Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. maí 1961 MORGVISBLAÐIÐ 5 HlzU'. <&] !] iiS SX. FÖSTUDAG brá frétta- maður blaðsins sér upp í Iðn- skóla en þar í Nemendasaln- um stehdur yfir sýning eins | kennara skólans á listaverk- um hans. Þessi kennari er eng inn annar en Eggert Guð- mundsson, listmálari og hitt- um við hann þar að máli. Egg ert sagði, að sýningin hefði gengið prýðilega, hann væri búinn að selja 34 myndir. — Það er munur en á þeirri fyrstu bætti hann við, þá seldi ég aðeins eina mynd. — Hvenær var sú sýning? — Það var 1927 í Gúttó, þar sýndi ég 22 myndir, og fékk 22 gesti. Gróðinn af sýning- unni var samtals 72 kr. — Þetta var áður en þér fóruð utan til náms? — Já, ég fór fýrst utan 1928 ungur og bjartsýnn á fram- tíðina. Eg átti rétt fyrir far inu, en þetta blessaðist allt. Áður en ég fór utan hafði ég notið tilsagnar Gfuðmundar Thorsteinssonar, Stefáns Ei- ríkssonar og Ríkharðar Jóns- sonar. Eg fór fyrst til Þýzkalands og nam við listaháskólann í Munchen og er fyrsti íslend- ingurinn, sem tók próf þaðan. Eg dvaldi þar í þrjú ár, en fór þá til Rómar og hélt áfram námi þar. Síðan má segja, að ég hafi dvalið nær stanzlaust erlendis fram til ársins 1940. Á þessum árum kynntizt ég mörgum frægum mönnum á sviði lista og þá kynntist ég konunni minni. Það gerðist fyrir 27 árum á grímudans- leik í Kaupmannahöfn, en þangað fór ég með færeyska málaranium Muggenes. Eg var þá nýkominn frá Róm og var veikur, en ætlaði samt að halda áfram heim til íslands. Þá tók Einar Jónsson, mynd höggvari í taumana og bann aði mér að fara og fékk mig til að dvelja í Kaupmanna- höfn mánaðar tíma. Það var mikil heppni fyrir mig, því þá í gær heimsótti Halvard Uange, utanríkisráðherra Noregs (t. v.) málverkasýningu Eggerts Guðmundssonar, listmálara (t. h.) ásamt stjórn félagsins Ísland-Noregur. Afhenti félag- ið ráðherranum, við það tækifæri, málverk eftir Eggert af Brattahlíð í Grænlandi, sem gjöf- til norska ríkisins. kynntist ég Edith. Það er gam an að minnast þess því að hún á einmitt 50 ára afmæli í dag. — Þér hafði haldið sýningar erlendis? — Já, ég hélt margar sýn- ingar. Alls hef ég haldið 6 sjálf stæðar sýningar í Danmörku, 6 í Englandi og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. — 1950 fórum við hjónin svo til Ástralíu og hélt ég þar 4 sjálf stæðar sýningar. Síðan þá hef ég haldið mig við ísland, ferð azt um og hrifizt af náttúr- unni. Því það er nú einu sinni svo, að þó ég hafi víða farið, kynnzt stórborgum og sólrík um löndum, þá á fósturjörðin alltaf mest í tök í mér, hér er maður uppalinn og hér á ég heima. — Hve margar eru sýning ar yðar hér á landi orðnar? — Þær eru orðnar yfir 30. — Hvenær lýkur þessari? — Á þriðjudagskvöldið, geri ég ráð fyrir, ég hef umráð yfir salnum til mánaðarmóta. Eg er sá fyrsti, sem hef hald- ið sýningu hér. — Og þér eruð ánægður með lífið og tilveruna? — Já, ég hef alltaf verið hamingjusamur. un sína ungfrú Gréta Jónsdóttir, Langagerði 34 og Pétur Bjarna- son, kennaranemi frá Tálknafirði. Laugardaginn fyrir hvítasunnu voru gefin saman í hjónaband í Kristkirkju, Hjördís Benónýs, Bjarkargötu 10 og Hörður Lor- ange Vífilsgötu 12. — Heimili þeirra verður fyrst um sinn á Bjarkargötu 10. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðlaug Bárðardótt- ir, Þórustíg 17, Ytri-Njarðvík og Ólafur Þ. Guðmundsson, Austur- götu 3, Sandgerði. 65 ára er í dag Þórarinn Ólafs- son, trésmíðameistari í Keflavík. Þórarmn verður ekki í bænum í dag. 75 ára er í dag Árni Stefánsson, íöðlasmiður, Húsavík. Sl. laugardag voru gefin sam- tn í hjónaband imgfrú Selma Gunnarsdóttir, píanóleikari, Vest urgötu 55 og Sigvaldi Ragnars- $on, hárskeri, Skjólbraut 2, Kópavogi. Heimili þeirra verður eð Skjólbraut 2, Kópavogi. Laugardaginn fyrir hvítasunnu voru gefin saman í hjónaband í Kristkirkju, Hjördís Benónýs, Bjarkargötu 10 og Hörður Lor- *mge Vífilsgötu 12. Nýlega hafa opinberað trúlof- Eimskipafélaff íslands h.f.: — Brúar- foss er í Hamborg. — Dettifoss er á leið til Rvíkur frá N.Y. — Fjallfoss er í Rvík. — Goðafoss er á Akranesi fer þaðan til Keflavíkur. — Gullfoss er á leið til Leith og Kaupmh. — Lagarfoss er í Vestmannaeyjum. — Reykjafoss er í Nörrseundby. — Sel- foss fór frá Keflavík í gær til Vest- mannaeyja. — Tröllafoss er í Rvík. — Tungufoss er á leið til Rotterdam. