Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 3
t Laugar'dagUr 17. júní 1961 r____________ • MORGVNBLAÐIÐ MgyhMU%Él»Wy — ii "i'* Í^WWWWI^ >WM»W*"^'%*>»»I*»'—^****^**^**'*"— Nánustu ættingjar 17. Umi Jóns Sigurossonar JÓN SIGURÐSSON átti enga afkomendur, eins og kunnugt er, hinsvegar ól hann upp systurson sinn, Sigurð Jóns- son, síðar sýslumann. Jón á hinsvegar fjölda ættingja á lífi og vill Mbl. gera nokkra grein fyrir hinum nánustu, þótt sú skrá geti enganveg- inn verið tæmandi, heldur ein ungis lausleg athugun. Jón átti tvö systkini, Jens rektor og Margréti húsfrú í Steinanesi. Um afkomendur Margrétar eru litlar heimildir •aðgengilegar. Hún átti Jón Jónsson skipstjóra frá Suður- eyri og áttu þau átján bör. Með al þeirra voru Sigurður sýslu maður, sem áður er getið, Þor leifur bóndi í Arnarfirði og Þórdís, sem átti tólf börn og búa fjögur þeirra nú hér í Reykjavík. Jens rektor lærða skólans áátti Ólöfu, dóttur Björns kennara Gunnlaugssonar, spekingsins með barnshjart- að, eins og hann var kallaður. Þau áttu níu börn, sem öll eru látin. Þau voru: Sigurður, prófastur í Flatey," Björn, kennari við lærða skólann, Jón yfirdómari, Bjarni lækn- ir, Þórður stjórnarráðsritari, Þórdís, átti Þorvald prófast Jónsson, Guðlaug, átti Sigurð sýslumann, frænda sinn, sem áður er getið, Ragnheiður, ein hleyp og Ingibjörg, átti Hjört lækni Jónsson. Börn séra Sigurðar á lífi eru: Jens, búsettur í Noregi, Brynjólfur gasstöðvarstjóri í Reykjavík og Ólöf, ekkja Ól- afs Sveinssonar, skipaskoðun armanns. <i-; Börn Björns á lífi eru: Á- Fiú Olöí Nordal gústa, kona Kjartans Thors, Arndis leikkona, Ólöf, ekkja Péturs borgarstjóra og Soffía kona Helga Péturssonar hjá SÍS. Börn Bjarna á lífi eru: Ing ólfur, raffræðingur í Reykja- vík, Jón og Ólöf, sem átti Jón Hallvarðsson fyrrv. sýslu- mann. Barn Jóns á lífi: Ólöf, kona Sigurðar Nordal prófessors. Barn Þórdísar, sem átti séra Þorvald Jónsson: Kristín. Þórður, Guðlaug, Ingibjörg og Ragnheiður voru barnlaus. Ættingjar Jóns Sigurðsson- ar í annan lið eru allir látn- ir, hinsvegar eru margir ætt- ingjar hans í þriðja lið á lífi. Mbl. heimsótti einn þeirna, frú Ólöfu Nordal og rabbaði við þau hjónin. Ólöf heyrði frá fyrstu tíð mikið talað um frænda sinn. Faðir hennar var í fæði hjá Jóni forseta á námsárum sín um í Khöfn. Jón Jensson kom oft seint í matinn og afsakaði sig með því, að hann vissi ekki hvað tímanum liði. Einu sinni lagði Jón forseti for- láta vásaúr é borðið fyrir framan frænda sinn og sagði: „Nú hefur þú enga afsökun lengur, nafni minn." Alltaf var talað um Jón forseta á bernskuheimili Ólaf ar með ástúð og aðdáun. Hann hefði verið mjög „flott" í sér og höfðingi mikill, aldrei keypt nema hið bezta. Hann var dálítið ráðríkur heima fyrir, en góður heimilisfaðir. Þegar þungt var í Ingibjörgu konu hans, þá 'hefði hann hælt matnum eða öðru og þá glaðnaði yfir henni. Ingibjörg dáðist mjög að manni sínum og 'hefði sam band þeirra verið einstaklega innilegt. Ýmsir gripir tengja minn- ingu Jóns forseta og foreldra hans við ættingjana. Frú Ólöf á mikla festi úr gylltu silfri frá 15. öld, mikinn kjörgrip. Festi þessa gaf Þórður henni og bað hana bera festina oft. Festina sagði Þórður vera frá ömmu sinni, móður Jóns Sig- urðssonar. Ragnheiður Jensdóttir gaf syni Ólafar, Jóni Sigurðssyni Nordal, tónskáldi, tannstöng- ul og eyrnaskefil úr gulli og silfri, sem Jón forseti hafði átt. Gjöfin var gefin nafna Séra Jón Auðuns dómpiófastur: HVERJIR ruddu veginn, sem vér gengum til enda 17. júní 1944? Nöfnin geymast á gullspjöldum Sögu. En í lifandi hjörtum lif- andi manna eiga þau að geymast bezt. Hverjir voru þessir menn? Hæst allra ber hann sem vestur á Hrafnseyri fæddist fyrir 150 árum. En þótt hann bgri hæst og þakkarskuldin við hann sé stærst er hér fleiri manna að minnast. Þeir voru menn, sem létu sér ekki nægja að hjartað brynni við söng og fögur heit á veizlu- og viðhafnardögum. Þeir voru menn, sem við þreytandi störf og vonbrigði virku daganna varð- veittu í hjartanu eld, sem nærð- ist af sögu landsins og söngvum. Þeir voru menn, sem í eigin hjarta fundu harma landsins brenna, heyrðu í sjálfs síng sál gleðisöngva og sorgarljóð þúsund ára þjóðarsögu. Elskum vér ísland eins og þessir menn? Af sterkum sonum og dætrum hófst þjóðin til vegs. Af skapfestulausum og veikgeðja börnum getur hún hlotið van- sæmd á ný. oss lærist að dýpka sarnfélags- kenndina? En hvernig má oss takast það, ef vér höldum áfram að grafa undan henni ræturnar með vaxandi og ábyrgðarlausri afkristnun þjóðarinnar? í vísu, sem Sighvatur Þórðar- son kvað á Gautlandi fyrir sjö öldum, er fyrst í bókmenntum notað heitið „íslenzkur". Hvern- ig berum vér það nafn í dag? Hver mun verða dómur sögunn- ar um oss, fyrstu kynslóð hins endurheimta lýðveldis? Er oss það Ijóst, að lýðræðið fáum vér ekki varðveitt, nema Jóns réttum 70 árum eftir að Jón forseti hafði eignazt hana en á gripina er grafin dagsetn ingin 17. 