Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 13
Þriðju'dagur 30. maí 1961 MORGVNRl^ÐIB 13 Þrjár sfofnanir til hjálpar og a&sfoðar við drykkjusjúkt fólk Frá aðalfundi Bláa bandsins AÐALFUNDUR Áfengisvarnáfé- lagsins Bláa Bandið var haldinn mánudaginn 8. maí s.l. í félags- iheimili A.A.-samtakanna í Reykjavík. ' Formaður félagsins Jónas Guð mundsson setti fundinn og stýrði ihonum. Framkvæmdastjóri Bláa Bands ins, Guðmundur Jóhannsson, flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins á árinu 1960 og gerði grein fyrir reikningum félagsins sem lágu fyrir fundinum endur- skoðaðir að löggiltum endurskoð- anda. í skýrslu sinni gat formaður iþess, að Bláa Bandið ræki nú iþrjár stofnanir til hjálpar Og að- stoðar við drykkjusjúkt fólk. Þessar stofnanir eru: Hjúkrunarstöðin á Flókagötu 29. Þangað komu til dvalar á ár- inu 393 drykkjusjúklingar. Dval artími flestra var 3—4 vikur. Vistheimilið í Víðinesi, sem tók á móti 22 sjúklingum. Lág- marksdvalartími þar er sex mán- uðir. Nú er hægt að taka þar við 14 vistmönnum. Dvalarheimilið á Flókagötu 31, sem tekur á móti vistmönnum sem útskrifaðir eru af hjúkrun- arstöðinni eða Víðinesi, en hafa í engan stað að hverfa þegar sjúkravistinni er lokið. Dvalar- kostnað greiða vistmenn sjálfir. Þar dvöldu á árinu 1960 samtals 35 menn. Framkvæmdastjórinn taldi að árangur mundi svipaður af starfseminni og fyrri ár sem félagið hefur starfað. Þá gerði hann grein fyrir reikningum félagsins en niður- stöðutölur rekstrarreiknings eru 2,9 millj. króna. Gæzluvistarsjóð- ur studdi starfsemi félagsins með ríflegu fjárframlagi. Starfsemin naut einnig styrks frá Reykja- víkurbæ. Um framtíðarstarfsemi félags- ins var samþykkt eftirfarandi: 1. Að taka efstu hæðina á Fló-kagötu 29 — en þar eru sex rúm — fyrir drykkjusjúkar kon- ur, þar til hægt verður að stofna sérstaka hjúkrunarstöð fyrir drykkjukonur. 2. Að fela stjórninni að sækja um lóð til byggingar nýrrar hjúkr unarstöðvar fyrir karlmenn með það fyrri augum að gera Flóka- götu 29 að hjúkrunarstöð fyrir konur. Þess er vænzt að stjórnin hafi útvegað lóð og teikningar að nýrri hjúkrunarstöð fyrir næsta aðalfund félagsins. Á fundinum voru einnig sam- þykktar eftirfarandi tillögur: 1. Aðalfundur Bláa Bandsins samþykkir að beina þeirri áskor- un til ríkisstjórnarinnar að hún hlutist til um að sem fyrst verði I sett hér á landi heildarlöggjöf um I áfengisvarnir byggð á þekkingu og reynslu nútíma vísinda í þeim efnum, og til áfengisvarna verði varið meiru fé af tekjúafgangi Áfengisverzlunar ríkisins en nú er gert. 2. Aðalfundur Bláa Bandsins beinir þeirri áskorun til Trygg- ingarstofnunar ríkisins, sem fer með yfirstjórn sjúkrasamlaganna í landinu, að hún hlutist til um að drykkjusjúklingar, sem leita sér lækninga við drykkjusýki sinni á viðurkenndum stofnun- um fyrir slíka menn, njóti þar fullra samlagsréttinda, og að greidd verði þar lyf og læknis- hjálp fyrir þá, sem með sama hætti og á sjúkrahúsum. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa: Jónas Guð- mundsson, formaður; Guðmund- ur Jóhannsson, varaformaður; Vilhjálmur Heiðdal, ritari; Jón- as Thoroddsen Og Sigurður Egils son. ----------------------$> Norskur námsstyrkur NORSK stjórnarvöld hafa ákveð- ið að veita íslenzkum stúdent námsstyrk, að fjárhæð 4800 norsk ar krónur, til átta mánaða há- skólanáms í Noregi skólaárið 1961 —1962. Umsækjendur skulu eigi vera NÝLEGA kom hópur skozkra bænda með Gull- faxa Flugfélags tslands til Reykjavíkur. Hér á landi munu þeir skoða búskap á nokkrum bæjum sunnan Iands og norðan. Myndin er af nokkrum Skotanna við komuna til Reykjavík- ur. (Ljósm.: Sv. Sæm.) þjóðminjafræði, dýra-, grasa- og jarðfræði Noregs, kynna sér norskt atvinnulíf o. s. frv. eldri