Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmíudagur 22. Júní 1961
Þegar Þjúðvifjinn gefst upp á
blekkingunum tekur Tíminn við
TIL skamms tíma hef-
ur kommúnistamálgagnið
haft yndi af því að birta
rammagreinar, þar
bent hefur verið á ein-
staka vöruflokka, sem
hækkað hafa í verði og
tilgreint í hundraðshluta,
hve miklu hækkunin hafi
numið. Að sjálfsögðu hef-
ur blaðið ekki haft rúm
fyrir annað en það, sem
mest hafði hækkað. Þjóð-
viljamenn eru nú orðnir
uppgefnir á þessum elt-
ingaleik, en þá tekur Tím-
inn við.
1 gær birtir blaðið á
forsíðu lista yfir nokkra'
vöruflokka, sem hækkað
hafa í verði. Er þar frá
sumu rétt skýrt, öðru
ekki, en athyglisverðust
sem er þó þögnin um aðra
vöruflokka. Blaðið getur
þess, að mjölvara hafi
hækkað um 54% síðan
fyrir gengislækkun, en
varast hins vegar að minn
ast á það, að meðalhækk-
un allra matvara skv. vísi-
tölu hefur frá því í marz
1959 aðeins verið 10%.
Þetta byggist fyrst og
fremst á því, að kjöt hef-
ur aðeins hækkað um 7%,
fiskur um 5% og mjólkur-
verð er óbreytt, eins og
kunnugt er.
Um vörutegundir þær,
sem Tíminn velur, er það
að segja, að þær voru áð-
ur yfirleitt með sérstöku
yfirfærslugjaldi, sem að-
eins nam 30%. Var því í
raun og veru um að ræða
niðurgreiðslu á innflutt-
um vörum. Þá niður-
greiðslu var ákveðið að
afnema með efnahagsráð-
stöfununum í fyrra, enda
fráleitt að greiða niður
nokkrar erlendar vöruteg-
undir í þeim tilgangi að
falsa vísitöluna.
Um fatnað og álnavöru
er það að segja, að sú
vara héfur að vísu hækk-
að um 24% og hiti og raf-
magn um 26%, en Tíminn
tilgreinir sérstaklega kola-
hækkun, sem er 52%.
Blaðið getur þess raunar,
að olía til hitunar húsa
hafi hækkað um 32%, en
varast að minnast á, að
töluverður hluti þeirrar
hækkunar, er vegna hækk
unar erlendis.
Þrátt fyrir hækkanir
þær, sem þannig hafa orð-
ið er vísitalan aðeins 104
stig, og er þess þá að
gæta, að á móti verð-
hækkununum vegur lækk-
un opinberra gjalda úr
9.420 kr. í 7.458 kr. á vísi-
tölufjölskyldu, og fjöl-
skyldubætur til þeirrar
fjölskyldu hafa hækkað
úr 1.749 kr. í 5.824 kr.
— Krúsjeff
Framh. af bls. 1
komu í ræðu Krúsjeff í dag,
hvort ekki beri að hafa her-
lið Atlantshafsríkjanna enn
betur viðbúið átökum en áð-
ur, með tilliti til Berlínar.
En ef Krúsjeff gerir alvöru
úr því að semja sér-frið við
Austur-Þýzkaland, mun það
vafalítið leiða til árekstra út
af Vestur-Berlín. — Opinber
ir talsmenn hafa ekki feng-
izt til þess að segja neitt um
þetta, annað en það, að
ræða Krúsjeffs í dag yrði
athuguð nákvæmlega austan-
hafs og vestan — til þess að
glöggva sig á því, hvort taka
bæri hana sem beinar pýjar
ögranir, eða einungis sem
ítrekun fyrri ummæla og af-
stöðu Krúsjeffs að undan-
förnu varðandi Berlín og A-
Þýzkaland.
At Hjalað um friffarvilja.
Krúsjeff talaði að vanda
xnikið um friðarvilja Sovétríkj-
anna í ræðu sinni í dag. Ásakaði
hann leiðtoga vesturveldanna
harðlega fyrir að hafna öllum til-
lögum sovétstjórnarinnar í af-
vopnunarmálunum — „enda þótt
allir ættu að geta séð, að þær
bæri að samþykkja“, eins og
hann komst að orði. „En við
munum endurtaka þær aftur og
aftur; við munum engrar hvíld
ar unna okkur, fyrr en allir hafa
skilið nauðsyn þess að leysa af-
vopnunarvandamálin“. Kvað
Krúsjeff það einmitt vera í anda
þess vilja Sovétríkjanna að út-
rýma öllum orsökum til styrjald
ar, að nú mundi hafizt handa um
friðarsamninga við A-f>ýzkaland.
