Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. maí 1961 WnXClHVJtr 4ÐIÐ 17 Bifrei&astöð í nýju Á LAUGAKDAG sl. var tekið til| notkunar nýtt húsnæði fyrir ^ Bifreiðastöð Keflavíkur, er það stór og falleg bygging, sem olíu- félögin Skeljungur hf. og Olíu-I ■verzlun íslands hafa reist við Yatnsnesveg 16 í Keflavík. Stöðvarhúsið er allt á einni hæð, 294 fermetrar að flatarmáli og er þar afgreiðslusalir biíB- Giiðm. Þorldksson, Seljabrekku: Um Engey EITT sinn síðastliðið haust var Engeyjar getið í Morgunblaðinu í sambandi við verndun gam- alla hluta, sem þar var að finna. Og um leið var skýrt frá því ömurlega ástandi sem eyj- an er nú komin í og þeirri al- gjöru eyðileggingu, sem þar virðist vera framundan. Sú var tíðin að Engey þótti hagsælt býli og löngum tveir ábúendur og fjölmennt um ver- tíðir. (Heyrt hef ég að sú ákvæði fylgdu Engey að þar yrði jafnan að vera tvíbýli, ef vel ætti að fara). — Fór oft mikið orð af þeim Engeyjar- bændum um ýmsa hluti, svo sem bátasmíði, aflasæld og góða afkomu og er margt manndóms- fólk af þeim komið. Annars verður saga Engeyjar ekki rak- in hér né þeirra sem þar gerðu garðinn frægan. Enn eru landgæði og lands- stærð Engeyjar söm og áður, að því undanskyldu að æðarvarp er nú ekki ' lengur til neinna teljandi nytja fremur en á öðr- um eyjum í nágrenni Reykja- víkur. Eins og nú er komið er þess varla að vænta að venjulegur búskapur hefjist aftur í Engey þótt þar virðist enn lífvænlegt að mörgu leyti. Örlög eyjarinn- ar virðast ráðin og ekki auð- gert að þoka þeim til betri veg- ar, þótt slíkt ætti að vera mögu- legt. — Mér finnst, að það megi telja ömurlega staðreynd, að jafnfagur staður og búsældar- legur og Engey er, skuli falla í auðn og óhirðu í opnum faðmi höfuðstaðar landsins, og að eitt- hvað þurfi að reyna að gera þar til úrbóta. — Líklega er það ein mitt Engey, sem er allra staða fallegust í nágrenni Reykja- víkur. Hvergi eins og þar blasir öll borgin við augum manna og allur sá víði hringur, sem á mörgum stöðum sést að nokkr- um hluta, sést þaðan allur. tTr Engey skyggir ekkert á útsýnið. En hvað skyldu margir (eða öllu heldur fáir) Reykvíkingar hafa komið út í Engey og notið þeirrar heildarsýnar sem þar er að fá? Og í þessu sambandi kemur mér í hug að líklega er aldrei tilkomumeira að vera úti í Engey en að kvöldlagi og sjá alla ljósadýrðina, sem þaðan eést bezt. Það getur varla talist vanza- laust að ekki sé reynt að gera eitthvað til endurreisnar Eng- eyjar. En hvað þar kæmi helzt til greina læt ég öðrum eftir að benda á — og deila um. Keflavíkur húsi reiðastöðvarinnar og setustofa bigreiðastjóra, einnig er þar verzlun með allar söluvörur olíufélaganna og einnig eru þar á boðstólum sælgætis- og tóbaks vörur og fleira þessháttar. f byggingunni er einnig smur- stöð fyrir allar stærðir bíla og rúmgóð bílastæði í kring og þvottastöð fyrir viðskiptamenn olíufélaganna og bifreiðastöð- ina, en þar eru nú 46 bílar að störfum. Húsið er sérkennilegt og fal- legt í útliti, heilir veggir gerðir