Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 2
2 MORGJJTSBLAÐIL Miðvik'udagur 7. júní 1961 Hverjir 'óska 25- 30 hœkkun ar á mjólk- urlítra? Hóflausar kaup- kröfur kommúnista leiða m.a. slíkt af sér EKKI mun fara hjá því, að landbúnaðarafurðir hækki svo að um munar, ef haldið verður til streitu hinum háu kaup- kröfum, sem kommúnist- ar leggja enn allt upp úr að hamrað verði á fram í rauðan dauðann. Þó að erfitt sé að gera sér út í æsar grein fyrir þeim víð- tæku áhrifum, sem miklar kauphækkanir geta haft á verðlag landbúnaðarafurð- anna, er þegar fullvíst, að t.d. 10% kauphækkun mun leiða af sér 25—30 aura hækkun á hverjum einasta mjólkurlítra, og samskon- ar hækkanir eiga sér stað á öðrum afurðum. Enn frekari kauphækkanir en þetta, munu að sjálfsögðu hleypa verði landbúnaðar- afurða enn hærra upp. — Leiðir þetta af lagaákvæð- um, sem sett hafa verið til að tryggja bændum kjör í samræmi við aðrar stéttir. Hófleg kauphækkun, svipuð þeirri, sem fólst í miðlunartillögu sáttasemj- ara, getur nú komizt á, án þess að launþegar þurfi að óttast, að hún verði samstundis urin upp í hækkuðu vöruverði, eins og áður hefur orðið reynd- in. Með slíkri kauphækk- un og samkomulagi um frekari kauphækkanir skref fyrir skref, jafnskjótt og þjóðarbúskapnum vex fisk ur um hrygg, tryggja launþegar sér raunhæfar kjarabætur. — Allt annað stefnir afkomu þeirra sjálfra og þjóðarinnar í al- gjöran voða. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Uaugavegi 10 — Sími: 14934 Afhending handrifanna Álit dðnsku laga- prdfessoranna MORGUNBLAÐINU barst í gær skeyti frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn, Páli Jónssyni, þar sem hann rekur niðurstöður lagapró- fessoranna við háskólana í Höfn og Árósum varðandi það, hvort eignarnám gagn- vart Árna Magnússonar- stofnuninni felist í afhend- ingu handritanna til íslands. Fréttaskeytið hljóðar svo: Spurningunni um það, hvort unnt sé með löggjöf að vikja til hliðar fyrirmælum í erfða- skrá, svara prófessorar beggja lagadeildanna undantekningar- laust játandi. Álit Hafnarháskóla Sjö af 10 prófessorum Hafn- arháskóla eru svo þeirrar skoð- unar, að umrædd afhending handritanna gegn mótmælum Áma Magnússonar-stofmmar- innar sé fram þvingað eignaaf- sal. Segja þeir, að enda þótt áformað fyrirkomulag sé að formi til breyting á skipulagi stofnunarinnar, verði að skoða það sem eignarnám, er falli undir ákvæði 73. gr. dönsku stjórnarskrárinnar, eignarnáms- ákvæðin, án þess að til greina geti komið nokkrar bætur til Árna Magnússonar-stofnunar- Stofnunin áfram við lýði Minni hlutinn, þrír prófessor- ar, segja að ekki sé hægt að líta á lagafrumvarpið sem eign- amámsfrumvarp, og rökstyðja þeir skoðun sína með því, að samkvæmt réttarvenju sé heim- ildin til að breyta högum stofn- unarinnar viðurkennd og þrátt fyrir frumvarpið verði stofnun- in áfram við lýði þótt í breyttri mynd sé. Einn prófessoranna í minni hlutanum við Hafnarháskóla, Emst Andersen, segir, að jafnvel þó að ríkisstjómin hefði, eftir að fsland öðlað- ist sjálfstæði, gengizt fyrir lagasetningu um að Árna Magnússonar-tofnunin öll skyldi flutt til fslands, hefði þar ekki verið um að ræða Á KORTINU sést stórt lægð- arsvæði ,innan við 1010 mb. línuna, yfir norðanverðu Atlantshafi og íslandi. Hér á landi er norðlæg átt, kalt í veðri og dumbungsveður norð anlands, en víðast léttskýjað sunnanlands. Á meginlandinu austan hafs eru áberandi hlý- indi, 27 st. hiti í Stokkhólmi og 26 í Hamborg. Engar snögg ar veðurbreytingar eru í upp- siglingu hér á landi, en þó mun heldur létta til norðan- lands og hlýna. