Morgunblaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. júní 1961
MORGUNBLAÐIÐ
Árni G. Eylands:
Austurvegur - austan heiðar
GREIN þessi er að upplagi fram-
Ihald greinar sem ég sendi
Mofgunb 1 aðinu 9. febrúar í vetur
og nefndi þá: Breytingar á veg-
inum austur. I>á ræddi ég um
veginn frá Lækjarbotnum upp
í SvínaJbraun, en nú er það veg-
uriran frá Eldborgarhrauni, þar
sem hallar austur af, ofan við
Vindheiimia, og alla leið að Sel-
fossi, sem ég vil ræða um.
I.
í lögum um Ausiturveg frá
1946 segir svo: „Nýjan veg skal
Jeggja af Suðurlandsbraut hjá
Læk j arbotnum um svonefnd
Þrengsli, um Lambáfells- og
Eldborgarhraun ofan við Hjalla,
niður í Ölfus hjá Þurá um
Ölfusmýrar að Selfossi.“
Svo sem kunnugit er, er nú
lagningu hins nýjia vegar svo
lagnt komið vestan frá, að það
hallar austur, eða réttara sagt
suður af. Þegjandi samkomulag
xnun vera um það að leggja
veginn án tafar niður Torfdal
eð Vindheimum, er þá komið
samband við veginn í Ölfusi.
Hins vegar gera lögin um Austur
veg alls ekki ráð fyrir slíku.
Samkvæmt þeim á ekki að leggja
veginn niður Torfdal og á Ölfus-
veg hjá Vindheimum. Samkvæmt
lögunum og áætlunum um veg-
in á hann, þegar komið er suður
í Eldborgarhraun, austur við
Raufarhól, að beygja til aust-
ur við svonefnit Kerlingarberg.
Frá þeim stað, þar sem vegurinn
beygir fyrir ranann á Kerlingar-
ibergi á hann að liggja um Efna-
fjall, uppi á fjallinu fyrir ofan
Hjal'la í Ölfusi, og ekki niður
í byggð fyrr en hjá Þurá. Með
þessu móti, og með því síðar að
leggja veginn „beint“ yfir Ölfus-
forirnar, fæst mun styttri leið
heldur en vegurinn um Vind-
heirna. En sá galli loðir við hug-
imyndina og ákvörðunina um
veginn uppi á Efrafjalli, að með
því móti verður vegurinn mun
lengri á fjöllum uppi — milli
ibyggða, heldur en vera þyrfti,
ef leiðin niður að Vindheimum
hefði verið valin sem aðalvegur.
Á það óneitanlega alls staðar við
um fjallvegi, að mikiis er um
vert að þeir séu sem stytztir
byggða á milli, sem minnst á
fjöllum'og háitt yfir sjó. Vegur-
inn úr Eldborgarhnauni niður
Torfdal að Vindheimum er í
rauninni aukavegur, sem ekki
er gert ráð fyrir í lögiunum um
Austurveg frá 1946, og að þeim
óbreyttum.
Bn þessi ,,aukavegur“ niður
að Vindheimum er nauðsynlegur
og sjálfsagður. í fyrsta lagi til
þess að fá sem fyrst samhang-
ándi vegargamband austur y.fir,
evo hægt verði að taka Þrengsla-
veginh í nótkun. t öðrúlagi
vegna Þorláfcshafnar. Ófært má
heíta að leiðin austur til Þor-
lákshafnar sé svo krókótt gerð,
«ð þeir sem koma að sunnan
komi af fjallinu hjá Þurá, og
verði svo að aka þaðan út að
Vindheimum, til þess að komast
á veginn niður að Þorlákshöfn.
Ef framkvæmdum samkvæmt
ékvæðum laga um Ausfcurveg
verður haldið áfram á næstu ár-
um, svo s«m lögin mæla fyrir
um, verður að gena ráð fyrir að
næsti áfia.ngi, að lokinni lagn-
ingu vegarins niður Torfdal að
Vindheimum, verði lagning veg-
erins frá Eldborgarhrauni sunn-
antil, austur sunnan Kerlingar-
bergs og um Efrafjall að Þurá.
Slílkt er lögum samkvæmt og
þannig eðlilegt. En er nú víst
að þetta sé hið rótta, eins og nú
er komið málum? Gefcur ekki
skeð að það fari best á að breyta
lögunum um Austurveg? Er ekki
ful'l ástæða til þess að athuga
þetta? — Ég hygg að svo sé.
