Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. maí 1961 MORCVNBLAÐ1Ð II Séð yfir Notodðeu Þar brosir aftur byggðin minna dala eftir Ivar Orgland, magister ÞANNIG hljóðar upphaf kvæðis- ins „Undir hnúkunum", en þaS er þýSing Matthíasar Jochums- sonar á kvæSi Vinjes „Ved Rondane", sem Edvard Grieg hefur samiS sitt alkunna lag við. í>etta kvæSi datt mér í hug, þeg- ar ég var beSinn um aS semja fáeinar línur í sambandi viS kon- ungsheimsóknina á íslandi. Síð- an ég lét af starfi sem norskur sendikennari á íslandi í fyrra vor eftir tíu ára dvöl meSal frænda og vina vestur í Atlants- hafinu, hef ég aS mestu leyti átt heima í Þelamörk (Telemark), í heimahögum skáldsins Vinje. Noregi er, eins Og flestir Islend- ingar munu vita, skipt í fylki, en Þelamörk er eitt þeirra feg- urstu Og tilbreytilegustu. AS vísu á fjölskyldan ekki heima í sveit, heldur í iðnaSarbænum Notodden (Nótoddinn), sem ligg- ur viS norSurenda Heddalsvatns- Bílor til söiu BIFRÍIDU Frakkastíg 6 Símar 1S966, 19092 og 19168. Mercedes Benz 1960 ókeyrður bíll ★ Volkswagen 1960 Sem nýr bíll. ★ Volkswagen ’59. Góð kjör. Volkswagen ’58 ’57 ’56 ’55. Góð kjör. ★ Chevrolet station ’55 GóSur bíll. ★ Chevrolet ’56, einkabíll. ★ Studibaker ’54 sportmódel_ mjög fallegur bíll. ★ An útborgunar ýmsar gerðir af eldri bilum í góðu lagi. Salan er örugg hjá okkur. — Komiff og skoðið bílana._ ins. Notodden hlaut bæjarrétt- indi 1913, og íbúar eru nú 7400. Umhverfið er hið fegursta: Auk vatnsins eru skógar, fjöll og dal- ir. Einkennilegt fjall, Himing (1066 metra hátt), sem gnæfir í norðvestri, minnir mjög mikið á Keili suður á Reykjanesi, en þangað leitar hugur minn, þegar horft er til Himings. Þrátt fyrir að Heddalsvatnið er tiltölulega langt inni í landinu, er hæð vatnsins yfir sjávarfletin- um aðeins 16 metrar. Miklar veiðar voru í Heddalsvatninu fyrr á dögum, og skip sáust oft á siglingu milli Notoden og Skien (Skiðan), en hún er að- alborgin í Þelamörk og meða’ elztu borga landsins. Skien er fæðingarbær Henriks Ibsens, en þar að auki fræg fyrir margs- konar iðnað (timbur, pappír) og verksmiðjur. íbúar eru 15400. í Skien er byggðasafn Þelamerk- ur, ekki sízt merkilegt af því, að Þelamörk hefur í ríkum mæli haft margt af þjóðlegum gripum að geyma. Skammt frá Skien er annar bær: Porsgrunn (10500 íb.), en hann liggur við sjó, nán- ar tiltekið við ósa Skíðuár (Skienselva). Auk þess að Pors- grunn er þekkt siglingaborg, er bærinn frægur fyrir postulíns- gerð (Og annan iðnað), þar er líka kunnur iðnskóli, sem stund- um hefur haft íslenzka gesti við nám. Loks eru minni bæir, Bre- vik, Langesund og Kragerö. Fræg sementsverksmiðja (Dalen Portland) er í Eidanger, skammt frá Brevik; en á Heröya, nálægt Porsgrunn, eru miklar saltpét- ursverksmiðjur. Eigandi allra þessara verksmiðja er Norsk Hydro (Norsk Hydro-Elektrisk Kvælstofaktieselskab), en það var stofnað 1905 til þess að fram- leiða Noregssaltpétur eftir aðferð þeirri, sem Norðmennirnir Birke land og Eyde fUndu upp. Aðal- verksmiðjur félagsins eru á Rjúkan (6500 íb.) (Rjúkanda) (líka í Þelamörk) og Notodden. Gamla aðferðin, þegar köfnun- arefnið var unnið úr loftinu, er að vísu ekki lengur notuð. Nýj- ar og betri aðferðir hafa verið fundnar. En Hydro