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin: Norðan og NA-átt, stinnings- kaldi með köflum, léttskýjað. Breiðafjörður og miðin: NA kaldi, hálfskýjað. Vestfirðir og Norðurland og miðin: NA gola, léttir tiL NA-land, Austfirðir og mið in: Norðan og NA-gola, þykkt loft og dálítil úrkoma. SA-land og miðin: Hæg- viðri, skúrir ausían til. skaðabótaskylda eignarnáms ráðstöfun, sem lotið hefði eignamámsákvæðum 73. gr. stjórnarskrárinnar. Jafngildir eignarnámi? Prófessor Illum í Árósum segir á hinn bóginn: „Enda þótt frumvarp það, er fyrir liggur, fjalli að formi til að um flutn- ing handritanna til íslands, án þess að stofnuninni sé gert að afsala sé þeim, verði deildin samt sem áður að líta svo á, að hin fyrirhugaða ráðstöfun, sem ekki aðeins felur í sér al- gjörlega nýjar reglur um stjórn hins brottnumda hluta af safn- inu heldur einnig flutning í hendur annars háskóla í öðru landi, beri undir öllum kring- umstæðum að telja jafngilda eignaafsali, samkv. 73. gr. Takmarkatilfelli erfið Fimm af Árósa-prófessorun- um segja að líta verði svo á, að frumvarpið feli í sér eigna- afsal. Tveir þessara 5 telja hins vegar vafa leika á því, að hve miklu leyti eignaafsal þetta snerti eignir, sem njóti vernd- ar 73. gr. Sama segir próf. Max Sörensen, sem bætir við: „Tak- mörkun á hugtökunum eignar- réttur og eignaafsal er mjög erfið bæði í teoríu og praksis, og koma þar fyrir vafasöm tak- markatilfelli, sem ekki er hægt að leysa úr svo öruggt sé, nema með dómsúrskurði. Árna Magnússonar-stofnunin er frá- brugðin einkastofnunum og hlýtur það að skipta máli við ákvörðun á þvi, hvaða takmark anir 73. gr. stjórnarskrárinnar leggi við íhlutun löggjafans í réttindi stofnunarinnar. Löggjafarvaldið getur án efa gert víðtækar breytingar á skipulagsskrá stofnunarinnar að því er varðar reglurnar um stjórn hennar, án þess að um afsal væri að ræða. Þannig væri með lögum hægt að fella niður ákvæði stofnskrárinnar um að handritin skuli varðveitt við Kaupmannahafnarháskóla. Skipan Árna Magnússonar- nefndarinnar mætti breyta t. d. á þann vag, að íslendingar yrðu þar í meiri hluta. í slík- um tilfellum mundi naumast verða talið að um eignaafsal væri að ræða, burtséð frá því, að breytingin gæti fyrirsjáan- lega haft í för með sér flutn- ing handritanna til Islands." Kerksnisbros til blaðamanna Morgunblaðsins. — Furtseva Framh. af bls. 1 svartan hattinn á höfðinu vegna næðings á flugvellinum. Frúin var mjög frjálsleg í framkomu og kumpánaleg og gerði sér far um að heilsa öllum sem við- staddir voru. Skrúfaði niður rúðuna Furtseva gekk þegar í stað með menntamálaráðherrahjón- unum til bifreiðar sem beið þeirra, og var ekið til Reykja- Dóttir Furtsevu. víkur í lögreglufylgd. — Þegar frúin var komin inn í bifreið- ina, brosti hún og veifaði til viðstaddra. Fréttamaður Morg- unblaðsins bað hana skrúfa nið- ur rúðuna, svo hann gæti tekið betri mynd. Hún varð fúslega við þeirri ósk, gretti sig dálítið