Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. maí 1961 MORGVNBtÁÐIÐ 3 ☆ VERKFALL hefir nú skollið á hjá 8 félögum og fleiri munu bætast í hópinn um næstu helgi. Athafnalíf er nú þegar lamað og ef verkfallið stendur lengi verður ástandið alvarlegt. Eins og skýrt var frá í blaðinu á sunnudaginn voru ýmis atriði þá enn á um ræðustigi, er varða undan- þágur um ýmsa þjónustu og framkvæmdir. Millilandaflugið stöðvaff Innanlandsflugið stöðvaðist alveg í gær og svo til allar framkvæmdir við höfnina nema störf iðnaðarmanna. Málarar Og smiðir voru þar að verki. Millilandaflug mun allt stöðvast næstkomandi föstudag ef ekki hefir verið samið. Getur af þeim sökum skapazt alvarlegt ástand, því Hér er mynd, sem tekin var í Slippnum azt fram aff miffnætti viff aff gera btáana Hvenær skyldu þau hljóma á ný? á Akureyri á sunnudagskvöldiff, en þar var ham- sjófæra. Kl. 12 á miðnætti þögnuffu hamarshöggin (Ljósm. St. E. Sig.) Verkfallib: illiiandaflu niður á Engar undanþágur vegna almenns farþegaflugs, segja verkfallsmenn flugfélögin eiga við mjög harða erlenda samkeppni að búa og þá fyrst og fremst Loftleiðir í Atlantshafsflug- inu. Það er fyrst Og fremst vegna afgreiðslú á benzíni til flugvélanna, sem stöðvunin verður gerð og skiptir þá ekki máli þótt flugvélarnar gætu tekið brennsluefni sitt erlend- is. Dauft við höfnina >að var fátæklegt um að lit- ast við Reykjavíkurhöfn; þetta mesta athafnasvæði höf- uðborgarinnar og lífæð henn- ar. Þar lágu flutningaskipin Tröllafoss og Fjallfoss bund- in við bryggju og ekkert þar unnið. Helgafellið átti að koma í nótt og bætast í hóp þeirra skipa er stöðvast vegna verkfallsins. Togararnir Egill SkallagrímssOn, Jón forseti, Geir, Askur og Karlsefni svo og Neptúnus, sem er uppi í slipp, hafa einnig stöðvazt. Farþegaskipin Hekla og Gullfoss munu fást afgreidd fyrir farþega einvörðungu og bréfapóstur mun verða tekinn úr þeim, en bögglapóstur ekki nema til sendiráða. Herjólfur Og Akraborg halda áfram til flutninga á farþegum og mjólk. Undanþágur Blaðið snéri sér til forsvars manna verkfallsstjórnarinnar og spurðist fyrir um undan- þágur þær, sem veittar hafa verið í sambandi við af- greiðslu benzíns og almenna þjónustu. Læknar, ljósmæður, lögregla og slökkvilið svo og póstbílar munu fá benzín einnig mun verða gefin und- anþága til þess að fiskbúðir geti óhindrað rekið starf- semi sína. Bréfapóstur verð- ur ekki stöðvaður og tak- markast póstflutningur ekki nema að því leyti er varðar samgöngustöðvanir. Ekki mun verða leyft að flytja póst með erlendum flugvélum, sem viðkomu hafa hér á landi. Mjólkursala verður leyfð fyrst um sinn, en hægt að stöðva hana með tveggja sól- arhringa fyrirvara. Benzín vegna konungskomunnar Sorphreinsun verður leyfð. Búið er að sækja um að benzín verði látið af hendi á bíla þá er aka þarf í sam- bandi við heimsókn Noregs- konungs og er búizt við að af- hending þess verði leyfð. Þeir farþegar sem komu með flug- vélum vegna konungskom- unnar hafa sótt um undan- þágu til að fljúga út aftur. Kartöflur hafa gengið til þurrðar hjá Grænmetisverzl- un landbúnaðarins en munu vera til í verzlunum. Allur akstur *iðnfyrirtækj a verður stöðvaður og má því gera ráð fyrir að það