Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. maí 1901 CuSmundur S. Runólfsson bifreiðarstj. — Minning í DAG kveðjum við vin okkar og félaga Guðmund S. Runólfs- son bifreiðastjóra á Bæjarleiðum, hinztu kveðju, við útför hans er gerð verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Hann lézt að heimili sínu Nönnugötu 3, laugardaginn 20. þessa mánaðar. Mann setur hljóðan og tung- unni verður tregt um tal er sú harma fregn berzt manni til eyrna svo óvænt, að einn af ágætustu sonum þessa litla þjóðfélags sé burt frá oss kvadd- ur, á bezta aldursskeiði fyrir- varalaust. Eg veit að Guðmundi var það ekki að skapi að flíka hlutum, enda verða þetta aðeins fátækleg kveðjuorð frá Okkur starfsfélög- um hans. Guðmundur var maður hæglátur og hvers manns hug- ljúfi, heimilisfaðir svo sem bezt verður á kosið, raðhollur Qllum beim er til hans leituðu. ill Guðmundar var í stórum drátt um þessi: Þegar á unga aldri byrjaði Guðmundur að vinna hin ýmsu störf, og var þá eigi í þá daga óalgengt, þó aldur væri eigi hár er þörfin var knýjandi. En þá var vöxtur og aldur óx fór Guðmundur til sjós um nokk urra óra bil og var hann þá lengst af á togurum. Hann ók leigubíl hér fyrr á árum, meðal annars frá Bifreiða stöð íslands og var hann einn af stofnendum þeirrar stöðvar. — Lengstan tíma samfleitt vann Guðmundur hjá sama fyrirtæki, Olíuverzlun íslands eða sam- fleytt í 18 ár, og þá allajafnan við akstur stórra olíuflutningabíla, bæði utanbæjar og innan. Síðustu árin ók Guðmundur eigin bifreið frá Bifreiðastöð Bæjarleiða, en hann var stofn- andi þeirrar stöðvar og í stjórn hennar frá upphafi. Við fráfall Guðmundar er x burtu numinn ein traust taug úr okkar litla þjóðarlíkama, og öll- um sem þann góða dreng þekktu er að sár harmur kveðinn. Þó er sárastur missirinn þeirra nánustu konu hans, börnum, há- aldraðri móður og systkinum. Ein huggun er öllum harmi, að eiga hugljúfar minningar um ástúðlegan og umhyggjusaman heimilisföður son og bróður, sem hvers manns vanda vildi leysa með látlausri ró hins góða drengs. Ég vil svo að lokum kveðja þig fyrir hönd allra, kæri vin- ur og félagi, með söknuð í hjarta og alúðar þökk í huga fyrir allt. Þorkell Þorkelsson. Sitn i 3V333 A Samkomur Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 8.30. Allir velkomnir. VALLT Til LEIfiU; Vélskóf lur* lar I)rdttarbílar riutni ncjava^riar þuNGAVINNUVÉIAr/J Sími 3V-333 ' Lokað vegna veizluhalda. Sundnámskeið Hin árlegu sundnámskeið mín í sundlaug Austur- Guðmundur var mikill og góð- ur starfsmaður og bera störf hans í þjónustu annarra ljósast vitni um trúmennsku og starfs- gleði í hvívetna, enn hann var starfsmaður sama vinnuveitenda um fjölda ára samfleitt. Enn réttlátt hefði manni fund- izt að slíkir mannkostir fengju meira að njóta eigin verka í þessu stutta lífi, þar sem þjón- ustu starfið í þágu annarra er allt of oft vanmetið af þeim sem njóta. bæjarskólans hefjast 1. júní. Sími 15158. — Aðeins þessi eini sími, verð ekki við í dag milli kl. 3—4. Jón Ingi Guðmundsson, sundkennari. Innfökupróf í Samvinnuskólann, Bifröst, fara fram í Reykjavík síðari hluta september-mán- Guðmundur var fæddur 23. des. árið 1905 að Rauðarhól á Stokkseyri, foreldrar hans voru þau hjónin Sigurbjörg Eiríks- dóttir og Runólfur Guðmunds- son, eignuðust þau fimm börn Og eru nú aðeins tvö þeirra á lífi, þau Runólfur og Sveinbjörg, bæði búsett í Reykjavík. Guðmundur var til 5 ára ald- urs á fæðingarheimili sínu Rauða hóli en fluttist þá til Reykja- víkur með móðir sinni og ólst upp hjá henni og naut hand- leiðslu hennar allt til fullorðins- ára, eða þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðlaugu Vilhjálmsdóttur þann 20. des. 1930. Og hófu þau þá búskap og eignuðust þrjú elskuleg börn, Kjairtan, kvæntan og búsettan í Reykjavík, Svölu og Guðbjörgu báðar í foreldrahúsum. Starfsfer- aðar. Umsóknir sendist Bifröst — Fræðslu deil — Sambandshúsinu eða skólanum, Bifröst, fyrir 1. september. Skólastjóri. 8 farþegar og 3A tonn farangur. Traust og þægileg fjalla- bifreið til lengri og skemmri ferða. Farþega og sendibílliiin Sími 16428. Til sölu Aðeins nokkrar íbúðir óseldar. Einnig sérherbergi. Hagstætt verð. Greiðsluskilmálar mjög rýmilegir. Komið og athugið. Uppl. í Stóragerði 10 III. hæð kl. 13—18 næstu daga. Raðhús eða lítið einbýlishús, fokhelt eða lengra komið óskast til kaups. Tilboð er greini stærð og stað send- ist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Raðhús — 107“. Stúlka vön saumaskap óskast til verkstjórnar við iðnaðar- störf. Aðeins dugleg og stjórnsöm stúlka kemur til greina. Gott kaup. Tilboð með uppl. um fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „1956“. Lokað í dag frá kl. 14.00 til kl. 17.00 vegna jarðarfarar. Bifreiðastollin Bæjarleiðir Höfum fyrirliggjandi. Vatnskassa í jeppa Verð kr. 1900,00 með söluskatti. Blikksmiðjan GRETTIR. T I L S Ö L U stór nýlegur hringnófahátur og góð hringnót með nælonpoka og næstu bálkum við. Uppl. hjá Þorláki Skaftasyni Ægisgötu 7 sími 11020 og í síma 2038 Keflavík. Cape Squirell cape til sölu Hjá BÁRU Austurstræti 14. JI-OMO 99/ EN-2445 SKILAR YÐUR HVÍTASTA ÞVOTTI í HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.