Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORCUNQlAÐlh Miðvikudagur 7. júrií 1961 Sjötugur i dag: Jón Pálsson, dýralæknir systursónur hans, Gunnlaugur Skúlason, starfað hjá honum, er hann hefir haft frí frá námi, en hann stundar nám við dýralækna háskólann í Hannover. Er slík undirbúningsmenntun í starfi ómetanleg. Þau hjón eignuðust 4 sonu. Elztur er Garðar skógarvörður að Tumastöðum í Fljótshlíð. En á Selfossi búa hinir þrír, Páll tann læknir, Ólafur kaupmaður Og Helgi bankafulltrúi. Allir eru þeir bræður giftir og eiga börn. Er því framlag þeirra hjóna til héraðsins mikið, einnig að því leyti. Á þessum tímamótum, hlýtur því mörgum að verða hugsað til afmælisbarnsins af þakklátum huga og óska því blessunar. Ég þykist þess fullviss, að sólin fagni þér í dag með birtu og yl og það er ósk mín og bæn, að hún haldi áfram að verma þig og þitt hús. Steindór Gunnlaugsson. ENN stendur ómáð í minni mínu lítið atvik er gjörðist þá er ég í bernsku hafði fengið að fara með eldri systkinum mínum til mótekju í landi nágranna bæjar, en mór var þá enn notað- ur á stöku bæjum til eldiviðar. Er ekki útaf fyrir sig neitt frekar um það verk að segja, en þar sem verið var við verk þetta minntist ég þess, að eftir þjóð- vegium sáum við að kom maður ríðandi á jörpum hesti Og hafði annan til reiðar. Ferðamaður þessi bar sig vel á hestinum og fór með gát. Ekki man ég hvort að þessi ókunni maður spurði okkur til vegar, en hitt man ég að hann ávarpaði okkur og var iéttur í máli. Spurði hann hvort að við værum að „gjöra vegabæt- ur fyrir bæ þann er hann til- nefndi, og þótti mér að maðurinn spyrja skringilega þar eð að mér íannst að hann gæti séð að þarna var að öðru verki verið. Öll frekari gagnrýni hvarf þó fljótlega úr huga mínum því komumaður hafði á stuttri stund ýmiss gamanyrði við okkur sem að ekki sízt unglingum þótti gaman að. En því leiði ég hug- ann að þessu löngu liðna atviki, að í dag er ferðamaðurinn sem á er minnst, sjötugur að aldri. Mað- urinn var nefnilega Jón Pálsson dýralæknir á Selfossi þá nýkom- inn í Árnesþing og hefur vafa- laust í umrætt skifti verið að fara í einhverja lækningaferð hér um sveitina. Nú er það ekki ætlun mín að skrifa neina afmælisgrein um Jón Pálsson því það munu vafa- laust aðrir mér miklu færari menn gjöra. Hitt vildi ég mega á þessum vettvangi, senda honum örstutta kveðju mína og ætla ég að mér sé um leið óhætt að kalla það kveðju til hans frá húsráð- endum hér í Gaulverjabæjar- hreppi, því sannarlega hefir hann á starfstíð sinni ærið Oft bjargað og bætt gripi okkar þegar krankleiki ýmislegur hefur á þá sótt. Jón Pálsson hefir allt frá því er ég í áður áminnzt sinn sá hann fyrst staðið í huga mínum sem einn hinn allra geðþekktásti maður er ég hefi átt kost á að kynnast. Fer þar saman góð greind, aðdáunarvert léttlyndi, snyrtimennska og hispurslaus framkoma við hvern sem í hlut á. Han er og ráðhollur Og ráð- margur, óvæginn í sókn fyrir sín um skoðunum en skemmtilega lipur að setja niður deilur ef honum finnst að til óþurftar séu, Þannig hefi ég í örfáum orðum lýst þessum heiðursmanni sem nú hefir starfað fyrir sunn- lenzka bændur í 27 ár, en læt- ur nú brátt af störfum vegna ákvæða laga um hámarksaldur opinberra starfsmanna. í embætt isstörfum sínum hefir Jón verið hinn farsæli og vaxadi maður, fylgst vel með allri framþróun er orðið hefir á sviði dýralækn- inga, og jafnan þá viðbragðs fljót astur þegar honum hefir virzt mest-á liggja. Higg ég að um þetta geti allir þeir er mest skifti