á líka annars- konar verksmiðjur, t. d. Notodd- en pokaverksmiðjur. Eina gervi- silkiverksmiðja Noregs er líka 1 þessum bæ, auk mikillar járn- bræðsluverksmiðju (Tinnfoss). Rjúkan mun vera sérkennileg- asti iðnaðarbær Noregs. Hann er orðinn til á vegum Norsk HydrO, en ársframleiðsla hans er yfir 500.000 hestöfl vatnsorku (foss- orka) og hér um bil 600.000 tonn hreint köfnunarefni. Fljótandi ammoniak er flutt alla daga og nætur í lokuðum járnbrautar- vögnum að Mæl, en þar eru vagnar fluttir um borð í gríð- arstórar ferjur, sem flytja þá yfir Tinnsæ að Tinnósinum. Það- an heldur förinni áfram til Notodden og Heröya. Rjukan er næstum því innilokaður bær í þröngum dal, en hátt yfir hon- um gnæfir Gaustadtoppen, hæsta fjallið í syðstum hluta Noregs (1883 metrar). f sex mánuði á ári hverju skín ekki sól í Rjukan, en Hydro hefur reynt að leysa úr vandamáli þessu með því að búa til einskonar fjallalest, þar sem „vagninn" lyftist í kaðli hátt upp á fjallsbrún. Á hverju vori er sólarhátíð á Rjukan. En Þelamörk er ekki aðeins land stóriðjunnar. Þelirnir eru þekktir fyrir að vera ákaflega listhneigt fólk, en í Þelamörk safnaði um miðja nítjándu öld sóknarpresturinn í Seljord, Magnus Brostrup Landstad öll- um þorra af norskum þjóðvísum, þar á meðal hinu þekkta Draum- kvæðl, sem Kristján Eldjárn þjóðminjavörður hefur þýtt á íslenzku (í Afmælisriti til Sig- urðar Nordals). Draumkvæðið er frásögn manns um ferð í öðrum heimi, í helvíti og himnaríki, eins konar norsk Divina Commedia. Þelir kunnu líka að stefjast (kasta fram vísum), en sú íþrótt tíðkast ekki nú á dögum. Mörg falleg þjóðlög eru frá Þelamörk. Þau voru lika skráð á nítjándu öld með tilstilli Lindemanns tónskálds). En hið áttstrengda norska þjóðarhljóðfæri, harðang- ursfiðlan, hefur frá því um 1700 verið eftirlætis hljóðfæri Þela- merkurbúa. Hér var uppi á ár- unum 1801—1872 Tarjei Auguns- son, sem kallaður var Myllar- gutten (Malarasonurinn) og er talinn mesti snillingur sem hefur leikið á það hljóðfæri. Margir slagir (sláttar) — stökkdansar og göngulög (springarar og gang- arar) — sem hann hefur búið til, lifa enn, en sjálfur kunni Myllar gutten engar nótur. Þessir þjóð- legu dýrgripir eru skráðir á vorum dögum. Sá harðangurs' fiðluleikari, sem ef til vill gnæfir hæst í dag, Gjermund Haugen, á heima á Notodden. En mesti fiðlusmiðurinn, Knut K. Stein- tjönndalen, á heima í Bö (Bæ), þar sem líka Olav Kielland, tón- skáld og hljómsveitarstjóri, hef ur aðsetur sitt. Byggingarlistin hefur náð mikl um þroska í sveitum Þelamerk- ur, þar sem stabburet (stafbúrið) er sérkennilegasta byggingin. Oft standa þá tvö búr saman, annað stærra og skrautlegra er kallað loft, hitt bur: í loftinu svaf áð- ur fyrir ungmærin í þjóðvísun- um, en þangað var Oft leitað á laugardagskvöldum. Skrautklæði vöru líka geymd í þessu húsi. — Búrið, aftur á móti, var aðallega matbúr. — Merkust allra þeirra mannvirkja, sem geymd eru frá Stafkirkjaa í Heddal. liðnum öldum er þó stafkirkjan t Heddal, skammt frá Notodden, en hún mun vera frá um 1250. Hún er stærsta Og reisulegasta stafkirkja Noregs. Fyrir fáum árum fóru miklar viðgerðir fram og kirkjan þá-að verulegu leyti endurnýjuð. Það var H. B. Molts, forstjóri Tinnfoss Jernverk, kar- bidfabrikk