Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 28. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Framkvæmdastjóri krabbameinsfélags Noregs hér á landi HÉR á landi er staddur Ottar S. Jacobsen, framXv.stjóri krabba- meinifélaganna norsku. Jacobsen er hingað kominn í boði Krabba- meinsfélags íslands og dvelur hér á landi í tvær vikur og vexður K. F. í. til ráðuneytis og aðstoðar Við skipulagningu þess. Bjami Bjarnason læknir, vara- form. K. F. í. kynnti Jacobsen fyrir blaðamönnum á dögunum. Ottar S. Jacobsen Jacobsen sagði krabbameinið vera mikið vandamál í Noregi á sama hátt og hér á landi. í Nor- egi eru u. þ. b. 9000 ný krabba- meinstilfelli á ári og 5000 dauðs- föll af völdum sama sjúkdóms órlega. Sjálfboðaliðsstarf í baráttunni gegn krabbameini hófst á breið- um grundvelli í Noregi 1948, en löngu áður höfðu læknar hafið baráttuma og gengizt fyrir bygg- ingu geislalækninasjúkrahúss í Osló. Jacobsen sagði, að lítið væri ihægt að gera til þess að koma í veg fyrir krabbamein. Þessvegna vseri áríðandi að uppgötva mein- semdina í tæka tíð. Leiðin til þess sé að dreifa upplýsingum um sjúkdóminn til almennings, Leiðrétting frá Reuter ÞANN 9. marz sl. lenti íslenzka flutningaskipið Vatnajökull í á- rekstri við rússneskt skip á Thames-fljóti. Fregnir um á- reksturinn bárust m. a. frá Reut- ers-fréttastofunni í London. Skip stjórin á Vatnajökli, Bogi Ólafs- son taldi ekki að öllu rétt með farið í fréttaskeyti. Hann hafði samband við fréttastofuna í Lond ©n, sem síðan hefur gefið út eftir farandi leiðréttingu: Bogi Ólafsson skipstjóri á flutn ingaskipinu Vatnajökull biður að láta þess getið, að hafnsögumað- ur var um borð í skipi hans er það lenti í árekstri við rússneskt skip í mynni Thames-fljóts þann S. marz. Hann neitar að hafa sagt að hann hafi misreiknað hraða straumsins sem bar skipin sam- an, — honum var fullkunnugt um hina þungu strauma í mynni Thames-fljóts. Hann neitar einnig þeim um- mælum sem höfð voru eftir hon- um að hann hefði rætt um málið við skipstjóra rússneska skips- jns. Reuters-fréttastöfunni þykir það leitt ef skipstjórinn hefur orð ið fyrir óþægindum vegna birt- ingar þeirra ummæla, sem hann nú neitar að hafa nokkru sinni sagt. setja á stofn leitarstöðvar o. þ. h. Víðtækar rannsóknir fara fram í heiminum á orsökum og læk- ingu krabbameins, en þær byggj- ast að miklu leyti á upplýsingum frá leitarstöðvum og nákvæmri skrásetningu á öllum krabba- meinstilfellum. Á þessu sviði væru íslendingar mjög framar- lega. Hversvegna skyldum við smá- þjóðirnar halda að okkur höndum og láta þá stóru um rannsóknirnar, sagði J acobsen. Það getum við ekki gert. Við verðum að leggja okkar af mörk- um, auk þess eru skilyrði til rannsókna oft mikið betri með smáþjóðum, eins og sannast bezt á íslendingum. í Noregi hafa ménn fundið upp aðferð til þess að greina krabba- mein á frumstigi, jafnvel áður en Það fer að verka og möguleikarn- ir fyrir bata eru allt að 100%. Aðferð þessi nefnist fleigfrumu- greining og heur verið beitt við fjöldarannsókn í Noregi. Þar hafa verið rannsakaðar 10.000 konur á aldrinum 25—60 ára. 60 þessara kvenna höfðu krabba eða frumstig hans og eru bata- horfur þeirra miklar, vegna þess að þær komast í lækningu svo snemma. Jacobsen lauk máli sínu með hvatningu til landsmanna um að þeir efli krabbameinsfélagið og vinni þannig að heilbrigði og langlífi sínu og landa sinna. Ferðafélagið fer um Norður- og Austurland NÆSTKOMANDI laugardag, 1. júlí, ráðgerir Ferðafélag íslands 14 daga ferð til Norður- og Aust urlands, með viðkomu á öllum fegurstu og merkustu stöðum þessarar löngu leiðar. Auk staða eins og Mývatnssveitar, Keldu- hverfis. Axarfjarðar, Fljótsdals- héraðs og Austfjarða, er nú ráð- gerð leið um Vopnafjörð, Þistil- fjörð og Axarfjarðarheiði. Verður syðri leiðin farin austur, þ.e. Mývatnsöræfi, en niðri leiðin til baka. En vegna þessarar breyting ar frá fyrri ferðum, lengist ferðin um einn dag og verður sem fyrr segir, 14 dagar. Gist verður í tjöldum og nesti getur hver haft með sér að vild. Engin ferð félagsins býður upp á jafn mikla tilbreytni, né meiri og víðari yfirsýn sem þessi. