Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 27. mai 196 J tlStfrifofrÍft Utg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónssor Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. TIMABIL STÓRFRAMKVÆMDA FRAMUNDAN |yriKIÐ hefur verið um það^ rætt, að hér þyrftu að rísa upp stóriðjuver og orkuver við stærstu fljótin. Fram að þessu hefur ekki orðið úr framkvæmdum og stafar það fyrst og fremst af því að íslendingar sjálfir höfðu ekki manndóm til að koma á heilbrigðri stjóm efnahagsmála eins og yfir- leitt allar lýðræðisþjóðir hafa gert. Eftir það átak, sem ís- lenzka þjóðin gerði á síðasta ári til að rétta við fjárhag sinn, tóku þegar að berast fyrirspurnir erlendis frá um aðstöðu til byggingar og rekstrar stóriðjuvera. 'Eink- um er áhugi á vinnslu alúm- íníums hér, en við þann rekstur skiptir orka mestu máli, en flutningur hráefnis tiltölulega litlu. Slíkt fyrirtæki yrði gífur- lega stórt á íslenzkan mæli- kvarða og þótt ekki risi nema eitt slíkt upp, mundi það hafa geysimikla fjár- hagsþýðingu, því að fslend- ingar sjálfir myndu a. m. k. eiga stórvirkjanirnar og selja raforkuna, en auk þess gætu þeir verið þátttakendur í sjálfri framleiðslunni og eignazt fyrirtækin að öllu leyti smám saman. Hér er um að ræða svo stórkostleg tækifæri að einskis má láta ófreistað til að reyna að tryggja framgang málsins. Frumskilyrði þess er að traust og heilbrigt efnahags- líf þróist hér á landi. Yið lausn vinnudeilnanna, sem nú standa, verður að hafa sérstaka hliðsjón af því að við getum glatað tækifærum, sem ef til vill bjóðast ékki aftur, ef jafnvægi efnahags- lífsins verður sett úr skorð- um. ISRAEL OG ÍSLAND Ijegar Golda Meir, utanrík- isráðherra ísraels, var hér á ferð, gat hún þess í blaðaviðtali við Morgun- blaðið, að erlend fjárfesting hefði orðið ísrael ein helzta lyftistöngin og stuðlað mest að þróun iðnaðar þar í landi. Hið unga Ísraels-ríki hefur þannig haft framsýni til þess að hagnýta tæknikunnáttu og fjármagn hinna þróuðu landa og utanríkisráðherrann gat þess að stjórnin hefði gert það, sem í hennar valdi stóð, til þess að örva erlenda fjárfestingu í landinu, íslendingar hafa verið ein- kennilega seinir til að átta sig á því, að við nútímaað- stæður er lítil hætta að flytja inn áhættufj ármagn í allmiklum mæli, enda hægt að gera margháttaðar varúð- arráðetafanir í því sambandi. En hitt er athyglisvert, að Golda Meir svarar neitandi þeirri spurningu blaðamanns Morgunblaðsins, hvort ísra- elar hefðu gert slíkar varúð- arráðstafanir. Hún telur enga hættu samfara erlendu áhættufjármagni, eingöngu ómetanlega kosti. Margt er hliðstætt með ís- landi og ísrael, þessum tveim ungu ríkjum, og í þessu efni ættum við vissulega að taka okkur ísraela til fyrirmynd- ar hið bráðasta. NÝJUNG í BYGGINGAR- IÐNAÐI CJkortur á innlendum bygg- ^ ingarefnum hefur alltaf verið eitt helzta vandamál íslenzku þjóðarinnar. Það breytti þó aðstöðunni veru- lega er farið var að byggja úr steinsteypu, því að sand og möl var hægt að fá í landinu. Og fyrir nokkru var svo hafin innlend sements- framleiðsla. Á síðari árum hafa ýmsar nýjungar verið teknar upp við steinsteypugerð, svo sem léttsteypa ýmis konar og framleiðsla bíta í strengja- steypu. Síðastnefnda aðferðin hef- ur nú rutt sér til rúms hér á landi. Ljósastaurar hafa verið steyptir, grindur verk- smiðjuhúsa hafa verið reist- ar úr steyptum bitum og slíka bita er nú verið að nota við byggingu brúarinnar á Hornaf j arðarf lj ót. Hér er um hina merkustu nýjung að ræða, sem getur haft verulegt þjóðfélagslegt gildi. Hægt er að byggja miklu stærri brýr en áður úr innlendu hráefni, og uzMsm. John F. Kennedy. ínarfundurinn E F ekkert ófyrirsjáanlegt kemur fyrir hefjast við- ræður þeirra Kennedys og Krúsjeffs í Vín laugar- daginn 3. júní. Þetta verð- ur fyrsti fundur þjóð- höfðingjanna, og er til- gangurinn sá einn að skipt ast á skoðunum, engin dagskrá ákveðin og engar samningaviðræður. Það er ekki margt sem þessir tveir leiðtogar hafa sameiginlegt. Krúsjeff er 67 ára Og á há- tindi frægðar og valda. Hann er sonur námumanns, alinn upp í fátækt og basli, hefur lifað í 40 ár við byltingar, hreinsanir, skæruhernað Og ihnbyrðis stjórnmálabaráttu, þar sem mistök gátu köstað hann lífið. Hann hefur nú ný- lokið við að stinga