en 30 ára og hafa stundað nám að minnsta kosti tvö ár við Háskóla íslands eða annan há- skóla utan Noregs. Ennfremur ganga þeir fyrir styrkveitingu, sem ætla að leggja stund á náms- greinar, sem einkum varða Noreg, svo sem norska tungu, bókmenntir, rétarfar, sögu Nor- egs, norska þjóðmenningar- og Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sendi umsóknir til menntamálaráðu- neytisins fyrir 15. júní n.k., ásamt afriti af prófskírteinum og með- mælum, ef til eru. Umsóknareyðu I blöð fást í ráðuneytinu og hjá t sendiráðum fslands erlendis. (Frétt frá menntamálaráðun.). I! Hannes Pétursson skrifar Vettvang í þetta sinn. Grein sína kallar hann: Hinn „þríeinia atburður. Þar kemur m. a. við sögu bókaútgáfan Heimskringla og Thor Vilhjálmsson- DAGURINN 18. maí virðist með einhverjum hætti hafa ert veiði- 'kampana á hinum baráttuglöðu, Kjálfskipuðu ,,íslandsvinum“ í Sameiningarflokki alþýðu — SÓsíalistaflokknum. Allar helztu málskrafskellingar á þeim bee, svo sem Magnús ritstjóri Kjart- ansson, Bjarni frá Hofteigi og Thor skáld, hafa veitzt að mér m— lítilsigldu „hirðskáldi íhalds- ins“ — með þeygi litlum pilsa- slætti. Ástæðan er sú, að ofangreind- *m dag þóknaðist mér að birta greinarstúf 1 Morgunblaðinu, jneinlaus andmæli við fullyrð- ingu Guðmundar Böðvarssonar um 'hið ginnhelga, sameiginlega jnarkmið allra svonefndra her- (námsandstæðinga. Einnig komu þá fyrir manna sjónir í Alþýðu- iblaðinu tvö erindi, sem ég gerði »nér til dundurs að yrkja undir réttum þríliðum og tvíliðum ekki alis fyrir löngu og leggja í munn próf. Jóni Helgasyni. Og í þriðja og síðasta lagi voru mér þann dag veitt bókmenntaverð- llaxm, kennd við Gunnar Gunn- ersson. Það er auðvitað fremur ónær- gætnislegt af föður ljósanna — gagnvart nefndum „fslandsvin- um“ — að láta allt þetta bera upp á einn og sama dag. En hann um það. N'okkurt kapp heíur verið á það lagt, að mótspyrnan gegn þessum „þríeina“ latburði ætti sér stað með viðhöfn. M. a. hafa verið birtar myndir af próf Jóni Helgasyni við skrifborð sitt í Árnasafni; dregin fram ágæt ljósmynd af „hirðskáldi íhalds- ins“, tekin á þeirri tíð, er það gaf út siitt fyrsta bókarkorn á forlagi Heimskringlu. Einnig óspart vitnað í bundið mál. Þegar þetta er ritað, er með fullu fjöri verið að berja á grein minni „Skáld í Trójuhesti". Ekk ert bendir til að sá herglaumur réni á næstunni. Hefði ég ekki undan, færi ég að skjóta skildi 'fyrir hvern og einn axarskalla, sem látinn er dynja á ritsmíð þessari. Hlýt ég því að bíða, ,þar til flö’kku'biskupar ‘hinnar nýju, austurevrópsku pápísku telja sig hafa nóg að unnið. Mun ég þá gera tilraun til að reisa grein þessa úr rústum. V Ofurlitla fróun hefur það veitt hinum hreinhjörtuðu „fslands- vinurn" að búa sér til leyniþráð milli Morguin-blaðsgreinarinnar, vísnanna í Alþýðublaðinu og veitingar bókmenntaiverðlauna Gunnars Gunnarssonar til mín, enda þótt mér sé óskiljanlegt, hvernig jiafn broslegur hugsana- ga-ngur megnar að svala gremj-u þeirra í min-n garð. Og ónei-tan- 1-ega er komin dálítil myglulyk-t af þeirri vélrænu staðhæfin-gu þessa fólks, að allir, sem ekki tak-a ofan fyrir gegndarlausum 'kj'afta'Vaðli þess í blöðum, tíma- ritum og útifundum, hafi selt sálarheill sína fyrir rauðmálm. Mun ég ekki sá síðasti, sem fæ slíka ifréttaitilkynningu frá Skóla vörðustíg 19. Nú á sem sagt kapítalisminn í lan-dinu að vera búin-n -að ta'ka ljóðagerð mína upp á sína vöðva mi'klu arrna, og er því af sú stund, er hún þótti talsvert gróða vænleg í dómkirkju komma hér á lan-di, bókaútgáf-unini Heims- kringlu. Ef mig misminnir ekki, var þar starfrækt full-boðleg-t ka-pítalistískt fyrirtæki árið 1955 — þó undarlegt k-imni að virð- ast, þar sem h-elztu hugsjóna- menn hins fagnaðarsæla