Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 8
ð MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 27. maí 1961 Christine von Widmann í hlutverki Saffi. eru einkum tveir: Zsupan svína- bóndi, fégírugur og heimskur æringi, og Carnero barón, upp- blásinn siðapostuli og höfðingja- sleikja. Skopið er góðlátlegt og hvergi beinlínis yddað. Ég held þessi sýning sé sú skrautlegasta sem ég hef séð á Islandi. Leiktjöldin, sem máluð voru af Lárusi Ingólfssyni og Gunnari Bjarnasyni eftir teikn- inkum Jan Brazda, eru litauðug og létt, og búningarnir (líka teiknaðir af Brazda) eru í stíl við þau. I>ó komu mér hattkúf- ar sígaunanna skrýtilega fyrir sjónir, og búningur sígauna- stúlkunnar Saffi stakk mjög í stúf við heildarsvipinn. Þó er óneitanlega stíll yfir sýningunni í heild. Sérstaka athygli mína vöktu hin mörgu hópatriði vegna frábærrar sviðsetningar, einkanlega smiðjuatriðið fram- arlega í öðrum þætti. Ég hef ekki í annan tíma séð á íslenzku leiksviði jafnstóran hóp leik- enda jafnsamstilltan og hreyf- anlegan. Leikstjórarnir gera sér ljósa grein fyrir því, að hér er fyrst og fremst um að ræða skrautsýningu, spektakel, og haga sviðsetningunni í samræmi við það. í „Sigaunabaróninum" er tæp lega hægt að tala um sérstakt aðalhlutverk. Þar mæðir mest á þremur eða fjórum söngvurum. „Hetjan“ í leiknum er Sandor Barinkay herragarðseigandi og sígáunabarón. Hann er í hönd- um Guðmundar Guðjónssonar. Guðmundur hefur bjarta og SÍGAUNABARONINN Eftir Jóhann Strauss yngra Þýðandi Egill Bjarnason Leikstjóri Soini Wallenius SENNILEGA getur fátt fjar- stæðara veruleikanum en hóp af fólki sem heldur uppi sam- ræðum með dillandi söng og digurbarkalegum rokum. Eigi að síður hefur þessi samtals- máti rutt sér svo til rúnjs á leiksviðinu, að óperur og óper- ettur (einkanlega bandaríska af- brigðið) eru meðal vinsælustu verkefna leikhúsa víða um heim, m.a. á Islandi. Sýnir það með öðru, hve ríkan þátt tízka og hefð eiga í að móta smekk almennings, en hitt kemur manni kynlega fyrir sjónir, hve smekkurinn er einatt sjálfum sér ósamkvæmur. Sé um leikrit að ræða, lítur allur þorri manna hér á landi helzt ekki við öðru en svokölluðu raunsæi og nat- úralisma, en þegar um söng- leiki ræðir eru þeir þeim mun vinsælli því fjær sem þeir eru daglegum veruleik. Óperettur eru ein helzta tekjulind Þjóðleikhússins á seinni árum, þrátt fyrir ærinn tilkostnað við sviðsetningu þeirra, og er ekkert nema gott um það að segja. Létt og yfir- borðsleg kímni, fjörugir og ljúf- ir söngvar, skrautleg leiktjöld og litríkir búningar, dans, sprell og kátína, allt er þetta vel til þess fallið að dreifa áhyggjum, þreytu og gráma daglega lífs- ins. Kannski má kalla það flótta frá lífinu, en slíkur flótti tekur annars á sig sundurleitar myndir og er sennilega ekki með öllu tilefnislaus hér uppi á íslandi. Hvað sem um það er, þá vakti óperettan „Sigaunabarón- inn“ eftir Jóhann Strauss yngra óblandna ánægju frumsýningar- gesta í Þjóðleikhúsinu á fimmtu dagskvöldið, enda er þar mikið um hjartnæma tóna og græzku- laust grín ásamt mátulegum skammti af tilfinningasemi og ástabralli. Leikurinn gerist í Ungverja- landi um miðja 18. öld, og koma þar við sögu ýmsir kynd- ugir fuglar, greifar, barónar, bændalýður og sígaunar auk dansara, hermanna og trumbu- slagara. Skotspænir höfundar tæra tenórrödd frá náttúrunnar hendi og beitir henni eftir atvik um vel, en skortir þá þjálfun sem geri gæfumuninn, það vantar fyllingu og hljóm í rödd ina. Leikur hans er í molum, innlífunin slöpp eins og allir hans kraftar einbeinist að söngn um, og er varla við öðru að búast af nýliða á leiksviði. Ástmey hans, Saffi, er leikin af austurrísku söngkonunni Christine von Widmann, og var þar vissulega um ójafnan sam- leik að ræða. Frú Widmanrt er bæði afburða söngkona og skap- rík leikkona, svipbrigði hennar og hreyfingar allar öruggar og meitlaðar. Virtist