Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Þetta er leiðin, sem Ólafur Noregskonungur mun aka frá höfnimii tii ráðherrabústaðarins við Tjamargötu, þar sem hann dvelst meðan hann gistir Island. — Bátur frá konungsskipinu flytur konung af skipsfjöl og kemur hann að Loftsbryggju kl. 11 f. h. þar sem forsetahjónin taka á móti honum. Síðan verður ekið um Geirsgötu, Pósthússtræti, Hafnarstræti, Lækj- artorg, Lækjargötu, Vonarstræti og Tjarnargötu. Fyrsia kveðja „Norge“ Fréttamenn Morgunbiaðsins fljuga mdti konungsskipinu ÞEIR sem fyrstir fengu kveðju frá konungsskipum Ólafs Noregskontuigs voru tveir fréttamenn Morgun- blaðsins og Björn Pálsson, sjúkraflugmaður. — Skipin voru þá stödd um 10 míl- ur suðvestur af Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Klukk an var tæpt hálf tólf í gærkvöldi, er við sáum glitta í „Bergen“, stærsta herskip Norðmanna í kvöldhúminu og andartaki síðar sáum við hvíta snekkju konungs, þar sem hún fór um það bil einni rnílu á undan herskipinu. Er við svifúm fram með skipunum bakborðsmegin voru margar hendur og hvítar húfur á lofti, eink- um þó á herskipinu, þar sem sjóliðar veifuðu úr útsýnisturni og af aftur- þilfari. Við fengum einnig glaðlegar kveðjur frá kon- ungssnekkjunni, er við renndum fram með henni. — ★ — Klukkan nákvsemlega 9,30 í gærkvöldi lyfti Björn Pálsson sjúkraflugvél sinni með blaða mann og ljósmyndiara innan- borðs. Fyrst var flogið í sæmi lega björtu veðri beint suður yfir Reykjanesskagann og stefna tekin á Vestmannaeyj- ar. Við höfðum haift óljósar fregnir af því, að konungsskip anna myndi að vænta allt aust ur á móti Dyrhólaey og gerð- um ráð fyrir að þau mundu vera á venjulegri siglingaleið. Skammt austan við Eyjar mættum við Heklu, sem var á leið frá Færeyjum. Styrkti það okkur enn í trúnni að við myndum á réttri leið. — ★ — Við héldum nú austur fyrir Dyrhólaey og sveimuðum bæði djúpt og grunnt undan landinu og enn allt austur undir Skaftárósa og þaðan djúpt á haf út. Veður var all- an tímann sæmilega bjart og víða sáum við fiskiskip á leið okkar. Nú þótti okkur í óefni komið, búnir að vera hartnær klukkustund á lofti og hvergi sást til konungsskip anna. Þrautaráð okkar var því að biðja flugturninn í Reykja vík að hafa samband við loft skeytastöðina í þeirri von að hún gæti upplýst hvar skipin væru stödd. Innan stimdar barst okkur sú orðsending að þau væru suðvestan við Vest- mannaeyjar. Var þá þegar kú vent og haldið, í stefnu á Eyj arnar. Skammri stundu síðar fengum við nákvæma stöðu skipanna kl. 10,30 en þá voru þau á 63,15 gráðum nb. og 20.30 gráðum vesturlengdar. Hýrnaði nú heldur yfir okk- ur en þó vorum við alláhyggju fullir, því birtu var tekið að bregða og þar sem skýjað var yfir sýndu Ijósmælarnir harla litla möguleika til myndatöku. Skömmu síðar kallaði Vest- mannaeyjaradíó til okkar og tilkynnti okkur að skipin sæj ust frá Eyjum um 10 sjómílur til suðvesturs. Leið nú ekki löng stund, þar til við grillt- um í konugsskipin, sem fyrr segir. — ★ — Enn voru Ijósmælarnir tekn ir upp og birtan könnuð til hlítar áður en við nálguð- umst skipin. Þegar þau komu svo í sjónfæri myndavélanna var smellt af og fjöldi mynda tekinn. Við sveimuðum yfir skipunum, hvern hringinn eft- ir annan og í hvert skipti sem við nálguðumst þau fengum við frá þeim hlýjar kveðjur og glaðlegar, en Björn Páls- son svaraði með því að vagga flugvélinni. En þessum leik varð ekki haldið áfram. Klukkan var að verða hálftólf, blaðið beið prentunar, tekið var að sortna ískyggilega yfir Reykja nesskaganum og flugstjórnin tilkynnti okkur að skyggni færi versnandi. Þegar