hafa við hann haft, verið mér sammála svo og hitt ekki síður á þessari stundu að flytja honum alúðarþakkir fyrir gott starf og einkar góða viðkynningu. Sannmæli er sem velvirtur bóndi hér sunnanlands sagði við mig fyrir stuttu síðan, að það væri þetta með hann Jón dýra- lækni, að hann væri ekki aðeins glöggur og farsæll dýralæknir, heldur og hefði hann jafnan með sér að flytja huggun og uppörf- un fyrir búandlið sem ósjaldan mætti stríða í ströngu með las- burða búpening sinn. Gunnar Sigurðsson. Seljatungu. Sveinsína Ágústsdóttir Sextug Sveinsína Ágúsfsdóttir JÓN PÁLSSON, dýralæknir á Selfossi, er í dag sjötíu ára gamall. Hann er fæddur að Þingmúla í Skriðdal 7. júní 1891. Foreldrar hans voru merk ishjónin: Páll, hreppstjóri í Tungu í Fáskrúðsfirði, Þor- steinsson, b. í Víðivallagerði í Fljótsdal, Jónssonar, Pálssonar, og Elínborg Stefánsdóttir, b. á Þóreyjarnúpi í Vestur-Húna- vatnssýslu, Jónssonar, prófasts í Steinnesi, Péturssonar, lögréttu- manns á Einarsstöðum í Reykja dal, Sigurðssonar, lögréttum. í Hvammi, Tómassonar, Helga- sonar. Varð þessum heiðurs- hjónum 14 barna auðið og eru 12 þeirra enn á lífi, en Jón dýralæknir er næst elztur þeirra. 17 ára hóf Jón skólagöngu sína. Fór fyrst í Flensborgar- skólann, lauk þar námi, en bjó sig því næst undir inntöku í Menntaskólann í Reykjavík. — Sat þar í 4. og 5. bekk, en vék þá úr skóla og hóf nám í Dýra- læknaskólanum í Kaupmanna- höfn. Brautskráðist þaðan með góðum vitnisburði 1918 og var skipaður sama ár dýralæknir í Austfirðingafjórðungi með bú- setu í Reyðarfirði. í þá tíð voru kröpp kjör dýralækna á Islandi, og þó verri áður, lág laun, stopull praxis, mest vegna sam- gangnaörðugleika, þar sem oft- ast var um vegleysur og tor- færur að fara, ekki sízt á Aust- fjörðum. Varð Jón dýralæknir að kenna áreifanlega á þessu. Vegna örðugra starfsskilyrða, fyrst og fremst, imdi hann hag sínum verr en skyldi í átthög- unum eystra. Þegar fimmta dýralæknisembættið var stofn- að, árið 1934, sem spennti yfir Suðurlandsundirlendið, Vestur- Skoftafellssýslu og Vestmanna- eyjar með búsetu á Selfossi, var Jón skipaður í það embætti. Skipti nú skjótt um til hins betra. Héraðið þéttbýlt og sæmi lega greiðfært yfir að fara. Blómlegur búskapur í flestum byggðarlögum. Nóg að starfa fyrir ötulan dýralækni. Starfskilyrði urðu nú Jóni að skapi. Ólatur, kátur og reif- ur gegndi han nú skyldustörf- um sínum, sanngjarn í kröfum fyrir ferðir og aðgerðir, því að alltaf fannst honum veiku kýrn- ar bóndans óeðlilegur tekju- stofn. Nú hefur hann rækt embættisstörf sín í héraðinu run 26 ára skeið og kunna sunn lenzkir bændur og búfjáreig- endur vel að meta störf hans og framkomu alla, enda þótt hrjúf orð hrjóti stundum af vörum hans, því hjartað er alltaf á réttum stað. Um skeið var hann nokkuð riðinn við opinber mál, var t. d. í framboði við Alþingiskosning- ar í Suður-Múlasýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í eitt skipti, að minnsta kosti. í hreppsnefnd sat hann á Selfossi um árabil. Félagsmál hefur hann hins vegar ávallt látið sig miklu skipta. Var einn af stofnendum Dýralæknafélags íslands og í stjórn þess um 24 ár, þar af formaður 15 ár. Hestamennska hefur látið honum vel. Sjálfur hefur hann haft yndi af hest- um og jafnan átt góðhesta, meira að segja gæðinga. Átti hann hugmyndina að stofnun Hrossaræktarsambands Suður- lands, skipulagði það og veitti því forstöðu fyrst um sinn. Var lengi formaður hestamanna félagsins „Sleipnis" á Selfossi. Og að lokum átti hann drjúg- an