II.
Töluvert er umbreytt síðan
1946 að lögin um Austurveg voru
sefct. Hið mesta í málinu er hug-
myndin um nýja brú á Ölfusá,
hjá Óseyrarnesi. Tvennt hið ný-
asta um þá hluiti, sem ég hefi
við hendina, er Morgunblaðið 17.
desember 1960, þar sem rætt er
við Gisla Sigurbjörnsson, og
sagt frá því að brátt muni þýzkir
verkfræðingiar vinna að frum-
teikningum og kostnaðaráætlun
að brú við Óseyrarnes, og svo
hitt: Tillaga til þingsályktunar
um undirbúning brúarbygging-
ar yfir Ölfusá hjá Óseyramesi,
lögð fram sem mál 108 í sam-
einuðu þingi 1960. Þar segir svo:
„Alþingi álykitar að skora á
ríkisstjórnina að láta undirbúa
byggingu brúar yfir Ölfusá á
Óseyrarnesi og lagningu vegar,
sem tengi Þorlákshöfn við þorp-
in Eyrarbakka og Stökkseyri og
nærsveitir." Geri ég ráð, fyrir
að þingsálykfcunartillaga þessi
hiafi verið samþykkt á Alþingi.
í greinargerð sem fylgir tillög-
unni er umræða eingöngu bundin
við nauðsyn þess að tengja Þor-
lákshöfn við verzlunarmiðstöð
Suðurlandsundirlendisins Selfoss,
og um leið við Eyrarbakka og
Stokkseyri, á sem haganlegastan
hátt, um brú á Ölfusá við
Óseyrames. Tel ég að málinu sé
með þessu móti markað Of
þröngt svið. Ber ekiki að ræða
þetta brúar- og vegamál í fullu
sambandi við Austurveg, hin
gildandi lög um þá vegalagningu?
Getur ekki svo fanið að full
athugun málsins leiði til þess að
það beri að breyta lögunum um
Austurveg, þannig að niður falli
ákvæði um að leggja veginn —
,,ofan við Hjalla, niður í Ölfus
hjá Þurá um Ölfusmýrar að Sel-
fossi.“ — En í þess stað verð
ákveðið í lögunum breyttum,
að leggja veginn: „um Torfdal
og Vindheima í Ölfusi, og þaðan
beinustu leið um brú á Ölfusá
við Óseyrarnes á Eyrarbakkaveg
(frá Selfossi) noikkru fyrir sunn-
an Sandvík í Flóa.
Það er vegagerð þessa leið sem
taka þarf til athugunar o,g það
án tafar. Leiði rannsóikn í ljós,
svo sem mér segir hugur um og
ég vona, að þessi leið sé veru-
lega lengxi, talið frá vegamót-
um í Eldborgarhrauni að Sel-
fossi, heldur en leiðin frá sömu
vegamótum, fyrir Kerlingarberg,
um Efrafjall og Hveragerði, að
Selfossi, tel ég sjálfgefið að hætta
með öllu við veginn á Bfrafjalli
og snúa sér að syðri leiðinni um
Óseyrarnes. — Ég tala um leið-
ina um Hveragerði, en minnist
elkki á sty_ttingu vegar yfir Ölf-
usforir, svo sem ráð er fyrir
gert í gildandi lögum um Aust-
urveg, Þetta stafar af því, að
þrátt fyrir ákvörðun í lögum um
vegagerð yfir forirmar, tel ég þá
vegagerð mjög vafasama og ólík
lega, þegar um fullkominn veg er
að ræða, til mikilia þungavöru-
flutninga, t. d. steyptan veg. Ég
hygg að það verði verkfræðilegt
vandamál að leggja slíkan veg
yfir forimar og óhemju dýrt. í
mínum augum hefir það alltaf
litið þannig út að sú stytting
Ausiturveg.ar, sei fæst með hugs
uðum vegi yfir Forirnar, væri
mjög blekkingarkennd, og einnig
að styttingin sem fagst með því að
leggja veginn um Efrafjall, en
ekki niður að Vindheimum, væri
hálfgert vandræðamál og léleg
lausn.
