Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1961, Blaðsíða 11
f Laugardagur 17. júní 1961 MORGUNBLAÐ1Ð 11 W**0*m0tmHi0'*Mim »M>MW<^MlXW%^W>W<%^M>WM< VIPMYNDIR FYKIR 150 árnm var fæddur á Rafnseyri við Arnarfjörð Jón Sigurðsson. Síðan hefur ljómað mest af þessum degi í sögu þjóðar vorrar. Við hann, þá og síðar, tengjast helgustu minn- ingar, stærstu vonirnar. Stofn- un Háskóla Islands fyrir 50 ár- um, endurreisn lýðveldis á ís- landi fyrir 17 árum, dagur þjóð- arinnar síðan. Jón Sigurðsson hefur þegar hlotið heiðurssess í íslandssög- unni. Engum manni hefur ver- ið meiri sómi sýndur, bæði í bundnu máli og lausu, rit hans ©g ræður hafa verið gefin út í vönduðum útgáfum, bréf hans hafa verið birt. Þess er því vart að vænta, að margar nýungar komi fram á 150 ára fæðingardegi þjóð- hetjunnar. Hér mun leitazt við að bregða upp svipmyndum úr lífi Jóns forseta og hefur verið stuðzt við ýmsar heimilidir, einkum þó hið mikla ritverk dr. Páls Eggerts Ólasonar. M Svipir úr mannlýsingum Þegar séra SigurSur, faðir Jóns, hafði búið hann undir há- skólanám, fer Jón úr föðurhús- um á 19. ári og stendur á eigin fótum upp frá því. Hann þró- aði þá þegar meS sér þá mann- kosti, sem ásamt meðfæddum hæfileikum hans og þekkingu urðu lykillinn að stjórnmála- og fræðaframa hans. Sagt hef- ur verið um Jón, að iðjusemi hans, atorka og afkastasemi héldust í hendur við trú- mennsku og vandvirkni með eindæmum. Þar við bættist dæmafá skarpskyggni, gott og trútt minni, fjölbreyttar gáfur og óvenjudjúpstæð þekking á þeim viðfangsefnum, sern hanh fjallaði um. ISjusemi Jóns var viðbrugðið. Sagt var, að hann talaði við- stöðulaust við þá, sem hjá hon- um voru, en ynni jafnframt að hinum erfiðustu rit- og fræði- störfum. Hann skoraðist aldrei undan að taka þátt í gleðskap kunningja sinna á námsárun- um, en ét það þó aldrei bitna á skyldustörfum sínum. Páll Melsteð segir frá því, að væri Jón úti fram undir miðnætti á laugardagskvöldi, þá hefði hann alltaf sezt við lestur og skriftir, þegar hann kom heim og sagzt þurfa að ná því, sem hann hafi af. sér haft við útiveruna. Gleð- skapur og smásvall var Jóni einungis hvíld og hressing, tímaþjófi leið hann engu að vera til hafta störfum sinum, eins og Páll Eggert kemst að orði. Eiríkur Briem segir, að Jón hafi drukkið vín við tækifæri, eigi síður en aðrir, en aldrei orðið ölvaður, svo að á bæri, hefði hann eflaust þolað mikið. Skömmu eftir aldamótin gerði eitt rit templara orð á drykkju skap Jóns, en tók þau ummæli þó jafnharðan aftur. Þegar á leið varð mikil gesta- nauð á heimili Jóns í Khöfn. Hélt hann ævinlega mikla risnu fyrir gesti sína, og var ekki smátækur á romm hjá kaup- manni sínum, að hætti höfð- ingja þeirra tíma. Hann verzl- aði alltaf hjá sama kaupmanni. Á afmæli sínu hafði Jón jafnan sérstakt við. Voru þá á borðum ungversk vín, alltaf sömu teg- undir. Allur annar munaður Jóns voru Vindlar á kvöldin. Alltaf sama tegund, keypt hjá sama kaupmanni. Af reikning- um Jóns virðist hann hafa drukkið mikið te. Um skemmt- anir virðist hann hafa haft gam an af söng