Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 8
8 IUORCIJNBL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1961 Norðmanna eftir Odd Didriksen, sendikennara HEIMSSTYRJÖLDIN fyrri mark aði miklu meiri tímamót í norsk- um bókmenntum, en atburðirn- ir 1905 höfðu gert. Margar þær andstæður, sem einkenndu árin eftir ófriðinn, voru að vísu komnar til sögunnar fyrir 1914. En viðhorfin á styrjaldarárunum, bæði heima í Noregi og úti um heim, upplausnin, er fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar, varð til þess að gerbreyta hugsunarhætti, skerpa gamlar andstæður og skapa nýjar. Þegar ófriðurinn hófst, fannst flestum hugsandi mönnum, eins Og heil veröld væri að hrynja til grunna. Menningar- bjartsýni. Og framfaratrú sú, er ríkt hafði fyrir stríð, varð fyrir alvarlegum hnekki og vék sæti fyrir almennri svartsýni. Hefð- bundin form, hugsjónir Og verð- mæti, er verið höfðu burðarásar þjóðfélagsins, voru fótum troðin, oft án þess að menn hefðu eitt- hvað að setja í staðinn. Þeir, sem létu ekki markaðshorfurnar og braskið gleypa sig, fundu þörf á því að átta sig að nýju á lífinu. Hin eldri kynslóð norskra rit- höfunda — kynslóð Sigridar Undsets og Olavs Duuns — virt- ust að vísu ekki verða svo mjög fyrir áhrifum þessara nýju strauma og hin eiginlega eftir- stríðskynslóð — kynslóð Sigurds Hoels og Ronalds Fangens, Þegar ófriðurinn hófst, var hún komin til vits og ára, hafði öðlazt lífs- skoðun, sem mótazt hafði á til- tölulega friðsamlegum tímum. Samt er greinilegt, að einmitt ókyrrð Og ringulreið tímans hef- ur veitt mörgum þessarar skáldakynslóðar gleggra skyn á þau lífsverðmæti, sem þau áttu frá öðru tímabili, enda komu beztu Og þroskuðustu verk þeirra út á þriðja og, að nokkru leyti, á fjórða tug aldarinnar. Hjá þeim rekumst við á einkennilegt sam- bland af hvassri, raunsærri glögg skyggni og hlýrri mannást, Oft með trúarlegu ívafi. Hinn stór- fenglegi sögulegi skáldskapur með útsýn langt aftur ítímann er merkasta framlag Duun-Undset- kynslóðarinnar, og hann, ásamt hinu mikla lýríska blómaskeiði, gerði þriðja áratuginn að eins- konar gullöld norskra bók- mennta. Verulegar forsendur norsks menningarlífs á fyrstu áratug- vim 20. aldarinnar voru gerbylt- ingar þær, sem iðnvæðingin hefði í för með sér. Þetta á ekki hvað sízt við um þá skáldakyn- slóð, sem kom fram á ritvöllinn á árunum fyrir 1914 og stóð á hátindi á þriðja áratugnum. Það, sem áður hafði verið aðalatriðið í stjórnmála- og menningarbar- áttu, baráttan fyrir þingræði og fullu þjóðfrelsi, var nú orðið að sögulegri fortíð. En í staðinn komu svo þjóðhagsleg og félags? leg viðfangsefni og urðu aðal- áhugamál manna. Fyrsti þáttur iðnbyltingarinnar gekk miklu hraðar yfir í Noregi en í Dan- mörku og Svíþjóð, og fjöldinn af „ný-öreigum“ — sveitapiltum, sem höfðu verið rifnir upp úr jarðvegi sinum — varð miklu meiri í Noregi en í nokkru öðru vesturevrópsku landi. „Flæk- ingarnir" (raelarne) urðu braut ryðjendur í verkalýðshreyfing- unni, sem óx hröðum skrefum á árunum 1905—20, er iðnbyltingin náði hámarki. Þessi þjóðfélagsólga speglaðist á margan hátt í skáldskapnum, meira og minna greinilega Og meira og minna beinlínis. Bæði yerkamaðurinn og einkum þó stóriðjuhöldurinn, helzti valdaað ili í þjóðfélagi nýja tímans, voru teknir til rækilegrar meðferðar af Knut Hamsun Með skáldsögu sinni „Den