upp undir landið kom leizt okk- ur fyrst í stað ekki á blik- una og talaði Björn um að í versta falli mundi hann lenda með okkur í Kaldaðar nesi og yrðum við þá að taka bíl þaðan eða að öðrum kosti í Keflavík. Hann lækk- aði flugið þegar við komum að Krýsuvík og eins og með ósýnilegum radar þefaðihann upp smáglufu yfir Reykjanes skaganum og að skammri stundu liðinni sáum við alls- hugar fegnir norður í Vogana. Við flugum lágt og skúrirn- ar gengu yfir beggja megin við okkur. Var því líkt sem skaparinn hefði búið til þessa smáskýjaglufu til þess við kæmumst heilu og höldnu með fyrstu konungsmyndirnar til Reykjavíkur. Nákvæmlega á miðnætti lentum við á Reykja víkurflugvelli og þar með var fyrsta kveðja föruneytis Ólafs Noregskonungs komin til höfuðborgarinnar. — vig. STAKSTEINAR Bötnuðu kjör i m 6—7% um áramót? Blað F i'ji.V.soLnarf lok ksins ee líklega meira fréttafölsunarblað en nokkurn tíma Þjóðviljinn og er þá vissulega langt jafnað. f gær birti þetta blað stórletraða forsíðufregn og í fyrirsögn seg- ir: „Vaxtahækkunin jafngilli 12— 15% kauphækkun." í fregn þessari er sú ályktun dregin af tilbúnum eða raun- verulegum reikningum tveggja frystihúsa, að vaxtahækkunin f fyrra hafi samsvarað því að hægt hefði verið að hækka kaup almennt um 12—15%. Þessi vaxtahækkun var sem kunnugt er yfirleitt 4%. Um síðustu ára- mót voru vextirnir aftur á móti lækkaðir um 2%. Samkvæmt kenningu Tímans hefði þá frysti húsin og sjávarútvegurinn ai- mennt átt að geta hækkað laun um 6—7j4% um síðustu áranxót. Nú gætu menn flett upp í Tíman um í jarrúar s.1. og athugað hvort þeir sæju þar ekki fullyrðingar um að ríkisstjómin hefði bætt hag þessa atvinnuvegar um 6— 7Í4%. Okkur minnir að þá fyrst hafi nú Tímanum þótt dökkleitt framundan. En blaðið hefur sem sagt fundið lausnina: 2% vaxta lækkun jafngildir 714% kaup- hækkun, 8% vaxtalækkun er þé sama og 30% kauphækun. Hækk um launin um 30% og afnemum vextina! Auðvitað 1 einu kommúnistablaðanna segir á þessa leið: „Verbalýðsbaráttan og kont- andi verkföll eru því einn þáttur inn í baráttu fyrir frelsi og sjálf stæði íslands — gegn núverandi stjórn — viðreisnarstjóminni.** Þá Inafa menn það svart á hvítu, sem suma grunaði raunar fyrirfram, að verkföllin væm alls ekki og ættu ekki að vera barátta fyrir bættum kjörum, heldur pólitískt stríð „gegn nú- verandi stjóm“. Þessi hreinskilnislega yfirlýs- ing birtist í blaði, sem er nokk- urs konar einkamálgagn Hanni- bals Valdimarssonar, forseta A4- þýðusambands íslands. Menn höfðu nú grun um það fyrir, að Hannibal væri ekki neinn sér- stakur baráttumaður fyrir kjara bótum, svo að það kemur heim og saman, að verkfallið sé ekkl háð þeirra vegna, heldur beinist það gegn ríkisstjórninni. En frá sjónarmiði þessa blaðs mun það þó sjálfsagt fyrst og fremst skoð að í því ljósi, hvort cinstakling- urinn, sem er í forsæti í Alþýðu sambandinu hafi persónulegra pólitískra hagsmuna að gæta af því. Hann sagði Stalin! f Siglfirðingi, sem nýkominn er út, segir á þessa leið: „Kunn er sagan af kommúnist anum, sem hlustaði kvöld öll á Moskvuútvarpið, þótt hann skildi ekki orð í rússneskri tungu. Þegar þulurinn nefndi nafn Stalins, stökk hlustandinn upp úr sæti sínu með gleðibragði harns, sem gefið er sælgæti, og lirópaði af kæti: „Hann sagði Stalín, hann sagði Stalín!“ Þess- ir kátlegu tilburðir vitnuðu um pólitíska bams- og bókstafstrú manns, sem er hættur að hugsa og horfir á mál öll gegnum lánuð gleraugu flokksins og hefur klæðzt rökheldum varnarhjúp gegn öllu, sem ekki er samhljóða „trúarjátningu" hans.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.