úr tvöföldu gleri og súlnagöng, sem bera uppi skjólþök framan við byginguna. Allt er húsið sér- lega vandað og umhverfi þess snyrtilegt svo af ber við ný- byggð hús. Lóðin, sem bifreiða- stoðin hefur til afnota er 2650 fermetrar, svo rúmgott er í kringum stöðina. Afgreiðsla úr búðinni getur farið fram út um tvær hliðar í þær bifreiðir sem þess óska, auk þess sem afgreitt er fram í biðsal farþega. Teikningar að húsinu gerði Hannes Kr. Davíðsson arkitekt, en byggingarmeistari var Guð- mundur Gunnlaugsson og múr- arameistari Guðmundur Þengils son. Húsnæði og allur aðbúnaður Bifreiðastöðvar Keflavíkur er með þessu nýja húsi orðinn mjög fullkominn í alla staði og eykur það möguleika til bættrar þjónustu. Þessi nýbygging olíufélaganna stendur við Vatnsnestorg, sem er innan við miðbik bæjarins, og er að húsinu veruleg bæjar- prýði, og ekki þarf að efa að öllu verður vel við Kaldið og um hverfið prýtt svo sem verða má. Fréttamönnum og nokkrum öðrum gestum var boðið að skoða húsið við epnun þess og voru allir á einu máli um að allt væri þar vel vandað og smekk- lega gert. Framkvæmdastjóri fyrir Bif- réiðastöð Keflavíkur er Stefán Valgeirsson. — hsj. Náttúrugripa- safninu berst g]öf AKUREYRI, 25. maí. — Náttúru gripasafninu á Akureyri barst í dag góð gjöf, er það allmikið fiskasafn, alls 23 tegundir flestra íslenzkra nytjafiska. Kristján Geirmundsson kom með þetta safn úr Reykjavík, en þetta er gjöf frá dýradeild Náttúrugripa- safnsins í Rvík, en henni veitir forstöðu dr. Finnur Guðmunds- Þessi gjöf er mjög kærkom- in, þar sem svo til ekkert fiska- safn var hér til, en hins vegar mjög gott dýra- og fuglasafn, og er það að mestu eða öllu leyti sett upp af Kristjáni. Nú vantar okkur vísi af skel- dýrasafni, sagði Kristján, er hann hafði sýnt fréttamönnum þessa viðbót. — Náttúrugripa- safnið á Akureyri er mjög merk stofnun, sem miðlar mikl- um fróðleik, og ætti ferðafólk, sem bæinn gistir ekki að fara úr bænum án þess að líta þar inn. — St. E. Sig. Niels Finsen og sundhöllin HÉR með sný ég mér til Morg- unblaðsins vegna tillögu, er ég s 1. vetur, 19. des. flutti í út- varpsþætti „Um daginn og veg- inn“. Ég varð þess þá var að hug- myndin náði eyrum margra og sumir töldu að hún hlyti strax framkvæmd. Þannig stóð á, að 15. des. voru 100 ár liðin frá fæðingu Niels Finsen. Af því tilefni drap ég lítillega á líf hans og starf. Til- laga mín var að lokum þessi: Endurbætur á Sundhöll Reykja- víkur skuli framkvæmdar nú þegar og tengdar minningu Niels Finsens. Landrými það er til- heyrir Sundhöllinni skal tekið til noktunar sólbaðsgestum Sund- hallarinnar. Til þess að svo megi verða er nuðsynlegt að girða af svæðið svo haganlega sem auðið er. Vel myndi fara á því að gróð- ursetja tré, sem síðar gæti orðið hávaxin skjólbelti. Kemur mér þá í hug fegursti sólbaðsvöliur- inn umhverfis sundlaug er ég hefi séð, en það er Dalder-völl- urinn ofanvert við Ziirich í Sviss, þar sem fólk nýtur sólar í hundr- aða tali samtímis menn og konur á grænum völlum girtum