Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. mai 1961
Tan Sad
Barnavagnar og kerrur nýkomið.
Garðar Gislason hf.
Iðnrekendur!
Munið félagsfund F.I.I. í Leikhúskjallaranum
í dag kl. 12,15.
Félagsstjómin.
Af gefnu tilefni skal
bent á eftirfarandi
Samkvæmt ákvæðum 46. og 137. greina brunamáia-
samþykktar fyrir Reykjavík, er óheimilt að geyma
benzín í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur nema á
þeim stöðum, sem brunamálastjórin hefur samþykkt.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.
Hestamannafélagið FÁKUR
Kagbeit
Geldingarnesið vefður opnað til hagbeitar og tekið
við hestum við hliðið kl. 6—10 e.h. þriðjud. 30. maí
og miðvikud. 31. maí frá kl. 8,30—10,30. Hagbeitar-
gjaldið greiðist eigi síðar en við móttöku hestanna
kr. 400,00.
Skrifstofa félagsins er opin mánud. frá kl. 2—7.
Útborgunartími frá kl. 5—7 mánud. frá kl. 2—7
þriðjud. og miðvikud. frá kl. 2—6.
STJÓRNIN.
100 ferm. hæð til leigu
í nýju húsi í Miðbænum fyrir skrifstofur
eða léttan iðnað.
Uppl gefur Jón Guðjónsson sími 17246.
Skriistofustúlka dskust
HARPÁ H.F.
Þver'holti 8
KefSavík
Vantar matráðskonu og stúlku í eldhús.
Fonskaffi
♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦<
SPILIÐ, sem hér fer á eftir var
spilað í sveitakeppni erlendri
fyrir nokkrum árum. Ekki er
hægt að segja að öllum reglum
viðvíkjandi sögnum sé fram-
fylgt en hins vegar er spilið
skemmtilegt og rétt er að at-
huga fyrst sagnirnar.
Vestur Norður Austur SuðuP
4 hjörtu pass pass 6 spað^r
pass pass pass
4k 10 8 5
V 10 5 2
♦ D G 9 6
* 8 4 3
A
V
♦
*
— -----A G 7 2
AKDG N V84
9 7 6 3 V 8 7 5 3 2
10 4 g ♦ K G. 9
10 7 2 ----
AÁKD 9643
V —
♦ Á K
4» Á D 6 5
Vestur lét út hjartakóng, sem
Suður trompaði. Eins og aug-
ljóst er þá vinnst spilið ef spað-
amir eru skiptir hjá A—V og
eins ef gosinn ,er einspil; þvl
þá fæst innkoma í borðið á
spaða 10 og hægt er að kasta
tveimur laufum í tíguldrottn-
ingu Og gosa. Suður tók spaða-
ás og kom þá í ljós hvernig
Framhald á bls. 19.
2
LESBÖK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
hann útskrifaður með góð
um vitnisburði.
Eftir það var hann við
verzlun í Reykjavík um
hríð, en vorið 1830 gerðist
hann skrifari biskupsins
í Laugarnesi. Þar var
hann næstu þrjú árin.
Steingrímur biskup var
vel að sér í sögu og átti
gott bókasafn um það
efni. Hjá honum lagði Jón
grundvöllinn að víðtækri
söguþekkingu sinni og vís
indastörfum í sagnfræði,
sem hann vann að síðar á
æfinni.
Sumarið 1833 sigldi Jón
til háskólans í Kaup-
mannahöfn og gaf Stein-
grímur biskup honum þá
þann vitnisburð, að hann
væri sérlega vel gáfaður,
kostgæfinn og siðprúður
Við háskólann lagði hann
stund á málfræði og sögu
og síðar stjórnfræði og
hagfræði, en ekki tók
hann lokapróf í þessum
greinum, því að hugur
hans hneigðist nú meir og
méir að stjórnmálum.
Einveldi konungs í Dan
mörku var að ljúka og
Danir fengu fulltrúaþing.
Sú skoðnn var þá almenn
í Danmörku, að íslending
ar ættu að senda fulltrúa
á það þing, rétt eins og
fsland væri hreppur eða
amt í Danaveldi.
Baldvin Einarsson rit-
aði fyrstur manna um, að
íslendingar ættu að fá sitt
eigið þing og konungur
skipaði nefnd til að undir
búa þinglögin. Eigi að síð
ur var ákveðið, að fyrir
hönd fslands og Færeyja
skildu 3 fulltrúar, er kon
ungur kysi, sitja á danska
þinginu í Hróarskeldu.
Þessu undu íslendingar
illa Og flestir fyrirsvars-
menn íslands sendu kon
ungi bænarskrá árið 1837,
um að íslendingar fengju
sitt eigið þing á íslandi.
Skipaði konungur þá
nefnd embættismanna, er
koma skyldi saman annað
hvort ár. Ekki varð annar
árangur af því, en að
nefndarmenn héldu áfram
að biðja um fulltrúaþing.
Um þessar mundir kom
nýr konungur til valda í
Danmörku, Kristján átt-
undi. Var hann íslending-
um velviljaður.
Jón Sigurðsson gekkst
fyrir því, að fslendingar
í Kaupmannahöfn, færðu
kónungi heillaóskir og
báðu um, að verzlunar-
frelsi væri aukið, latínu-
skólinn endurbættur og
einkum að fulltrúaþing
yrði sett á íslandi. Kon-
ungur tók þessum óskum
vel, og ákvað skömmu
síðar, að endurreisa skyldi
alþingi og bæta skólann.
