Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 10
Miðvik'udagur 28. júní 1961 10 MORCVNTtT AÐ1Ð Utg.: H.l. Arvakur Reykjavík. ^ í'ranikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. EFLUM KRABBAMEINSVARNIRNAR CAMTÖK þau, sem læknar^ ^ og leikmenn hafa stofnað til sóknar gegn krabbamein- inu eru ekki gömul hér á landi. — Krabbameinsfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1949 og Krabbameinsfélag ís- lands tveimur árum síðar. Minnist hið síðarnefnda því 10 ára afmælis síns um þess- ar mundir. Þessi félagssam- tök hafa á sínum skamma starfstíma unnið mikið og þjóðnýtt starf í þágu heil- brigðismála þjóðarinnar. Þau hafa haft forystu um að skipuleggja baráttuna gegn krabbameininu, sem í dag er algengasta dauðaorsök ís- lendinga. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þessi samtök og forystumenn þeirra. En betur má ef duga skal. Til þess ber brýna nauðsyn að íslendingar efli að mikl- um mun varnimar gegn þessum skæða sjúkdómi. Stórkostlegar framfarir á Sviði læknavísindanna gefa von um það að unnt verði að ráða niðurlögum hans í fram tíðúnni. Þegar hefur tekizt að finna aðferðir og jafnvel lyf til þess að lækna þennan sjúkdóm í einstökum hlut- um mannslíkamans. Tii dæm is er lækning krabbameins í legi nú orðin mjög algeng. 1 samtali sem prófessor Niels Dungal, einn dugmesti brautryðjandinn á sviði krabbameinsvarnanna hér á landi, átti við Morgunblaðið í gær, telur hann að góðar horfur séu á því að menn finni meðul gegn krabba- meini. Hann bendir einnig á að mjög mikilvægt sé að koma hér á landi upp krabba meinsmiðstöð, þar sem fylgzt yrði með öllum krabbameins sjúklingum og séð um að þeir fengju ávallt þá að- hlynningu og meðferð, sem þeir hefðu þörf fyrir. Pró- fessorinn skýrir frá því að nú séu sjúklingar stundum sendir af spítulunum án þess að nokkur aðstaða sé til þess að fylgjast með því, hvernig þeim reiði af. Leggur hann áherzlu á að brýna nauðsyn beri til þess að afla fullkom- inna tækja til þess að skoða fólk og rannsaka. Ennfrem- ur þyrfti að kaupa hingað Kobalt-bombu, sem er mjög dýrt tæki til geislalækninga og nær til meinsemda er liggja djúpt í líkamanum og ekki verður unninn bugur á með öðru móti. Með þeim hefur t. d. tekizt að lækna lungnakrabba, sem ekki er hægt að beita skurðaðgerð við. STÓRÁTAK NAUÐSYNLEGT ÍSLENZKA þjóðin má ekki láta aðvörunarorð for- ystumanna krabbameinsvarn anna eins og vind um eyrun þjóta. Allur almenningur, þing og stjórn, verða að bregðast vel og drengilega við óskum þessara mannúð- arsamtaka. Þjóðin má minn- ast þess að sullaveikinni, holdsveikinni og nú síðast berklaveikinni hefur nær verið útrýmt með sameigin- legu átaki almennings, lækna vísinda og forystumanna á sviði stjórnmála og félags- mála. Vitanlega herja fleiri sjúkdómar en krabbameinið á íslenzkt fólk. En það er óhugnanlegast og erfiðast viðureignar þeirra allra. Þess vegna verður nú að gera stórátak til þess að ráða nið- urlögum þess. Með því er hægt að spara hundruð mannslífa, koma í veg fyrir mikla óhamingju og auka hreysti og heilbrigði íslenzku þjóðarinnar. Fyllsta ástæða er einnig til þess að íslendingar gefi gaum aðvörunum prófessors Niels- ar Dungals gegn reykingun- um. Hann hefur í áratugi bent á samhengið milli þeirra og lungnakrabbans. Engum heilvita manni getur komið til hugar að hollusta stafi af reykingum. Þær hljóta þvert á móti að vera skaðleg og hættuleg nautn, auk þess sem þær eru stórkostlegur pen- ingaþjófur. Það er ekki nóg að eign- ast fulkomin og dýr tæki til þess að heyja með þeim bar- áttuna gegn krabbameininu. Fólkið sjálft verður að venja sig af þeim lífsvenjum, eins og t. d. reykingum, sem vís- indamennirnir telja að greiði götu krabbameinsins eða skapi það. Kjarni málsins er að þjóð- in hlýti leiðsögn vísinda- manna sinna í baráttunni við krabbameinið, styðji hvers konar viðleitni þeirra til þess að sigrast á þessum óhugn- anlega bölvaldi. BJARGRÆÐISTÍMI OG VERKFÖLL T Tábj argræðistíminn stendur yfir. Síldveiðar fyrir Norðurlandi eru hafnar, mik- ill fjöldi smábáta í kringum allt