Mest af öllu ber auðvitað að
miða við það að leiðin frá Reykja
vík að Selfossi verði sem stytzt
og öruggust. Þess vegna verður
að leggja hinn nýja veg um Ós-
eyrarbrú beinustu leið frá Vind-
hcimum að brúnni, og sömuleið-
is veg beinustu leið frá brúnni
að Selfossi. í reyndinni yrði það
nýr vegur frá brúnni og á gamla
Eyrarbafckaveginn noikkru fyrir
neðan Sandvík í Flóa, þar sem
Eyrarbafckavegur beygir notokuð,
við Flóðafceldu (Mig minnir að
það heiti svo þar sem vegurinn
beygir).
Og hvað þá um sambandið við
Þorlákshöfn, Eyrarbakka og
Stokkseyri? Það er fljótsiagt að
ekki má undir neinum kring-
Fraxnh. á bls. 13.
Vel heppn-j
uð æfing
Myndin var tekin við Botnssúlur. Ahöfn þyrilvængju varnar-
liðsins og nokkrir meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar.
Fiugbjörgunarsveitarinnar
FLUGBJÖRGUNARSVEITIN
er nú orðin 10 ára. Hún hefur
unnið gott starf, veitt ómetan-
lega aðstoð, bæði þegar flug-
slys hafa orðið og svo við leit
að fólki, sem týnzt hefur.
Flugbjörgunarsveitin æfir
alltaf öðru hverju og nýlega
lauk einna mestu og víðtæk-
ustu æfingunni, sem féiagið
hefur haft. Sigurður M. Þor-
steinsson, lögregluvarðstjóri,
er formaður sveitarinnar og
stjórnaði æfingunni, sem stóð
í þrjá daga.
Þetta heppnaðist allt mjög
vel, sagði Sigurður í viðtali
við Mbl. Reynslan hefur sýnt,
að slysin beri oftast að þegar
veðurlag er þannig, að engum
tækjum er hægt að koma fyrir
öðru en e.t.v. snjóbíl. Oftast
verður samt að byggja upp
leit með fótgangandi mönn-
um og að þessu sinni'lögðum
við einmitt aðaláherzluna á
að æfa sveitina í skipulagðri
leit úr mörgum áttum, eftir
korti og áttavita.
Við höfum alla tíð haft
mjög náið og gott samstarf við
björgunardeild varnarliðsins
og kom þyrilvængja af Kefla
víkurflugvelli og tók þátt í
æfingunum einn daginn. —
Eins og geta má nærri eru þyr
ilvængjur mjög notadrjúgar í
tilfellum sem þessum. Sveitin
á hins vegar sjálf 3 bíla svo
og snjóbíl, talstöðvar, klifur-
tæki margskonar og annan
slíkan útbúnað. Flugbjörgun-
arsveitin á Akureyri á líka
ýmsan útbúnað og auk þess
einn snjóbíl.
Sigurður M. Þorsteinsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinn-
ar, og Úlfar Þórðai-son, læknir sveitarinnar, leggja á ráðin.
Bílasala Cuðmundar
Bergþórugötu 3. . ....
Símar 19032 og 36870.
Mercedes Benz vörubíll ’55
til sölu. Verð kr. 130 þús.
Bílasala Guðmundar
Bérgþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870. '
21 SALAN
Skipholti 21. — Sími 12915.
Til synis og sölu
Dodge Station ’57 af fullkomn
ustu gerð, mjög glæsilegur.
—★—
Nýir notaðir, fágætir bilahlut
ir á
21 SÖLUNNl
<VÍ ALFLUTNIN GSSTOF A
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Fétursson
Aðalstræti 6, 111. hæð.
VBÍLÁSAlAfl °i
“TIFÓPiI
Opel Kapitan ’59. Ný innflutt-
ur, skipti möguleg á ódýr-
ari bíl.
Opcl Bekord ’61, nýr bíll
Opel Caravan ’60
V.W. ,,Rúgbrauð“ ’56 ný inn-
fluttur, —jög glæsilegur.
Chevrolet ’55, lítið efcinn, —
glæsilegur einkabíll.
Chevrolet ’49
Ford Station ’56, engin útb.
Mercedes Benz ’55, diesel 5
tonna.
Ingólfsstræti 11.
Sími 15-0-14 og 2-31-36.
Aðalstræti 16. Sími 1-91-81.
Bílasala Guðmundar
Bergþórugata 3.
Sími 19032 og 36870.
Chevrolet '59
mjög glæsilegur bíll til sölu
og sýnis í dag, skipti hugs-
anleg.
Bílasala Guðmundar
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870.
Bílasala Guðmundar
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870.
Chevrolet ’55, sendiferðabíll,
lægri gerð til sölu.
Bílasala Guðmundar
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 36870.