siste glæde“ (1912) hóf hann heilan flokk háðrita gegn hin- um „nýja Noregi“ efnishyggjunn ar og auðvaldsins. Rómantiska tilfinningaskáldið, sem hafði skapað jafn ódauðleg verk og „Sult“ (1890), „Mysterier“ (1892), „Pan“ (1894), „Viktoria“ (1893) og kvæðasafnið „Det vilde kor“ (1904), kom nú fram — hálfsextugur — sem stórsnjallt sagnaskáld með breitt frásagnarform. Hamsun snerist frá upphafi öndverður gegn nýja tímanum og allri hans auð- valdshyggju og verkalýðshreyf- ingu. Hans þjóðfélagssjónarmið var höfðingjans og afstaða hans íhaldssöm, jafnvel aftur- haldssöm. Það var tíðarandinn, sem hann snerist öndverður gegn, og hann beindi skeytum sínum jafnt gegn verksmiðju- verkamanninum og stóriðjuhöld- inum, sem báðir voru að spilla óflekkaðri náttúrunni fyrir hon- um. Fram að þessu hafði Hamsun verið sáralítið hrifinn af þjóð- félagsáróðri í bókmenntum, en hann hafði einmitt verið ein- kenni á Noregi áttunda og ní- unda tugar fyrri aldar, og Ham- sun hafði á sínum tíma rifið hann í sig með gagnrýni sinni. En í þeim verkum, sem nú komu næst frá hendi hans, tók hann sjálfur að reka þennan áróður svo að áberandi var. Og boð- skapur hans var: Burt frá þess- ari vélvæðingu mannsins og hverfum aftur til andlegra lífs! „Börn av tiden (1913) er fyrsta verk Hamsuns, sem er algjör skopmynd af þjóðfélaginu, en framhaldið, „Segelfoss by“ er sóknharðasta og jafnframt skarp asta og fyndnasta þjóðfélagsháð- rit hans. Þessum miklu þjóðfé- lagsverkum hans lauk svo í bili með „Markens Gröde“ (1917), sem átti að lýsa andstæðu þessar- ar hálfmenningar nútímans, sem hann var að hæðast að. í þess- um hyllingaróði til nýræktar- og jarðræktarmannsins — og fyrir hann hlaut Hamsun Nób- Johan Falkberget elsverðlaunin 1920 — kom lík- lega hvað allra bezt í ljós veg- sömun Hamsuns á öllu því, sem ósvikið var og upprunalegt. Einnig eru „Konerne ved vand- posten“ (1920) og „Siste kapi- tel“ (1923) tannhvöss háðrit, en hafa engan beinan boðskap að bera. Einkenni þeirra er óhugn- anlegur svartsýnistónn, sem er spegilmynd af hugarástandi hans á árunum eftir ófriðinn. Næstu bækurnar „Landstryk- ere“ (1927), „August“ (1930) og „Men livet lever“ (1933) standa í nokkru sambandi við þjóðfé- lagssögurnar „Börn av tiden“ og „Segelfoss by“ og lýsa eirð- arleysinu og þróun efnishyggj- unnar. En jafnframt hittum við í þessum þriggja sagna bálki og í síðustu skáldsögu hans, sem svo einkennilega vill til, að heitir „Ringen sluttet“ (1936) eirðar- lausa flækinginn, sem áður fyrr hafði verið aðalpersónan í svo mörgum bókum Hamsun. En nú er sjónarhóllinn orðinn nokkur annar. Að vísu hefur hann varð veitt samúð sína og ást á hinum frjálsu flækingum, en þar sem þeir standa andspænis búsettum bændum, er samúð höfundar bændanna megin, sem engum þarf heldur að koma á óvart þegar höfundur „Markens Gröde“ er annarsvegar. Hamsun dó órið 1952, 93 ára að aldri. Yfir síðustu æviárum hans hvílir harmsögulegur skuggi, vegna sambands hans við nazismann. Pólitísk afstaða hans á hernámsárunum hefur sennilega verið afleiðing af hvorutveggja: sámúð hans með Olav Duun „höfðingjanum“ og mögnuðu — næstum sjúklegu — Bretahatri. í síðustu bók sinni, „Pá gjen- grodde stier“ reyndi hann að verja sig og framkomu sína á ófriðarárunum. Sú bók er hvort- tveggja í senn, angurblíð og und- irförul, en sýnir að minnsta kosti að skáldið níræða