og Papirfabrik sem kostaði þetta. En hann hefur áð- ur gefið Notodden kirkju, fallegt guðshús, í nýtízkulegum stíl, með frægri altarismynd eftir Henrik Sörensen. Henrik Sörensen, sem af mörg- um er talinn mesti málari Noregs meðal þeirra sem uppi eru, er mikill aðdáandi Þelamerkur og hefur málað fjölda myndir héð- an. Hans Tone Veli er persónu- gervingur hinnar draumlyndu, angurværu sálar Þelamerkur. — Innfæddir þelir eru myndhöggv- ararnir Anne Grimdalen Og Dyre Vaa, en systir Dyre er hin kunna skáldkona Aslaug Vaa. Frægir rithöfundar eru uppi í Þelamörk, en meðal þeirra má nefna Halldis og Tarjei Vesaas, Ingebjörg og Halvor J. Sandsdalen, en frú Vesaas Og Sandsdalen-hjónin yrkja aðallega ljóð. í Heddal á sérkennilegt ljóðskáld, Olav Kaste, heima. — Skrautmálning- ar (rose máling) og trélistasmíði (kunst treskjering) eru enn al- geng meðal þela, en margt fallegt hefur verið unnið á þessum svið- um. Það er langt frá íslandi til Þelamerkur, en þangað sem hug- urinn liggur, eru leiðir alltaf færar. Sem lektor við mennta- skólann hér á Notodden hef ég góð tækifæri til að kynna ísland meðal unga fólksins, en það má segja, að áhuginn sé mjög lif- andi. í þeim sjö bekkjum, bæði í gagnfræðaskóla og mennta- skóla,, þar sem undirritaður er að kenna, syngja nú allir nem- endurnir íslenzka söngva úr Vasasöngbókinni. Þeir þekkja „Ó blessuð vertu sumarsól", Bí, bí og blaka“, öxar við ána“, „Ríðum, ríðum“, „Stóð ég úti í tungls- ljósi“ o. fl. ekki síður en unga fólkið heima á fslandi. Ég kenni norrænu með nútímaíslenzkum framburði og nota hvert tæki- færi til að tala um ísland og allt sem íslenzkt er. Nú vilja sumir ungir piltar fara til íslands í sumarfríinu og gaman hefði ver- ið, ef einhver góður bóndi í sveit hefði getað tekið á móti ungum vinnumanni. Þá er bara að senda mér línu^ hingað til NotOdden! — Annars eru mörg félög mjög á- hugasöm í garð íslendinga, mér hefur verið boðið víða í heim- sókn til að sýna litskuggamynd- ir mínar frá fslandi. En allsstað- ar er mikil hrifning. — Einu sinni var ég á leið til Rjukan í þeim erindum. Á járnbrautar- stöðinni á Tinnósinu brá mér allt í einu við. En hvað það var skrýtið að sjá tyggigúmmíi frá Lindu þar á boðstólum. Ég er ekki mjög mikill tyggigúmmísað dáandi, en keypti mér auð- vitað strax slíkan aufúsugest íslenzkrar framleiðslu — og fór undir eins að tyggja. — Löngu seinna uppgötvaði ég í búðarglugga heima á Notodden, að íslenzkt dikla- kjöt væri til sölu. En slátrarinn sagði, að aðeins 30 tunnur hefði borizt til landsins, og hann væri svo hamingjusamur að hafa eign- azt eina. Samkvæmislífið hér á Nötodd- en getur stundum verið allfjör- ugt, en þar sem undirritaður hef- ur verið viðstaddur, hafa undan tekningarlaust verið sungnir ís- lenzkir söngvar. „Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman . . , Starfsbræður mínir við mennta- skólann kunna meira að segja allir að mæla Skál! og Samtaka nú! á dágóðri íslenzku. Og þegar Sigurður, vinur minn, er ný- búinn að senda okkur harðfisk og hangikjöt frá fslandi, er veru- lega glatt á hjalla hér í Þela- mörk. Þá brosir aftur byggðin minna dala!-------- Ykkar einlægur vinur. Ivar Orgland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.