Grænlandsströnd til 70,5° n.br.,
þá beint austur í suðurodda Jan
Mayen, þaðan í hásuður á Fær-
eyjahrygg og síðan eftir honum
að Horni eystra eða Brunnhorni
(sem alls ekki heitir Vestur-
horn!) — Norður-Grænlandshaf.
Unnsteinn hefur sýnt fram á,
að sérstakur hringstraumur liggi
andsælis á hafsvæðinu milli ís-
lands og Jan Mayen. Styður það
mjög réttmæti þeirrar tillögu, að
kalla það sérstöku nafni, íslands
haf.
Einn fróðlegasti kafli bókar-
innar. fjallar um breytingar á
Norrænt hljóm-
listarmót í Kaup-
mannhöfn
í FYRRADAG hófst í K.-höfn
8. mót norrænna kirkjutónlistar-
manna. Verða þar haldnir margir
kirkjutónleikar í mörgum kirkj-
um borgarinnar næstu daga.
íslendingar og Norðmenn halda
tónleika næstkomandi sunnudag.
Þar verða flutt kórverk eftir dr.
Hallgrím Helgason og Fjölni
Stefánsson og syngur dómkórinn
í Þrándheimi þau, og orgelverk
eftir dr. Hallgrím Helgason,
Þórarin Jónsson og dr. Pál ís-
ólfsson. Páll Kr. Pálsson leikur
þessi verk. Þá halda Norðmenn
og íslendingar orgeltónleika næst
komandi laugardag og verða þar
leikin verk eftir Reger og César
Franck. Árni Arinbjörnsson leik-
nr á þeim tónleikum. Alls fóru
á mót þetta 5 íslenzkir organ-
leikarar á vegum .,Félags ís-
lenzkra organleikara“_ en organ-
istafélög á öllum Norðurlöndum
standa að þessum kirkjutónlistar
mótum. Eitt slíkt mót var hald-
ið hér fyrir nokkrum árum, en
mótin eru haldin til skiptis á
öllum Norðurlöndunum.
ástandi sjávar á liðnum áratug-
um. Sámfara veðurfarsbreyting
um hafa hafstraumar og hitastig
hafsins tekið ýmsum breyting-
um, sem hafa veruleg áhrif á
sædýralífið. — Á bls. 261 í þess
um kafla mætti benda á, að að
neðra línuritið sýnir eiginlega
ekki meðalhita sjávarins, heldur
sveiflur meðalhitans.
Eins og áður hefur verið drep
ið á, er það jafnan erfiðleikum
bundið að skrifa um nýja fræði
grein á íslenzku. Þar koma fyrir
mörg heiti og hugtök, sem ekki
verða færð í íslenzka flík án
fyrirhafnar. Höfundurinn hefur
komizt sómasamlega yfir þennan
þröskuld, en þó mun hann geta
bætt um suma hluti síðar. - Hon-
um hefur láðzt að láta fylgja
skrá yfir fræðiorð og nýyrði með
tilsvarandi orðum á ensku og
dönsku eða þýzku. Þá hefði m.a.
komið í ljós, að á bls. 136 er
talað um svigkraft jarðar í
myndateksta, en jarðsnúnings-
kraft eða Córíóliskraft í lesmáli
á sömu síðu. — Lagís held ég sé
nánast sagt málleysa, en lagnað
arís alþýðumál.
Margar skýringarmyndir o,g
ágætar eru í bókinni og einnig
ljósmyndir á myndapappír, sér
prentaðar. Frágangur bókarinn
ar er vandaður í betra lagi.
Fyrir minn smekk hefði brotið
mátt vera ögn minna, pappírinn
hvítari og prentsvertan svartari.
En höfundurinn á skilið lof
fyrir verk sitt og Almenna bóka
félagið þakkir fyrir að hafa
hvatt hann til að framkvæma
það. — Þetta er bók, sem ætti
að vera til á hverju heimili lands
ins áður en árið er liðið, ekki
til þess að standa skrautbundin
í hillu, heldur lesin vandlega af
ungum sem öldnum.
Jón Eyþórsson.
Hafnarfjarðarbíó sýnir um helgina dönsku myndina Trú, von
og töfrar (Tro, haab og Trolddom). — Hún er tekin í Fær-
eyjum, þar sem brugðið er upp skýrri mynd af eyjunum,
Þórshöfn og öðrum stöðum. Einnig sést hvalveiðistöðin í Hval-
firði og Islendingar þar að vinnu. Þekktir leikarar frá Kon-
unglega í Höfn fara með hlutverkin.
S umarbúðastarf
þjóðkirkjunnar
ÁRIÐ 1954 hófst starf á Löngu-
mýri í Skagafirði, sem nefnt
hefur verið sumarbúðastarf þjóð
krikjunnar. Upphaf þess má
rekja til frk. Ingibjargar Jóhann
esdóttur, skólastjóra, sem vildi
leggja fram húsakynni og land
fyrir þessa starfsemi í þeirri von
og trú, að hún mætti verða ís-
lenzkum ungmennum til góðs.
Þjóðkirkjan studdi frk. Ingi-
björgu og lagði í fyrstu til starfs
lið, en hefur nú siðustu ár annazt
umsjón og stjórn sumarbúðanna.
Hefur almenn ánægja ríkt með
al þátttakenda, aðsókn verið
meiri en hægt hefur verið að
sinna og margir sumargestir kom
ið ár eftir ár.
Sumarbúðastarfið á Löngumýri
hefst að þessu sinni 20 júní og eru
flokkarnir fjórir, tveir drengja-
flokkar. 20. júní til 3. júlí og
5. júlí til 18. júlí og tveir telpna-
Danir mótmœla
rœningja-veiðum'
//S/O-
Breta
í GÆR birtist í blaðinu stutt
frétt frá fréttaritara þess í Kaup-
mannahöfn um árekstra, sem orð
ið hafa á Norðursjó milli danskra
og brezkra fiskimanna. í gær
barst svo blaðinu skeyti frá
fréttaritara Reuters í Höfn, þar
sem skýrt er nokkru nánar frá
málinu.
