Morgunblaðið - 22.06.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.06.1961, Qupperneq 8
8 MORGUN'iLATtlÐ Fimmtudagur 22. júni 1961 Frábær rússneskur listdans- ari beiðist hælis í Frakklandi sem pólítískur flóttamaður FRA því hefur verið skýrt í fréttum, að rússneskur ballett- meistari, Rudolf Nureyev, hafi beiðzt hælis sem pólitísk- ur flóttamaður í Frakklandi. Honum hefur verið veitt sú bón og mun hann dveljast í Frakklandi a. m. k. fyrst um sinn, en síðar verður nánari ákvörðun tekin um frekari dvöl hans í landinu. Nureyev er 23 ára að aldri. Ekki þykir full ljóst, hver sé ástæða fyrir beiðni Nur- eyevs — telja sumir hana eiga rót aS rekja til rauðhærðrar tvítugrar stúlku, Clöru Saint frá Chile, sem hann kynntist í París — aðrir telja hann hafi brotið eitthvað út af hin- um ströngu reglum, er stjórn- arvöld lands hans setja jafn- an rússneskum listamönnum, er ferðast um erlendis. Ungfrúin hefu rlátið í ljós við blaðamenn í París, að hún telji vart hugsanlegt, að Nureyev hafi á nokkurn hátt verið bendlaður við stjórnmál — hugur hans hafi allur verið hjá dansinum. Hins vegar seg- ir hún, að Nureyev hafi orðið mjög hrifin af því, sem hann sá og kynntist í Frakklandi svo Og frjálsræði Vesturlanda- búa, sem hann hitti þar með- an á sýningarferðinni stóð. • — Ég vil vera frjáls — Samkvæmt frásögnum vest- rænna blaða virðist atburður þessi hafa orðið eitthvað á þessa leið: Kirov-ballettinn frá Lenin- grad hafði verið á sýningar- ferð um Frakkland í þrjár vikur og var flokkurinn nú kominn út á Le Bourget-flug- völlinn. Átti að halda af stað innan stundar með Vanguard flugvél frá B.E.A. til London. í hópnum var Rudolf Nur- eyev, — lítill maður, kvikur í hreyfingum. Hann hélt á blómvendi í hendi og veifaði til kunningja og aðdáenda, sem komnir voru til að kveðja. Skyndilega gengu að ballett meistaranum tveir fílefldir menn (sumir segja, að þeir hafi verið sex) — í borgara- legum klæðnaði og sögðu — Þér eigið ekki að fara til Eng- lands. — Þér eigið að fara um borð í flugvél, sem fer til Moskvu eftir tíu mínútur. Nureyev fölnaði en sagði svó: — Leyfið mér að kveðja vini mínaj Og þar með tók hann á rás — hljóp eins og Nijinsky sjálfur hefði verið þar kominn (en þess má geta, að í Frakk- landi vakti Nureyev mikla hrifningu og var margsinnis líkt við Nijinsky hinn heims- fræga). Nureyev kallaði á ensku — „Ég vil vera áfram í Frakklandi. Þessir menn ætla að taka mig brott með valdi. Ég óska verndar Frakka — ég vil vera frjáls. — Hann hljóp til franskra lögreglu- manna, sem tóku honum tveim höndum og fengu rétt varið • hann árás nokkurra Rússa, 4-----------------------4 Frakkar líkja honum við Nijinsky 4-------------------------4 sem bar að rétt í þessu. Þeir héldu síðan til lögreglustöðvar flugvallarins. Skömmu síðar kom sendi- ráðsritari Rússa í París, Mik- hail KleimenOv til stöðvarinn- ar og krafðist þess að Nureyev yrði framseldur — hann væri rússneskur borgari. En lög- regluforingi svaraði: — Þér eruð í Frakklandi, herra minn. Er Kleimonóv bað um að fá að tala við Nureyev, fékk hann það