land stundar fiskveiðar mun varpa skugga Loilo og Ldren segja þeir sem Kafa séð Claudiu Cardinale á hvita tjaldinu GINA Lollobrigida er flutt frá ítalíu og deilir nú tíma sínum milli Holly- wood og Kanada, þar sem hún telst heimilisföst. — Sofia Loren sést ekki held ur mikið heima á ítalíu upp á síðkastið — dvelst nú ýmist í lúxus-íbúð sinni í Kaliforníu eða í alpakof- anum sínum í Sviss. — Og hvað taka ítölsku kvik- myndamennirnirtil bragðs, þegar þeir missa slíka spóna úr aski sínum? Hið eina rétta: Þeir hafa leitað með línu og handfæri og í sveitum landsins er sláttur að hefjast. Það er vissulega hörmuleg staðreynd að ein- mitt á þessum tíma skuli stærsta verkalýðsfélag lands- , ins og nokkur félög iðnaðar- manna í höfuðborginni standa í verkfalli. VerkfölLhafa æv- inlega í för með sér mikið tjón, ekki aðeins fyrir það fólk, sem verður fyrir vinnu tapi og tekjumissi, heldur fyrir þjóðina í heild. Það er eitt brýnasta viðfangsefni hins íslenzka þjóðfélags að finna á næstunni nýjar leið- ir til þess að koma í veg fyrir slík átök milli vinnu og fjármagns, vinnuveitenda og verkalýðs. Þessir tveir að- ilar verða að geta komið sér saman. Þeir eiga sameigin- legra hagsmuna að gæta. — Verkföllin valda báðam tjóni. Engum hugsandi manni get ur dulizt að það eru yfir- ráð kommúnista í nokkrum stórum verkalýðsfélögum, sem valda því að til stór- átaka dregur öðru hverjuum kaup og kjör. Kommúnistar líta fyrst og fremst á verka- lýðsfélögin sem pólitískt bar- áttutæki, sem sjálfsagt sé að nota til að lyfta þeim sjálf- um til valda og áhrifa í þjóð- félaginu. Þeir láta sig þess vegna hagsmuni verkalýðs- ins litlu skipta en leggja höf- uðáherzlu á pólitíska mis- notkun samtaka þeirra. Þetta er ástæða þess, að verkamannafélagið Dagsbrún hefur nú einangrazt og reyk- vískir verkamenn heyja nú langt verkfall, sem bakað hefur þeim mikið tjón og óhagræði. að og fundið hina réttu „uppbót“ — nýja stjörnu, sem mun á skömmum tíma setja bæði Lollu og Loren í skuggann (um það virð- ast allir sammála, sem séð hafa fyrstu myndir döm- unnar). ★ Fögur — og vel gefin Þessi dæmalausa, nýja „uppgötvun" heitir Claudia Cardinale og er aðeins tví- tug að aldri. Hún lék í tveim ítölskum kvikmyndum, sem sýndar voru á kvik- myndahátíðinni í Cannes. — Þessar myndir fengu reynd- ar ekki neitt sérstakt hrós, en allir, sem sáu þær, dá- sömuðu hástöfum hana Clau-. diu. Menn segja, að hún sé „virkilega eitthvað nýtt“ á hinúm ítalska stjörnuhimni: Ekki sé aðeins hver lína hennar fagurskapaða líkama hlaðin óvenjulegum þokka, heldur virðist hún hafa til að bera ágætar gáfur — og meðfædda leikhæfileika. Það er víst meira en unnt hefir verið að segja um sumar kynsystur hennar, sem hvað frægastar hafa orðið á hvíta tjaldiiiu. ★ Sigraði í fegurðarsam- keppni Claudia Cardinale er fædd í Túnis, en foreldrar hennar eru ítalskir. •— Fyrir þrem árum gekkst ítalskt kvikmyndafélag fyrir fegurð- arsamkeppni meðal ungra, ítalsk-ættaðra stúlkna í Tún- is — og Claudia litla sigr- aði þar með glæsibrag. Hún kom til kvikmyndahátíðar- innar í Feneyjum, ásamt mörgum öðrum ungum stúlk um, sem gerðu sér háar von- ir um glæsilega framtíð sem kvikmyndastjörnur. Flestar þeirra urðu að vonum að láta sér nægja að vera til augnayndis fyrir Ijósmynd- ara, án þess að vekja nokkra sérstaka eftirtekt. Sumar slíkar „vonarstjörnur“ taka það til bragðs til þess að vekja á sér eftirtekt að stofna til rækilegs hneykslis. Stund- um hrífur það — en stund- um ekki, svo sem þarna varð raunin á. •fc Les og málar í frístundum En hún Claudia gekk í augun á kvikmyndasérfræð- ingunum — og fékk góðan samning við eitt félagið. Eft- ir að hún hafði leikið í þrem myndum, var samning- urinn við hana framlengdur til 1968 — og launin hækka og fríðindin aukast. Hún hefir nú komið sér þægilega fyrir í lítilli lúxus-íbúð í út- jaðri Rómaborgar, en hún er ekki mikið gefin fyrir hið fyrirferðarmikla og innihalds litla samkvæmislíf, sem Framh. á bls. 19 CLAUDIA CARDINALE — kynbomba, með kollinn í lagi...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.