í skeytinu segir, að atburð-
ir þeir, sem danskir fiskimenn
hafa kært, hafi átt sér stað á
Samitingum ekki
sagt upp
í TILEFNI af frétt, sem birzt
hefir í blöðumm og útvarpi, þess
efnis, að útvegsmenn um land
allt. að Vestmannaeyjum og Ak-
ureyri undanskildum, hafi sagt
upp samningum við sjómanna-
félögin um síldveiðar, tekur Al-
þýðusamband Vestfjarða það
fram, að útvegsmenn á sam-
bandssvæði þess, en þ. e. ísa-
fjarðarkaupstaður, ísafjarðarsýsl
ur, Barðastrandarsýsla og
Strandasýsla, hafa ekki sagt upp
síldveiðisamningnum, að öðru
leyti en því. að Útvegsmanna-
félag ísfirðinga, ísafirði, hefir
sagt samningnum upp, og nær
sú uppsögn aðeins til ísfirzku
bátanna. Aðrir útvegsmenn á
sambandssvæði A.S.V. hafa ekki
sagt samningunum upp, a. m. k.
hefir þá láðst að tilkynna réttum
hlutaðeigendum um uppsögnina.
(Frá A.S.V.)
hinum svonefndu Dogger-mið-
um. Danirnir lýstu aðferðum
Breta sem einberum „sjóræn-
ingja-veiðum“, og taka fram, að
lunrætt atvik sé engan vegin hið
fyrsta. — Bátarnir tveir, sem
kært hafa atferli brezku togar-
anna, heita Kian og Thea og eru
frá Hvide Sande á Jótlandi, en
þeir misstu 60—70 net og mikinn
afla, eins Og sagði í fréttinni í
gær. Gátu skipstjórarnir gefið
upp nöfnin á tveim brezku tog-
aranna, LT 244 Rochfish frá
Lowtoft og KY 322 Kirckcaldy.
Tveir aðrir bátar frá Hvide
Sande hafa nú einnig kvartað
undan svipuðu framferði brezkra
togara. — Munu dönsk stjórn-
vold nú mótmæla harðlega „sjó-
ræningja-veiðum“ þessum _við
brezku stjórnina.
Nýtt
flughraðamet
LOS ANGELES, 25. maí. (NTB/
Reuter) — Bandaríska tilrauna-
flugvélin X-15, setti í dag enn
nýtt flughraðamet — 5.433 km
á klst. — Við stjórnvölinn sat
hinn frægi tilraunaflugmaður
Joseph Walker, sem einnig átti
fyrra hraðametið — og hafa að-
eins tveir menn í heiminum. þeir
Júrí Gagarín hinn sovézki, fyrsti
geimfarinn, og bandaríski geim-
farinn Shepard, farið með meiri
hraða en Walker.
flokkar 22. júlí til 4. ágúst og 7.
ágúst til 20 ágúst. Er lágmarksald
ur barnanna 7 ár. Sumarbúða-
stjóri verður séra Jón Kr. ísfeld,
sem hefur haft mjög mikið Og
farsælt barnastarf í prestakalli
sínu, sem hann hefur þjónað fram
að þessu, Bíldudal. Mun hann
einnig njóta aðstoðar presta, sem
munu skiptast- á um að dvelja í
sumarbúðunum. Mun hver dagur
hefjast með morgunbænum strax
£} eftir fánahyllingu, en auk þess
verður börnunum leiðbeint og
kennt, og myndir notaðar til að
gera fræðsluna meir lifandi. Þá
verða kvikmyndasýningar tvisv
ar í viku, mikill söngur og fönd
ur ýmisskonar. Knattspyrna,
handbolti og sund iðkað og farið
í gönguferðir og stutt ferðalög
um hinn fagra Skagafjörð. Þátt
tökutilkynningum verður veitt
móttaka á Biskupsskrifstofu, —
sími 15-0-15 og hjá Æskulýðsráði
Reykjavíkur kl. 2—4 daglega, —
sími 15-9-37. Dvalarkostnaður er
700,00 krónur fyrir hvert tímabil.
Yolkswagen
stœrsta iðn-
fyrirtœkið
Frankfurt, V.-Þýzkalandi,
24. maí (Reuter)
í UPPLÝSINGUM, sem gefn-
ar hafa verið út af aðalskrif-
stofú Volkswagen-verkismiðj-
anna, segir að verksmiðjurnar
séu nú orðnar mesta iðnfyr-
irtæki Vestur-Þýzkalands —
en framleiðslan er nú 3.783
bílar á dag. — Heildarsala
þessa risafyrirtækis nam á sl.
ári 4.607,000.000 mörkum (100
mörk = 959,70 ísl. kr.). og
próf. Heinz Nordhoff, formað-
ur fyrirtækisins, segir að ann
ar hvor bíll, sem út var flutt-
ur frá Þýzkalandi árið 1960,
hafi verið Volkswagen.
Mestur var útflutningurinn
til Bandaríkjanna, 218.065
bílar eða 44,6% af heildarút-
flutningi verksmiðjanna. Þá
segir Nordhoff, að framleiðsl-
an hafi aukizt um fjórðung á
sl. ári og velta fyrirtækisins
vaxið um nær 30%.
Með haustinu mun hinn um
talaði nýi Volkswagen (stærri
en sá gamli) k»ma á markað-
inn, en ekki er ætlunin að
draga úr framleiðslunni á
öðrum sviðum með tilkomu
hans.