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Feðrafélags íslands, Túngötu 5. Sigríður Hulda Agústsdótdr F. 19. ág. 1937 — D. 17. júní 1961. FÁEIN KVEÐJUORÐ MARGRA ára hetjulegri baráttu er lo'kið. Rósin er fölnuð þó að- eins sé komið vor. Sár tregi fyllir hjörtu okkar, sem þekktum Sig-. ríði Ágústsdóttur. Ár eftir ár höf- um við dáðst að hugrekki þessar ar ungu stúlfcu, sem .barðist við dauðann opnium augum. Ég hugsia að allir, sem kynnt- ust Siggu hafi lært eitthvað af 'henni. því hún var bæði glöð og vomgóð og hafði öðlazt ótrú- legan þroska. Ef til vill var ti'lganigur lífs hennar sá að við lærðum að meta hin sönnu verðmæti lífsins, gleymdum smámunum og dægur- þrasi, en myndum eftir kærleik- anum til Guðs. Blessuð veri minning hennar. Renuiescat in pace. B. I. Áðalfundur féiags Suðurnesja tÐALFUNDUR Skógræktarfél. íuðurnesja var haldinn í Barna kóla Keflavíkur föstudaginn !6. maí sl. Mættir voru fulltrúar frá flestum deildum félagsins og auk þess Egill Hallgrímsson, kennari frá Vogum og Snorri Sigurðsson, skógræktarráðu- nautur. Snorri hafði þá nýlega farið um öll skógræktarsvæðin og var hann yfirleitt ánægður með framfarirnar, ekki sízt við Háa-Bjalla, þar sem þriggja ára vöxtur á tré mældist 2 m. Fundarmenn lögðu margvís- legar spurningar fyrir Snorra og svaraði hann þeim öllum greiðlega. í lok fundarins flutti hann ágætt erindi um skógrækt arstarfsemina víðs vegar um landið og sýndi um leið falleg- ar litskuggamyndir. Nokkuð var rætt um við- skilnað varnarliðsins við Háa- Bjallaveginn. Þann veg hafði varnarliðið fengið til afnota að skotæfingasvæðinu gegn þeirri sjálfsögðu, siðferðilegu skyldu að halda honum við, en þeir hafa skilið svo við veginn, að hann má nú heita ófær til um- ferðar. — Bréfi Egils Hallgríms sonar og formanns til Varnar- málanefndar utanríkisráðuneytis ins, m. a. varðandi þetta mál, hefur enn ekki verið svarað. Girðingin í Sólbrekkum hef- ur nú verið stækkuð um 800 lengdar metra, og verða þar og við Háa-Bjalla gróðursettar í ár á sjöunda þúsund trjáplöntur, en á félagssvæðinu öllu um 11 þúsund plöntur. Hagur félagsins er góður, þrátt fyrir miklar framkvæmd- ir, enda hefur það nú hlotið nokkurn styrk frá sýslufélag- inu. Skógræktarsjóður Suðurnesja, sem Egill Hallgrímsson stofn- aði, er nú orðinn um 14 þús- und kr. % hlutum vaxta má verja til skógræktarframkvæmda á þessu svæði, samkvæmt skipu lagsskrá sjóðsins. Stjórn félagsins var að mestu leyti endurkjörin, en hana skipa: Siguringi E. Hjörleifsson, form., Huxley Ólafsson, varaform., Ragnar Guðleifsson, ritari, Árni Hallgrímsson, gjaldkeri. Og meðstjórnendur: Halldóra Thor- lacius, Gísli Guðmundsson og Svavar Árnason. Varastjórn: Einar Kr. Einars- son og Hermann Eiríksson. Endurskoðendur: Jón H. Kristjánsson og Rögnvaldur Sæ mundsson. Léleg nýting verðmæta GRÁSLEPPUVEIÐI var mjög góð á þessu vori og gaf af sér töluverð út- flutningsverðmæti. En mjög er það umhugs- unarvert, að meirihluta þess, sem á land berzt, er hent. Hrognin eru hirt, en fiskinum hent, víða í haf- ið aftur, en sums staðar ekið á mela, svo að úr- kastið fylli ekki hafnirnar. Hér er verkefni fyrir fiskifræðinga okkar. Geta þeir ekki fundið einhverja leið til að gera einhver verðmæti úr þessum fiski? Er hér ekki verið að kasta verðmætum? (Ljósm. Mbl.: Silli.) i Notkun „útlends“ áburðar Þakkarávarp Ég undirritaður, sem gerðist sjálfboðaliði