Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVIVRL 4 ÐIÐ MiðviKudagur 28. júní 1961 14 milljón króna fap hjá Bæjarútgerðinni s.S. ár Greidd vinnulaun námu tæpum 50 milljónum á sibasta ári GEIR HALLGRÍMSSON, borgarstjóri, gerði rekstur og a f k o m u Bæjarútgerðar Reykjavíkur nokkuð að um- talsefni í hinni yfirgripsmiklu ræðu sinni um f járhag bæjar- ins árið 1960 á síðasta bæj- arstjórnarfundi. Eftir að borgarstjóri hafði m.a. greint frá því, að bæjarútgerðin væri annar af 2 stærstu skuldu- nautum Framkvæmdasjóðs bæj- arins, gaf hann eftirfarandi upp- lýsingar um hag útgerðarinnar: Bæjarútgerðin skuldar Fram- kvæmdasjóði 45.4 millj. kr. og óx skuldin á s.l. ári um 6.4 millj. kr. Tap á rekstrimim s.l. ár. Eins og fram kemur á aðal- rekstrarreikningi fyrirtækisins er heildartap á árinu krónur 14.004.920.50. Af þessari upphæð eru héildarfyrningaafskriftir kr. 10.824.827.59. Er því hreint tap, þó afskriftir væru ekki reiknaðar kr. 3.180.092.91. Tap þetta verður til með þeim hætti, að heildartap togaranna nemur kr. 14.733.651.45, en frá þessari upphæð dregst rekstrar- hagnaður Saltfiskverkunarstöðv- ar, Harðfiskverkunarstöðvar Og Fiskiðjuversins, samtals krónur 728.730.95. Árið 1959 var hins vegar nettó hagnaður kr. 3.050.434.77 og lagt til hliðar vegna flokkunarvið- gerða kr. 5.4 millj. Þessar vinsælu hlífðarkápur með þykkum ^pjöldum, klædd ar rexíni, fást nú aftur. Panta má hlífðarkápui hjá Eldhús- bókinni í síma 2-46-66, og verða þser þá sendar. Verðlækkun mjöls og lítill afli. Afkoma togaranna á árinu 1960 var mjög léleg, miðað við undan- farin tvö ár. Helztu orsakirnar fy*ir þessari lélegu afkomu er hin mikla verðlækkun, sem varð á fiskimjöli á erlendum markaði og jafnframt lítill afli. Frá því árið 1958 hefur verð á fiskimjöli farið mjög lækkandi, en það ár mun meðalverð á fiski mjöli pr. prötein-einingu hafa verið um 20/- shillingar. Árið 1959 var verðið komið niður í sh. 16/6d. og árið 1960 var meðal verðið sem næst sh. 11/-. Reyndar hækkaði fiskimjöl eitthvað seinni hluta ársins 1960 Og um s.l. áramót mun það hafa verið komið upp í sh. 13/-. Heildarafli togara Bæjarútgerð ar Reykjavíkur varð árið 1960 24.864 tonn. Er þetta mjög mikil rýrnun frá árinu 1959, en þá var aflinn 34.511 tonn og á árinu 1958 40.352 tonn. Aðbúnaður og kjör togara- útgerðarinnar. Jafnframt skal á það bent, að frá árinu 1951 til ársins 1958 hef- ur togurum og bátum verið mis- munað mjög með tilliti til verð- lags á afla. Ef miðað er við meðal afla togara á þessum tíma og hann fengi greitt fyrir afla sinn sama verð og bátar, hefðu tekjur hvers togara verið um 5.8 millj. kr. hærri á þessu tímabili. Einn- ig hafði það nokkur áhrif a af- komu togaranna, að á þessu sama tímabili var íslenzkum togurum að miklu leyti meinað að landa í Bretlandi, en brezki markaður- inn hefur á vissum árstíðum ver ið mjög hagkvæmur fyrir ís- lenzka togara. Má hiklaust fullyrða, að hagur íslenzkrar togaraútgerðar stæði á mjög sæmilegum grundvelli. ef hún hefði yfirleitt notið sömu aðbúnaðar og kjara og búin eru íslenzkum bátaútvegi. 