Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 3
Fimmfudagur 22. jöní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 tw SAGA FRA TJÖRNiNNI „MIKIÐ er heimurinn stór,“ sagði lítill andarungi, um leið og hann braut eggskumið og horfði nýfæddum augum á Tjörnina. Og það var satt: 'í samanburði við eggið var Tjörnin stór. Og hvernig átti hann að vita, að þetta var ekki allur heimurinn — og meira að segja hnötturinn er eins og lítið egg í geiminum? ,,Þú verður bráðum stór líka,“ sagði mamma hans og horfði ástúðlega yfir hópinn sinn. „Alveg eins og heimurinn?“ spurði litli andarunginn, en allar endurnar á Hólmanum hlógu, meira að segja systk- in hans hlógu að honum, því að þau voru svolítið verald- arvanari. „Þú átt eftir að sjá, ungi litli, hvað heimurinn er stór,“ sagði virðulegur bliki, sem hafði víða flogið, „það eru til margar aðrar tjamir, og svo sjórinn." „En þessi er bezt,“ sagði gömul kolla, „því að veiði- bjallan kemur sjaldan hing- að.“ „Hvað er veiðibjalla?" sagði litli andarunginn og kenndi hrolls, þegar hann sagði orðið. „Það er ljótur fugl, sem borðar litla unga,“ sagði blik inn virðulegi og skimaði til lofts. „Ert þú pabbi minn?“ spurði litli andarunginn og horfði aðdáuniaraugum á hann. Blikinn kímdi og svaraði: „Það getur vel verið, ungi litli.“ ■ „Ég vil verða eins og þú,“ sagði litli andarunginn. „Þá verðurðu að vera dug- legur,“ sagði blikinn og synti tígulega út á Tjörnina. Og litli andarunginn var duglegur: Hann synti um alla Tjörnina, borðaði, svaf og dafnaði. „Þú verður einhvern tíma eins stór og fallegur og blik- inn, sem þú ert svo hrifinn af,“ sagði mamma hans (það var hún raunar líka). „Hvenær get ég þá flogið?“ spurði litli andarunginn og leit óþreyjufullur til himins. „Þegar vængirnir eru orðn- ir nógu stórir," sagði mamma hans. „Hvenær verður það?“ sagði litli andarunginn. „Bráðum’,“ sagði móðir hans, „vertu ekkl óþolinmóður." „Mig langar svo mikið til að sjá, hvað heimurinn er stór,“ sagði litli andarunginn. „Það er bezt að kynnast heiminum sem minnst,“ sagði mæðuleg kolla. Litli andarunginn leit undr- andi á hana. „Já," sagði mæðulega koll- an, „það er ekki allt fallegt eða gott í þessum heimi.“ „En hann er víst voða stór,“ sagði litli andarunginn. Örlögin höguðu því þann veg, að litli andarunginn kynntist í einni svipan: vonzku heimsins og víðáttu. Það er sorgleg saga og ef til vill ekki falleg, en hún er sönn. Það var fagran sólskinsdag: „Veiðibjallan kemur, veiði- bjallan kemur,“ kölluðu end- urnar á Tjörninni, og allir ungarnir reyndu að fela sig, nema litli andarunginn. Hann horfði hugfanginn. til himins, þar sem stór, hvítur fugl sveif þöndum vængj um yfir Tjörn- inni og lækkaði flugið. Væng- irnir köstuðu skugga á vatns- borðið, eins og þar flygi ein- hver annar, svartur fugl. En litli andarunginn kenndi ekki ótta, og heyrði ekki að- vörunarhróp móður sinnar og hinna andanna, þegar veiði- bjallan steypti sér yfir hann. Það var eins og drægi snöggvast fyrir sólina og kald ur vindsveipur stryki Tjörn- ina, og litli landarunginn lok- aði ósjálfrátt augunum. Þeg- er hann opnaði þau aftur, sá hann andartak yfir Tjörnina; móður sína, systkin, mæðu- legu kolluna, virðulega blik- ann og allar hinar endurnar; Hólmann, já, húsin við Tjörn- ina og sjóinn. Andvarp leið frá brjósti hans: En hvað heimurinn var stór. Síðan gleypti veiðibjall- an litla ungann. En hiann varð sjálfur — alveg eins stór og heimurinn — sál hans. i.e.s. .* Prestastefna Is- Eands sett í gær PRESTASTEFNA íslands var sett í gær. — Klukkan 10.30 í gærmorgun hlýddu klerkar messu í Dómkirkj- unni. Dr. theol. Bjarni Jóns- son vígslubiskup predikaði og þjónaði fyrir altari við altarisgöngu ásamt biskupi íslands. Prestastefnan var sett með bænargerð í kapellu Háskóla ís- lands kl. 2 e. h. 1 upphafi athafn- arinnar léku þeir dr. Páll ísólfs- son og Þórarinn Guðmundsson. Eunginn var sálmurinn Vér kom- um saman á kirkjufund og Bisk- up íslands las ritningarkafla, flutti bæn og sagði Prestastefn- una setta. Þá var gengið í hátíðarsal há- skólans og þar flutti biskup ís- lands herra Sigurbjörn Einars- aon ávarp. Minntist hann í upp- ihafi máls síns presta er látizt hafa á liðnu Synodusári. Einnig prestekkna og fyrrverandi söng- rnála-stjóra. Vottuðu