Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 3
MiðviKudagur 28. juní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Kuwíuit lítið land mikilla auðæfa HIÐ LITLA og olíuauðuga ' furstadæmi Kuwait fyrir botni Persaflóa er nú kom ið í heimsfréttirnar, vegna þess, að stjórnin í grann- ríkinu írak hefir lýst því yfir, að Kuwait hljóti að teljast óaðskiljanlegur hluti íraks. — Þetta gerð- ist aðtíins nokkrum dögum eftir að felldur var úr gildi gamall samningur milli Bretlands og Kuwait, en samkvæmt honum fóru Bretar með utanríkisþjón- ustu Kuwait og fursta- dæmið var í rauninni verndarríki þeirra. Um leið og samningur þessi var felldur úr gildi, hinn 19. þ. m.j gerðu ríkin svo með sér nýjan vináttu- samning, en samkvæmt honum eiga Bretar að veita Kuwait aðstoð, ef ríkisstjórnin þar æskir þess. Vísar furstinn í olíu- ríkinu nú að sjálfsögðu til þessa samnings gagnvart fullyrðingum íraksstjórn- ar um að Kuwait tilheyri írak. Kuwait er lítið land, og mundi sjálfsagt enginn ásæl- ast það, ef ekki væri olían, Abdullah as-Salin as-Sabah, fursti. — Vellauðugur mað- ur og góður stjórnandi. Kuwait, vestanvert við ý%, JZ botn Persafióa og ná- - -----? V______ grannalöndin. ■ r ? \ NEUI^^bTS.R1I— •S. Uland Persicui Gidf aj Ahmadi l OilField því að aðrar auðlindir eru ekki fjölskrúðugur.. En það er líka ekki neinn smáræðis auður, sem þessi litli land- skiki á, þar sem olíulindirn- ar eru, því að þær eru tald- ar einhverjar hinar mestu í heimi. ★ Stærð og íbúafjöldi Furstadæmið er aðeins um 15.500 ferkílómetrar að flatarmáli, og mikill hluti þess er eyðimörk að mestu, sem vart er nothæf til ann- ars en beita þar úlföldum, sem eru nægjusöm dýr, eins og kunnugt er. Kuwait er hið nyrzta nokkurra lítilla furstadæma við Persaflóa, og ligur Irak, sem nú gerir til- kall til þess, að því að norð- an og vestan, en að sunnan er hlutlaust belti milli fursta dæmisins og Saudi Arabíu (sem nú hefir heitið Kuwait stuðningi gegn írak, ef á þurfi að halda). — íbúar landsins eru nú taldir um 210 þúsund, mest Arabar, en einnig nokkuð af Bedúínum. Búa um % hlutar íbúanna í höfuðborginni, Kuwait, sem er langstærsta borgin. Önnur mesta borgin er olíuhöfnin Mina-alAhmadi. — Áður en olían kom til og hressti upp á efnahaginn í Kuwait, lifðu íbúarnir einkum á verzlun við ' ríkin við Persaflóa og á strönd Austur-Afríku. Einnig verzluðu þeir nokkuð við Indverja. Þá voru fiskveiðar nokkur atvinnuvegur — og sér í lagi perluveiðar, sem enn eru nokkuð stundaðar. ★ Oiia — framfarir Það eru nú rúm 20 ár síðan olía fannst fyrst í Ku- wait, en vinnsla hennar hófst ekki að neinu ráði fyrr en árið 1946. Síðan hefir olíu- vinnslan farið hraðvaxandi — aukizt úr rúmlega 2 millj. lesta árið 1947 og upp í nær 70 milljónir lesta, eins og olíuframleiðslan mun nú vera. Árið 1947 voru olíubrunnarn- ir 12, en nú eru þeir um 300 talsins. Olíuvinnslan hefir einkum farið hraðvaxandi síð asta áratuginn. Á þessum eina áratug hafa líka orðið gífurlegar breyt- ingar á högum manna í Ku- wait, svo að kalla má al- gera byltingu. Samgöngum hefir verið komið í gott horf, nýtízku skólar hafa risið af grunni með miklum hraða, svo og sjúkrahús, búin