Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. júní 1961 i í i í í I í Skyndibru'ðkau Renée Shann í i í í i i i fyllti hana hryllingi. Og nú lét frú Andrews hverja spurninguna reka aðra. Henni virtist alls ekki detta í hug, að Júlía vseri utan við sig og í döpru skapi og alls ekki í skapi til að tala mikið um einkamál sín við bláókunnuga manneskju. — Komstu hingað virkilega í morgun? — Já. og rétti tvö granatepli að henni, og vildi fá tvo pjastra fyrir þau. Skóburstardrengur, sem var því sem næst nakinn, réðst á Robin, og ræfilslegur maður otaði að þeim bakka með einhverju gler- skrauti í. Án þess að hugsa sig um, tók hún lítið armband af bakkanum. •— Þetta á að vera skilnaðar- gjöf til þín, Robin. Hennar brúðkaupsgjöf hafði verið slönguhringur með demönt um mjög fallegur og dýr. En um leið og hún festi á hann arm- bandið, datt henni í hug, að hve- nær sem hún kynni að líta á það aftur myndi hún minnast þess, sem gerð.ist þarna á hafnarbakk- anum, og tilfinninga sinna á þeirri stundu. Hjartasorgarinnar, sem hún gat nú ekki lengur ráðið við. f>au gengu nú að skipinu. Þar sá hún hvar Jon stóð og hélt sér í handlegginn á hávöxnum for- ingja, rétt fyrir framan þau. Og svo sá hún hverja konuna af ann arri, þeirra, sem höfðu orðið henni samferða frá Englandi. — Þú skalt ekki bíða þangað til við förum af stað, Robin. Ég gæti ekki þolað það. — Eins og þú vilt, elskan mín. Þau reyndu nú bæði að stilla sig eftir föngum . . þorðu ekki annað. því bæði voru þau að gráti komin. Samt gengu þau, eins og ekkert væri um að vera, saman um borð og Robin fór alla leið niður í káetuna með henni, og sá þá, að hún átti að vera þarna með tveim öðrum konum. Henni datt ósjálfrátt í hug, að nú fengi hún ekki einu sinni neinn stað þar sem hún gæti grátið í einrúmi. önnur konan var þegar farin að taka upp farangurinn sinn. Hún leit upp og hleypti brúnum, þegar Júlía kom inn með Robin með sér. Robin flýtti sér að draga sig í hlé, og sagði. — Ég skal bíða fyrir utan. Júlía flýtti sér að losa sig við farangurinn og fór síðan út fyrir til hans. — Komdu upp á þilfar, sagði Aushirstraeti 14 Sýni ll'687jpts& ....—................................JWw. Kelvinator kæliskáourinn er arangur aratugaþrounar — Vissi ég ekki! Ilann hefir étið boltann okkar! hann og greip í handlegginn á henni. Þau fundu eitthvert skot, þar þar sem sá út yfir sjóinn. Fleiri hjón voru að kveðjast, skammt frá þeim. önnur hjón, sem tóku ekki eftir þeim. — Hérna er gott, sagði Robin og tók utan um hana. — Vertu sæl og blessuð, elskan mín. Gangi þér vel og góða ferð. — Það verður allt í lagi með mig. En þú.. — Það verður líka allt í lagi, því lofa ég þér. Nú heyrðist klukkuhringing. — Allir í land, sem í land eiga að fara! kallaði há rödd. Robin lét hendur falla, og andartak horfðu þau hvort á annað, en þá snerist hann á hæli og flýtti sér burt og í land. Júlía stóð ein eftir og horfði á breiðar herðar hans hverfa í mannþröngina, sem var að troð- ast að landgöngubrúnni, en þá gekk hún út að borðstokknum og horfði þurrum augum á sjáv- arflötinn, sem var líkastur bráðnu blýi. Innra með sér felldi hún tár, sem voru helmingi sár- ari en þau tár, sem til sýnis eru. Hún hugsaði: Ég afber þetta ekki, en vissi um leið, að það varð hún að gera. Ég verð að sjá hann aðeins einu sinni enn hugs- aði hún og sneri sér við. Síðan þaut hún yfir þilfarið og inn í þröngina, sem hafði þyrpzt út í borðstokkinn hinumegin. Hún horfði á öll andlitin, sem horfðu upp af hafnarbakkanum, og mundi þá, að hún hafði beðið hann um að vera ekki að bíða og veifa til hennar um leið og skipið legði af stað, en samt fann hún með sjálfri sér, þegar til alvör- unnar kom, að hann mundi alls ekki getað slitið sig burt af staðn um. Hún tók eftir stúlku, sem stóð grátandi við hlið