Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNhLAÐlÐ / Laugardagur 27. maí 1961 Almenn ánægja um Eyjafjörö —* en þögn um þijigeyjarþing Fullt grundvallarverð. Tíminn er að verða ágætisblað að sannsögli. Um mjólkurverðið á árinu 1960 og afkomu bænda fyrir norðan segir hann mikið gott 5. þ.m. — í útdrætti á þessa leið: Ársfundur Mjólkursamlags K.E.A. var haldinn 3. maí, full- trúarnir 284 frá 13 félagsdeildum, mjólkurmagn samlagsins var 14,4 xnillj. lítrar, aukning á árinu 9,1% útborgað mjólkurverð kr. 4,10,49 á 1. bændur leggja 3% í samlags sjóð og borga 1% í búnaðarmála sjóð. Orðrétt: „Almenn ánægja var á fundinum með rekstur samlags- ins, en þetta er í fyrsta sinn, sem bændur fá grundvallarverð fyrir mjólk sína. (leturbreyting mín). Grundvallarverð mjólkur var reiknað kr. 4,17 fyrir árið 1960. Ekki er að efa að vel hefur sam lagsstjóm, samlagsstjóri og annað starfslið hrært í mjólk sinni, Strokkað og yst og meðhöndlað vöruna prýðilega á allan hátt. En það hefur hún raunar gert áður með ágætum — stundum a.m.k. En aldrei fyrr á þeim stað né ann arsstaðar á landinu hefir náðst grundvallarverð, hvað þá meira, þessvegna verður manni fyrir að staldra við í Tímanum og hug- leiða þessa ánægjulegu lesningu. Kemur þá í huga staðreynd ein. Snemma árs 1960 voru lög um framleiðsluráð og verðlagningu landbúnaðarvara endursamin og margar breytingar á þeim gerðar til bótar. (Samanber 2. málgr. 9. gr. laga 25. marz 1960). Síðan búa bændur við meira öryggi og hærra verð á innleggsvöru sinni en áður. Útborgunarverðið hjá Mjólkursamlagi K.E.A. er bein af leiðing af þeirri lagabreytingu. Hin einu bréf Ekki hefi ég til þess neina löngun að hrella einn eða neinn eða setja í gapastokk vegna fortíðar og ummæla, er féllu af lítilli stillingu nokkuð þykkt — haustið 1959 og allt fram yfir ára mót vetur þann, út af verðlags- málum. Þá var helzt til mikið tal- að um „svik íhalds og krata“, blekkingar, lygar og tugmilljóna þjófnað af fátækum bændum, sem sviknir voru um grundvallar verð landbúnðarafurða að áliti bændablaðanna að ógleymdum al þingismönnum við púlt, fyrir utan alla hina sem urðu að berg máli í fjalli eða dal með reidda Það er ÓTRÚLEGT ... EN 5ATT að þeir peningar, sem þér greiðið fyrir einn pakka af flestum öðrum tegundum af „instant" búðingum, nægja til að kaupa TVO PAKKA af Brown & Polson „Instant" búðingum, en þér þurfið að bæta sykrinum í Brown & Polson búðinginn (2-3 matsk.). Brown E Polson „Instant‘,‘ búðingar fást í flestum matvöruverzlunum: Heildsölubirgðir •• . Jqhnson & Kaaber 7r '■ hnefa þar sem hin einu bréf giltu fyrir lífið. Það var einu sinni meðal mey að fegurð og útliti öllu og varla það. Hún fékk þá hugmynd að hún væri ailra kvenna fegurst og fylltist þar af ofurdrambi. En í henni leyndist þó uggur um það, að þetta væri máske synd, að miklast af fegurð sinni, sem er guðsgjöf. Og hún spurði prestinn sinn um þetta. — O, nei, barnið mitt. Það er ekki synd, þó manni sýnist annað en er. Það er van- máttur og veikleiki. Enginn skyldi heldur erfa of töluð orð um verðlagsmál land- búnaðárins frá haustinu 1969 og fyrrihluta vetrarins 1959—1960. Enda duttu þau niður í holu sina um leið og það vandamál var leyst úr rembihnút, sem óleysan legur sýndist sumarið 1959. Áttu þar margir menn góðan hlut að lausn, en langmestan þó Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra. Nú er það bændanna að fagna því eins og Eyfirðingar að öryggi þeirra er meira í verðlagsmálun- um en áður var og er sjálfsagt að hver og einn meti fyrir sig og leiti að orsökinni. Hvar eru hinir tíu? Annan maí, eða daginn áður en Eyfirðingar héldu sinn samlags- fund, héldu Þingeyingar sinn að- alfund í Mjólkursamlagi K.