Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBL AÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 1561 borg varð það ljóst, að raunverulega öll franska þjóðin styður de Gaulle í viðleitni hans til heiðar- legrar lausnar Alsír-vanda málsins. Það er eitt af því allra þýðingarmesta sem gerzt hefur í þessum mál- um, því að Alsír er mjög hættulegt árekstrasvæði Afríkfu og Evrópumanna. — Haldið þér að þessi ný- lendumál séu þýðingarmesta viðfangsefnið í dag? — Það er ekki hægt að segja að þau hafi nein úrslitaáhrif þegar í stað, en þegar litið er lengra fram í tímann hafa þau úrslitaþýðingu fyrir hinn vestræna heim um það hvort hann getur varðveitt áhrif sín og aðstöðu í heiminum. ÞEGAR fréttamaður Mbl. hitti Halvard Lange utan- ríkisráðherra Noregs í gærdag að heimili norska sendiherrans Bjarne Börde og spurði hann, hvað hann hefði nú oft komið til ís- lands, sagðist hann ekki vera alveg viss um þaS, líklega væri þetta sjöundr ferðin. ákveöin, Lange hefur verið utan- ríkisráðherra Noregs síðan 1946 eða í fimmtán ár. — Mun aðeins Östén Undén Hallvard Lange t.h. og Bjarne Börde sendiherra norðmanna hér. Vestræn ríki þurfa að vera sterk og en reiðubúin að semja Samtal við Halvard Lange um alþjóðamálin í Svíþjóð vera húinn að sitja lengur í sínu embætti. Kveðst Lange hafa komið til íslands að jafnaði ann- að hvert ár til ýmis kon- ar fundahalda hér hæði í norrænni samvinnu og vegna samstarfs jafnaðar- mannaflokkanna. íslenzku blöðunum hefur jafnan þótt mikill fengur að því að fá tækifæri til að tala við Halvard Lange þegar hann hefur heimsótt landið, því að hér er á ferðinni einn af mikilsvirtustu stjórnmála- mönnum heimsins, maður sem hefur haldið á lofti fána frjálslyndis og lýðræðis hvar vetna á alþjóða vettvangi, — og lengst af öllu verður mun að eftir því þýðingarmikla hlutverki sem hann hafði að gegna í sambandi við stofnun Atlantshafsbandalagsins. — Hann kemur nú hingað sem fylgdarmaður Ólafs konungs í hinni opinberu heimsókn hans. Ekki mun hann hafa tíma til að dveljast hér leng ur að þessu sinni, en fram á laugardaginn þegar heimsókn inni lýkur, því að strax á mánudaginn þarf hann að vera viðstaddur mikilvægar umræður í Stórþinginu um þátttöku Norðmanna í Frí- verzlunarsvæðinu. Ljósasti punkturinn — ekkert kjarnorkustríð Utanríkisráðherrann tók fréttamanni Mbl. alúðlega, bauð honum sæti og spurði hvað hann vildi spyrja um. — Alþjóðamálin. Mörgum finnst útlitið svart í þeim. — Hvað finnst yður Ijósasti punkturinn í þeim? — Ég held að þýðingar- mesta atriðið í heimsátökun- um sé að báðir aðilar eru komnir á þá skoðun að kjarn orkustríð sé útilokað og að styrjöld sé ekki rétta leiðin til að leysa vandamál. Báðir aðilar, Austrið og Vestrið vilja leysa deilurnar með sam komulagi. Að þessu leyti virðist vera raunhæfur grund völlur fyrir friðsamlegri sam búð. Þó verður að gæta þess að kommúnistaforingjarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggjast halda áfram úttfreiðslu síns þjóðfélagskerfis með öllum öðrum ráðum en kjarnorku- styrjöld. Fagnar fundi Kennedys og Krúsjeffs Það er sérstaklega nauð synlegt á þessu stigi máls ins að vestrænu ríkin standi sterk og ákveðin gegn hverskonar útþenslu kommúnistaríkjanna, en séu um leið reiðubúin að gera raunhæfa samninga um lausn heimsvandamál- anna. Þessvegna fögnum við því í Noregi eins og flestar aðrar þjóðir, að Kennedy forseti mun hitta Krúsjeff og þeir fá tæki- færi til að kynnast persónu lega og kanna sameigin- lega hvort möguleikar séiu á einhverjum sviðum. Og við munum væntanlega fá að fylgjast vel með slíkum viðræðum í fastaráði NATO. Nauðsyn á samstarfi — Haldið þér að það sé hætta á því að hinar álfurnar Asía, Afríka og Suður-Amer íka snúist á næstu árum í lið með kommúnistum gegn hin um vestræna heimi? — Það er undir því komið hve fljót hin gömlu ríki sem áttu nýlendur í Evrópu eru að skilja það að tími ný lenduveldisins er liðinn undir lok. Bretar hafa skilið þetta og Frakkar eru að komast í skiln ing um það. — Þér trúið þá á samstarf vestrænu ríkjanna og hinna nýju ríkja, sem áður voru ný lendur? — Já, það sem hefur verið að gerast frá lokum seinni heims styrjaldarinnar er að þjóðirn ar sem byggðu öll hin háðu og ósjálfstæðu svæði sækja mjög ákveðið fram til þjóðernis- legs sjálfstæðis og eru stað- ráðnar í að njóta þeirrar þró unar sem nútíma tækni gerir mögulega. En það er mjög þýð ingarmikið fyrir máða aðila að þessi þróun verði með sam starfi þeirra. Afturhvarf óhaigsanlegt — Er nokkur hætta á því, að afturhvarf verði frá þeim skilningi