og hljóðfæraslætti, því hann hefur tíðum farið í óperuna. Jón var viðmótsþýður mað- ur jafnan, við hvern sem var, hinn alúðlegasti í framkomu og látlaus, en í samkvæmum er því viðbrugðið, hver fagn- aðarauki var af honum, segir Páll Eggert. Sæti hann og væri að hugsa um eitthvað, þá var eins og nokkurs konar mók færðist yfir hann, en í viðræð- um var hann hinn skemmtileg- asti maður og jafnaðarlega skraf hreifinn, í samkvæmum var hann allra manna glaðastur og talaði þá einatt af fjöri, sagði Eiríkur Briem. Indriði Einarsson segir svo frá: „Ef stúdent, sem var kunn- ur forseta, mætti honum einum á götunni, þá stakk forseti oft hendinni undir arm honum, sneri honum við og mælti: „Þér hafið ekkert að gera, gang ið þér með mér". „Allir þessir göngutúrar enduðu, hvað mig snerti, á sama hátt. Forseti tók mig inn á eitthvert dýrasta kaffihúsið í Khöfn, heimtaði listann yfir vínin, veitti stórt glas af portvíni, sem ekki var hugsandi til að drekka, nema það kostaði eina krónu, bauð vindla, sem urSu að vera á 25 aura upp að einni krónu, til þess að það gæti komið til mála að líta við þeim. Fyrir utan kvaddi hann mig með virktum, vonaði að sjá mig næsta sunnu- dagskvöld heima hjá sér, setti hattinn langt niður í hnakkann og gekk létt og fjörlega heim á leið". Jón yar skartmaður mikill í klæðaburði alla ævi, að höfð- ingjahætti og að tízku þeirra daga. Myndi hver tízkumaður mátt við una þá reikninga, sem Jón fékk frá klæðskera þeim, er hann verzlaði við jafnan. Jón var hið mesta glæsi- menni og mun mjög hafa geng- ið í augu kvenna í Khöfn á yngri árum og var oft kallaður „Den smukke Sívertsen". Það var því ekki að undra, að heit- mey Jóns uppi á Islandi gerðist mjög óróleg, enda töldu marg- ir í Khöfn hann afhuga því ráði. Svo var þó ekki og kvænt- ist Jón Ingibjörgu frændkonu sinni Einarsdóttur eftir fyrstu þingsetu sína 1845. Hafði hún þá setið í festum á íslandi í 12 ár. — Á þeirri stundu eignaðist landið leiðtoga 9. dagur ágústmánaðar 1851, síðasti fundardagur Þjóðfundar- ins, var myrkur dagur í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. A þjóðfundinum eignuðust íslend- ingar þó nýja von. Það var prestssonurinn að vestan, fræði- maðurinn frá Kaupmannahöfn. Fundargerð 16. fundar þjóð- fundarins birtist hér orðrétt á eftir úr Tíðindum frá Þjóð- fundi íslendinga. Á þessum fundi gerðust sögulegustu at- burðir sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öldinni. Á þessum fundi var Jón Sigurðsson stærstur í aug- um þjóðar sinnar. „Allir á fundi. Gjörðabók frá síðasta fundi lesin og sam- þykkí. KONUNGSFULLTRÚI (Trampe greifi): Einúngis eitt af þeim málum, sem fundurinn fékk til umræðu, er á enda kljáð (þ.e. Frumvarp til laga um ákvarðanir nokkrar, áhrær- andi siglingar og verzlun á ís- landi); hin tvö önnur: „Um stöðu íslands í ríkinu", og „Um kosningar til alþingis", eru enn þá óbúin. Um hið síðar nefnda mál er enn þá alls ekki komið nefndarálit til fundarins, og hvað hið fyr nefnda mál snert- ir, þá eru að vísu 2 nefndar- álit komin um það til fundarins í fyrra dag; en