hin- um fulkomnustu lækninga- tækjum, sem völ er á. Og öll menntun og sjúkrahjálp er borgurunum veitt ókeypis. — í Kuwait eru nú 104 barna- og framhaldsskólar, og eru þar við nám rúmlega 40 þús. ungmenni, eða 25.000 piltar og 15.300 stúlkur. Mun Ku- wait vera eina Arabalandið, þar sem stúlkur eru alger- lega jafnréttháar piltunum — og þó miklu fleira — olíu- lindunum áð þakka. Engir ■ furða þótt Kassem í Irak líti hýru auga til þessara auð- linda. ★ Tíu þúsund milljónir Furstinn (sheikinn) ai Kuwait, þjóðhöfðingi lands- ins, heitir Abdullah as-Salin as-Sabah. Hann tók við völd- um árið 1950, eða skömmu eftir að olíuauðurinn tók að lyfta hag landsins. Samkvæml landslögum á furstinn alla olíuna, sem þar finnst, en sérstöku félagi er leigður rétt urinn til olíuvinslunnar — Kuwait Oil Company í Lund- únum. Hluthafar í félagi þessu eru svo aftur á móti tvö ,,olíutröll“, brezkt og bandarískt: „The British Petroleum Company“ (BP) og „Gulf Oil Corporation" j Bandarík j unum. Talið er, að tekjur furstans af Kuwait — sem einkum eru „olíutekjur" — hafi á síðasta ári numið hvorki meira né minna en 100.000.000 sterlingspunda, eða sem svar ar rúmlega tíu þúsund millj. íslenzkra króna! Hann er líka talinn einhver allra auð- ugasti maður heimsins — en hins vegar þykir hann verja auði sínum vel, landi og þjóð Olíuhöfnin mikla, Mena Ahmadi og borgin, sem þaut upp á nokkrum árum. — með tilliti til skólanáms. — Enn má geta þess, til þess að glöggva sig á framförunum í Kuwait, að þar hefir verið komið upp miklum stöðvum til þess að vinna ferskt vatn úr sjó, en vatnsskortur hefir löngum verið vandamál þar eystra. Eru nú unnar um 12 milljónir lítra af fersku vatni úr sjó daglega í Kuwait. — Enn fremur má geta þess, að Kuwait-menn hafa nýlega komið sér upp 70 þús. kwst. rafmagnsstöð. Allt er þetta til góðs. Hann er raunveru- lega algerlega einráður í land inu (og nú einnig út á við, eftir að hinn gamli samning- ur við Breta var felldux úr gildi). Reyndar er eins konar ríkisstjórn starfandi í land- inu, eða „Æðsta ráð“ eins og það nefnist. En ráð þetta, sem furstinn setti á stofn árið 1956, er eingöngu skip- að meðlimum furstafjölskyld- unnar — svo að væntanlega getur karl ráðið þar býsna miklu. Islenzk og dönsk hand rit á sýningu i Höfn BERLINGATIÐnSTDI skýra frá 'því að á laugardaginn hafi verið opnuð í Konunglega bókasafninu sýning á gömlum handritum. Telur blaðið að aðsókn að henni muni verða mikil sakir þess að nokkur hinna íslenzku handrita, eem mjög hefur verið deilt um, eru þar til sýnis. j Meðal handrita sem blaðið tel- i wr upp á sýningunni er Flateyjar bók, en af dönskum handritum má nefna Dalby-bókina frá tím- um Svend Estridsens og hin at- Hjartabókin hefur inni að halda elztu alþýðuvísur Dana hyglisverða Hjartabók frá 16. öld. Athygli vekja einnig handrit eftir Tycho Brahe, Niels Steen- sen, H. C. Andersen og Sören Kierkegaard. Tycho Brahe handritið inni- heldur skýrslu um stjörnuathug- anir hans á eynni Hveðn á árun- um 1577—81 og er bókin opin á lýsingu hans á tunglmyrkvanum 1581. Það þykir merkilegast við Upphafsstaíur í Flateyjarbo bók þessa að hún er með rithönd Tycho Brahes sjálfs, en