Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 1
24 síður með Oarnalesbók ,48. árgangnr 115. tbl. — Laugardagur 27. maí 1961 Her S-Kóreu aftur undir stjórn SÞ. Bandaríkjamenn leggja áherzlu á að borgaraleg stjórn taki völd hið fyrsta Seoul, Suður-Kóreu 26. maí (Reuter) HERFORINGJARÁÐIÐ í S- Kóreu, sem steypti stjórn John Changs frá völdum 16. maíi sl., hefur nú fallizt á, að nær allar hersveitir S- Kóreu skuli aftur falla und- ir stjórn Sameinuðu þjóð- anna og B. Macgruders, hins bandaríska hershöfðingja sam takanna. ' Tilkynnt var opinberlega í Seoul í dag, að viðræður milli Macgruders og forystumanna byl ingarinnar hefðu borið þann ár- angurs, að Macgruder tæki nú aftur við stjórn næstum alls hers ins, með þeim skilmálum þó, að Enginn skugga- baldur meði París, 26. maí. HRAÐLESTIN fræga — Oriental Express — sem gekk á sínum tima milli París og Istambul, fór í dag sína síð- ustu ferð til Austur-Evrópu. Það eru þegar liðin nokkur ár síðan endastöðin í Istanbul var lögð niður og hefur lestin síðan gengið til Búkarest. Nú hefur hinsvegar farþegum þangað fækkað svo mjög, að ákveðið var að framvegis skyldi hún aðeins ganga til Vínarborgar. Það eru áttatíu ár síðan Oriental Express hóf áætlun- arferðir og er lestin margkunn af ýmsum leynilögreglusögum og reyfurum, þar sem margt misjafnt hefur verið látið ger- ast í lestinni og farþegar henn ar verið skuggalegir. Brezka útvarpið sagði svo frá síðustu ferðinni í dag, að eimreiðin hefði dregið tvo vagna, annan hlaðinn far- angri en hinn farþegum, sem voru langt frá því að vera nokkuð skuggalegir. hann beitti þeim ekki gagnvart öðrum en kommúnískri árás. Sagði í tilkynningunni, að ætl- unin með þessu væri m. a. sú, að koma í veg fyrir að þeir her- foringjar sem ekki tóku þátt í byltingunni fái óréttláta með- ferð. Þrír hershöfðingjar voru þó enn í dag í haldi hjá herforingja- Frh. á bls. 2 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kennedy forsetí fer fram á við Bandarík]aþing Sjö milljarða dala að- stoð við erlend ríki ÞETTA glæsilega hús, sem stendur á hafnarbakkanum skammt frá hinni gömlu Loftsbryggju, á næsta haust að leysa af hólmi verka- mannaskýlið við höfnina. 1 þessu húsi verða veitingastof- ur fyrir verkamenn, sem við • höfnina starfa. Þar verður setustofa og í því fær sjó- mannaheimilið inni. Verða gistiherbergi fyrir 25—30 gesti. Nú er lögð aðaláherzla á að ljúka við veitingasal, sem rúmar yfir 130 manns, svo og setustofu og böð. Myndin var tekin af hinni nýju byggingu í gær. — Ljósm. Mbl. Washington, 26. maí. JOHN F. Kennedv, forseti Bandaríkjanna, fór í dag fram á það við Bandaríkja- þing, að veittir yrðu rúm- lega sjö milljarðar dala til efnahagsaðstoðar við erlend ríki á næstu fimm árum. Kennedy lagði fram áætlun fyrir þingið þar sem sagði, að aðstoð við erlend ríki gæti ekki lengur komið að fullu gagni, ef hún væri veitt í tiltölulega smá- um upphæðum árlega eins og verið hefði. Þess vegna kvaðst forsetinn fara þess á leit við þingið, að það veitti rúmlega sjö milljarða dala til aðstoðar við erlend ríki á næstu fimm árum og skyldi sú aðstoð verða til langs tíma. Hann kvaðst í þessu sambandi leggja til að komið yrði á fót sérstakri stofnun, sem hefði þessi mál með höndum og kölluð yrði „The Agency for International Deve- lopment“. í áætluninni er gert ráð fyrir, að þær landbúnaðarafurðir, sem ætlaðar eru til að senda þeim þjóðum, er matarskortur