Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 7. júni 1961 MORGUNBLAÐ1B 11 Hugsjónir og raunveruleiki Svar til séra Jóhanrts Hannessonar, prófessors Séra Jóhann Hannesson pró- fessor birtir 7. maí langa grein í Morgunblaðinu: Um „sálarleysi" kúgun og frelsi kvenna. Á grein þessi að vera gagnrýni á smá- grein, sem séra Jóhann segir, að ég hafi skrifað „í eitt af vikublöð- unum þann 20. apríl“. Ekki er Iblaðið nánar tilgreint, en viku- blöðin eru víst nokkuð mörg. í upphafi greinar sinnar segir séra Jóhann, „að ekki veiti af nokkr- um athugasemdum við hana (grein mína), einkum þar sem tilgangurinn virðist vera að varpa ljósi yfir skilning lesend- anna á boðskap Biblíunnar — og fleiri aðila“. ■ Eg var á ferðalagi, þegar grein séra Jóhanns birtist og sá hana því ekki fyrr en nokkru síðar. Þá tóku við prófannir og því hef- ir svar mitt dregizt. Nú mun ég bæta úr þessu með fáeinum orð- um. Hvaða skelfingar trúarvillu skyldi ég nú annars hafa skrifað og hvar ætli þessi dularfulla grein standi? í 11. tbl. Vikunnar 16. marz þ. á. skrifaði ég grein, sem ég nefndi: Konan í samfélags byltingu 20. aldar. Henni fylgdu sex greinar um sama efni, hin seinasta: Kvöldar í karla ríki birtist í 17. tbl. Vikunnar 27. apríl. Séra Jóhann ræðir um þá xiæstsíðustu: Konan í karlmanns- spegli. Undir þessum titlum er ekki rætt um neina guðfræði. Greinarnar eru ihugun um þær öru breytingar, sem hafa orðið síðustu áratugina og fyrirsjáan- lega verða í náinni framtíð á stöðu og starfssviði konunnar í hinni róttæku samfélagsbyltingu, sem nú gengur yfir heiminn. Einkum fjalla þær um þann upp- eldisvanda, sem vex af starfi móðurinnar utan heimilis, og þá endurnýjun siðgæðisins, sem hlýt ur að verða í því samfélagi, þar sem konur njóta jafnréttis við karlmenn. Þriðja greinin í þess- um greinaflokki heitir: Er sið- gæðisbylting í vændum? f henni stendur m.a. þessi klausa: „En aflvaki hennar (þ. e. siðgæðisbyltingarinnar) eru raunsannar samfélagsaðstæð- Ur. Á þeim hefir nú orðið sú breyting, að siðgæðisstyrkur konunnar er leystur úr læð- ingi þolræns umburðarlyndis og kallaður til virkrar þátt- töku í mótun nýs siðgæðis. Um leið og konan haslar sér víð- ara starfssvið og heimtar jafn rétti við karlmanninn, ber henni að endurskoða frá rót- um skilning hans á menning- unni og þróun hennar, en þó einkum siðgæðisþróunina". Sú skoðun kemur Ijóst fram í greinum mínum, að konan muni því aðeins valda þeim vanda- málum, sem fylgja vaxandi frelsi hennar, að henni auðnist um leið að forma einlægara og heil- steyptara siðgæði en tíðkast hef- ir undir einræði karlmannsins. Eg dreg ekki í efa, að prófessor í guðfræði getur tilfært marga ritningarstaði, sem stangast á við þessa skoðun, en e. t. v. gæti líka jafnvel svo ófróður maður sem ég um siðgæðisboðskap ikristindómsins fundið mikilvæg orð sem styðja hana. II Gagnrýnl séra Jóhanns hittir alls ekki kjarnann í þessum igremum mínum. Sú fullyrðing er algerlega út í hött, að fyrir mér hafi vakað „að varpa ljósi yfir skilning lesandanna á boðskap Biblíunnar“. Það eru samfélags- leg og siðræn vandamál nútíðar og framtíðar, sem ég benti stutt- iega á í greinum mínum. En vandamál líðandi stundar spretta oft af djúpstæðum rótum, m.a. af rangri túlkun á goðsögn, hefð og trú. Svo langt aftur í tím- ann sem við þekkjum sögu mann- kynsins, hefir konan búið við kúgun og misréttl af hendi karl- mannsins. fsraelsmenn hinir fornu eru þar engin undantekn- ing. Séra Jóhann hneykslast mjog á því, er ég segi, að meðal Gyðinga, Araba og Asíuþjóða hafi konan verið talin óæðri vera, sem stæði guðdóminum miklu fjær en karlmaðurinn. f því sambandi bendi ég að vísu á það, að „syndafallssaga 1. Móse bókar telur konuhönd opna synd- inni leið inn í heiminn". Sköp- unar- og syndafallssaga 1. Móse- bókar eru auðvitað ekki heim- ildir um tilurð