álit meiri hluta nefndarinnar er svo úr garði Jón Sigurðsson forseti gjört, að fundurinn ekki hefur'¦ nokkra heimild til, að taka það til umræðu, og máli þessu gæti því ekki orðið frekar fram- gengt, nema því að eins, að því væri vísað aptur til nefndarinn- ar til nýrrar og löglegri með- ferðar. Þessi tvö mál eru þannig líkt á veg komin, og þá ég lagði þau fyrir fundinn, og lenging þingtímans um fáa daga, en ekki getur yerið til- tökumál nema að eins um fáa daga, gæti því ekki haft annan árángur en þann, að landið fengi að bera enn þá fleiri út- gjöld til einkis gagns, en þegar hyíla á því. Til að baka landi þessu fleiri áþarfaútgjöld, en orðið er, ég alls ekki ástæðu, og mun ég því, samkvæmt þeim myndug- leika, sem vor allra- mildasti konúngur hefur gefið mér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. ' OG LÝSI ÉG ÞÁ YFIR 1 NAFNI KONUNGS. J. kandid. SIGURÐSSON: Má ég biðja mér hljóðs, til að forsvara aS- gjörðir nefndarinnar og þings- ins? FORSETI: Nei. AÐ FUNDINUM ER SLITIÐ. J. kandíd. SIGURÐSSON: Þá mótmæli ég þessari aðferð. KONUNGSFULLTRÚI: (Um leið og hann og forseti (Páll amtmaður Melsteð) gengu burt úr sætum sínum): Ég vona, að þingmenn hafi heyrt, að ég hef slitið fundinum í NAFNI KON- ÚNGS. J. kandíd. SIGURÐSSON: Og ég mótmæli í NAFNI KON- ÚNGS OG ÞJÓÐARINNAR þess ari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konúngs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er hðfð í frammi. Þá risu upp þingmenn, og sögðu flestir í einu hljóði: VIÐ MÓTMÆLUM ALLIR. Á meðan þessu fór fram, þokuðust þeir, konúngsfulltrú- inn og fórseti, út úr þingsaln- um; en er þeir voru komnir út, kallaði einn þingmanna: „Lengi lifi konúngur vor, FRIÐREKUR HINN SJÖUNDI" og tóku þingmenn undir í einu hljóði. Síðan var gengið af fundi". (Orðrétt og stafrétt og með leturbreytingum Tíðinda frá Þjóðfundi íslendinga. Rvík 1851) f andstöðu við samherjana 1 einu máli lenti Jón Sigurðs- son í andstöðu við samherja sína á Alþingi, en átti sam- stöðu með Trampe greifa og dönsku stjórninni. Þetta lét hann þó ekki ráða gerðum sín- um, heldur fylgdi hann ótrauð- ur fram sannfæringu sinni, studdri þekkingu og framsýni. 1 máli þessu vann hann líka einn sinn stærsta sigur. Þetta var kláðamálið og dró til tíðinda í því á Alþingi 1857. Samherjar Jóns, allir þjóðkjörnir þing- menn, utan tveir, auk nokkurra konungskjörinna, vildu skera allt fé niður. Danska stjórnin, Jón og tveir þjóðkjörnir þing- menn vildu lækna hið sýkta fé. Á Alþingi urðu um þetta mjög harðar deilur, svo og land allt. Jóni blöskraði mjög skammsýni landa sinna, hélt margar ræður um málið á Alþingi og beitti þá fyrir sig skemmtilegum og kjarn yrtum dæmum, sem gaman er að rif ja upp. í umræðum um frumvarp um víðtækar lækningaráðstafanir komst Jón svo að orði: „En ef stjórnin samþykkir ekki frum- varpið, þá eru veiktar tilraunir stiftamtmannsins, en styrkt sú hugsun almennings, að ekkert sé til bjargar, nema drepa allt niður, og mér þykir það sann- arlega undarlegt, að Alþingi vilji stuðla til þess, að ónytj- ungarnir ráði, sem