Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORVVNBLAÐ1B Miðvik'udagur 7. júni 1961 Jttrogtsiiltitafrí t* Utg.: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason fx-á Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsscr Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 . Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MIÐLUNARTILLAGAN HAGKVÆM- UST LAUNÞEGUM 1V|ORGUNBLAÐIÐ hefur margsinnis biyt greinar í allan vetur, þar sem skorað var á launþega og vinnu- veitendur að fara kjarabóta- leiðina. Bent var á, að hér ætti að fara líkt að og ná- grannaþjóðirnar hafa gert, en þær hafa bætt lífskjör sín jafnt og þétt meðan kaupmáttur launa hefur stað'ið í stað á íslandi. Nokkrum vikum áður en verkfall var boðað var samn- ingarnefndarmönnum Dags- brúnar og Hlífar kunnugt um það að vinnuveitendur væru tilbúnir til að greiða 3% launahækkun árlega, en auk þess var samkomulag um ákvæðisvinnufyrirkomu- lag, sérstök verðlaun fyrir afköst, vikulaunagreiðslur og ýmislegt af því, sem fyrst og fremst leiðir til raunhæfra kjarabóta. Vinnuveitendur töldu sig þannig geta stað'ið undir sömu raunhæfu kjarabótum og góðar þykja erlendis. Þarna var þó ekki um loka- svar þeirra að ræða heldur markaður samkomulags- grundvöllur og má vel vera, að þeir hefðu treyst sér til að hækka eitthvað hundraðs töluna í fyrsta áfanga, þótt þeir teldu hins vegar miðl- unartillögu sáttasemjara um 6+4% of háa. Miðlunartillagan var víð- ast felld af báðum að'ilum. Ef launþegar hefðu hins vegar samþykkt tillöguna, má telja öruggt að vinnu- veitendur hefðu ekki getað staðið gegn samþykkt henn- ar, heldur orðið að freista þess að semja á grundvelli hennar og standa sjálfir und- ir þeim kjarabótum, sem hún gerði ráð fyrir. Morg- unblað'ið getur ekki lagt dóm á, hvort þeim hefði reynzt það auðið, en á þann hátt hefði þó verið gerð ítrasta tilraun til að ná öll- um þeim raunhæfu kjara- bótum, sem nokkur von var um að grundvöllur væri fyrir. VERÐBÓLGU- STEFNAN VERST ÓTT miðlunartillagan væri felld, þá var atkvæða- munur ekki meiri en svo, að enn voru mestar líkur til þess að unnt reyndist að fara kjarabótaleiðina og ná heilbrigðum samningum, sem tryggðu vinnufrið um 2—3 ára skeið og bætt kjör jafnt og þétt. Þegar það lá fyrir að nú væri í fyrsta skipti í hálfan annan áratug grundvöllur fyrir því að tryggja fjárhags kerfið, þá bregður svo við að þeir leiðtogar Framsókn- arflokksins, sem gert hafa fóstbræðralag við kommún- ista, létu undirtyllur sínar í SÍS þegar í stað krefjast samningafunda, þar sem kaupgjald yrði sprengt upp, samið til skamms tíma og verðbólguskriðu komið af stað. Funda þessara kröfðust 3ÍS-herrarnir sama daginn og úrslit atkvæðagreiðslunn- ar lágu fyrir, til þess að örugglega yrði komið í veg fyrir að kjarabótaleið yrði farin og efnahagslíf treyst. Þorðu þeir ekki einu sinni að bíða í einn eða tvo daga eftir því að reynt yrði að ná samkomulagi um raunhæfar kaupgreiðslur, því að þá kynni svo að fara að draum- ar þeirra um nýja verðbólgu rættust ekki. Framganga SfS-herranna var að dómi kommúnista með þeim ágætum, að Þjóð- viljinn helgar þeim meiri hluta forsíðu sinnar í gær og syngur dýrðaróð til SÍS. „VERKAMENN OG BÆNDUR SAMEINIZT!" CjVO vel hafa SÍS-herrarn- ^ ir staðið sig í fjandskap við þjóð'félagshagsmuni, að kommúnistar geta nú dregið fram gömlu slagorðin sín, sem glumdu um heim allan fyrir 30—50 árum: „Verka- menn og bændur sameinizt!