13.4 millj. kr. fjárfesting á árinu. Á árinu 1960 nam fjárfesting Bæjarútgerðarinnar kr. 13.4 millj. Munar þar mestu 8 ára flokkunarviðgerð á b.v. Þorkeli Mána og 12 ára flokkunarviðgerð á b.v. Ingólfi Arnarsyni fyrir samtals 5.7 millj. kr. Endurbætur á Jiúsum og vélum Fiskiðjuvers- ins kostuðu 6.1 millj. kr. Við þá upphæð, sem varið var til beinn ar fjárfestingar má bæta hækkun á skuldum í erlendri mynt vegna Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður málflutningur — lögfræðistörf Tjarnargötu 30. — Sími 24753. Silungsveiði Stangaveiði í Hvalvatni er stranglega bönnuð án leyfis. Verðileyfi era afgreidd á Miklubraut 3 kl. 6—8 síðdegis. SíldarsölfunarstúSkur vantar til Siglufjarðar og Raufarhafnar Upplýsingar í síma 34580. Gunnar Halldórsson gengisbreytingarinnar í febrúar 1960. Nema þær hækkanir 21.9 millj. kr. og skiptast þær á tog- aran í hlutfalli við skuldir hvers þeirra um sig í erlendri mynt. Skuldir umfram eignir. Samkvæmt efnahagsreikningi eru skuldir fram yfir eignir kr. 35.010.759.37. Er þetta mismunur á heildarskuld, sem er í árslök kr. 191.419.719.13 og heildareign kr. 156.408.959.76. í skuldum er meðtalið framlag Framkvæmdasjóðs, sem er í árs lok 1960 kr. 45.441.359.62. í árslok 1959 voru skuldir um- fram eignir kr. 21.005.838.37, og þá skuld við Framkvæmdasjóð kr. 38.962.417.96 og 1958 í árslok voru skuldir framyfir eignir kr. 24.056.273.64, og þá skuldir við Framkvæmdasjóð k r ó n u r 34.661.762.75. Innifalið í framlagi Fram- kvæmdasjóðs eru útsvör árin 1959 og 1960, sem bókfærð eru árið 1960, kr. 2.808.600.00, þar sem þau hafa ekki verið greidd bæjarsjóði. Hefði getað afskrifað 20.6 millj. krónur. Ef reikningar Bæjarútgerðar Reykjavíkur eru athugaðir írá því hún hóf starfrækslu sína, kemur í ljós, að heildarfyrninga- afskriftir fyrirtækisins til órs- loka 1960 nema samtals krónum 55.642.458.53. Á sama tíma er heildartap Bæjarútgerðarinnar kr. 35.010.759.37. Samkvæmt þessu hefur Bæjar útgerð Reykjavíkur getað afskrif að eignir sínar um krónur 20.631.699.16 og hefði þá útgerð- in staðið i járnum. Heildarvinnulaun, er Bæjarút gerð Reykjavíkur greiddi 4 árinu 1960, voru kr. 49.952.000.00. Prestsvígsla í Dómkirkjunni Á SUNNDAGINN fór fram prestsvígsla í Dómkirkjunni. Cand theol. Þórarinn Þórarins- son var vígður til Vatnsenda- prestakalls í Suður-Þingeyjar- sýslu. Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, vigði prestsefn- ið, en séra Páll Þorleifsson á Skinnastað lýsti vígslunni. Séra Óskar J. Þorláksson þjónaði fyrir altari. Auk þeirra voru vígslu- vóttar séra Sveinn Víkingur og séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur á Húsavík. Hinn nývígði prestur predikaði og lagði út af textanum í Lúk. 6. 36—42. Hinn nývígði prestur lauk guð fræði prófi í fyrravor. Hann er sonur Þórarins Jóhannessonar í Krossadal í Kelduhverfi og konu hans Guðnýjar Þórarinsdóttur. Kvæntur er hann Guðrúnu Þórð- ardóttur, Eyjólfssonar hrd. og eiga þau tvö börn. Fiéftabréf frá Skriðuklaustri: ■ fl Ondvegisgotl vor — Hvítasunnu- hiei — Suuðbuiðui gengui vel jT' — Doði í úns — Oventu mikil sinu — Túnbeit hugfell — Gius- spiettu góð SKRIÐUKLAUSTRI, 17. júní. — í dag er fremur leiðinlegt veð- ur. Nú með kvöldinu er norðan og norðvestan strekkingur, þoku loft og regnslitringur. Undan- farna tvo daga hefir verið aust- læg átt og rignt óvenjumikið. Spretta er því mjög ör nú, en grasvöxtur er þó nokkuð á eftir því, sem var í fyrra um þetta leyti, enda þá eitt bezta vor í manna minnum. Þetta vor hefir einnig verið öndvegisgott. Frá sumarmálum og fram í maíbyrj- un var hér austlæg átt með þokuloft og regnsudda lengst af. Var það gott fyrir jörðina, því að aldrei fraus. En jörð var nokkuð blaut og vegir t. d. með alversta móti vegna aur- bleytu, enda ekki reynt að fara eftir þeim nema í mestu nauð- syn á jeppum. Um 10. maí hlýn- aði' með suðvestan átt og greri þó ört og þornaði. Birkiskógar voru hér að kalla allaufgaðir 22. maí — um hvítasunnU —. En 23. maí kólnaði snögglega, er hann gerði norðanáhlaupið og voru blindél hér í dal um kvöld ið og alhvítt. Kalsaveður var næstu nótt en þessu áhlaupi létti fljótt og hlýnaði aftur með