heims og syndar, heldur um hugmyndir frum- stæðra manna um uppruna til- Dr. Matthías Jónasson verunnar. Þær verða því ekki túlkaðar nema á táknrænan hátt. En í þeim skilningi hefir það óneitanlega táknræna þýð- ingu, að það er konan, Eva, sem lætur ginnast af tályrðum högg ormsins. Það á því eingöngu við manna setningar en ekki ráðstöfun guðs, þegar ég fullyrði, að meðal áð- urgreindra þjóða hafi konan stað ið guðdóminum fjær en karlmað- urinn. Eg neita því heldur hvergi í greinum mínum, að einstakir hugsjónamenn hafi borið fram kröfu um — að minnsta kosti tak markað — jafnrétti kynjanna, einkum að því er varðar undir- stöðumenntun drengja og telpna, eins og séra Jóhann nefnir dæmi um af kenningu Platons. En slík- um ábendingum var aldrei hlýtt. Gegn þeim stóðu hefð og trú. Kenning Aristotelesar, að konan hefði enga sál, var ekki tekin fram yfir kenningu Platons fyr- ir þá sök, að rökfærsla Aristótel- esar þætti öruggari, heldur af því að kenning hans virtist rétt- læta þá skilyrðislausu undir- gefni, sem konum var haldið í. Raunveruleikinn er oft átak- anlega andstæður hugsjónunum, því verða kröfur lögmálsins oft ekki nema orðin tóm. Séra Jó- hann vitnar í eitt af boðorðum lögmálsins: „Á meðal ísraels dætra má engin vera sú, er helgi sig saurlifnaði, og meðal fsraels sona má enginn vera sá, er helgi sig saurlifnaði". Slík forskrift er þó ekki einhlítt vitni, hvorki um siðgæðisástandið í samskiptum kynjanna né um réttarstöðu kon- unnar og þá virðingu, sem hún naut. Gegn boðorðinu standa frá sagnir um hið raunsanna ástand, einkum meðal ættarhöfðingja og konunga, sem hlutu að verða öðr um fyrirmynd. Þannig lýsir höf- undur 1. Mósebókar því blygð- unarlaust, hvernig Abram seldi Faraó Söru konu sína undir þ.ví yfirskyni, að hún væri systir hans. „Og hann (Faraó) gjörði vel við Abram hennar vegna, og hann eignaðist sauði, naut og asna, þræla og ambáttir, ösnur og úlfalda". Sem sé, hagkvæm. eignaskipti! Var Abram þó manna handgengastur guði, Salómon, einn hinn göfugasti og vitrasti af konungum Gyð- inga, átti 700 eiginkonur og 300 hjákonur, samkvæmt heimild Biblíunnar. Það er erfitt að hugsa sér öllu viðbjóðslegra form saur- lifnaðar. Og hvað ætli hafi orðið um siðgæði almennings, þegar dáðir ættfeður og konungar raun hæfðu það þannig? Auðugir menn keyptu sér fjölda kvenna og héldu þeim í eins konar kyn- ferðilegri þrælkun og niðurlæg- ingu. Við þurfum því alls ekki að leita til Afróditehofsins í Korintuborg til þess að finna dæmi um saurlifnað, þó að fyrra Korintubréf Páls sé óneitanlega merkileg heimild um það siðleysi, sem jafnan grípur um sig í því samfélagi, þar sem konan er rétt- laus. Séra Jóhann segist ekki finna ákveðna málsgrein í Kóraninum, sem hann viti þó um og sanni, að Múhamed hafi kennt þá speki, að konan væri sálarlaus. Þarf nú að finna ákveðna nibbu til þess að sanna, að Ódáðahraun sé til? Staða konunnar meðal Múhamedstrúarmanna er nú ekki alveg óþekkt fyrirbæri. Sú staðreynd, að hægt er að kaupa og selja konur eins og búpening, geyma þær í búrum, þangað til eigandanum þóknast að velja þessa eða hina til einnar nætur MEÐFYLGJANDI mynd er af bifreið Bifreiðastöðvar Stykkishólms, sem er nú Mercedes-Benz-bifreið og er ætluð til vöruflutninga milli Rvíkur og Stykkis- hólms og hefur þegar ver- ið tekin í notkun og reynzt ágætlega. — Yfirbyggingu hennar annaðist Bifreiða- verkstæði Sigurðar Sigur- geirssonar í Stykkishólmi og er verkið prýðilega og smekklega af hendi leyst, svo sem myndin sýnir. Er þetta í fyrsta sinni sem slík yfirbygging hefur far- ið fram á bifreið í Stykkis hólmi. — Sigurður Sigur- geirsson hefur byggt gott verkstæði tii bifreiðavið- gerða og tók það til starfa í fyrra. — Hyggst hann byggja yfir fleiri vöru- flutningabeifreiðir, enda að staða til þess góð og ekki dýrara en annars staðar, ef ekki