hávöxn um skógi alla vegu. Þar er þá heldur ekki lokað sunnu- eða helgidaga og þannig yrði þétta að sjálfsögðu hér með hugsaðri breytingu. Á haganlegum stað í þessum sólbaðsgarði á að reisa minnis- merki af Niels Finsen — ljóssins — velgerðabarni mannkynsins. Að því athuguðu að Sundhöll Reykjavíkur er 30 ára gömul, hlýtur endurbóta að vera þörf. Svo er fyrir að þakka að skiln- ingur fer vaxandi frá ári til árs á mætti sólarljóssins varðandi líf okkar og heilsu. Þessum skiln- ingi verður að svara með já- kvæðri úrlausn. í stað sólskýl- anna tveggja er rúma svo vel sém 25 hvort fyrir sig eiga að koma grasvellir í framtíðinnií um luktir skógi, að vísu ekki eins hávöxnum og hjá Dalder-völlun- um í Zurieh. Að lokum þetta; Hvenær verð- ur byrjað að starfrækja lóð til hressingar og heilsuverndar í tengslum við Sundhöll Reykjavík ur, með „massage" — nudd er svo leðiinlegt orð? Helgi Hallgrímsson. P.S. Þess er vert að geta, að þá er ég bar fram hugmynd mína um minnismerki N. Finsens og sólarland sundhallarinnar var ekki vitað um þá ákvörðun Dana að reisa minnísvarða á þeim stað í Kaupmannahöfn, er Niels Fin- sen fyrst hóf starfsemi sína. — Nokkurt metnaðarmál mætti okkur vera að sýna minningu þeirra fslendinga dönsku, . sem fegurstan vottinn — Niels Fin- sen og Alb. Thorvaldsen. Telj- andi munu þeir Danir, er vita um íslenzkt ætterni þeirra, sem aðeins er getið í fræði og vísinda- ritum. H. H. PRFNTMYNDAGFIRDIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLADSHÚSINU - SÍMI 17152 Félagslíi Valur, handknattleiksdeild Meistara-, 1. og 2. flokkur karla munið að æfingamar byrja í kvöld kl. 9’. Verið með frá byrjun. Stjórnin. Frá Ferðafélagi íslands Gróðursetningarferð í Heið- mörk í kvöld kl. 8 frá Austur- velli. Félagar og aðrir em vin- samlega beðnir um að fjölmenna. fWkl|^VÍÍÍ|f|j ^ HPINCUNUM. QjtyUhft&W RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýslá Vonarstræti 4. VR-húsið. Sími 17752 BILASAUNIU VIÐ VITATORG Sími 12500. Willys Station ’60, með fram- drifi. BÍLASAUIVhl VIÐ VITATORG Sími 12500. AMERÍSKU T 9 P P PLÍIÖRIVAR Runaway Del Shannon One Hundred Pounds of Clay Gene McDaniels Travelin’ Man Ricky Nelson Breakin’ in a Brand New Broken Heart Connie Francis Hello Mary Lou Ricky Nelson You Can Depend On Me Brenda Lee Blue Moon Marcels Bonanza A1 Caiola On The Rebound Floyd Cramer Flaming star Elvis Presley (Dance The) Mess Around Chubby Checker Good, Good Lovin’ . Chubby Checker Shop Around Miracles Emotions Brenda Lee C’est Si Bon Conway Twitty Pepe Duane Eddy Pepe Jörgen Ingmann Save The Last Dance The Driflers Danny Boy Jim Reeves The Blizzard Jim Reeves That’s It — I Quit What Do You Say Sam Cooke Shu Rah Fats Domino Fell In love On Monday Fats Domino Echo Boogie Jörgen Ingmann Apache Jörgen Ingmann Nýjar plötur með Robertino Annette EIvis Presley Neil Sedaka Emile Ford Nýjar jazz-plötur — PÓSTSENDUM — Hljóðfæraverzlun Sigr>'ðar Helgadóttur s.f. Sími 11315 — Vesturveri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.