Jón taldi mikla nauðsyn
bera til að gefið væri út
íslenzkt tímarit um stjórn
mál, svo að þjóðin gæti
fengið nauðsynlega
fræðslu og vakningu í
þeim efnum. Hóf Jón þá, í
samvinnu við nokkra fs-
lendinga í Höfn, útgáfu
Nýrra félagsrita, sém
hann gaf út í 30 ár. Ný
félagsrit höfðu mjög mikil
áhrif í þá átt að auka
stjórnmálaþroska þjóðar-
innar og skapa þá sam-
heldni og festu í sjálf-
stæðiskröfunum, sem um
síðir leiddu til fulls sig-
urs.
Nokkrar deilur voru um
það á íslandi, hvort full-
trúaþingið ætti að vera á
Þingvöllum eða í Reykja-
vík. Fjölnismenn vildu, að
,alþingi yrði endurreist á
Þingvöllum, en Jón benti
á, að nauðsynlegt væri, að
í landinu yrði til höfuð-
borg, þar sem væri stjórn-
araðsetur og miðstöð
mennta og verzlunar. —•
Ætti hún að vera helzti
samgöngustaðurinn milli
íslands og annarra landa.
Þess vegna vildi hann, að
þingið yrði haldið í ‘
Reykjavík.
Þegar fyrst var kosið til
Alþingis, 1844 var Jón
kjörinn alþingismaður í
ísafjarðarsýslu, og var
hann endurkosinn þar
jafnan, meðan hann lifði.
Árið 1851 var kallaður
saman þjóðfundur kjör-
inna þingmanna til að
ræða um stjórnarfyrir-
komulag landsins. Fyrir
fundinum lá frumvarp
dönsku stjórnarinnar, en
þar var lagt til, að ísland
yrði innlimað eins og hér-
að í Danmörku. Ríkisþing
Dana átti að hafa úrslita
ráð um öll íslenzk mál, en
íslendingar áttu að eiga
þar 6 fulltrúa. Nefnd þ]óð
fundarins, sem fjallaði
um þetta frumvarp, hafn
aði því algerlega, en bjó
til nýtt frumvarp, byggt
á skoðunum Jóns, og var
hann framsögumaður í
málinu.
Þegar Trampe greifi,
fulltrúi konungs, sá við-
brögð þjóðarfundarins, á-
kvað hann að slíta honum
án þess, að málið yrði
frekar rætt. Lét hann
danska hermenn ógna
fundarmönnum. Hann
vítti harlega fundinn og
nefndina og kvaðst
mundu slíta þessari. sam
komu.
Þá greip Jón Sigurðs-
son fram í og sagði: „Má
ég biðja mér hljóðs, til
að forsvara aðgjörðir
nefndarinnar og þings-
ins“. Honum var neitað
um orðið, og stóð hann
þá jafnskjótt upp Og
sagði: „Þá mótmæli ég
þessari aðferð“. Risu þá
þingmenn upp og sögðu
flestir í einu hljóði: „Vér
mótmælum allir“.
En Jón Sigurðsson og
samherjar hans héldu bar
áttunni áfram í sjálfstæð
ismálinu og fögnuðu sigri,
þegar Friðrik konunugur
áttundi færði íslending-
um stjórnarskrá árið 1874,
á þjóðhátíðinni, er minnst
var 1000 ára byggðar í
landinu.
Jón andaðist í Kaup-
mannahöfn 7. des. 1879.
Níu dögum síðar andaðist
Ingibjörg, kona hans, sem
ávallt hafði staðið við
hlið hans í baráttunni,
enda hafði hús þeirra í
Kaupmannahöfn verið
eins konar fastur sam-
komustaður íslendinga.
J. F. COOPER
sIðasti mum
37. Uncas var hafður í
varðhaldi í einum kofan-
um, og Magúa hélt nú
mikla æsingaræðu fyrir
hinum höfðingjunum.
Hann krafðist hefnda og
árangurinn varð sá, að
Uncas var bundinn ramm
lega og fluttur eitthvað á
brott. Þegar mestu æsing
arnar voru hjaðnaðar,
kom einn höfðinginn til
Heywards. Hann hélt, að
Heyward væri eins konar
hvítur töfralæknir, og bað
hann að koma með sér til
kofans, þar sem kona sín
lægi veik. Heyward tókst
Útför þeirra var gerð
virðulega í Kaupmanna-
höfn, en lík þeirra síðar
flutt til íslands.
Jón Sigurðsson, forvíg-
ismaðurinn í frelsisbar-
áttu íslendinga, og kona
hans, hvíla í kirkjugarð-
inum í Reykjavík.
strax á hendur að leika
hlutverk töfralæknisins.
Á leiðinni til kofans, sá
Heyward stóran björn.
Hann virtist vera tam-
inn, — að minnsta kosti
sýndist enginn vera
hræddur við hann —,
hann lallaði á eftir þeim
alla leiðina að kofa veiku
konunnar. Þar inni voru
margar konur. Þær sátu
hringinn í kring um sjúkl
inginn — og meðal þeirra
sá Heyward vin sinn,
Davíð söngvara.
— * —
Ráðningar
Á’ Krossgáta
Lárétt: 1. ganga; 4. ál;
5. yl; 7. stór.
Lóðrétt: 1. glám; 2. ný;
3. aurar; 6. ét.
Gátiur
1. Faðir min er m 'ður
(lafmóður), systir mín.
2. Skipið.