ódýrara. gamans, sýnir miklu áþreifanleg- ar trúna á sálarleysi konunnar en fáeinar línur í gamalli bók. AnnarS gáfu greinar mínar ekkert tilefni til þess að séra Jóhann fjölyrðir svo mjög um skækjulifnað. Eg minnist ekki á hann með einu orði. Eg krafðist aðeins hreinlífis og jafnréttis í samskiptum kynjanna, og ég þyk ist sjá bjarma af þeim degi í vaxandi frelsi konunnar, — þó að kólgubakki erfiðleika og vanda grúfi enn þá yfir. Öll sið- gæðisþróun mannsins er vandi og vogunarspil. III En víkjum aftur að jafnrétti kynjanna og þeim miklu metum, sem séra Jóhann telur konuna hafa notið meðal Gyðinga. í hverju kemur það fram? Gegndi konan kannski háu embætti í landsstjórn eða í guðsþjónustu? Ef hún var álitin standa iafn- nærri guði og karlmaðurinn, hvers vegna skyldi hún þá okki við og við hafa gegnt embætti æðsta prestsins? Og hin kristna kirkja, hvaða forystuaðstöðu veitti hún konunni? Hvers vegna sátu ekki jafnan nokkrar kon- ur í kardínálasæti og á erki- biskupsstólum? Á veraldarlegu sviði báru þó sumar kórónu. En kirkjan varnar þeim enn í dag að taka fullgildan þátt í boðun fagnaðarerindisins og rækja kirkjuleg embætti til jafns við Þannig var ástandið í fyrra- dag í bænum Clamart, einu úthverfi Parísar, eftir að stór- kostlegt jarðsig hafði orðið, gleypt nokkur hús og orðið og sýnir hún hvernig malbik a.m.k. 17 manns að bana. — ið hefur sprungið og gjár Myndin var tekin þar sem áð myndast í jörðina. — ur var aðalgata úthverfisins karla, þó að löngu sé viðurkennt, að trúarhneigð kvenna er dýpri og einlægari. í þessu er kirjan trú sinni fornu hefð. Hún stóð jafnan óhagganleg gegn kröfun- um um jafnrétti telpna og drengja til menntunar og á því sinn þátt í því að halda könunni um aldir í hinum kínversku fótareifum fá fræðinnar. Meðan á svari mínu stóð, hefir frú Golda Meir, utanríkisráð- herra fsraels, kynnt íslenzkum lesendum skoðanir sínar á svip- uðum vandamálum í lífi nútíma- konunnar og ég fjallaði um í greinum mínum (Morgunblaðið, 20. maí 1961). Frú Golda Meir telur vandann kannski auðleyst- ari en mér. sýnist hann vera, en algerlega sammála erum við um það, að konan eigi að njóta ó- skoraðs jafnréttis við karlmann- inn og að samfélagsþróun fram- tíðarinnar sé beinlínis undir þessu komin. Hins vegar lætur hún minna af jafnrétti kvenna og karla í Austurlöndum en séra Jóhann gerir. Hún segir: „Jafnræði karla og kvenna er nýnæmi þeim tugþúsund- um kvenna, sem koma frá hin um nálægari Austurlöndum og Afríku". Og á öðrum stað: „Eins og oft hefir verið á bent höfðu arabiskar konur hvergi fengið að kjósa, áður en ísra- elsríki var stofnað. Eftir það fóru einstöku Arabaþjóðir að rýmka hag kvenna". fslenzkum konum mætti koma það undarlega fyrir sjónir, sem Golda Meir segir frá í þessari grein, að 1951 hafi fyrst verið sett lög í ísrael, sem tryggðu konum eignarétt, yfirráð yfir börnum sínum og erfðarétt til jafns við karla. Ekki eru þau réttindi snemma veitt, þó að enn skorti þau með öllu í mörgum löndum. En hér talar kona, sem þekkir ástandið af eigin raun og kynnum. Trúarbrögð hafa misjafnlega háan hugsjónaboþskap fram að færa. Sum megna varla að hefja sig yfir ríkjandi ástand og verða því fremur heimild um mann- skilning og siði frumkvöðla sinna en leiðarvísir í trúarlífi- og sið- gæðisþróun mannsins. önnur benda fram til hárra hugsjóna, hefja sig svo greinilega yfir hinn ófullkomna raunveruleika, að þær gætu orðið öllu mannkyni verðugt keppimark. En jafnvel undir slíkum hugsjónum getur raunverulegu siðgæði hnignað, nema kona og karl stefni að því af heitri þrá, í fullu freisi og með öllum fjölbreytileik mann- eðlisins að endurnýja sífellt hið hefðgróna siðgæði og þoka því fram á við. Til þessa átaks þarf orka kon- unnar að losna úr fjötrum. Reykjavík, 28. maí 1961. Matthías Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.