vestrænna þjóða að það beri að veita nýlendunum sjálfstæði. — Ég spyr um þetta, vegna þess að stundum er talað um að Macmillan sé talsvert varkárari síðan Suð ur-Afríka gekk úr samveld- inu? — Nei, ég get ekki hugsað mér það. Macmillan mun var kárari í orðum sínum vegna mótspyrnu lítils hluta íhalds- flokksins, en það er fráleitt að hann snúi við á sinni braut. Einstök lönd sem áður voru nýlenduveldi hafa enn ekki séð nauðsyn og óhjákvæmi- leika þessarar þróunar. Alsír-málið er eitt Ijós- asta dæmið um þessa þró un til sjálfsstjórnar, og þótt það geti enn haft slæm áhrif sem er að ger- ast t.d. í Angóla, þá hefur t.d. verið náð mikilvægum áfanga í Alsír. Eftir siðustu uppreisnartilraun í Algeirs Lítil von fyrir austan — En hvað segið þér um rússnesku leppríkin. Er nokk ur von til hins sama þar, að þessar þjóðir öðlist smám- saman sjálfstæði á ný. — Það er mjög athyglisvert að á sama tíma og kommún- istarnar hafa haldið uppi stöð ugum áróðri gegn vestrænni heimsveldastefnu hafa þeir sjálfir komið á fót miskunnar lausri ofbeldisstjórn. Að vísu vitum við að löng un þjóðanna til frelsis verður alltaf til og aldrei hægt að bæla hana algerlega niður. Þessvegna trúum við því að þessar undirokuðu þjóðir muni öðlast frelsi, en ég er hræddur um að það verði ekki í bráð. En einhverntíma í framtíðinni verður það. Og það er ekki hægt að neita því, að þarna hefur verið nokkur þróun í rétta átt. Ástandið í kommúnistaríkjunum er minnsta kosti nokkuð annað nú en það var á dögum Stalíns. Ákveðnir í markaSsmálunum — Þér þurfið að fara fljótt aftur heim végna umræðna í þinginu. — Hvað er til um- ræðu þar? — Á mánudaginn verða um ræður um Evrópumarkáðs- vandamálin. — Já, ætlið þið Norðmenn að fylgja Dönum inn í Mark aðsbandalagið? — Málið stendur þannig, að Danir hafa lýst því ákveðið ið yfir að þeir muni fylgja Bretum ef þeir gera samninga um tengsl við Markaðsbanda lagið. Við Norðmenn höfum hinsvegar enn ekki tekið á- kveðna afstöðu, en teljum það mjög mikilvægt, að EFTA- löndin, þ.e. Fríverzlunarsvæð ið standi saman og geri sam- eiginlegt samkomulag um af- stöðuna til Markaðsbandalags- ins. Við erum undir það búnir, að Bretar óski eftir tengslum við Markaðsbandalagið en höfum sjálfir ekki enn gert okkur fyllilega grein fyrir hvaða afstöðu við tökum. En um það á að ræða í þinginu. Þ. Th. Rúmar 3 millj. komnar í Langholtskirkju Frá aðalfundi Langholtssafnaðar í UPPHAFI aðalfundar Lang- holtssafnaðar, sem haldinn var sunnudaginn 14. maí í félags- heimili safnaðarins við Sól- heima, hvatti sóknarpresturinn, síra Árelíus Níelsson, söfnuðinn í upphafi fundar til áframhald- andi átaka í kirkjubyggingar- framkvæmdum og safnaðarstarfi almennt. 1 skýrslu gjaldkera, Örnólfs Valdimarssonar, kom m. a. fram að í fyrri hluta kirkju- byggingarinnar eru komnar 3 millj. og 91 þús. krónur, og í ræðu sagði formaður byggingar- nefndar, Vilhjálmur Bjarnason, að hver rúmmeter byggingarinn- ar myndi kosta um 700 kr. Á fundinum var gerð samþykkt, þar sem bæjaryfirvöldum Reykja víkur er þakkað fyrir fjárfram- lög þau, sem veitt eru til kirkjubygginga í Reykjavíkur- prófastsdæmi. A fundinum voru 3 menn endurkosnir í safnaðarstjórn og kjörnir tveir varamenn. Stjórn- ina skipa Helgi Þorláksson for- maður, gjaldkeri Örnólfur Valdi- marsson, ritari Helgi Elíasson, Vilhjálmur Bjamason og Bárð- ur Sveinsson. Varamenn eru Bergþór Magnússon, Hafsteinn Guðmundsson og Kjartan Gísla- son. Safnaðarfulltrúi er Magnús Jónsson, bankastjóri. í fundarlok voru eftirfarandi tillögur samþykktar: Sóknargjöld: Aðalfundur Lang holtssaínaðar, haldinn 14. maí 1961, fer þess á leit, að sóknar- gjöld í Reykjavíkurprófasts- dæmi verði ákveðin og innheimt samkvæmt því hámarki, sem ákveðið er í lögum. Bindindissamtök kristinna safn aða: Aðalfundur Langholtssafn- aðar, haldinn 14. maí 1961, sam- þykkir að eiga þátt í stofnun bindindissamtaka kristinna safn- aða hér á landi. Felur fundurinn safnaðarnefnd að tilnefna þrjá menn í nefnd, sem vinni að undirbúningi og stofnun slíkra samtaka í samvinnu við aðra söfnuði og undir forustu Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu. I. O. G. T. Bazarinn verður fimmtudaginn 1. júní I Gt.-húsinu. Góðfúslega komið munum í Gt.-húsið milli kl. 10 og 12 á fimmtudag eða látið vita í síma 36465. Nefndin. Bílasa’a Guðmundar selur í dag úrvalsgóðan einkavagn Ford Consul árgangur 1958. Til sýnis eftir hádegi í dag. BlLASALA GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 — Símar 19032 og 36870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.