komm- únisma á íslandi þjóna þar fyrir altari — og er mér því ekki fullljósit, hveiiær það gerðist á árunum, sem síðan eru liðin, að kapítalisminn tók að bafa af- skipti af Ijóðasmámuiium undir- ritaðs. í ritlaun fyrir Kvæðabók mína grei-ddi þetta kapítalistíska fyrirtæki mun hærri upphæð, en þá tíðkaðist, þegar ljóðabæk- ur áttu í hl-ut (efast ég um, að forlagið greiði enn ja'fn hátt fyr- ir slíkar bækur), svo jafnvel þótti tíðindum sæta. Ég hafði því síður en svo yfir nokkru að kvarta og alls enga fjárhagslega ástæðu til að hald-a ekki áfram að gefa þar út bækur mín-ar. Þrátt fyrir há ritlaun sagði for- stjórinn mér, Kristinn E. Andrés son, undir fjögur augu, að hann hefði ek-ki grætt á nei-nni bók jafn mikið það árið sem ljóða- bók þessari. Hún var prentuð í stóru upplagi, seldist mj-ö-g v-el, verð hennar var 'hátt, eftir því, sem þá gerðist, og eins og kunn- ugt er, þá er prentkostnaður ljóða'bóka tiltöluleg-a sm-ávægi- legur. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir, að hreinn hagnaður forl-agsins af bókinni hafi ekki verið minni en það, sem ég sjálfur bar úr býtum, og er mér nær að halda ,að hann hafi far- ið drjúgl-angt fram yfir það. Aldrei talaði Kristinn E. Andrés son um, að þetta væri ekki bæði eðlilegt og sjálfsagt, og man ég þó ekki til þess, að bókaútgáfan Heimskringla við Þinghol-tsstræti hafi ort neitt af þeim kvæðum, sem á bók minni standa. Öll þessi viðskipti voru því mjög kapítalistísk af forlagsins hálfu, það fékk si-nn ríflega milliiliða- gróða, og befur vafalaust farið vel um hann í sparibauk þess. Ég tel vafasamit, að nokkurt annað kapítalistískt fyrirtæki í 1-andin-u hafi h-af>t meiri og beinni not af skáldskap mínum en bókaútgáf- an Heimskringla. Af þessum sökum er mér ekki ljóst, ei-ns og fyrr segir, hvenær það var, að dómi „íslandsvina“, sem Ijóðagerð mín féll í hendur kapí- talismans. Vænti ég þess, að Þjóðviljin-n eða Tím-arit Máls og menningar fræði mig nánar um það. V Thor Vilhjálms-son, hinn víð- förli jöfur meðal skálda, ritar grein í Þjóðviljann þ. 25. maí ’s.l. Þar kemur hann mörgu í verk samtímis: Segir frá um- ræðufun-di suður í Kaupma-n-na- höfn fyrir átta árum; rifjar upp vísu úr Hávamál-um; ergir sig út af bókmenn'taverðlaunum Gunn- ars Gunniarsson-ar; vitnar í skáld ska-p Ha-nn-esar Péturssonar; piss ar utan í tvo m-erkism-enn. I Piss Th-ors Vilhjálmssonar ut- , an í ákveðna menn og stofnanir er eitthvert skemmtilegasta lestrarefni, sem nú er völ á, og vildi ég sízt án þess vera af ölfu því prentaða máli, sem á vegi manns verður. Hins vegar skal ég ekkent um það segja, hvort þeir, sem fyrir því verða, tækju undir þessa skoðu-n. En vonandi fellir herra Vilhjálmsson ekki niður þennan hátignarlega, en jafnframt hundslega sið. Þeir, sem skáldið víkur sér að í þetta sinn, eru tveir helztu menn þjóðarinnar, hvor á sín-u sviði, próf. Jón Helgason og Halldór Kiljian Laxness. Sá síð- arruefndi 'he-fur reyndar fengið að kynnast þessari undarlegu venju skáldsins lítils háttar áður af eigin raun, en ekki þori ég að fullyrða, hvort því er þann veg háttað um próf. Jón, og hef ég þó eftir föngum reynt að fylgja skáldinu eftir með augunum frá einum manni til -an-n'ars. Þjóðviljagrein berra skáldsins skiptist í tvo meginkafla. Við rit un þess síðari sækir á hann eitit af þeim sálrænu kláðaköstum, sem herjað h-afa Vil'hjálmsson með jöfnum mi'llibilum undan- farin ár og enginn sýnist kunna læknisráð við, og er þó risin upp geðverndarstofnun í bænum. Samt gleður það mig í þessum kafl-a, -að skáldið skuli grípa til tveggja Ijóðbrota eftir mig, og tekst honum m-eð því móti að tjá það sem fyrir honum vakir, bæði skýrar og vafningaminna Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.