hafði varð- veitt stílsnilld sína til hins síð- asta. Johan Boyer Heimsstyrjöldin markaði einn- ig tímamót í skáldskap Johans Bojers (1872—1959). Frá miðjum síðasta óratug fyrri aldar hafði 'hann gefið út margar skáldsögur, leikrit og ævintýrabækur, en það er ekki fyrr en eftir 1920 að beztu verk hans koma fram á sjónarsviðið og eru „Den siste viking“ (1921) og „Folk ved sjöen“ (1929) þar í fremstu röð. Á ófriðartímunum og upp úr þeim hafði hann reynt að afla trú sinni fótfestu í verðmætum sem ættland og trúarbrögð gátu veitt, og á þessum grundvelli skapaði hann mörg verk með trúarlegum boðskap, sem ber hátt í norskum nútímabók- menntum. Þarna kemur Boýer fram sem mikill raunsæismað- ur, sem hefur mikla samúð með óbreyttu, vinnusömu fólki, sem eyðir kröftum sínum í bar- áttunni við náttúruöflin, við lé- leg kjör. „Den siste viking“ lýs- ir Lófótfiskinu á þeim tíma er ævagamlar veiðiaðferðir eru að víkja fyrir nýjum. Verkið sýnir með lýsingum sínum af frum- stæðri lífsbaráttu talsverðan and legan skyldleika við „Markens gröde“. Hér nær hvatningin til skapandi vinnu, sem gengur eins og rauður þráður gegn um verk Boyers, sinni fullkomnustu og ágætustu mynd. Johan Bojer Bækur Boyers hafa verið þýddar á mörg tungumál og eru mikið lesnar erlendis. Heima í Noregi hafa þær aftur á móti oft sætt kuldalegri gagnrýni. Nokkuð stafar þetta af öryggis- leysi því er stundum gætir hjá höfundi um meðferð móðurmáls ins, en einnig þykir hann stund- um yfirborðslegur og reglubund inn í boðskap sínum. Hinsvegar frýr honum enginn frásagnar- gáfu, enda nær hann hæst þegar um beina frásögn er að ræða. Peter Effge Það er sama að segja um Pet- er Egge (1869—1959), sem hóf störf um svipað leyti og Boyer, að heimsstyrjöldin olli tímamót- um hjá honum. Frá því er hann kom fyrst fram, 1891, hafði hann gefið út nýja bók á hverju ári, allt til 1917. Þetta voru margar ágætar þjóðlífslýs- ingar úr Þrændalögum og nokk- ur vinsæl leikrit, en auk þess fjöldi ómerkari skáldsagna, sem venjulega eru látnar gerast ut- an hins venjulega umhverfis höfundar, smáborgarastéttarinn- ar í sveitum Þrændalaga. Árið 1920, þegar „Inde i fjordene" kom út, hóf Egge, eftir þriggja ára hlé, nýtt tímabil í Þrænda- skáldskap sínum, en þá komu út eftir hann fjöldi skáldsagna, en af þeim ber helzt að nefna tvær: „Jægtvig og hans Gud“ (1924) og „Hansine Sol- stad“ (1925). Einkum sú síðar- nefnda má teljast hámarkið á ritferli Egges, og ber vott mik- illi mannþekkingu og samúð með einföldu, heiðarlegu og tryggu fólki. Ný-realisminn Hinn eiginlegi „ný-realismi“, hinn nýi prósa-skáldskapur, sem þróaðist upp úr 1905, getur talið sem fremstu fulltrúa sína þau Sigrid Undset, Olav Duun, Jo- han Falkberget, Oscar Braaten og Kristofer Uppdal, en þau komu fram með öll sín beztu og þroskuðustu skáldverk á þriðja tug aldarinnar og þar eft- ir. Ný-realisminn tekur hlutlæg- ar á viðfangsefnunum en raun- sæishöfundarnir eftir 1870. Hann hefur uppi minni áróður og er ekki eins einstrengingslegur. Beztu fulltrúar hans leitast við að láta öll verðmæti mannlífs- ins ná rétti sínum, siðferðileg, trúarleg, þjóðleg og félagsleg. Ýmsir höfundar þessarar stefnu koma með nýtt efni inn í bók- menntirnar; þeir lýsa verk- smiðjumanninum, námamannin- um, iðnaðarmanninum og skóg- arverkamanninum. Sigrid Undset Sigrid Undset (1882—1949) hóf ritmennsku