svar að ballettmeist- arinn óskaði ekki eftir að tala við hann né nokkurn annan Rússa. Hann hefði nú beiðzt hælis sem pólitískur flótta- maður og ekki væri hægt að synja honum þess réttar. — En þið hafið handtekið manninn, sagði þá Kleimonov. — Hvað segið þér, sagði lög regluforinginn reiðilega, mað- urinn var rétt í þessu að rita formlega beiðni um hæli í Frakklandi sem pólitískur flóttamaður og óskaði jafn- framt eftir lögregluvernd. Að svO mæltu snaraðist lögreglu- foringinn inn í skrifstofu sína en eftir stóðu sendiráðsritar- inn og fylgdarlið hans með sár enni. Andartaki síðar kom lögregluforinginn enn fram og sagði: — Þér hafið reynt að þröngva þessum unga manni til þess að fara til Moskvu. Honum er nú frjálst að ferðast um í Frakklandi að vild og get ur engin ráðstöfun af yðar hendi kómið í veg fyrir það. Góða nótt. — Innan úr skrifstofunni heyrðist Nureyev hrópa. — Ég skal aldrei aftur til Rússlands. Skömmu síðar var hann flutt- ur til yfirheyrslu en að henni lokinni veitt hæli í Frakklandi um takmarkaðan tíma til að byrja með. Síðar um kvöldið lýsti Nur- eyev því yfir við fréttamenn — að viðstöddum starfsmönn- um rússneska sendiráðsins —, að hann hefði tekið ákvörðun sína af eigin frjálsum hvötum. • Hreifst af Frakklandi Meðan öllu þessu fór fram, sat ungfrú Clara Saint um- kringd blaðamönnum í veit- ingastofu á flugvellinum. Hún sagði þeim m. a., að Nureyev hefði lifað og hrærzt í ballett og aldrei minnzt einu orði á pólitík. Þau höfðu kynnzt í samkvæmi rétt eftir að ballett flókkurinn kbm til Moskvu. Þau urðu fljótt góðir vinir og kom hann eftir það oft í heim- sókn til fjölskyldu ungfrú Saint. Hún kvað fjarri lagi að nokkuð hefði verið þeirra í milli annað en góður vin- skapur. Kvaðst hún ekki fá skilið, að hún hefði á nokkurn hátt átt þátt í þeirra ákvörðun Nureyevs, að beiðast hælis í Frakklandi — hins vegar hefði hann verið afskaplega hrifinn af mörgu sem hann kynntist þar. • Ósamhljóða skýringar Og Kirov-flokkurinn hélt áfram til London — Þar var tekið á móti dönsurunum með blómum Og fögnuði, en jafn- framt voru þar forvitnir blaða menn sem spurðu spjörunum úr um Nureyev, og svörin sem þeir fengu voru all mismun- andi . — Það vantar engan í flokk inn, sagði fararstjórinn Val- entin Bogdanov. Einn túlkur sagði: — Nureyev var kall- aður til Moskvu til þess að dansa í annarri sýningu. Stjórnandi flokksins, George Korkin sagði hins vegar, að móðir Nureyevs hefði veikzt alvarlega og hann yrði þess vegna að hverfa heim sem skjótast. Jafnframt upplýsti Korkin, að í hópi listafólksins væru ungir dansarar er gætu Clara Saint — á flugvellinum auðveldlega tekið að sér hlut- verk Nureyevs. Nureyev hef- ur dansað með Kirov ballett- inum um tíu ára skeið — síð- an hann var 13 ára — en fyrir ári síðan varð hann einn aðal sólódansari ballettsins. í Frakklandi fékk hann geysi- góða dóma sem fyrr segir — var hvað eftir annað líkt við Nijinsky og kallaður færasti ballettdansari heimsins. • Góðar viðtökiur í London Samkvæmt Reutersfregnum frá London, fékk Kirov ballett inn feikna góðar viðtökur á fyrstu sýningu hans í Govent Garden, en þar voru meðal gesta Margrét prinsessa og maður henniar Anthony Arm- strong Jones. Ekki var um annað meira talað meðal gesta en Nureyev. Voru á lofti get- gátur og spurningar meðal fólksins, hvort mögulegt væri, að Nureyev hefði orðið betri í „Steinblóminu“ — einu bezta atriði sýningarinnar, en staðgengill hans Grigorovitsh, sem þótti frábær. Spyrja Lund únabúar nú með forvitni og eftirvæntingu. .