Enda þótt vesturveldin héldu fast
við einhvern ímyndaðan „rétt“
sinn í Vestur-Berlín, mundu Sov
étríkin þó halda áfram að reyna
að ná samkomula-gi við þau um
Berlín og allt Þýzkalandsmálið.
ýr Þess vegna samningurinn
viff Hitler.
Krúsjeff reyndi að skýra út,
hvers vegna Hússar hefðu gert
griðasáttmála við Hitler í byrj-
un styrjaldarinnár. Þeir hefðu
verið neyddir til þess, enda þótt
Ijóst hefði verið að sá samningur
var gerður við „djöfulinn sjálf-
an“, sagði hann. — Orsökin var
sú, að sögn Krúsjeffs, að heims-
valdasinnar á vesturlöndum hugð
ust nota herveldi nazista til þess
að ganga milli bols og hófuðs á
ítússum — og þar með kommún-
ísmanum. Hefðu Rússar því
neyðzt til að gera umræddan
samning til þess að fresta átök-
unum, þar sem þeir hafi ekki
verið viðbúnir þeim í upphafi
stríðsins. — Og nú ætla heims-
veldasinnar sér að leika sama
leikinn á ný, sagði Krúsjeff, —
en sá er munurinn frá því fyrir
20 árum, að nú er ekkert ríki
éins voldugt og við.
Ac Líkar ræffur.
Fleiri leiðtogar sovétstjórn-
arinnar tóku til máls á umrædd
úm fundi, þar á meðal varnar-
málaráðherrann, Malinovsky mar
skálkur. Hann talaði á undan
Krúsjeff, og vakti það eftirtekt,
er sá síðarnefndi hóf mál sitt,
live efni ræðu hans var svipuð
og varnarmálaráðherrans — að-
éins miklu ýtarlegra og meira
farið út í einstök atriði varðandi
væntanlega friðarsamninga við
A-Þýzkaland o.fl.
Malinovsky sagði m.a., að
styrjöld væri vissulega ekki ó-
umflýjanleg — en Vínarfundur
þeirra Krúsjeffs og Kennedys
hefði sýnt, að Rússar „muni ekki
líða neinum að ávarpa sig frá
einhverjum valdatróni“. — Þá
kvað hann Rússa færa um að
verja heimaland sitt íyrir hvaða
árás sem væri. „Við getum hæg-
lega sett spennitreyju á hvern
þann vitfirring, sem hyggst
hleypa af stað kjarnorkustyrj-
öld“, sagði marskálkurinn.
Jónsmessuferð
út í bláinn
UM næstu helgi jónsmessuna,
efna farfuglar til skemmtiferðar
sem nefnist: „Jónsmessuferð út
í bláinn". — Eins og nafnið bend-
ir til, er þátttakendum ókunnugt
um hvert ferðinni er heitið, en
slíkar ferðir hafa verið farnar ár-
lega og tékizt mjög vel.
Verð farmiðanna er mjög lágt,
og hefur ætíð verið fjölsótt í
ferðirnar. Valinn hefur verið
staður sem ekki er á almanna-
leið, og er þar gott svæði til
leikja og gönguferða um ná-
grennið.
Skrifstofa Farfugla að Lindar-
götu 50, er opin á kvöldin kl.
20.30 til 22.00, og veitir hún allar
nánari upplýsingar um ferðina.
Lis Jacobsen látin
18. JÚNÍ lézt í Kaupmannahöfn
dr. phil. Lis Jacobsen, fædd Rub
in, 79 ára að aldri.
Hún varð stúdent aldamótaár-
ið, og var hún þá tekin að leggja
stund á málfræði, en rannsóknir
á því sviði urðu ævistarf hennar.
1907 hlaut hún gullpening há-
skólans í Kaupmannahöfn fyrír
málfræðiritgerð, og árið eftir
varð hún magister í norrænum
málvísindum, en 1910 hlaut hún
doktorsnafnbót fyrir rit sitt
„Studier til det danske RigssprOgs
Historie fra Eriks Lov til Christ-
ian III’s Bibel“.
Hún samdi mörg. vísindarit um
ævina, ritaði ótal tímaritsgrein-
ar og vann gífurlegt útgáfustarf.
T.d. gaf hún út „Peder Palladius
’danske Skrifter" í fimm «bind-
um á árunum 1911—1926. Starf
hennar var þó að mestu á tveim
ur sviðum: rúna-rannsóknum og
útgáfu hinnar miklu orðabókar
um danskt mál („Ordbog over
det danske Sprog”), en hún var
ritstjóri hennar 1916—1931. Þar
naut sín skipulagsgáfa hennar,
vísindalegir hæfileikar og dugn
aður.
Lis Jacobsen var þekkt langt
út fyrir hóp vísindamanna í Dan
mörku vegna blaðaskrifa sinna.