hinnar, án þess að reyna að leyna því, og mann sem kallaði kveðjuorð upp til hennar. En Robin gat hún hvergi komið auga á. Loksins sá hún hvar hann stóð lengst burtu og horði upp á þétt- skipað þilfarið, auðsjáanlega í þeirri von að koma auga á hana. Hún veifaði ákaft og kallaði nafn hans og loksins kom hann auga á hana og veifaði á móti. Hún gat ógreinilega heyrt rödd hans, er hann kallaði: — Vertu sæl, Júlía....vertu sæl! En þá tók skipið að hreyfast. Hljóm- sveit þess tók að leika „Auld Lang Syne“. Hún stóð og horfði þangað til andlitin í landi voru orðin eins og þokurönd. Þá sneri hún sér við og gekk niður í ká- etuna sína. Þar lá önnur sambýliskona hennar í rúminu og var að lesa skáldsögu og kærði sig kollóttan þó að skipið væri að leggja af stað og skipti sér yfirleitt ekkert af því, sem fram fór. Nú lagði hún frá sér bókina, kynnti sig sem frú Andrews og kvaðst vera á leið heim frá Ástralíu. Júlía fékk ósjálfrátt óbeit á henni. Hún var óskaplega málug og tek- in talsvert að reskjast. Tilhugs- unin um sambýlið við hana, auk heldur þegar nú hin bættist við, — Það var svei mér hart, verð ég að segja. En þú verður nú víst að hafa það eins og hvert annað hundsbit. Þetta er gott skip og þú verður ekki lengi að kynnast góðu fólki hérna. Þegar ég gifti mig — fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að telja — fórum við maðurinn minn.... Júlía flýði. Hún gat leitað Joan uppi þar sem hún var uppi á íþróttaþilfarinu og horfði út yfir borðstokkinn á' mjóu landræm- una, sem var óðum að hverfa. Augun í Joan voru rauð, og það leyndi sér ekki, að hún hafði ver- ið að gráta. Júlía stillti sig um að fara að gráta og reyndi að vera kát í bragði: — Jæja, við vorum eitthvað að tala um, að við hitt- umst kannsfce bráðlega aftur! — Já, en ekki svöna bráðlega. Varirnar á Joan skulfu. — Ó, Júlía.... — Ég veit. Þetta er hart, finnst þér ekki? — Mér væri næst skapi að kasta mér þegjandi fyrir borð. — Það væri úrræðið. Heldurðu ekki, að það væri huggunarríkt fyrir John að frétta það? Joan sagði með beizkju: — Svei mér ef ég gæti ekki drepið mann! Hugsaðu þér að senda okk ur svona heim! Hvernig dirfast þeir að gera annað eins? — Þú átt sjálfsagt við yfir- völdin. Ég held nú, að þau hafi ekki sízt augcistað á okkar hags- munum og mannanna okkar. John segir, að þetta sé ekki annað en hringavitleysa og við hefðum allt eins vel getað verið kyrrar. — Kannske, en við hefðum þó alltaf orðið einar okkar liðs. Mennirnir hefðu orðið að fara undir öllum kringumstæðum. — Það er nú sama. Það er allt betra en láta endursenda sig svona til Englands. Við sem vor- um nýfarnar þaðan. Ég get ekki hugsað mér meiri vonbrigði. — Ég veit. Vitanlega er þetta andstyggilegt. En ég býst við að ég megi taka mér í munn orð konunnar, sem ég hef káetu með, að maður verður að láta sér það lynda og bjarga sér eins og bezt gengur. Joan reyndi að kæfa snöktið. — Ef maður bara vissi, hvað lengi við þurfum að bíða, þá mætti kannske gera sér það að góðu. Það er óvissan, sem ég þoli verst af öllu. — Það getur nú vel verið, að þetta verði ekki svo mjög lengi. — Getur verið.... — Æ, góða Joan, reyndu nú að hressa þig svolítið upp! — Ég vil bara ekki fara heim, kveinaði Joan. Ég vil vera hjá John. Eg vil fara í brúðkaups- ferðina mína, eins og ég hefði átt að gera, einmitt á þessari stundu. — Sama hér. Og ég sakna engu síður en þú. Júlía leit á Joan. — Þú giftir þig, var það ekki? — Vitanlega. John var eitt- hvað að tala um, að við ættum kannske heldur að fresta því, en ég sagði honum að vera ekki með neina vitleysu. — Það er þá hér um bil 'það sama, sem ég sagði við Robin. Ég Markús fer með sýnishom af | ir skógarhöggsmanna í Norður- Birkibituim og kemur fyrst í búð [ skógi. — Nei sjáið hver er kominn í| — Sæl'l Óli .... Einmitt