sína með nokkr- um samtíma sáldsögum. Þarna kom við sögu nútíma bæjafólk, fullt eirðarleysis og óánægju og með sterka þrá eftir einhverju föstu að halda sér að í tilver- unni. Fyrsta bók hennar var hjónabandsskáldsagan „Fru Martha Oulie“ árið 1907, en verulega vakti hún ekki eftir- tekt fyrr en með „Jenny“ (1911), sem snýst einnig um vandamál ástalífsins og um kon- una, sem bíður skipbrot í ásta- lífi sínu og missir þannig fót- festu í lífinu. „Jenny“ er bezta nútímaskáldsagna höfundar, en eftir það hefst nýtt timabil I skáldskap hennar. Með útkomu skáldsögunnar „Váren“ (1914) og eftir það verða trúarleg og siðferðileg viðfangsefni æ áleitn ari í samtímaskáldskap hennar og þessi trúarlega þróun, leið- ir hana til miðaldanna í skáld- skap sínum, og verður hún þá brátt fræg um alla Norðurálfu, 1 miðöldunum fann hún það, sem henni fannst á skorta í sam tíð sinni: fótfestu í trúarlegri afstöðu til tilverunnar og ábyrgðartilfinningu gagnvart líf inu, sem nútíminn var einmitt að glata fyrir fullt og allt. Fyrsta miðaldasagan var „Kristin Lavransdatter", sem kom út í þremur þykkum bind- um, „Kransen“ (1920), „Hus- frue“ (1921) og „Korset" (1922). Með dæmafárri gáfu til innlif- unar í söguna, dregur hún upp átakanlega mynd af síðari hluta miðalda í Noregi, þar sem mannlífinu er lýst í öllum blæ- brigðum, en grunntónninn er trúarlegur. Sigrid Undset hélt miðalda- skáldskap sínum áfram með „Ol- av Audunssön i Hestviken“ (1925) og „Olav Audunssön og hans börn“ (1927), en sú saga gerist á síðari hluta 13. aldar. Hér er lögð enn meirl áherzla á trúar- þáttinn, og þessi saga er mun meir en hin fyrri trúarskáld- skapur. — Sigrid Undset hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1928. Sigrid Undset tók kaþólska trú árið 1924, enda urðu þær bækur, sem sigldu í kjölfar mið aldasagna hennar mjög litaðar kaþólskri lífsskoðun hennar. Einkum er þetta áberandi í „Gymnadenia“ (1929) og „Den brennende busk“ (1930). Ekki ber því að neita, að ádeilur og áróður verður ósjaldan til þess að draga úr gæðunum í hinum síðari samtímaskáldsögum höf- undar. Samt sem áður er þetta auðugur skáldskapur, auk þess að vera menningargagnrýni frá kaþólsku sjónarmiði. Annars tók hún í „Madame Dor- othea“ (1939) aftur upp sögulegt efni, frá lokum 18. aldar. I „Etapper“ (1929) og „Etapper. Ny række“ (1933) kom í ljós, að Sigrid Undset var auk annars ágætur ritgerðarhöfundur. Þegar ófriðurinn hófst varð endir bundinn á skáldskapar- starfsemi hennar. Frá öndverðu hafði hún verið eindreginn and- stæðingur nazismans, og í ófrið- arbyrjun fór hún úr landi. En erlendis hélt hún uppi andnaz- iskum áróðri og varð á styrjald- arárunum einn öflugasti talsmað ur Noregs í Bandaríkjunum. Olav Duun Við hliðina á Sigrid Úndset er Olav Duun (1876—1939) lík- lega sá norskur rithöfundur, sem á rótlausum óeirðatímum hefur grafið dýpst til þess að komast niður á fastan grund- völl. Hann heyrir nánast til hópi átthagaskáldanna. Næstum öll verk hans eru tengd þröngt afmörkuðu svæði, átthögum hans, Naumudalnum og persón- urnar, sem lýst er, eru fiski- menn og bændur. En hann kunni að hefja þjóðlífslýsinguna á það stig, að hún hefur al» mennt gildi. Duun kom fyrst fram sama árið og Undset — 1907 — með smásagnasafninu „Löglege skruv ar og anna folk“. Síðan komu , Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.