Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.1961, Blaðsíða 24
Vettvangur Sjá bls 13. ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 22. 115. tbl. — Laugardagur 27. maí 1961 Síökkvilidid treystir á þegnskap manna UNDANFARNA daga hefiur nokk uð borið á því að bílaeigendur hafi keypt benziín á tunnur og önnur ílát, af ótta við verkfall. f gærdag átti Mbl. stutt símtal við Jón Sigurðsson slökkviliðs- stjóra. Hann kvaðst hafa birt bæjarbúum tilkynningu þess efn- is, að með öllu sé óheimilt að geyma benzín í bænum. — Slökkviliðið treystir á þegnskap manna í þessu efni. — Við höf- um gert það fyrr undir svipuð- um eða sömu kringumstæðum og það hefur ekki brugðizt. Menn hafa yfirleitt geymt slíkar benzín birgðir utan við bæinn, þar sem ekki stafar hætta af og slikt verður að sjállfsögðu að tryggja. Ef við verðum varir við að menn geymi benzíntunnur heima við hús sín eða í þeim munnim við grípa til gagnráðstafana. Benzín- afgreiðslumenn hjá olíufélögun- um hafa bent mönnum á bann- ákvæðin varðandi geymslu á benzíni. Árásarmaður dæmd ur í 4 ára fangelsi í GÆR var kveðinn upp í saka- dómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni dómur í máli, sem ákænuvaldið hefir höfðað gegn Eiríki Gíslasyni, bifreiðarstjóra, Laugarnesvegi 100, hér í bæ, fyr- ir skírlífisbrot samkvæmt XXII. í Griiidavík Vexfir í Danmörku hækkaðir í kjölfar verkfallanna ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður í kvöld kl. 9. Ræðu flytur Matthías Á. Mathiesen alþm. Gunnar Eyjólfs son og Bessi Bjarnason skemmta og dansinum stjómar Árni Norðfjörð. Allt Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Þessi mynd var tekin á miðv.dagskv. af hreiðrinu er getið var í blaðinu á fimmtud., og fór i ferðalag innan í vírrúllu á bíl- palli frá Gróðrarstöð Skógræktarfél. Reykjavíkur í Fossvogi niður á BSÍ. í gær hafðist móðirin vel við hjá ungunum í rúllunni. Ungarnir eru að verða fleygir, svo heimilisins verð- ur brátt ekki þörf lengur. Hér sjáum við bílstjórann, sem ók heimili þrastanna, Jónas Ólafsson, en í rúllunni til hægri er hreiðrið. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) kafla almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Sakadómur taldi upplýst að aðfaranótt sunnudagsins 9. októ- ber sl. réðist ákærði á konu, sem var á gangi á Njálsgötu, hér f bænum. Greiddi hann konunni tvívegis höfuðhögg, fleygði henni inn á húsalóð og tók þar fyrir kverkar henni með þeim afleið- ingum að hún missti meðvitund. Hann hafði ennfremur flett hana klæðum þegar komið var að þeim. Ósannað þótti að ákærði hefði nauðgað konunni og var hann því sýknaður af slíkri ákæru en hins vegar var hann fundinn sekur um nauðgunartilraun. Við ákvörðun refsingar hans var bæði tekið tillit til hinnar hættulegu likamsárásar og fyrri hegningarlagabrota hans. Hann var dæmdur í fangelsi í 4 ár, en gæzluvárðhaldsvist hans frá 9. október til 5. nóvem- ber sl. kemur til frádráttar refs- ingunni. Ennfremur var honum gert að greiða konunni, sem hann réðst á, samtals kr. 63.259,00 í bætur svo og greiða allan kostnað sak- arinnar, þar á meðal málflutnings laun skipaðs sækjanda og verj- anda í málinu. HINN 20. maí sl. hækkaði danski þjóðbankinn forvexti sína um 1%, úr 5%% í 6Mt%. Almennir bankaforvextir, sem hafa verið 7%%, munu því hækka í allt að 8Vfe%. Þjóðbankinn gaf þær skýring- ar á hækkuninni, að gjaldeyr- isstaða landsins hefði farið versnandi að undanförnu og að V. R. ræðir kjara- samninga í dag VERZLUNAR- og skrifstofufólk í Verzlunarmannafélagi Reykja- vikur, heldur almennan fund í dag kl. 2 í Iðnó. Verða þar tekn- ir til umræðu