suðvestan átt. Ekki veit ég um teljandi tjón af þessu veðri, þótt sauðburður væri hafinn, en flestir hýstu féð er gekk í ill- viðrið, eftir því sem húsrúm og ástæður leyfðu. Fyrir utan þetta hret var sauðburðartíð ákaflega hagstæð og mun því sauðburður almennt hafa geng- ið vel. Víðast er með mesta móti tvílembt. En nokkuð hefir borið á doða í ám, einkum fyr- ir burðinn. T. d. hér á Skriðu- klaustri var það með mesta móti — í elztu ánum, sem skil- að hafa miklum afurðum und- anfarin ár. Kalksprautun lækn- aði þær yfirleitt fljótt ,ef í þær náðist nægilega fljótt. En séu ærnar búnar að vera veikar dægur til sólarhring, getur ver- ið erfitt að rétta þær við. Á takmörkum er að unnt sé að segja úthaga algrænan enn- þá, en það stafar m. a. af ó- venjumikilli sinu á jörð, eftir tvö furðulega mikil grassum- ur. Þar sem sina var brennd er úthagi fyrir, nokkru grænn yfir að líta. Heiðarnar mega heita snjólausar, en gróður er minni á þeim nú en á sama tíma í fyrra. Verið er nú að leita grenja og er með minna móti vart við tófu. Sláttur er að hefjast hér á tilraunalandi en dregst víðast eitthvað enn, þar sem tún eru almennt beitt að vori. Þótt vel Hellidemh- an á laug- ardag ÓGURLEGA hellidembu gerði hér í Reykjavík um sex-leytið á laugardagskvöld. Vöknaði þá margur í sumarfötum sín- um, Og vegna þess að ekki hef ur verið hægt að halda nið- urföllum Og ræsum hreinum i verkfallinu, stífluðust þau víða. Var það nokkuð baga- legt í lægsta miðbænum, og safnaðist þar vatn fyrir. Skúr in stóð stutt, og gætti hennar ekki nema á litlu svæði. Aðalfundur Félags vörubíleigenda 1 Hafnarfirði AÐALFUNDUR Fél. vörubíla- eigenda í Hafnarfirði var haldinn nýlega. Fundurinn var vel sóttur. Stjórn félagsins er þannig skip uð: Sigurður , Bjarnason, form.; Gunnar Már TorfasOn, voraform; Guðni V. Björnsson, ritari; Haf- steinn Gíslason, gjaldkeri og Bjarni Þórðarson, meðstjórnandi. Varastjórn: Jóhannes Magnús- son og Sveinbjörn Magnússon. Annar í milli- landaflugi F.Í. MIKLAR annir voru í millilanda- flugi hjá Flugfélagi íslands á sunnudaginn. Samkvæmt upplýs- ingum félagsins fluttu flugvélar þess um 250 manns alls milli landa þann dag. vori er óhjákvæmileg nauðsyn að beita tvílembum á tún og ekki vafi á að það. er hagfellt. Það seinkar slætti að vísu, en vafi er að það minnki uppskeru svo teljandi sé og margra mál er að taðan sé betri af beitar- túnunum. Þrjú síðustu vorin hafa verið mjög frábrugðin flest um vorum síðasta áratugs um veðurfar, einkum vegna allmik- ilar úrkomu. Áður voru kunn- ust köldu, þurru vorin, þegar jörð leið af þurrki og nætur- frostum. Þetta segir eftir í ó- venju örri grassprettu — en einnig í mun lélegri heyjum —. m. a. af því að ekki verður ráðið við sláttinn nógu snemma og svo er ekki vafi á áburðar- notkun er sums staðar óhæfi- lega mikil við svo hagstæða sprettutíð, sem verið hefur þessi þrjú vor, nema þá að oftar sé slegið. En fæstir ráða við það — hafa stillt sig inn á 1—2 slætti á því landi, sem þeir hafa ráð á. J. P. Hrökk af baki og rotaðist SAUÐÁRKRÓKI, 26. júní. — Á sunnudag riðu hestamenn á Sauð árkróki út. Seinni hluta daga vildi það óhapp til við Austur- vatnabrú, að þegar bifreið ók fram úr einum reiðmannanna, sem hafði tvo hesta í taumi, varð annar taumhestanna ofsahrædd- ur og tók slíkt viðbragð, að mað urinn féll af baki. Skall höfuð hans við stein, svo að hann rot- aðist. Lá hann í rotinu þangað til kl. um fjögur s.l. nótt. Þá vakn- aði hann og hresstist brátt. Mað- urinn er bílstjóri að atvinnu, og gat hann stundað vinnu sína í dag eins og venjulega. — jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.