hrjáir, verði þá væntanlega sendar og þeim úthlutað á vegum þessarar stofnunar. Ennfremur segir þar að heppilegt sé að hin nýja frið- arfylking ungmenna Og banda- rískir tækniráðunautar með er- lendum þjóðum vinni í nánu sam bandi við stofnunina. Loks segir Kennedy í áætlun- inni, að hann telji hernaðarað- stoð við erlend ríki nú fullnægj- andi — í þeim efnum óski hann ekki frekari breytinga, en hann hafði þegar skýrt frá. Frönsk flugvél skotín niður Algeirsborg, 26. maí (Reuter-NTB). ALSÍRSKIR uppreisnarmenn skutu í dag niður franska her- flugvél í austurhluta Alsír. Lét- ust tveir menn, flugmaðurinn og annar er fylgdist með atburðin- um af jörðu niðri, að því er tals- maður frönsku yfirvaldanna til- kynnti hér í dag. Flugvélin var skotin niður yfir svæði þar sem áttust við franskir hermenn og uppreisnarmenn. Særðust fjórir franskir menn í þeirri viðureign. í Oran voru tuttugu manns handteknir eftir fjöldafund manna andstæðra stefnu de Gaulle í Alsír. Nokkrar óeirðir urðu á fundinum og varð lög- reglan að beita táragasi. Nokkr- ar verzlanir Serkja voru eyði- lagðar og gluggarúður brotnar. New York — 3 klst. 20 mínútum París, 26. maí. (NTB/Reuter) BANDARÍSK sprengju- flugvél af gerðinni B-58 flaug í dag frá New York til Parísar án viðstöðu á mettíma — 3 klst. og 20 mín. — Er það í fyrsta sinn, sem flogið er yfir Atlantshafið hraðar en hljóðið. Meðalhraði flugvél arinnar var 1000 mílur á klst. Flug þetta var farið í sambandi við hina miklu flugvélasýningu, sem opn- uð var í París í morgun, en þar eru sýndar meira en eitt hundrað flugvélar frá ýmsum löndum. Var með flugi þessu sérstak- lega verið að minnast flugs Lindbergs fyrir 34 árum, en hann flaug sömu leið á 33 klst. A sýningunni í París hefur vakið hvað mesta at- hygli hylkið, sem banda- ríski geimfarinn Alan Shepard fór í út í geim- inn. Er í hylkinu brúða í sams konar klæðum og Shepard var í meðan á ferðinni stóð. Ennfremur er á sýningu þessari líkan af Caravelle- þotu, sem Frakkar hyggj- ast hafa tilbúna til not- kunar eftir sex ár. — Á þota þessi að taka um hundrað farþega og fara hraðar en hljóðið. Vanmat á þætti Dana Einkaskeyti til Mbl. frá Kaup- mannahöfn, 26. maí. Herluf Niel sen, cand mag skrifar í Kriste- ligt Dagblad í dag lianga grein uim vísindastörf, sem unnin hafi ver- ið á grundvelli íslenzku handrit- anna, á síðustu hundrað árum. Nielsen segir, að í umræðum um handritin hafi af og til komiS fram vanmat á hinium mikla þærtti, er Danir hefðu átt í vís- indastarfinu og netfnir hann til dæmi. Hann segir, að síðan 1939 hafi komizt fast form á vísinda- starfið og mundi samþykkt frum- varp ríkisstjómarinnar um af- hendingu handritanna gera nær þýðingarlausar allar rannsóknir á norrænni málfræði. Tala fallinna í Angola áætluð 20-35 þús. London, Lissabon, 26. maí (Reuter) BREZK stjórnmálavikurit birta í dag áætlaðar tölur um fallna innfædda Angólabúa, eftir að her ferð portúgölsku stjórnarinnar gegn uppreisnarmönnum í Ang- óla hófst. Vinstrisinnaða blaðið telur að 35 þúsund varnarlausir Afríku- menn hafi fallið fyrir vélbyssum og sprengjum en hið óháða blað „Spectator" segir að sennilegasta tala sé 20 þúsund. Frá Angóla berast þær fregn- ir um Lissabon, að 45 íbúar þorps eins þar í landi, þar af sex kon- ur og fimmtán lögreglumenn, hafi rekið af höndum sér „nokk- ur þúsund" uppreisnarmenn eft- ir 13 klst. bardaga. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.