fundarmenn minningu hinna látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Þá ræddi biskup um breyting- ar á kirkjuembættum og skýrði frá því meðal annars, að fimmtán prestaköll væru nú óveitt. Einnig gat hann þess að tíu kirkjur hefðu verið vígðar á árinu, end- urbyggðar og nýjar. Á prestastefnunni lá frammi skýrsla um kirkjuleg störf á liðnu ári, almennar guðsþjón- ustur voru 3408 árið 1960, barna- guðsþjónustur 837 og aðrar guðs- þjónustur 375. Af einstökum prestaköllum voru flestar guðs- þjónustur í Hallgrímsprestakalli — 159 en fæstar í Árnespresta- kalli — 4. Þá var einnig lögð fram skýrsla söngmálastjóra, skýrsla um æskulýðsstarf Þjóðkirkjunn- ar, samin af æskulýðspresti sr. Ólafi Skúlasyni og ársskýrsla vinnubúðanefndar eftir dr. Þóri Kr. Þórðarson. Kl. 4 síðd. í gær hófust umræð- ur um veitingu prestsembætta og frumvarp um breytingu á skipan þeirra mála, er síðasta ■ kirkju- þing afgreiddi. Urðu miklar um- ræður og stóðu fram um kvöld- mat. í gærkvöldi flutti dr. Robert A. Ottósson söngmálastjóri Syn- oduserindi í útvarpið. Sigurbjörn Einarsson biskup og Sigurður Stefánsson, vígslubisk up við setning<u prestastefnunnar STAKSTtlWll Nazistinn sem kennir íslenzkum kommúnistum Alþýðublaðið birtir í gær mjög athyglisverða grein sem við leyfum okkur að birta úr nokkra kafla. Blaðið segir: „tslenzkir kommúnistar fara nú tíðar pílagrimsferðir til smá bæjarins Greifswald í Austur- Þýzkalandi og ganga þar fyrir gamlan nazista og fyrrverandi ag ent Hitlers á íslandi. Hann er þar stjórnandi svokallaðrar „Norrænnar stofnunar", sem held ur uppi nokkurri kennslu í is- lenzkum fræðum en er í rauninni miðstöð fyrir þjálfun áróðurs- manna og agenta, sem kommún istar þurfa að nota á íslandi og á hinum Norðurlöndiunum. Þeir eru orðnir margir forystu menn kommúnista, sem vitað er um að hafi heimsótt Greifswald. Fyrst fóru þangað Magnús Kjart ansson og Magnús Torfi Ólafsson, tveir af aðalpennum Þjóðviljans, og birtu mikinn greinarflokk um Austur-Þýzkaland eftir heimkom una. Þangað fór einnig Bryn- jólfur Bjarnason og flutti hina frægiu skýrslu sína um stjórnmál á íslandi, þar sem hann játaði hreinskilningslega, að Héðins- klofningur Alþýðuflokksins á sínum tíma hefði verið gerður samkvæmt skipun Kominform". Þýzki nazistinn Og Alþýðublaðið segir síðar: „Yfirmaður „Nordisclie Insti- tut“ í Greifswald er ekki ókunn ugur íslendingum. — Hann er dr. Bruno Kress, sem dvaldist hér á landi árum saman fyrir stríð og komst svo langt að verða kennari við Menntaskólann í Reykjavík, enda kann hann ís- lenzku vel. Dr. Kress gekk í þýzka nazista flokkinn 1. marz 1934, eða svo snemma að það hlýtiur að hafa verið af trú en ekki tækifæris- ástæðum. Um skeið átti Kress í erfiðleikum innan flokksins vegna deilu í flokksdeildinni í Reykjavík og var vikið úr flokkn um. Eftir allmikinn málarekstur fékk hann rétt hlut sinn og hlaut náðun frá sjálfum Hitler og full flokksréttindi á nýjan leik. f skjölium dómsstóla nazistaflokks ins er þess þá sérstaklega getiff, að Kress væri „ákafur flokks- maður“ og hafi unnið gott starf við uppbyggingu flokksdeildar- innar í Reykjavík. Þetta er maðurinn, sem Magnús Torfi Ólafsson skrifaði lofsamlega um og birti af mynd í Þjóðviljan um 1958 eftir að þeir Magnús Kjartansson höfðu heimsótt hina endurvöktiu stofnun til að kynn ast pólitísku starfi hennar og koma á sambandi hennar við is lenzka kommúnista“. Stjórnarþjálfun agenta Síðan lýsir Alþýðublaðið því, hvernig þessi stofun stjórni þjálf un agenta, sem eiga að þjóna hlutverki heimskommúnismans á Norðurlöndum og lýkur grein- inni á þennan veg: „Svona er þessi „menningar- stofnun“ undir stjórn fyrrverandi nazista, sem íslenzkir kommúnist ar hafa vegsamað í Þjóðviljan- um og sækja heim hver á fætur öðrum. Þetta er stofnunin, sem stjórnar þjálfun agenta til að grafa undan þjóðskipulagi Norð urlanda. Þetta er sú tegund stofn unar, sem Brynjólfur Bjarnason hefur samið við austurþýzk yfir völd um að taka að sér þjálfun og skólun á fjölda ungmenna, sem íslenkir kommúnistar senda austur þangað undir því yfir- skyni að þeir eiga að sækja sak leysislega menningarhátíð — Eysstrasaltsvikuna". Þessar upplýsingar munu vafa laust vekja mikla og almenna at hygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.