þátt í undirbúningi að stofn un Landssambands hestamanna félaga. Mætti hann í því skyni, sem formaður „Sleipnis“ á Þingvöllum 1941, ásamt Birni Gunnlaugssyni, form. „Fáks“ í Reykjavík og Ara Guðmunds- syni, form. „Faxa“ í Borgar- nesi og fjölda annara manna. Þar var Landssambandið í raun inni stofnað, þó að, stríðsins vegna, yrði það fyrst formlega stofnað 1949. í einkalífi sínu hefur Jón dýralæknir verið heppinn og hamingjusamur. Hann hlaut snemma þá gjöf, sem var gulli betri, nefnilega góða og glæsi- lega konu. Árið 1918, nýút- skrifaður af Háskólanum, kvæntist hann Áslaugu, dóttur Ólafs Stephensen, prófasts í Bjarnarnesi, Magnússonar Steph ensen, b. í Viðey. Þau Jón og Áslaug hafa eignazt fjóra efni- lega og drengilega syni, en þeir eru: Garðar, skógarvörður á Sámsstöðum, Helgi, bankafull- trúi á Selfossi, Ólafur, kaup- maður á Selfossi og Páll, tann- læknir á Selfossi. Allir kvænt- ir og eiga börn og buru. Sem stéttarbræður og starfs- félagar um langan aldur hafa okkar samskipti ávallt verið góð. Marga ánægjustund höfum við átt saman bæði hérlendis og erlendis. Notið höfum við hjónin frábærrar alúðar og gestrisni á þínu heimili. Fyrir allt þetta tjái ég þér mínar hjartans þakkir. — Svo óska ég þér allra heilla og hamingju á þessum merku tímamótum ævi þinnar. Lifðu enn heill um langan aldur, gamli vinur og stéttarbróðir! Reykjavík, 7. júní 1961 Sigurður E. Hlíðar. f DAG er Jón Pálsson dýralækn- ir á Selfossi sjötugur. Við öll sem þekkjum hann og höfum notið verka hans og vináttu um langan aldur, samfögnum honum Og hans húsi og óskum honum blessunar og gæfu um ókomin ár. Jón Pálsson er fæddur að þing múla í Skriðdal 7. júní 1891. Föreldrar hans voru Páll Þor- steinssön hreppstjóri, lengst bóndi í Tungu í Fáskrúðsfirði og kona hans Elínborg Stefánsdóttir Jónssonar prófasts í Steinnesi og því bróðir hins merka prests, séra Halldórs á Hofi óg ólst Elín borg upp að nokkru hjá honum. Eignuðust þau hjón 14 börn og eru 12 þeirra á lífi, en 2 dóu í æsku. En auk þess fóstruðu þau 4 börn sem misstu ung föður sinn. Er það undravert, að ljúka slíku uppeldisstarfi með prýði á ekki stærri jörð. Þau hjón voru líka bæði vel gerð og Páll ein- hver mesti léttleikamaður, sem ég hefi þekkt. Hann varð 96 ára ög hélt sér fádæma vel til hins síðasta. Jón Pálsson hóf nám í Flens- borgarskóla og síðan í Mennta- skólanum og lauk þar 5. bekkjar- prófi. Að því búnu hóf hann dýra læknisnám við Landbúnaðarhá- skólann í K-höfn og lauk þaðan prófi vorið 1918. Síðsumars það ár var hann skipaður dýralæknir í Austfirðingafjórðungi með bú- setu á Reyðarfirði. Frá 1. apríl 1934 var hann skipaður dýra- læknir í Sunnlendingafjórðungi Og hefir búið á Selfossi síðan. ♦ ---------------------4 f dag halda bændur i Árnes- sýslu Jóni Pálssyni dýralækni og konu hans, heiðurssamsæti í Selfossbíói, og verða þau hjón ekki heima hjá sér þann dag. ♦ ---------------------♦ Með starfi hans þar, hófst merk asti þáttur í ævistarfi hans. Ár- nesingar eða Sunnlendingar höfðu aldrei átt því láni að fagna að eiga lærðan dýra- lækni fyrr og má það merki- legt heita frá sjónarmiði nútíma fólks. Mér er það líka kunnugt, að Árnesingar söknuðu þess oft sárt, að eiga engan dýra- lækni nær en í Reykjavík, til að líkna skepnum sínum, þegar á þurfti að halda. Það vakti því mikinn fögnuð um Suðurland er dýralæknir sett ist þar að. Og Sunnlendingar urðu ekki fyrir vonbrigðum við komu hins unga dýralæknis. Þó umdæmið væri sfórt, vann hann brátt hug og hjörtu íbúanna, bæði sem læknir og