ekki vilja eða nenna að lækna, en hinir duglegri mennirnir, sem vilja stuðla til að frelsa það, sem frelsað verður, verði látnir líða og beygja sig undir ónytjungs- skap hinna. Þetta háttarlag minnir mig á þá hugsim manna hér fyrir skemmstu, þcgar sum- ir álitu, að þilskip væru til skaða. Ég man svo langt, aö það komu menn til mín, sem kváðust vera sannfærðir um, að þilskip væru ekki nema til hel- bers skaða fyrir hina fátæku, sem ekki hefðu efni á að leggja í þilskip, heldur yrðu að fiska á bátum, því að það væri svo sem auðvitað, að þilskipin drægju frá þeim alla björg, þar eS þau gætu farið djúpt undan landi, en bátarnir ekki, og tælt þannig aflann frá bátamönnum, sem væri þá allur þorrinn. Ég get ekki neitað, að ég varð nokkuð hissa, og ég spurði því, hvort þeir vildu láta fyrirbjóða öll þilskip. „Já, einmitt það", sögðu þeir, „vér viljum láta fyrirbjóða að fiska, nema á bát- um". Þetta og því um líkt for- svar eiga þeir jafnan, sem ekki vilja taka sér fram, það er ætíð af umhyggju fyrir þeim fátæku, en endalyktin verður, að það verður til að gera fieiri fátæka". Mikið var deilt um hugsan- legan niðurskurð á sannanlega heilbrigðu fé og skaðabætur fyr ir slíkar aðgerðir. Um þetta sagði Jón: „Ef setning hins háttvirta varaforseta (Jón ritstj. Guð- mundsson, helzti samherji Jóns í öllum öðrum málum), að menn yrðu aS skera þaS, sem kynni að veikjast, væri rétt, þá ætti að skera allt niður, svo að engin kind gæti veikzt og orðið þannig öðrum til skaða. Það er hinn mesti munur á því, með tilliti til skerðingar á eignarétt- inum, hvort skera skal sjúkt eður heilbrigt. Eignaréttinn á að virða til hins ýtrasta og grípa inn í hann fyrst þá, þegar aug- ljóst er orðið, að tjón fyrir aðra að öðrum kosti verður að hljótast. Að grípa svona inn í eignaréttinn, án þess að skað- inn á hinn bóginn sé augljós, er rétt eins og maður segði við mann, sem maður mætir meS byssu: „Þú ert þar með hættu- legt morðvopn, ég tek það af þér, því að þú kannt að gera skaða með því". Þetta vitum vér þó allir, að engum dettur í hug aS taka svo af manni eign hans, fyrir tóma grunsemd eða ótta". Það fór þó svo, þrátt fyrir skeleggan málflutning Jóns, að niðurskurðarmenn báru hærri hlut á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum gegn fjór- um. Danska stjórnin lét, þrátt fyrir það, til skarar skríða við lækningarnar áriS eftir og veitti til þess 30 þúsund dali. Jóni Sigurðssyni var falin fram- kvæmd um umsjón með aðgerð- unum ásamt yfirdýralækninum í Danmörku. Þeir gengu í málið af oddi og eggju, þrátt fyrir mikla andstöðu á íslandi og leystu málið farsællega. Jón var mjög rógborinn fyrir þessar framkvæmdir og af- stöðu sína. 1 Norðra 1860 segir: „Það mun flestum hafa brugðið í brún, þegar hingað barst sú fregn, að herra J. S. væri orð- inn leiguþjónn hinnar dönsku stjórnar, og það í jafnóþakklátu máli sem kláðamálinu. Vér lét- um segja oss það þrem sinnum, eins og Njáll vígsmálið Þórðar leysingja". Framh. á bls. 15. t0*t***0mfm*i*0i0m*0*0*0*»jmat^0*m0m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.