hafi í för með sér vinnustöðvun hjá þeim innan tíðar. VöruflUtn- ingar á landi stöðvast allir en fólksflutningar ekki fyrst í stað. Unniff fram á síffustu stund á Akureyri f gær var unnið mjög víða á Akureyri, einkum í verk- smiðjum, verkstæðum og skipaviðgerðarstöðvum. All- mörg skip voru til viðgerðar í Slippnum og fjöldi manns við vinnu þar allt til kl. 12 á mið- nætti. Voru flest skipin sjó- sett. Vinnu við mörg þeirra, sem sjósett voru í nótt, er nú svo langt komið, að áhafnir þeirra geta séð um afganginn, þ. e. a. s. komið veiðarfærum fyrir um borð O. s. frv. Síðasta farþega- og farm- skipið var afgreitt frá Akur- eyri í gærkvöldi. Það var ms Esja, sem fór héðan á mið- nætti. Flóabáturinn Drangur mun halda uppi ferðum til Siglufjarðar, a. m. k. alla þessa viku, en hann má þó aðeins flytja póst, farþega og mjólk. Ekki sjást hér enn veruleg merki um verkfallið, nema ef vera skyldi það, að óvenju- margt fólk hefur verið á göt- unum í dag. Strætisvagnar ganga ekki. Smásala á benzín íni er leyfð meðan birgðir endast. Um 1400 manns eru í verkfallinu. Á miðvikudag bætist skrifstofu- og verzlun- arfólk við. Fellur þá öll verzl un niður hér, og er auðséð, hver vandræði munu hljótast af því. Síðar bætist iðnverka- fólk í hóp verkfallsmanna. 730 manns í verkfalli í Hafnarfirði f Hafnarfirði hófst verkfall Hlífarmanna á áður boðuðum tíma, á miðnætti aðfaranótt mánudags. Þar hafa 730 manns á átta vinnustöðum fellt niður vinnu sína. Atvinnulíf lamast á Húsavík Samningafundir um kjör verkamanna og kvenna voru haldnir í gær, en ekki gekk saman með deiluaðilum. Hófst því verkfall á miðnætti í nótt. Sjávarútvegur leggst nú niður hér að sinni, því að vinna hefur verið stöðvuð við frysti- hús Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. STAKSTEIMIS „Kröfugöngu verka- manna tvístrað“ Fyrir skömmu birtist í Þjóff- viljanum vifftal viff mann nokk- urn, sem sagður er „sérfræff- ingur í utanríkisviðskiptum“ og veriff hefur viff nám í Austur- Þýzkalandi. Hann kemst þar m. aff orffi á þessa leiff: ,í byrjun júní þaff ár (1953) leggur Ulbricht fram lagafrum- varp, viffreisnarfrumvarp, sem mælti svo fyrir aff kaupiff skyldi lækkaff meff lagaboffi. En verka- lýffurinn hér gaf stjórninni eng- an tveggja ára frest til aff sýna fram á aff þetta væri skynsam- legt til langframa. Og þegar stjórnarherrarnir finna andúff almennings nepja um sig, draga þeir sína viffreisn í Iand, en þaff er þá orðið of seint. 17. júni leggja múrarar viff Stalinsstræti niffur vinnu, fara út á götn fylktu liffi og heimta almenni- legt kaup fyrir sína vinnu og niffur meff viffreisnina . . . Þegar hér er komiff sögu kom rússneska hemámsliðiff til skjal- anna og lýsji yfir hernaffar- ástandi. Kröfugöngum verka- manna var tvísraff, uppþotiff barið niffur“. Nefnd SÞ rannsak- ar efnahag Kongó New York og Leopoldville, 27. maí. — (Reuter) ÁKVEÐIÐ hefur verið, að nefnd frá Sameinuðu þjóð- unura fari innan skamms til Kongó til þess að rannsaka efnahag landsins og gera éætlanir til úrbóta. — Hefur Kasavubu forseti lýst yfir ánægju sinni vegna þessarar ráðstöfunar, sem hann segir vera fyrsta verulega sporið til lausnar þeim vandamál- um, sem þjóðin eigi við að stríða. Frá