maður. En svo ör hefir þróunin orðið, að dýralæknisumdæmið nær nú að- eins yfir neðri hluta Árnessýslu Og þó eru annirnar sízt minni en í byrjun. Jón Pálsson hefir því orðið giftudrjúgur í starfi sínu fyrir þetta hérað Og er því ekki að undra þó hann hafi hlotið al- mennar vinsældir fólksins fyrir fádæma lipurð, litlar kröfur og heppni í störfum, enda maðurinn fjörmikill og alúðlegur við hvern sem á í hlut. Auk þess hefir hann tekið þátt í og unnið að ýmsum framfaramálum hér- áðsins Og um mörg ár verið for- ystumaður að hrossakynbótum og sjálfur átt fjölda góðhesta. Að sjálfsögðu hefur hann ekki einn komist yfir allt það starf sem á honum hefir hvilt. En hann hefir verið gæfusamur í því eins og mörgu öðru. Hann hefir átt trúan lífsförunaut. Sama dag og hann lauk prófi frá Land- búnaðarháskólanum, kvæntist hann heitmey sinni Áslaugu Stephensen, en foreldrar hennar voru Ólafur prófastur Stephen- sen, síðast prestur í Bjarnanesi og kona hans Steinunn Eiríks- dóttir, ein af hinum kunnu Karls- skálastyrum. Var þetta honum hið mesta gæfuspor. Hefir frú Áslaug staðið trúlega við hlið manns síns alla tíð og aðstoðað hann ótrúlega mikið í starfi hans, svo til daglega. Ef hennar hefði ekki notið við, hefði fólkið ekki getað fengið eins alhliða og stöð- uga þjónustu eins og það hefir fengið. Hús þeirra hefir alltaf staðið opið fyrir öllum og hefir það verið ómetanlget. Auk þess hafa flestir ungir dýralæknar starfað hjá Jóni Páls syni í lengri eða skemmri tíma, meðan á námi þeirra hefir staðið og sumir þeirra eftir að hafa lok ið prófi. Undanfarin 3 ár hefir 1 DAG, hinn 7. júní, er Svein- sína Ágústsdóttir á Djúpavík 60 ára. Hún er mikilhæf kona, sem allir elska og virða, er henni hafa kynnzt. — Sveinsína er dótt ir hinna merku hjóna Petrínu Guðmundsdóttur og Ágústs Guð- mundssonar, Kjós hér í hreppi. Þar er Sveinsína fædd og upp- alin og bjó síðar myndarbúi, þangað til fyrir 14 árum, að hún og maður hennar, Alexander Árnason, sem gengu að eigast árið 1921, létu byggja gott hús í Djúpavík. Þau hjónin eiga fjög- ur börn, Sigurbjörgu, búsetta hér í hreppi, Ágúst, í Kópavogskaup- stað, Skúla oddvita á Hellissandi, og öldu, búsetta að Nesi í Suður- Þingeyjarsýslu. Ég þekki Sveinsínu vel, Og tel ég það mikið lán fyrir mig að hafa kynnzt henni. Höfum við rætt mikið saman og álít ég, að Sveinsína sé að mörgu leyti á rangri hillu í lífinu, eins og svo margir aðrir, enda þótt hún eigi miklu barnaláni að fagna. Svein- sína hefði orðið mikill og góður kennari, og farið út fyrir bókina, því að hún er greind kona og segir vel frá. Sveinsína finnur alltaf það betra í hverjum manni og má aldrei heyra nokkrum hallmælt. Og er það ekki einmitt slíkt fólk, sem íslenzku þjóðina vantar meira af? Þeim, sem finna það betra í hverj um manni Og koma öllu góðu til leiðar. Þá væri okkar þjóðfélag statt á fastari grunni en raun ber vitni um. Sveinsína saknar þess mikið, að hafa ekki getað haldið áfram búskap í Kjós. En börn þeirra hjóna voru öll komin upp Og far- in að heiman, og ekki hægt að koma við neinum nútíma búskap- artækjum, vegna vegleysis. —. Sveinsína er afar gestrisin, enda er Oft fjölmennt á heimili þeirra hjóna. Vil ég að endingu þakka Svein sínu góða og ógleymanlega við- kynningu á liðnum árum og ósk* henni — á þessum merku tima. mótum — allra heilla í nútíð og framtíð. Regína Thorarensen. Vil kaupa uýtízku íbú'ð með fallegu útsýni, 4—5 herbergi. HELGI GUÐMUNDSSON Sími 14476, kl. 4—6 í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.