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Archangel. — Askja er í Grangemouth. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Immingham frá Grundafirði. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Onega. — Arnarfell er í Archangelsk. — Jökulfell er í Hull. — Dísarfell er á leið til Hornafjarðar. — Litlafell los- ar á Austfjarðahöfnum. — Helgafell losar á Vestfjarðahöfnum. — Hamra- fell er í Hamborg. Loftleiðir h.f.: — Þorfinnur Karls- efni er væntanlegur frá N.Y. kl. 09:00. Fer til Gautab., Kaupmh. og Hamb. kl. 10:30. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er væntanleg til Rvíkur árd. á morgun. — Esja er væntanleg til Rvíkur í dag. — Herjólfur fer frá Vestmanaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvíkur. — Þyrill er í Reykjavík. — Skjaldbreið er væntan- leg til Reykjavíkur í dag. — Herðu- breið fór frá Rvík 27. vestur um land í hringferð. Barnagæzla Barngóð telpa 11—13 ára óskast til að gæta 2ja barna nú þegar. Uppl. í Úthlíð 13, rishæð. Garðeigendur Tek að mér að úða tré og runna, fljót afgr. — sann- gjamt verð. Tekið á móti pöntunum í síma 23627 og 34238. Ráðskona óskast Tvær í heimili. Gott kaup. Stórt sérherbergi. Uppl. í síma 24239 e. kl. 6. Vanan stýrimann vantar pláss á síldveiðum í sumair. Uppl. í síma 34481. Aftaníkerra til sölu og öxlar undir heyvagna og kerrur, ódýrt. Uppl. í síma 36820. Töskusaumavél óskast. Uppl. í síma 19200. Lítil íbúð eða stofa m/sérinng. og snyrtiherb. (helzt baði) óskast fyrir ungan reglus. mann. Tilb. merkt: „Ibúð 1536 sendist Mbl. fyrir 31. þ. m. Vantar vinnupláss fyrir smáiðnað, helzt Lækjarhverfinu. — Sími 33663. Á fjallatindum fríðum fönnin hvíta skín, gróður í grænum hlíðum, glitrar snjór þar dvín; þar hjá lindum lifna blóm og í runnum fugla fjöld fögrum kveður hljóm. Vetur efra eg eigi, en hið neðra eg sé mey sem höfuð lineigi hýr í föður kné, hallast vorið vetri nær, karls við freðið klakaskegg kærust dóttir hlær. („Vetur og vor“ eftir Steingrím Thorsteinsson). Stúlka óskast til húsverka. Svanhildur Þorsteinsdóttir. Bólstaðarhlíð 14. Sími 12267. Barnarúm 3 gerðir. Verð frá kr. 550,00. Húsgagnavinnustofa Sighv„lar Gunnarssonar Hverfisgötu 96. Sími 10274. Sel út smurt brauð og snittur. Pantið með fyrirvara. — Uppl. gefur Guðrún Hólm í síma 34872. 4ra herbergja íbúð til leigu í sumai. Uppl. í síma 23912. Akranes Ódýrt húsnæðj fyrir sér- verzlun óskast. Tilb. send- ist Mbl., merkt: i(1554“. Unglingstelpa óskast. Uppl. í síma 34207. Húsgögn Gömul eikarborðstofuhús- gögn til sölu. Borð, 8 stólar og stórt „Buffet". Uppl. í síma 14317. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæiar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Tilvera mannsins er byggð á von, f raun réttri á hann enga eign aðra en vonina. Þakkarskuldin er eina skuldin sem auðgar manninn. Sorgin bindur tvö hjörtu fastari böndum en nokkur hamingja og sam- eiginleg þjáning er miklu traustari tenging en sameiginleg gleði. Hafi tréð ekki borið blóm að vori, er tilgangslaust að leita ávaxta á því að hausti. Það er ekki glæpur að mistakast, heldur hitt, að setja sér lágt takmark. ÁHEIT og GJAFIR Lamaði íþróttamaðurinn: K.H. 100,-. Sólheimadrengurinn: Sigríður 100,- S.E. 100,- G.J. 35,- S.K. 200,- S.E. 100,- Söfiiin Listasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1,30—4 e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Frá Tónlistarskólanum Tónlistarskólanum í Reykjavík verður slitið mið- vikudaginn 31. maí kl. 2 e.h. að Laufásvegi 7. SKÓLASTJÓRI. Teak — Eik — Hiahogny Handgrip á skápa, skúffur og rennihurðir nýkomrn. ídason & ónsson Laugavegi 62 — Sími 36503. Útboð Tilboð óskast um smíði á sex eldtraustum rermi- hurðum. Útboðsgögn má fá í skrifstofu vorri, rjarnarg. 12, III. hæð, gegn 200 kr. sxilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR. Dömur Amerískir kvöhlkjólar, kvöldtöskur, herðasjöl, stíf skjört, háir hanzkar i öllum litum. Hjá BÁRU Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.