6. 1856. Frú Ólöf og maður hennar kunnu frá mörgu fleiru skemmtilegu að segja, sem rúmsins vegna verður að bíða betri tíma. #%^^<MW^#%^%iW»»#«i%»^<^wW>t%»^M^<N<%^^^>WM%^iW^*'»*%l ,.^Ke ">¦(? ?*Wt Til þess að vera góðir borgar- ar, verðum vér að vita, að vér erum ekki aðeins í samfélagi við þá sem samtímis oss lifa í land- inu, heldur einnig í órofa sam- félagi við liðnar kynslóðir, sem létu oss eftir þann arf, sem vér lifum af. Og meira en það, í órofa sambandi einnig við kyn- slóðirnar, sem á eftir oss koma. Það vissi séra Björn í Sauðlauks dal, er hann kvað: Ég skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi. Eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Eftir mig kemur einhver sá, sem hlýtur. Bið ég honum blessunar, Þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Lifum vér í þessu fagra landi eins og gestaherbergi, sem aðrir lifðu í á undan oss og enn aðrir eiga að gista eftir að vér erum fyrir ætternisstapa gengnir? Er oss slík siðferðileg alvara í hug, eða tregðumst vér við að sýna hollustu og þegnskap, þegar líð- andi stund gerir til vor réttmæt- ar kröfur? Vér lifum á arfi, sem feður og mæður létu oss eftir. Og arfi eig- um vér að skila hinum óbornu í hendur, ef vér viljum ekki hljóta þann dóm, að hafa verið hvort tveggja: verrfeðrungar og níð- ingar niðjanna í semi. Vér lítum yfir sögu mikillar baráttu og sú móðir, sem vér miklumst af, kallar oss til bar- áttu enn. Hlýðum vér því kalli? Erum vér fús á að fórna, þegar þjóðarsómi býður og þjóðarhag- ur krefst? Eða ætlar hér hver sjálfum sér ávinninginn og öðr- um fórnirnar? Hefir samruni hinnar norrænu drengskaparhug sjónar og kristilegrar samhyggju alið í oss þá manndómslund, að vér kunnum að standa saman? Vorblómasalan 19? I FYRIR 50 árum, 17. júní 1911, íór þessi vagn um baeinn, fkreyttur bláum og hvítum blómum og bláhvíti fáninn blakti við hún á honum. Þarna voru Hringkonur á ferð með sína fyrstu blómasölu, sem að því er við bezt vitum, mun vera fyrsta fjáröflunin af þessu tagi til mannúðar- mála í Reykjavík. Vagninn fór um göturnar á ttiátíðisdaginn og prúðbúnar telpur seldu úr honum hvít blóm með bláum depli í miðj unni. Voru þetta kölluð Vor- blómin. Margir bæjarbúar þekkja vafalaust telpurnar þrjár í vagninum, þær Jakobínu Sighvatsdóttur (Bjarnasonar), Sigríði Guð- mundsdóttur (Böðvarssonar) og Guðrúnu Einarsson (Magn úsar dýralæknis). Frú Ásta Einarsson, kona Magnúsar Einarssonar dýralæknis og móðir Láruaar Einarssonar prófessors í Árósum, stendur við hestinn. Þ«u hjónin munu Framh. af bls. 15. „Elskum ekki með orði og ekki heldur með tungu, heldur í verki og sannleika", segir heilagt orð, Elskum ísland þannig, sem ein- huga þjóð, er þau örlög eru bund in, að hún getur því ekki gleymt, að fyrir sundurlyndi og sér- drægni týndi þjóðin frelsi hins fyrra lýðveldis í hendur Hákoni gamla, og setti um seinan, eins og naprasta háð um sig sjálfay þessa málsgrein inni í Gamla sáttmála: „Utanstefningar viljum vér engar hafa"! Elskum ísland í verki, eins og menn sem vita, að vér getum ekki varðveitt lýðræðið nema með hollustu við hugsjón sam- félagsins sem ábyrgir menn, vak andi á verði um þjóðarhag og þjóðarsóma. Lærum af grátlegu dæmi Snorra, er samdi hina þjóðhollu ræðu Einars Þveræings gegn Grímseyjargjöf en gekk sjálfur á vald Skúla hertoga og sjóla Noregs. Menntamálaráðherra voldug- asta einræðisríkis veraldar ¦ lýsti yfir því í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum hér í Reykjavík, að við hlið kommúnisma gæti kristindómur og trú á annað líf að baki líkamsdauðans ekki stað- izt. Hún veit, hvað kommúnismi er, hin volduga kona. En vestrænu lýðræði er á gagnstæðan veg farið. Vér fáum ekki varðveitt það. nema sem kristin þjóð. Af kenningu Krists œn mannhelgi og manngildi fæddist vestrænt lýðræði. An kristindómsins verður það ekki varðveitt, því að þar liggja rætur þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.