við fjársöfnun til minnisvarða um breiðfirzka sjó- menn fyrir Sjómannadagsráð Ólafsvíkur, þakka hér með öllum körlum og konum norðan og sunnan Breiðafjarðar stórgjafir og vinsamlegar móttökur. Sérstaklega þakka ég Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og sam- starfsmönnum hans mikið og óeigingjarnt starf. Þá vil ég einnig færa Sjó- mannadagsráði Ólafsvíkur kærar þakkir svo og Guðmundi Einars- syni fyrir auðsýndan heiður og heimsókn á Sjómannadaginn. Ólafsvík 5. júní 1961. Eliníus Jónsson. ÞEGAR ég var að alast upp, þek'ktist ekki að gefa kúnum fóðurbæti með töðunni. Stund- um var þeim gefið fjallahey, t. d. „brok“, saman við töðuna, þar sem það var til, og mjólk- uðu þær engu ver fyrir það. Nú er svo komið að ekki nægir að gefa tómu töðu til að láta kýrnar mjólka. Það verður að gefa þeim mikinn fóðurbæti líka. Fyrir 50 árum komust kýr í háa nyt engu síður en nú. Ég man eftir, að foreldrar mínir áttu kú, sem komst í tuttugu merkur og hélt vel á sér. Hvað er það þá sem að er? Er taðan næringarminni nú en áður var? Já, orsökin liggur í notkun útlenda áburðarins, eins og hann hefur verið kallaður. Loftáburðurinn er búinn að sýkja bæði manna- og dýraríkið, svo að læknar standa nú orðið ráðalitlir yfir afleiðingunum. Gerviefnin hafa gripið inn í lífsrás heilbrigðrar framþróunar og hyggjast koma í staðinn fyr- ir þau efni, sem móðir náttúra hefur tengt saman lífskeðju fram þróunarinnar. Jarðvegurinn er orðinn tærður eftir loftáburðinn. Til þess að heilbrigt líf þrosk- ist af moldinni, þarf hún að vera hlaðin þeim hjálparkrafti, sem gefur jurtunum tækifæri til að öðlast heilbrigða næringu. Þessi hjálparkraftur er sveppa- gróðurinn í jarðveginum. Með því að gefa jarðveginum loft- áburð, tærist jarðvegurinn, því enginn möguleiki. er, að loft- áburðurinn geti framleitt heil- brigðan gerlagróður. Hinir þörfu, hollu gerlar jarðvegarins tímgast bezt við rotnandi leifar búfjárins eða jarðargróðans. — Allur gróður þvingast af skorti, þegar loftáburður er notaður. Hann sýkist og sýkir bæði menn og skepnur, sem af honum lifa. Þetta kemur alls staðar fram, t.d. á rófunum, sem hafa misst allt viðnám fyrir snýkjudýrum, kartöflunum, sem eru að missa sitt upphaflega góða bragð, og grasinu sem fóðurvöru búfjár- ins. Alls staðar gætir þessarar vöntunar. Þetta eru gerviefnin, sem aldrei geta komið í stað- inn fyrir hin lífrænu úrgangs- efni, sem náttúran hefur ætlað gróðrinum til framdráttar. Mér finnst að nú sé kominn tími til að stinga við fæti og athuga, hvert stefnir í þessu efni. Það er leitt, að mennirnir hafa ekki athugað þetta fyrr, en láta fljóta svona að feigðar ósi. Það er hægt að segja, að hið ræktaða land, sem áburðar þarfnast, sé svo stórt, að búfjáráburður nægi ekki. Fleira er áburður en búfjártað. Við þurfum að gera meira að því að búa til lífræn- an áburð. Það má með mörgu móti. Eitt bezta ráðið er að hrúga saman jurtaleifum, fjöru- gróðri þar sem hægt er að ná í hann og hrossataði. 1 þessu mundi hitna og myndast mik- ill gerlagróður, sams konar gerl ar og jörðin þarfnast til að gefa af sér heilbrigða næringu. Slík- um haugum er hægt að moka upp og láta það, •sem utan á var, verða innan í, svo að allt nái að móðna og verða jafn gott til áburðar. Það er ekki nóg að lækna sjúkdóminn. Það verður að kom ast fyrir rætur hans, finna or- sökina, sem veldur ástandinu. Það er megin mergur málsins. Það er kvartað undan því, að kartöflur og alls konar græn- meti sé búið að missa sitt upp- haflega sæta, góða bragð. Jafn- vel svo mikið kveður að þessu, að sumar kartöflur eru orðnar lítt etandi. Þetta þarf því að athuga, og finna ástæðuna. Að mínum dómi er þetta ástæðan, sem að framan er getið. j. a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.