til að stríða Morgunblaðsmönn- um, en það var græzkulaust gaman eins og myndin hér á síðunni ber með sér. Þeir vinna í Sindra EINS og frá var skýrt í blað- inu í gær komu verkfallsmenn úr Dagsbrún í fyrradag inn á svæði Sindra hf. við Borgar- tún og stöðvuðu með valdi vinnu f jögurra manna, er þar starfa við brotajárnsklippu og pressu. Var enginn þeirra fé- lagsbundinn í Dagsbrún og höfðu allir unnið lengi við vél- arnar. í gærmorgun hugðust þeir svo leika sama leikinn að nýju, og kom Guðmundur J.l Guðmundsson á vettvang með| 20—30 manna lið. Gerðu verk fallsmenn sig líklega til að stöðva vinnu tveggja sona Einars Ásmundssonar for-1 stjóra Sindra, en fóru sér þó í fyrstu öllu hægar en fyrri daginn. Þó kom þar, að verk- fallsmenn skipuðu drengjun- um að leggja niður vinnu, en Ásmudur Einarsson frkvstj. í Sindra, er kom þarna að, bað þá halda áfram vinnu sinni og gerðu drengirnir það. Stóð nú í nokkru þófi um hríð, en þeg ar Guðmundi og mönnum hans hafði verið gert skiljan- legt, að ekki yrði Iátið undan þeim, hurfu þeir allir á braut, án þess að láta skerast í odda. Heyrðist Guðmundur tauta fyrir munni sér, þegar hann >néri aftur: — VIÐ SKULUM leyfa þeim að vinna! Eimskip fái aukið athafnasvæði Á AÐALFUNDI Eimskipafélags íslands, var gerð ályktun varð- andi aðstöðu félagsins hér í Reykjavíkurhöfn. Var flutnings- maður máls þessa á fundinum. Magnús Brynjólfsson, er lagði fram svohljóðandi ályktun. „Aðalfundur Eimskipafélags fs landg hf. haldinn 3. júní 1961 samþykkir þá áskorun og ein- dregin tilmæli til bæjarstjórnar Reykjavikur og bæjarráðs, að Eimskipafélagi íslcmds verði út- hlutað nægjanlegu lóðarsvæði, á Grandagarðinum, til uppskipun- ar á vörum, skipaafgreiðslu og byggingu á hagkvæmum vöru- skemmum og vörugeymsluskál- um fyrir félagið“. Formaður félagsstjórnar Eim- skip, kvað þetta mál hafa verið rætt nokkuð við hafnarstjórn og var samþykkt að vísa málinu til félagsstjórnarinnar. Vínarbúar reiöubún'r að taka við aðalbækistöðvum S.Þ. Vínarborg, Austurríki, 6. júní. — (Reuter) — TILKYNNT hefur verið í Vínarborg, að Rússar hafi formlega beint þeirri spurn- ingu til Austurríkismanna hvort þeir telji sig reiðubúna til þess að veita aðalbæki- stöðvum Sameinuðu þjóð- anna húsaskjól. Kanzlari Austurríkis, dr. Al- fons Gorbach, skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag. Hann sagði, að Austuríkis- mönnum yrði það ánægjuefni að fá aðalbækistöðvar samtak- anna til Vínarborgar, svo fram- arlega sem Bandaríkjamenn og Rússar yrðu á eitt sáttir um það mál. Kanzlarinn sagði, að málinu hefði fyrst hreyft af hálfu Rússa Viktor Avilov, sendi- herra þeirra í Austurríki, og A. P. Volkov, formaður sendi- nefndar rússneskra þingmanna, sem verið hefur á ferð í Aust- urríki. Ennfremur sagði Gor- bach, að Krúsjeff hefði tjáð sér persónulega meðan hann dvald- ist í Vínarborg, að hann væri því mjög hlynntur að aðalstöðv ar samtakanna yrðu fluttar frá New York til Vínarborgar og vænti hann stuðnings allmargra Afríku- og Asíuríkja við þá hugmynd. Leíðréttíng f BLABINU í gær misritaðíst föðurnafn Hermanns Gunnars- sonar yfir kveðju frá unnustu hans, sem þá birtist. Jafnframt leiðréttingu, biður blaðið velvirð ingar á þessum leiðu mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.