“ Á sameiginlegan fána þeirr- ar fylkingar, sem nú ætlar sér að brjóta niður efna- hagskerfi íslendinga, er letr- að merki Sambands íslenzkra samvinnufélaga og hamar og sigð. Hitt er svo annað mál, að þeir verkamenn, sem kynnzt „Frelisfarar“, hvítir og svartir, í einum vagninum. — Þaö kiemur okkur íslendingum víst undarlega fyrir sjónir, að það skuli vera deiluefni, hvort fólk með misjafnan litarhátt skuli fá að ferðast í sömu farartækjum eða ekki. „Frelsisfararnir" Munu þeir hafa erindi sem erfiði — eðo var skotið yfir markið? EINS og kunnugt er af fréttum, kom til mjög al- varlegra kynþáttaóeirða síðarihluta maímánaðar í Montgomery, höfuðborg ríkisins Alabama, sem er eitt hinna svonefndu Suð- urríkja Bandaríkjanna. Voru þetta alvarlegustu kynþáttaárekstrar, sem orðið hafa í Bandaríkjun- um síðan 1957, er bærinn Little Rock komst á hvers manns varir vegna átak- anna, sem þar urðu þá. ★ Það var koma hinna svo- nefndu „Frelsisfara" til borg- arinnar, sem kom óeirðunum af stað, eins og menn munu minnast — en „Frelsisfararn- ir“ eru hópar hvítra og svartra, sem ferðast saman í langferðavögnum til þess að mótmæla því þannig, að ekki skuli eitt látið yfir hvíta og þelþökka ganga, einkum í far artækjum og dvalarstöðvum á leiðum bifreiða og járn- hafa Framsóknarflokknum af langri reynslu, eiga erfitt með að átta sig á því, að sá flokkur sé nú orðinn for- ystuflokkur í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Er ekki ólíklegt að þeir hug- leiði, hvort ekki muni eitt- hvað saman við þennan skyndilega áhuga þess flokks fyrir hækkuðum launum. Þarf raunar ekki lengi að leita skýringanna. SÍS er langskuldugasta félag lands- ins, skuldar mörg hundruð milljónir króna. í rauninni hefur félagið aldrei þurft að borga vextf eða afborganir af þessum skuldum, verð- bólgan hefur séð fyrir því og þar með hafa greiðslurn- ar lent á almenningi. SÍS- herrarnir krefjast þess að almenningur greiði áfram skuldir þeirra og þess vegna vilja þeir verðbólgu. Að hinu leytinu eru leiðtogar Framsóknarflokksins svo glámskyggnir að halda að ríkisstjórnin muni gefast upp fyrir hinum hálfkommúnist- isku bardagaaðferðum þeirra. En framkoma þeirra í stjórnarandstöðunni hefur einmitt verið með þeim hætti að engum getur dottið í hug að hægt sé að hafa við þá samstarf. Þeir hafa dæmt sig úr leik í íslenzkri stjórnmálabaráttu um langa tíð. brauta. Ekki eru menn á eitt sáttir um það, hvort málstaðj hins svarta manns hafi verið, þjónað sem skyldi með þessari frumlegu baráttuaðferð. Sum ir telja jafnvel, að þarna hafi verið verr farið en heima set- ið. + Andstaða án ofbeldis Á síðari árum hafa banda- rískir negrar gerzt æ her- skárri í baráttu sinni fyrir fullu jafnrétti við hvíta menn, sem þeir að vísu eiga að lög- um, en er oft meinað fram-' kvæmd í daglegu lífi. Oþolin- mæði svartra hefir farið vax- andi með almennari og betri menntun þeirra —og eflaust hefir það einnig alið á metn- •*<aði þeirra, hve sjálfstæðis- og frelsisbaráttan hefir verið (áköf og hörð í hinum „svörtu" Afríkuríkjum. Að því er viðvíkur kosninga rétti og skólagöngu hefir hinn "svarti maður í Bandaríkjun- : a um verulega bætt hlut sinn a undanförnum árum, á mótum ,norðurs“ og „suðurs“ —- þ. e. a. s. í ríkjum þeim, sem liggja þar á mörkunum — en ríkin „djúpt í suðri“ (in the' Deep South), eins og banda- rískir nefna það, halda enn býsna fast við hinn gamla „rétt“ hvíta mannsins umfram hinn þeldökka. — Framfarirn ar í málefnum svartra hafa aði mestu orðið að réttarlegum leiðum — og hafa gengið hægt } og bítandi. En nú upp á síð- kastið hafa baráttumenn þeirra gerzt óþolinmóðari að1 fá ekkl fullar réttarbætur í lframkvæmd — og sama er að Isegja um þá hvíta merm, sem 1 Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.