Þ. í Húsavík. Um þann fund er aftur á móti undarlega hljótt. Þó er þetta ritað án þess það hafi komið í Timanura. Mjólkurmagn tæpl. 4 millj. lítr ar, aukning á árinu um 17%, út bórgun til bænda kr. 3,90, eða liðlega 20 aurum minna en hjá K.E.A. En þrátt fyrir þetta lága verð er hækkun á útborguðu mjólkur verði frá því sem var 1959 32 aurar á líter, sem er afleiðing verðlagslaganna 1960. Verður það liðlega 1 millj kr. til framleiðend anna á samlagssvæðinu fram yfir það, sem verið hafði að óbreyttu fyrir utan aukningu á mjólkur magni. — En hvernig stendur á þessum mikla mun á Akureyri og Húsavík? Sumir spyrja. Aðrir láta sér ágætlega lynda að tekjur þeirra hafa vaxið um 32 aura af hverjum mjólkurlítra á árinu 1960 og spyrja einskis. Af fundin um á Húsavík 2. maí munu flestir fulltrúar hafa farið fagnandi yfir rekstri samlagsins, er skilaði 32 aurum hærra verði en í fyrra með enga skýringu á því hvar 10 aur arnir eru niðurkomnir, sem á vantar á grundvallarverð. Eins og verðlagslögin eru nú eiga mjólkursamlögin að geta náð grundvallarverði — eða a.m.k. fast að því, — ef rekstur- inn er misfellulaus. Á Húsavik skakkar meiru en eðlilegt er. Geta framleiðendur því ekki ann að en spurt í óvissu sinni — þeir sem á annað borð vilja spyrja um eitthvað. Hvar eru þessir 10 aurar? Bjartmar Guðmundsson. Myndin er frá íþróttahúsi Bamaskólans í Húsavík. Er það eitt fárra íþrótta- húsa á landinu sem hefur áhorfendasvæði og þar nyrðra er áhorfendasvæðið betra en víðast annars stað ar. Áhorfendabekkirnir eru byggðir þvert fyrir leik- völl nýja salarins og er mjög gott að fylgjast með leikjum hvaðan sem er af svæðinu. Stööugt vaxandi starí Skógræktarf. R.víkur AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Reykjavíkur var haldinn s.l. fimmtudagskvöld. Skýrsla for- manns, framkvæmdastjóra og gjaldkera báru með sér að vel er haldið á málefnum félagsins. Stöðugt stækkar hin mikla skóg- ræktarstöð í Fossvogi, og í Heið- mörk er haldið áfram jafnt Og þétt gróðursetningu, og vega- kerfið bætt og stækkað. í sumar verður trúlega hægt að aka beint frá Silungapolli suður undir hin- ar fögru Vífilsstaðahlíðar. Gróðrinum fer vel fram í Heið mörk, enda var veðráttan sér- lega hagstæð allt síðasta ár og þetta vor virðist efcki ætla að gefa fyrra árs vori eftir hvað við- víkur hagstæðri veðráttu. Fram- kvæmdastjórinn Einar G. E. Sæ- mundsen gat þess í sambandi við tilraunir sem gerðar hefðu verið í Heiðmörk, að vel virtist ætla að gefast að plægja landið þar sem því yrði við komið áður og gróðursetja í plógstrenginn. Það er eins og jarðvegurinn taki við sér á ný, við jarðraskið. Notk un skarnaáburðar hefur farið vaxandi í Heiðmörk og gefur góða raun. Rætt var um gróðursetningar- starfið í Heiðmörk og kom fram áhugi fundarmanna fyrir því mikla starfi og að finna leiðir til þess að auka þann áhuga með ýmsum hætti. Þess var getið að félagsmenn í Skógræktarfélagi Reykjavíkur myndi taka þátt í Noregsför skóg ræktarmanna um næstu mánaða- mót, en þá koma frá Noregi 60 manns til starfa hér á landi. Er þetta ein hinna mörgu skipti- ferða skógræktarmanna í Noregi Og hér á landi. Kosnir voru 10 fulltrúar á aðalfund Skógræktarfélags ís- lands sem væntanlega mun verða haldinn í Hallormsstað í ágúst- mánuði í sumar. Þeir Ingólfur Davíðsson og Sveinbjörn JónssOn voru endur- kjörnir í stjórn félagsins ásamt Birni Ófeigssyni er kosinn var I varastjórn. Á fundinum minntist Guð- mundur Marteinsson formaður félagsins Ellerts Schram, er var elzti félagi í Skógræktarfélagi Reykjavíkur og tók þátt í stofnun hins fyrsta Skógræktarfél. ís- lands, um aldamótin og síðan er félagið var endurvakið Al- þingisárið, var Ellert meðal fremstu manna. Risu fundar- menn úr sætum í minningu hins látna. Höfum fyrirliggjandi vatnskassa í jeppa Verð kr. 1900,00 með söluskatti. Blikksmiðjan GRETTIR. Fróðlegt Garðyrkjorit GARÐYRKJURITIÐ 1901, sem gefið er út af Garðyrkjufélagi íslands, undir ritstjórn Ingólfs Davíðssonar, er fjölbreytt að vanda og á erindi jafnt til áhuga- manna sem lærðra garðyrkju- manna. Óli Valur Hannsson garðyrkju ráðunautur ritar um rækýun lim- gerða til skjóls og skrauts. Fróð- leg grein er einnig um runna og tré í N-Noregi, en þar eru skil- yrði talsvert lík og hér á íslandi. Óli Valur ritar einnig um nýja aðferð við jarðvegssótthreinsun sem farið er að nota í gróður- húsum í vor og um blómarækt- arstöðina í Garði í Hveragerði o. fl. Ritstjórinn, Ingólfur Da- víðsson, lýsir ræktun steinhæða. Þá skrifar Ingólfur einnig um jurtapotta og stofublóm, um villigróður og garðagróðúr. Ýms- ar ábendingar gefur hann varð- andi jurtasjúkdóma o. fl. Ýmis- legt fleira er í ritinu að finna. Vinnur Garðyrkjufélag íslands mjög nytsamt fræðslustarf með útgáfu Garðyrkjuritsins, fræðslu fundum og útvarpsþáttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.