flestar bækur sínar las Tycho skrifurum fyrir. STAKSTEIMR Tíminn hefur forystuna Nokkur áhöld hafa verið um það síðustu dagana, hvort systur blaðanna Tímans eða Þjóðviljans væri taugaveiklaðra. Nú um helgina tók Tíminn greinilega forystuna, svo að ekki þarf leng ur um þetta að deila. í sunnudags leiðara Tímans er stjórnarfari á íslandi líkt við stjórnarhætti á Spáni og Portúgal. Hér á árunum átiiu Sjálfstæðismenn því að venj ast að vera líkt við einræðisherra Suður-Ameríkuríkja, síðan kom Syngmann Rhee, þá Menderes og nú er sjálfur Franco kominn til sögunnar. En skringileg tilviljun er það, að sama daginn og þess ritstjórnargrein birtist í Tíman- um, þá er æðsti prestur kommún- ista á íslandi allt í einu farinn að draga í land. Einar Olgeirsson segir í grein í Þjóðviljanum: „Nú var ritstjórn Morgunblaðs ins ekki þá frekar en nú skipuð neinum illmennum, nazistum eða slíku. Þvert á móti. Þarna voru að verki dagsfarsgóðir heiðurs- menn“. Tímamenn „á verkfallsverði“ Þjóðviljinn í gær er skömm- ustulegur út af verkfallsmálun- um, en því er hinsvegar ekki til að dreifa í Tímanum. Ein fyrir- sögn þess blaðs hljóöar þannig: „Á verkfallsverði“. Þannig eru Tímamenn komnir á verkfallsvörð. Grein þessi hefst á eftirfarandi orðum: „f gær reyndi Sindri ennþá eimu sinni verkfallsbrot'*. Og með greininni fylgir mynd af „verkfallsvörðum*1. Þar er tal- að um Guðmund J. Guðmunds- son, sem nokkurs konar frelsis- hetju og greinin öll í þeim stíl, að nóg hefði þótt um, ef hún hefði birzt í Þjóðviljanum. En athyglis vert er að Þjóðviljinn minnist alls ekki á þetta „verkfalisbrot“. Hjá Sindra mun ekkert ólöglegt að- hafzt. Þar vinna aðcins mean, sem ekki eru í Dagsbrún. Má ef til vill segja, að kommúnistar gjaldi þess nú að hafa lialdið mönnum þessum utan Dagsbrún- ar, en lögum samkvæmt geta all ir unnið, sem ekki cru félags- bundnir í félagi, sem á í verk- falli. Þjóðviljamenn geVa sér líka fulla grein fyrir þessu. Þeir minnast ekki einu orði á vinnu þá, sem nú er unnin í þessu fyrir tæki. Tíminn heimtar afskipti En þrátt fyrir ofsann, þá eru þeir Tímamenn augsjáanlega orðn ir hræddir við stuðning sinn við verkfallið og kref jast þess nú há- stöfum að ríkisstjórnin leysi það með beinum afskiptum. í rit- stjórnargrein í gær segir m.a.: „Eitt munu flestir landsmemt a.m.k. sammála um og það er, að sú ríkisstjórn, sem ekki leggur sig fram um að leysa þá hat- römmu deilu, sem nú stendur yf- ir, hefur margfaldlega fyrirgert rétti sínum til að stjórna land- inu“. Og á öðrum stað í blaðinu seg- ir: „Hún (ríkisstjórnin) hefur svo mörgum dögum skiptir látið stranda á því einu, hvernig greiða skuli 1% launanna". Tíminn krefst þess þannig, að ríkissjórnin hafi bein af.skipti af vinnudeilunum og leysi þær. Er þar varla um aðra leið að ræða en setningu bráðabirgðalaga og má út af fyrir sig segja að ánægju leg sé sú yfirlýsing Tímans að réttmætt geti verið að beita bráða birgðalögum í sllkum tilfellum, en ekki heyrðist þó úr þeirri átt, þegar flugmannadeilan var leyst á þann veg í fyrra eða þegar rekstur millilandaflugsins var tryggður nú í upphafi verkfalls ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.