Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVTSBL AÐlfí MiðviKudagur 28. júni 1961 Evrópumeistarinn og Jón Þ. stukku jafnhátt Jöfn keppni og mikil þátttaka í sumum greinum á IR-mÖtinu FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ír hófst í gærkvöldi og var árangur í ýmsum greinum allgóður. Keppnin var óvenju skemmtileg, jöfn og umfram allt setti ágæt þátttaka í ýmsum greinum svip á mót- ið. Mótinu lýkur í kvöld með keppni í 12 greinum. Hefst keppnin þá kl. 8. • Jöfn keppni við gestina Hinir erlendu gestir móts- ins, Richard Dahl frá Svíþjóð og Walt Williamsson frá Bandaríkjunum fóru með sig- ur af hólmi í sínum greinum en eftir skemmtilega og harða og jafna baráttu við íslenzku piltana. Dahl sem er Evrópu- meistari í hástökki sigraði með 1.95 m og Jón Þ. Ólafs- son náði sömu hæð, en fór yfir í annarri tilraun og réði það úrslitum. Keppnin í há- stökkinu gat því ekki jafnari verið, en næstu hæð 2,01 felldu þeir báðir. Var síðasta tilraun Jóns langbezt og hann mun nær því að fara yfir. í kvöld reyna þeir aftur og verð ur allt gert sem hægt er til að bæta blettinn sem þeir stökkva upp af, en þeir kvört uðu yfir að hann hefði gefið eftir í stökkum þeirra. Williamsson vann öruggari sig ur í grindahlaupinu. Mótvindur setti svip sinn á tímann eins og í öllum hlaupunum. • Úrslit eftir Ijósmynd 100 m hlaupið var jafnasta grein kvöldsins. Einar Frímanns- son og Valbjörn Þorláksson voru svo líkir í markinu að dómara greindi á um úrslitin og verður beðið með úrskurðinn þangað til mynd liggur fyrir sem tekin var. Tíminn var lakari en búast mátti við sakir mótvinds. En þá var á- nægjulegt að keppendur í hlaup- inu voru 10 talsins. • Góð þátttaka Sami fjöldi þátttakenda — 5 sveitir — setti svip á boðhlaupið og var keppnin mjög jöfn og skemmtileg en lauk með örugg- um sigri Ármenninga. Hallgrímur sigraði enn í kringlukastinu en Þorsteinn veitti nú harða keppni, 32 sm. skildu þá að í lokin. Guðmund- ur Hermannsson var hinn ör- uggi sigurvegari í kúluvarpinu. Fimm stúlkur kepptu í 100 m hlaupi kvenna og sigraði Rann- veig Laxdal með nokkrum yfir- burðum. Úrslit í einstökum sreinum: 100 m hiaup. Valbjörn Þorláksson ÍR og Einar Frímannsson KB 11.4 3. XJlf ar Teitsson KR 11.6 4. Guðjón Guð- mundsson KR 11.6. 400 m hlaup: Grétar Þorsteinsson A 50.8 Hörður Haraldsson Á 51.2 Þórir Þorsteinsson A 51.6. 3000 m hindrunarhlaup: Kristleifur Guðbjörnsson KR 9.26.5 Agnar Leví KR 10.12.9 Reynir Þorsteinsson KR 10.37.4 Jón Guðlaugsson 11.10.0 110 m grindarhlaup: Williamson USA 15.7 Guðjón Guðmundsson KR 16.1 Sig. Lárusson Á 16.3. 100 m hl. kvenna: Rannveig Laxdal XR 13.8 Pálína Hjartard. Úlfljóti 14.3 Þórdís Jónsdóttir IR 14.7 Edda Ölafs dóttir IR 14.9. 4x100 m boðhlaup: A-sveit Ármanns 45.0 A-sveit IR 45.4 A-sveit KR 45.5 iR-drengir 49.4. Hástökk: Richard Dahl Svíþjóð 1.95 Jón Þ. Ölafsson ÍR 1.95 Sigurður Lár- usson A 1.75 Heiðar Georgsson UMFN 1.70 Kúluvarp: Guðm. Hermannsson KR 15.38 Gunnar Huseby KR 15.08 Ágúst Asgrímsson HSH 13.91 Hallgrímur Jónsson Á 13.29 Kringlukast: Hallgrímur Jónsson Á 46.03 Þorsteinn Löwe ÍR 45.71 Þorsteinn Alfreðsson Breiðablik 41.37 Brynjar Jensson HSH 41.08. Ellert Schram skorar fyrsta mark í netið með kollspyrnu. KR. Garðar hafði gefið fyrir og Ellert sendi af öryggi (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) Eftir lélega byrjun tryggöi KR sér stigin gegn Val með 3—2 Valsmenn hofðu forystu í hálfleik 2—0 vann Val í Islandsmóti í fyrrakvöld með KR 1. deildar 3 mörkum gegn 2. Leikurinn tók sannarlega ólíklega stefnu í upphafi. Valsmenn höfðu undirtökin í leiknum og 3 tifviljanakennd mörk færöu Fram sigur F R A M tókst að krækja í fyrstu stig félagsins á ís- landsmótinu er liðið mætti Hafnfirðingum á sunnudags- kvöldið og sigraði með 3 gegn 0. Sigur Fram var verð skuldaður í þessum leik, en mörkin öll nokkuð tilviljana- kennd og ódýr. En önnur færi áttu Framarar einnig, þó þeim