Leopoldville berast þær fr-egnir, að fjórir Balubamenn frá Kasai hafi fallið í viðureign við hermenn frá Ghana úr liði Sam- einuðu þjóðanna. Lenti þeim sam an i námunda við vatnið Mok- amba í gær, Ghana hermennirnir komu þar til að vernda verka- menn er unnu við að ryðja flug- braut en urðu fyrir ágangi her- manna Alberts Kalonjis héraðs- foringja Kasai. Síðasti sýningar- da«ur HAFNARFIRÐI — Vegna mikillar affsóknar á málverka sýningu Sveins Björnssonar í Iðnskólanum verffur hún op- in í dag kl. 2—10 síffd. og er þaff síffasti dagurinn. — 13 myndir hafa selzt. Á sýning- uniri eru 40 vatnslitamyndir. Siglufjarðarskarð opið á ný SIGLUFIRÐI, 29. maí. — Vegur inn yfir Siglufjarðarskarð er nú loksins fær aftur. Á fimmtudag hófst snjóruðningur í skarðinu, en þær framkvæmdir voru stöðv aðar síðar um daginn. Á föstu- dagsmorgun kl. 9 var aftur farið að ryðja. Unnu að því tvær ýt- ur, önnur frá Siglufirði en hin úr Skagafirði. Síðar um daginn bilaði Skagafjarðarýtan, en hin hélt áfram stanzlausum mokstri. Vegurinn var svo opnaður síðla á laugardag, og fengu bæjarbú- ar þá sín Morgunblöð að kvöldi útkomudags. — Stefán. 17. júní hér og þar Hins 17. júní er minnzt bæífi hér á Islandi og eins í Berlín. Hér minnumst viff fengins sjálf- stæffis og fögnum yfir því Iýff- frelsi, sem viff búum viff, í Berlín ríkir harmur og þögn hinn 17. júní. Þann dag voru framin einhver hin hryllilegustu morff, þar sem saklaus almenn- ingur, sem krafðist brauffs og klæffis, var brytjaffur undir rúss neskum bryndrekum. Hiff ís- lenzka málgagn heimskommún- ismans dirfist aff nefna þennan atburff á nafn og hefur þaff þó fram aff þessu reynt aff láta þögnina geyma hann, eins og uppreisnina í Ungverjalandi. En þaff er athyglisvert fyrir ís- Ienzka verkamenn, sem nú eiga í vinnudeilu, aff gera sér fulla grein fyrir þeim mismun, sem hér er og austur þar. Hér geta menn hafið verkfall til aff afla sér kjarabóta og raunar líka staðið Iengi í verkfalli, þó fyrir- fram sé vitaff aff slíkt geti eng- um fært bætt kjör. Menn verffa bara aff gera þaff upp viff sig, hvort þeir vilja fara þá leið. Fyrir austan járntjald eru hins- vegar tiltæk ráff til aff koma í veg fyrir slíkt. Þar er „kröfu- göngum verkamanna tvístrað, uppþotið bariff niffur“. Ath.: Vifftaliff, sem að fram- an er greint frá, er undirritað Jón Baldvin Hannibalsson. Sá maffur er sonur forseta Alþýffu- sambands Islands. Rennur hon- um sýnilega blóðiff til skyld- unnar aff skýra frá unaði sovét- verkalýffsins í skjóli skriffdrek- anna. Stefnufastir! f Timanum var nýlega rætt um „stefnu“ Framsóknar í utan- ríkismálum. Þar segir m. a. á þessa leiff: „Framsóknarmenn brjóta alls ekki gegn stefnu flokksins þótt þeir skrifi undir hlutleysiskröfu „hernámsandstæðinga“ . . . Þess vegna skilja Framsóknarmenn, sem skrifa undir kröfur her- námsandstæðinga, hlutleysiskröf una á þann veg aff hún sé al- menn viljayfirlýsing um aff þeir vilja standa utan viff hernaffar- átök og hernaffarbandalög, en ekki aff viff viljum endilega fara úr NATO þegar í staff og brjóta samninginn viff NATO- ríkin“. Þaff má meff sanni segja. að þeir eru stefnufastir, Framsókn- armenn!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.