það ekki há henni að ráði, að hún söng hlut- verk sitt á þýzku, þó það hljóti að torvelda náinn eða intíman leik. Guðmundur Jónsson lék Kal- man Zsupan svínabónda og skapaði skringilega og hjart- fólgna persónu. Ýkti hann þenn- an gamla nirfil og lygalaup með skemmtilegum hætti og kom leikhúsgestum hvað eftir annað til að veltast um af hlátri. Guðmundur var lítils- háttar kvefaður og beitti sinni miklu rödd ekki að venju, en leikur hans bætti fyrir það. Dóttur svínabóndans, Arsenu, lék Þuríður Pálsdóttir. Naut hin glitrandi sópranrödd henn- ar sín vel í þessu hlutverki. Látbragð hennar á sviðinu var viðfelldið, hún var full af gáska og glettni, en kannski heldur hlédræg og ekki fylli- lega örugg. Af minni hlutverkum kvað mest að Carnero baróni og Czipru sígaunakonu. Þorsteinn Hannesson lék Carnero af myndugleik og talsverðri kímni. Gervið var ágætt. Þorsteinn er greinilega enginn viðvaningur á sviði og gerði hlutverkinu góð skil. Sigurveig Hjaltested lék Czipru með miklum tilþrifum, en minni forsjá. Fannst mér hún víða gera helzti mikið úr spá- konulegum tilburðum sígauna- mömmu. Altrödd Sigurveigar er hljómmikil og blæfögur, en framsögninni mjög ábótavant. Úr því verið er að syngja texta, er jafngott að eitthvað af hon- um komi til skila. Erlingur Vigfússon lék Otto- kar, ástmann Arsenu. Var það laglega gert, enda hefur Erling- ur fallega tenórrödd, en er sama marki brenndur og Guð- mundur Guðjónsson: hann skort ir þjálfun í leik og söng. Móðir Ottokars, Mirabella ráðskona svínabóndans, var leikin af Guðrúnu Þorsteins- dóttur. Hún var aðsópsmikil á sviðinu, en dálítið viðvanings- leg. Ævar Kvaran lék Homonay greifa af röggsemi, og Jón Sig- urbjörnsson lék Pali, einhvers konar verkstjóra í liði sígauna. Gerði hann hlutverkinu radd- mikil skil. Eru þá upp talin helztu hlut- verk óperettunnar, en þar við bætast ýmis minni hlutverk og svo hið merkilega hlutverk Þjóðleikhúskórsins sem var I rauninni burðarás sýningarinn- ar. — Þá er eftir að geta dansanna við tónlist eftir Zoltan Kodaly, sem ofnir voru inn í óperettuna. Hefur dansmeistarinn Veit Bethke samið og stjórnað þess- um dönsum auk þess sem hann stjórnaði öllum hópatriðum sýn- ingarinnar. 1 dansatriðunum kom fram Bryndís Schram ásamt átta dansmeyjum öðrum. Ekki skal því neitað að dans- inn var til yndisauka á sýning- unni og margt vel um hann, en þó var eins og hann yrði hálf- partinn utangarna, einkum I öðrum þætti. Veit Bethke hefur sýnilega unnið gott starf, þetta er a.m.k. bezta íslenzka dans- sýrtingin sem ég hef séð. En á það vantar samt mikið að við höfum eignazt neitt sem kallazt geti ballett eða listdans. Þetta stafar auðvitað fyrst og fremst af ónógri þjálfun, en kannski vantar okkur líka eitthvað meira. Það er einhver stífni og þunglami í hreyfingum stúlkn- anna, vöntun á þokka og létt- leik, þó þær hafi ákveðna fóta- lipurð. Bryndís Schram sýndi með köflum góðan dans, en var ekki nægilega örugg eða ein- beitt. Meðan dansfólkið nýtur ekki nema sex mánaða þjálfun- ar árlega má víst telja vonlaust að ballett hér verði annað eu kák. Pólski hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko stjórnaði hljómsveitinni með mikluru ágætum, enda orðlagður stjórn- andi. Þýðinguna á „Sígaunabarónin- um“ gerði Egill Bjarnason og hefur tekizt það vel, einkanlega þegar haft er í huga hvílíkt vandaverk er að þýða texta við tónlist. Fer ekki hjá því að stundum komi áherzlurnar á röng orð eða atkvæði í orðum, en í heild er þýðingin hnyttin og lipur. Leikstjórn óperettunnar hafði á hendi sænski leikstjórinn So- ini Wallenius og mun hann hafa mótað heildarsvip sýningarinn- ar, en Veit Bethke skipulagt hópatriðin sem áður var minnzt á. Verður ekki hér lagð- ur dómur á hvor þeirra á meiri heiður skilinn fyrir sýninguna, en hitt var fyrir neðan allar hellur að víkja Veit Bethke úr Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.