tækist ekki að nýta þau. Framherjar Hafnfirð- inga voru ekki nógu ákveðn- ir til að fá skorað, en nokkr- um sinnum vantaði þó aðeins herzlumuninn til að það tæk ist. — • Mörkin þrjú Leikurinn í heild var heldur rislágur — mjög lítið um fallegan leik og ennþá minna af góðum skotum, sem hæfðu mark. Hins vegar flaug knötturinn oft fram hjá og yfir báðum mörkunum án nokkurrar hættu. w Það tók Fram 37 mín að finna leiðina í marknet Hafnfirðinga. En þá kom fyrsta markið — og var ódýrt. BsJöur Scheving út- herji fékk knöttinn á um 20 m færi, skaut laust að markinu og knötturinn lenti í stöng og þaðan yfir marklínuna. Fjórum mín. síðar skoraði Grétar Sigurðsson annað mark Fram. Af 12—14 m færi sendi hann laust skot sem hafnaði í netinu, mest fyrir það að Karl markvörður Hafnfirðinga sá ekki knöttinn fyrri allri Hafnarfjarðar vörninni sem stóð fyrir. Á 9. mín. síðari hálfleiks kom 3. mark Fram. Guðmundur Ósk- arsson sendir langskot að mark- Framh. á bls, 19 Fyrsta mark Fram. Karl markvörður var aðeius of scum. — Laust skotið fór í stöngina og yfir línuna- höfðu forystu 2—0 í leikhléi. En í síðari hálfleik kom framlína KR allt að því eins beitt til leiks og þegar bezt hefur bitið áður og færði sig- urinn. í höfn og dýrmætu stigin tvö. Sigurinn kom engum á óvart. Það var miklu frekar fyrri hálfleikur og forysta Vals sem var óvænt. • 2 mörk í hálfleik KR-liðið var óvenjulega slappt í fyrri hálfleik. Framherjunum var gersamlega haldið í skefjun af vörninni. M. a. tókst Þórólfi og Gunnari Felixssyni aldrei að skapa verulega gott færi og ó- þvingað. KR-vörnin var öinnig slöpp og fumandi. Framherjar Vals komu henni oft í klípu en eigin mistök skilningsleysi og samvinnuskort- ur réði þar miklu um. Þannig átti KR-vörnin góð- an þátt í þeim tækifærum er leiddu til marka Vals í fyrri hálfleik. En Valsmenn not- færðu sér vel máttleysi KR- varnarinnar og skoraði Björg- vin Dan. 2 falleg mörk. Hið fyrra á 15. mín. af um 13 m færi með öruggu skoti og hið síðara á 23. mín er hann sendi fagurlega í netið sendingu frá Matthíasi. KR-liðið fór ekki í gang fyrr en í seinni hálfleik en gerði það þá rækilega. Það var eins og allt annað lið í síðari hálfleik og eftir 5 !/2 mín. stóðu leikar jafnir 2:2. Það voru liðnar tvær mín. er fyrsta mark KR kom. Gunn ar hafði verið í færl en vörnlit varði. Sókn KR hélt þó áfram og Garðar Árnason lék upp að endamörkum og sendi fallega fyrir frá hægri. Ellert var á réttum stað og skoraði óverjandi mark með skalla. Björgvin markverði hafði mistekizt að grípa inn í send- ingu Garðars. Rúmum þrem mín. síðar er vítaspyrna dæmd á Val fyrir gróflega hrindingu Magnúsar miðvarðar. Þórólfur fram- kvæmdi og skoraði — þó hafði Björgvin hendur á knettinum en náði ekki nógu vel til lians. Og um miðjan hálfleikinn kom sigurmarkið eftir fallegt upp- hlaup, sem Þórólfur byrjaði, gllert átti þátt í með skallasend- ingu til Gunnars og hann sendi í markið og breytti þó knöttur- inn stefnu á Árna bakverði. Hvað eftir annað áttu fram- herjar KR færi og sum mjög góð. En Björgvin markvörður Vals forðaði félagi sínu frá stórtapi með því að verja snilldarlega. • Liðin Lið KR átti svartan fyrri hálf- leik, en bætti það upp með þeim síðari. Þá voru framherjarnir virkir vel en nutu frábærrar að- stoðar Garðars framvarðar, sem átti sinn langbezta léik á árinú. Var hann framúrskarandi virk- ur bæði í vörn og sókn. Heimir varði vel utan það að gera enga tilraun til varnar öðru markinu. Hjá Val var vörnin þétt fram- an af en mistókst er á leið. Breytt leikaðferð KR-inga í seinni hálf- leik ruglaði einnig. En oft er varnarleikur Magnúsar miðvarð- ar grófur og eru það stór lýti á leik hans. Framherjarnir eru mis tækir en um skothæfileika Björg- vins verður ekki efazt eftir þenn- an leik. En bezti maður_ liðsins var Björgvin í markinu. Án hans hefði stórtapi ekki verið forðað. - — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.