kjarasamningar fé- lagsmanna. Stjórn félagsins og samninganefnd hafa haft þessi mál með höndum undanfarið og mun á fundinum i dag verða gerð ítarleg grein fyrir tiliögum stjórnar og samninganefndar varðandi tillögu að nýjum samn- ingum fyrir íélaga i VR. hún myndi versna enn vegna þeirra launahækkana, sem verk- föllin höfðu í för með sér. — Mætti búast við enn frekari þenslu á vinnumarkaðnum, en verið hefði, og væri vaxta- hækkuninni ætlað að draga úr slíkri þróun, sem gæti haft al- varlegar afleiðingar. I dönskum blöðum hefur ver- ið bent á, að þrátt fyrir hækk- unina munu bankarnir ekki þurfa að liggja með fé. Bank- arnir hafi í rauninni haldið uppi lánsfjárskömmtun og henni muni áreiðanlega þurfa að halda áfram, þó að eitthvað dragi úr ásókninni í lán. Talið er að vaxtahækkunin muni hafa einna mest áhrif í byggingariðnaðinum, en þar sem byggingarframkvæmdir hafa að undanförnu takmarkazt vegna skorts á vinnuafli, er talið að ekki dragi neitt að ráði úr slíkum framkvæmdum. En vaxtahækkunin hefur ekki aðeins þau áhrif að draga úr þenslunni með því að hækka kostnaðinn við lántökur, heldur munu innlánsvextir einnig hækka, og er því gert ráð fyrir auknum sparnaði. Með því dreg ur úr almennri eyðslu og meira fé verður fyrir hendi til nauð- synlegra útlána. 11 sendiherrar koma frá Osló er kóngurinn kemur f SAMBANDI við komu Olavs Noregskonungs, munu sendiherr ar fjölmargra ríkja á íslandi, sem aðsetur hafa í Osló, koma hingað til lands. Þeir búa allir á Hótel Borg, sem nú er nánast sem nýtt hótel, því allt hefur það verið lagfært og málað, hátt og lágt. Segja má að allt hótelið sé full skipað gestum er koma í sam- Fundur sfóð yfir LAUST fyrir miðnætti stóð yf- ir sáttafundur í deilu verka- mannafélaganna hér í Reykja- vik og Hafnarfirði við vinnu- veitendur. Ekki hafði þá dregið til neinna tíðinda á fundinum, en búizt var við að sáttasemj- ari í deilunni mundi halda fundi áfram eitthvað fram yfir mið- nættið. bandi við heimsókn hins norska þjóðhöfðingja. Hið sérstaka föru neyti konungs, sem kemur með honum á konungssnekkjunni, Norge, býr á Hótel Borg, meðan á heimsókninni stendur. í því verða Grönvol, sem er konung- legur marskálkur, þá er yfir- aðjutant Lundesgard, sem er of- ursti að tign og loks er Arne Haugh sem er aðjutant konungs, en hann er majór að tign. Sendiherrar þeir sem hingað koma frá Osló í sambandi við konungskomuna verða eigi færri en 11 og verða það sendiherrar Portugal, sendiherra Finnlands, sendiherra Belgíu, sendiherra Argentínu, kanadiski sendiherr- an, sendiherra Sviss Og Spánar, svo og sendiherra Brazilíu og sendiráðunautur Ítalíu Og sendi- herra Tyrklands. Þá verður hinn nýskipaði sendiherra Tékkósló- vakíu hér, um kyrrt fram yfir konungsheimsóknina. Það er langt síðan að okkur bárust herbergispantanir í sam- bandi við konungsheimsóknina, sagði Jón Magnússon skrifstofu- stjóri Hótel Borgar, og það má heita að hér sé lokið öilum nauð- synlegum undirbúningi að komu gestanna og annars er að Hótel Borg snýr varðandi konungs- komuna. — Og matseðilinn er ákveðinn í veizlunni miklu fyrir Noregs- konung? — Já sagði Jón. En honum verður að sjálfsögðu að halda leyndum, unz veizlan verður haldin. Miklar annir MIKLAR annir hafa verið í hrað- frystihúsi ísbjarnarins undan- farna daga. Hefur verið unnið þar frá því eldsnemma á morgn- anna og fram undir miðnætti. Hefur verkafólkið unnið úr afla togara, sem verið hafa á heima- miðum og komið með mjög góð- an þorsk, upsa og karfa fyrir Ameríku og Evrópumarkað. Und anfarið hafa verið í vinnu hjá ísbirninum um 170 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.