mað- heimsókn .... Markús Trail! | urinn, sem ég ætlaði að hitta! hefði alls ekki tekið í mál að fresta brúðkaupinu. Nú, að minnsta kosti, finnst mér eins og ég sé.... — Já, það er alltaf eitthvað. Joan andvarpaði og leit á úrið sitt. — Heldurðu ekki, að við gætum haft gott af að fá eitt glas af einhverju? Við gætum skálað hvor fyrir annarri! — Þetta finnst mér góð tillaga. —i Þær fengu sér síðan kampa- víns-kokteila. "Joan hélt því fram, að ekkert minna ætti við, þegar svona stæði á. —• Við hefð- um víst hvort sem er báðar átt að drekka kampavín í kvöld, ef allt hefði verið með felldu. Þær komust að þeirri niður- stöðu yfir glösunum, að þetta væri nú kannske ekki svo slæmt, ef þær gætu verið saman í káetu, og þyrftu ekki að vera með ó- kunnugum. — Þá gætum við skælt hvor á annarrar öxl, sagði Joan. •— Við ættum nú ekki að vera mikið að gráta, heldur ættum við að láta sannast, að við séum eigin konur hermanna. — Mér finnst nú ekki ég vera nein eiginkona. SIJtltvarDiö Miðvikudagur 28. Júnf 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8jOS Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður- fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar)4 12:55 ,,Við vinnuna'*: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarf> (Fréttir. —• 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Ton- leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðnrfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Flautukonsert í D- dúr eftir Boccherini (Camillo Wanausek og Pro Musica hljóm sveitin í Vínarborg leika; Charles Adler stjórnar). 20:20 Upplestur: ,,Osýnilega safnið'*, saga um atvik frá gengishrun- inu mikla í Þýzkalandi 1920-23 eftir Stefan Zweig (Gísli Al- freðsson leikari þýðir og les). 20:50 Knéfiðlan ymur: Enrico Main ardi leikur vinsæl lög. 21:10%Tækni og vísindi; annar þáttur: Efnarafallinn (Páll Theodórs- son efnafræðingur). 21:25 Frlá fjórða söngmóti Kirkju- kórasambands Eyjafjarðarpró- fastsdæmis (Hljóðr. á Akur- eyri 28. f.m.). Fimm kórar syngja ellefu lög sér í lagi og sameiginlega. Söngstjórar: Sig- ríður Schiöth, Gestur Hjörleifs- son, Askell Jónsson, Jakob Tryggvason og Páll Erlendsson. Undirleikari: Guðrún Kristins- dóttir. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn" eftir Antonio de Alarcónf IX. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 IJr djassheiminum: a) Errol Gardner leikur á planó, b) Benny Goodman og hljómsv. hans leika. 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. Júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veður* fregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar) .1 12:55 „A frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. —16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tón- leikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Smetanakvartettinn leikur strengjakvartett nr. 2 i d-moll eftir Smetana. 20:20 Erlend rödd: Ungversk-frakk- neski rithöfundurinn Francois Fetjeu talar um sósíalrealisma og safnaðarmennsku í SovétríkJ unum (Halldór Þorsteinsson bóka vörður). 20:45 Atriði úr óperunni: „Vald ör- laganna" eftir Verdi. (Zinka Milanov, Jan Peerce, Leonard Warren, Robert Shaw-kórinn o, fl. syngja; RCA-Victor-hljóm- sveitin leikur; Renato Cellini st j.). 21:15 Frásöguþáttur: Frá Vancouver til Vestfjarðar (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 21:35 Tónleikar: Sellósónata op. 40 eft ir Sjostakovitsj. (Daniyl Shafran lekiur á selló og Nina Musinia á píanó). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn" eftir Antonio de Alarcón: X. lestur. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 4 í d-moll op. 120 eftir Schumann. (Cleveland- hljómsveitin leikur; Georg Szell stjórnar). 23:00 Dagskrárlok- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.