Blaðagreinar hennar vöktu jafn
an athygli, og eignaðist hún stór
an leseindahóp, sem tók mark
á ummælum hennar. Því varð
það íslenzkum málstað mikill
fengur, þegar hún bættist í hóp
þeirra, sem einna skelegglegast
héldu fram rétti íslandinga til
handrita sinna. Upphaílega var
hún á andstæðri skoðun og mælti
gegn afhendingu, en henni sner
ist hugur seint á ævinni.
10 Norðfjarðar-
bátar á síld
Neskaupstað, 21. júní.
TÍU síldarskip fara héðan á veið
ar norður, og eru átta þeirra
þegar farin. Fyrsta norska síld-
veiðiskipið, sem kemur hingað
i sumar, var hér í gær.
Belgíski togarinn Prince kom
hingað í dag vegna bilunar og til
•’ð fá viðgerð. — S. L.
Samkomu-
lag á SigSu-
firði
í FYRRINÓTT náðist samkonra-
lag milli stjórnar Síldarverk-
smiðja ríkisins og Verkamanna-
félagsins Þróttar á Siglufirði .1
kjaradeilunni. Byggðist sain-
komulagið á samningum þeim,
sem Þróttur og Vinnuveitenda-.
félagið höfðu geu't hinn 10. þ. m.
Eiga þeir samningar að gilda hjá
Síldarverksmiðjunum eftir þvi
sem við á. Þó voru gerðar tvær
eða þrjár smávægilegar breyt-
ingar, en auk þess var samþykkt
að síldarverksm. ríkisins ti,í-
nefndu annan endurskoðanda
væntanlegs sjúkrasjóðs Þróttar
og að um hann skyldi gilda gú
reglugerð, sem samkomulag verð
ur um milli launþega og vinnu-
veitenda á Akureyri.
íróttarmenn höfðu farið frain
á að verksmiðjurnar greiddu
þeim laun frá 14. júní, vegna
vinnustöðvarinnar, en féllu að
lokum frá þeirri kröfu.
Sami'hgarnir tóku gildi frá og
með gærdeginum og hófst þá
vinna í síldarverksmiðjunum.
Á fundi stjórnar síldarverk-
smiðjanna mun hafa verið gerð
tillaga um síldarverð og bíöur
hún ákvörðunar ráðherra.
Strætisvagna-
fargjöldin
í GÆR var borið saman fargjóld
með strætisvögnum á Norður-
löndum. Vegna prentvillu verð
ur samanburðurinn prentaður
hér aftur. (í ísl. kr.).
Finnland ...... 4.15
Danmörk ....... 3.85
Svíþjóð ....... 3.30
Noregur ....... 3.20
ísland (SVR) .. 2.10
(1.47 afsláttarmiðum)..
Afsláttarmiða kaupa 2/3 hlut
ar farþega. Þá má þess og geta,
að á Norðurlöndum greiðir barn
að 12 ára aldri hálft fargjald en
hér einungis einn þriðja.
Þrír
franskir
kafarar
MORGUNBLAÐIÐ fregnaði í gær
kvöldi að nú væri ákveðið að
hingaiS kæmi köfunarflokkur frá
franska flotanum vegna mynda-
töku á flakinu af Poruquoi pas?
Og þar á meðal væru a.m.k. 3
kafarar, sem taka muni kvik-
myndir neðansjávar af flakinu,
Væru þeir væntanlegir um eða
eftir næstu helgi.
Nánar er sagt frá þessari fyrir
huguðu kvikmyndun í dagbók-
inni í viðtali við kunnan fransk-
an sjónvarpsmann, sem hefur ver
ið að reyna að fá menn til að
taka þetta efni á filmubút til
notkunar í sjónvarpsþátt sinn.
Heíllaóskir
Jörgensens
til háskólans
HINN 17. júní, á fimmtugs-
afmæli Háskóla íslands, barst
skólanum svohljóðandi skeyti
frá Jþrgen Jþrgensen, mennta
málaráðherra Dana:
„Ég lýsi affdáun minni
á hinum miklu og ágætu
störfum, sem unnin hafa
veriff um fimmtíu ára skeiff
við Háskóla íslands og
árna honum allra heilla.
Flyt ég háskólanum ein-
læga kveffju mína og læt í
ljós ósk um áframhaldandi
vöxt og viðgang hins f jöl-
skrúðuga íslenzka menning
arlífs.
Jþrgen Jþrgensen.
NORÐUR af Islandi er grunn
og kyrrstæð lægð, en háþrýsti
svæði yfir sunnanverðu At-
lantshafi. Vestan við Græn-
land er alldjúp lægð, sem
hreyfist norðaustur eftir, og
má búast við að hún hafi nokk
ur áhrif á veður hér á landi
á fimmtudagskvöld eða föstu-
dag. Yfirleitt er kyrrt og
bjart veður á kortsvæðinu og
hlýindi nálægt meðallagi eftir
árstíma.