— Skyldu Frakkar fá þennan mikilhæfa listdansara til að slást í hóp með úrvals ballettflokkum Frakklands? og — hafa Rúss- ar ef til vill misst úr sínum hópi bezta listdansara heims? . Daft í ána, en dans- aði eins og forkur GJÖGRI, 19. júní. — Mikið gekk nú á hér við undirbúning þjóð- hátíðarinnar. Það var Guðs mildi að ekki urðu slys, einkum hjá fólkinu á Dröngum. Þegar það var á leið hingað Fiskverzlun Til sölu fiskverzlun á góðum stað í fúllum gangi. Mjög hagstætt verð. Allar nánari upplýsingar gefur EICNASALAI • REYKJAVÍK • Ingólfsstræti 9B — Sími 19540. á föstudaginn lá við að illa færi í Eyvindarfjarðará. Hún er stór- grýtt og straumhörð, ill yfir- íerðar á vorin. Hestur hrasaði undan 19 ára stúlku, Selmu Samúelsdóttur, og féll hún í ána. Bróðir hennar 16 ára bjargaði henni. Þeir sögðu að útlitið hefði verið hrikalegt. — En Selma mætti á ballið og dansaði eins og forkur svo að ekki hefur henni orðið mikið meint af. Hátíðin var ekki haldin fyrr en á sunnu- dag, því á laugardaginn voru af- tök, snjókoma og kuldi. í gær var veðrið betra og var mikið fjölmenni á hátíðinni í Trékyllis- vík. Þar var keppt í íþróttum og held ég, að allir keppendur hafi fengið einhverja medalíu — fyrir frækilega frammistöðu. Nú er nauðsynjavara að þrjóta í Kaupfélaginu. Maður hefur ekki séð kaffi í háa herrans tíð. Þetta gerir verkfallið fyrir sunn- an. — Regína . Var sent 1000 kr. áheit í pósti f GÆRDAG kom Kjartan Ólafs- son frá Hafnarfirði á ritstjórnar skrifstofu Mbl. Skýrði hann frá því, að hann hefði fengið bréf, ósköp venjulegt, í pósti, og er hann opnaði það, komu í ljós tveir 500 krónu seðlar, — áheit á Strandarkirkju. í umslaginu var vélritað víxil eyðublað frá Útvegsbankanum: „Hér með krónur eitt þúsund til Strandarkirkju í Selvogi. — Gjör ið svo vel að koma þessu til skila“ — Undirskrift var X. -— Bréfið hefur verið póstlagt- í Reykjavík. — Ja, hvað hefði sendandinn hugsað, ef þetta bréf hefði nú misfarizt í póstinum, sagði Kjart an. Hann myndi halda, að ég hefði gert mér glaðan dag fyrir peningana! Kjartan kvaðst vilja benda fólki er telur sig þurfa að senda Strandarkirkju áheit í pósti, á að þau ber að senda eins og hvert annað pen ingabréf og ekki á neinn veg ann an. Kjartan Ólafsson afhenti síð an 1000.00 kr. til Mbl., sem eins og kunnugt er hefur tekið á móti áheitum til Strandarkirkju um margra ára skeið. Cólfslípunin Barmahlíð 33. — Simi 13657. Ungur amenkani giftur íslenzkri kpnu óskar eft ir einhverskonar atvinnu hér á landi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag merkt — ,,Röskur — 114“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.