Kúbu og miklum hluta Laos í vasa sinn. Kennedy er 44 ára, full- trúi lands sem hefur misst mikið af fyrri áhrifum og völd um. Hann er auðkýfingssónur, alinn upp við allsnægtir. Eftir stutta en hetjulega þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni, hefur hann undanfarin 14 ár átt í stjórnmálabaráttu, þar sem ár angurinn byggist frekar á mælsku en gjörðum. Og þeg- ar þeir hittast hefur Kennedy að baki sér verulega ósigra á Kúbu og í Laos. ENGIR SAMNINGAR Hvíta húsið í Washington hefur undanfarið reynt að und irstrika það að forsetinn hafi ekki í hyggju að semja um eitt eða neitt við Krúsjeff. Tekið er fram eftirfarandi: 1. Forsetinn vill ekki að menn gangi með þá grillu að lausn fáist á öllum vandamál- um heims, eða einhverju þeirra, með viðræðum við Krúsjeff. 2. Kennedy vill persónulega vara Krúsjeff við því að álykta að ósigrar Bandaríkj- anna á Kúbu og í Laos þýði það að Bandarí'kin séu mátt- lítil og muni ekki verja hags- muni sína. í fregnum frá Moskvu er hins vegar sagt að Krúsjeff sé sjálfsánægður og hreykinn og haldi því fast fram að á Vínarfundínum verði rætt um helztu vanda- málin eins oig til dæmis af- vopnun Berlínar. EKKERT NÝTT Opinberir aðilar í Washing- ton telja tilgang forsetans vera áð komast að því hvað Krúsjeff ætlar sér og að láta hann vita að þölinmæði Bandaríkjanna er ekki tak- marklaus. Um fyrra atriðið er það að segja að ekki er við því að búast að nokkuð nýtt komi fram, sem ekki kom fram á þingi kommúnista- flokka 81 ríkis, sem haldið var í Moskvu s.l. desember, þ. e. áframhaldandi barátta fyrir heimsyfirráðum, forðast beri allsherjar styrjöld og stuðning ur verði veittur „Þjóðfrelsis- hreyfingum". Það væri óraun- sætt að ætla það að Krúsjeff láti nokkuð frekar uppi um fyrirætlanir sínar. Hvað aðvörun viðvíkur, mætti afsaka Krúsjeff þótt hann tæki hana ekki of alvar- lega. Hann hefur ekki gleymt heitingum Kennedys varðandi Laós. Hann mun ekki hafa í huga neinar þær aðgerðir, er gætu leitt til kjarnorkustyrj- aldar. En hann hefur áreiðan- lega í hyggju að grípa hvert það tækifæri, sem leitt getur til útbreiðslu valdasvæðis kommúnismans, og þau tæki- færi eru víða: I Vietnam, Suð- ur Kóreu, íran, Kongó og fleiri löndum. GAGNRÝNI Ekki skortir I Washington þá sem gagnrýna ákvörðun forsetans um að ræða við Krú sjeff eins og málum er nú hátt að. Margir gagnrýnendurnir eru þeirrar skoðunar að hið eina, sem Krúsjeff ber virð- ingu fyrir sé mátturinn. Þess vegna leggja þeir til að lögð sé áherzla á að byggja upp herstyrk Bandaríkjanna og hlynna að veikustu hlekkj- unum í brynju kommúnism- ans — óánægju og frelsisþrá ýmissa þjóða handan Járn- tjaldsins, bæði í Austur Evrópu Og í Asíu. Eins og kom ið hefur í ljós í Austur Þýzka- landi, Póllandi og Ungverja- landi er þar að finna ötulustu baráttumennina fyrir frelsi. (Stytt úr U.S. News & World Report). Öryggisráðsfafan'.r vegna siglinga v/ð Grænland reynslan hefur þegar sýnt, að stór verksmiðjuhús verða mun ódýrari í byggingu með þessari aðferð heldur en þeim, sem tíðkazt hafa. Síð- ast en ekki sízt er svo hugs- anlegt, að strengjasteypan verði til þess að lækka bygg- ingarkostnað íbúðarhúsa. DÖNSK blöð skýra frá því, að tfrá og með 1. júlí n.k. verði öl( dönsk skip, sem sigla í námunda við Grænland, skylduð til að gefa upp staðarákvörðun tvisvar til fjórum sinnum á dag. Það mun vera með tilliti til hins hryggi- lega slyss, er Grænlandsfarið Hans Hedtoft fórst, að þess- ar öryggisráðstafanir verða nú gerðar. Skipin eiga að gefa upplýsing- ar sínar til grænlenzku flota- stjórnarinnar í Grönnedal — svo að hægt verði að hefja leit þeg- ar í stað, ef skip kemur ekki til ákvörðunarstaðar síns á tilætl- uðum tíma, eða ef skeyti frá því hætta skyndilega að berast. — Erlend skip verða einnig beðin að hlíta þessum reglum, en Danir geta að sjálfsögðu ek'ki skyldað þau til slíks. — ★ — Á svæði, sem afmarkast að sunnan af 57. gráðu norðl. breidd ar og nær 250 sjómíiur frá strönd um Grænlands, skulu skipin gefa upp staðarákvörðun tvisvar á dag, svo og stefnu, hraða og ákvörðunarstað. Á nánar afmörk uðu svæði umhverfis Hvarf, þar sem sigling er talin hættulegust við Grænland, skulu skipin gefa þessar upplýsingar fjórum sihn- um daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.