Morgunblaðið - 07.07.1961, Side 18

Morgunblaðið - 07.07.1961, Side 18
18 MORCVNBLAÐIÐ Fösftídagur 7. júlí 1961 Dunriee vann verö- skuldaðan sigur 3-1 Heimir forðoð/ stærri ósigri L i S i n DUNDEE vann KR í gær- kvöldi með 3 mörkum gegn 1. Sigur Skotanna var fylli- lega verðskuldaður og hefði getað orðið stærri, en í veg fyrir það kom fyrst og fremst ágæt markvarzla Heimis Guðjónssonar, sem á stund- um varði mjög vel. í hálf- leik stóð 1—0 fyrir Skotana eftir nokkuð jafnan leik, en er á leið síðari hálfleik höfðu Skotarnir öll völd á vellinum og sóttu nær óslitið. • Jafnt í upphafi Fyrsta stundarfjórðunginn var leikurinn nokkuð jafn. Upphlaup Skotanna vOru þó fleiri en þau upphlaup sem KR-ingar náðu voru öllu hættulegri án þess að mark Skota kæmist í verulega hættu, því þau skot sem tókst að framkvæma fóru utan hjá marki. Það dró mjög úir þunga þeirra upphlaupa sem KR náði, hve útherjarnir voru lélegir og hafði KR nánast ekki nema þriggja manna framlínu lengst af í ieiknum, fyrir þá sök. Spil KR inga var oft fyrir þetta mjög þröngt og því ekki eins hættulegt Skotunum. • Skotar sækja sig. Skozka liðið reyndist fram- an af nolkkuð sundurlaust og lék ekki hnitmiðað. En er liðið hafði áttað sig á aðstæðum breyttist leikur þess og í Ijós kom að það er sikipað miklu jaifnari mönnum en St. Mirren liðið og sókn þess þyngdist stöð- ugt. Vöm KR var oft grátt leik in Og komst í margan vandann/ Hornspyxnur á KR voru mjög tíðar — urðu 7 gegn 1 á Dundee í fyrri hálfleik — en fáar sköp uðu spymur þær hættu við KR markið. Eftir vel uppbyggð upp- hlaup komust Dundee menn oft í góð færi, en Heimir var vel með, greip fallega inn í þversendingar fyrir markið og varði tvívegis mjög fallega í fyrri hálfleik. KR átti og sín tækifæri. Bezt var það er Ellert komst í gegnum vörnina, skaut hörkufast að marki en mark- vörður var öruggur og varði vel. Og mörkin létu standa á sér unz 40 mín voru af leik. 0- I Fyrir 'hreinan klaufa jkap KR vamaxinn- ar tóku Skotarnir forystuna. Sveinn framvörður hafði knött- inm við vítateiginn. Hann hugð- ist gefa til Heimis markvarðar, en gerði það mjög illa og Waddeli miðherji komst í sendinguna og skoraði með lausu skoti. 0-2 4 3. mín síðari hálf- eiks skorar Penmann annað mark Skota. Hann hljóp inn í fallega sendingu Waddels frá kantinum og skoraði af 2—3 m færi. Rétt áður hafði Penmann átt hörkuskot sem Heimir hálfvarði og var Waddell með knöttinn í dauðafæri en skaut yfir. Með þessari send- ingu hefndi hann þeirra ófara. | __ 2 KR-ingar hristu af sér slenið og náðu ágætum kafla eftir daufa byrj- un í síðari hálfleik. Á 18. mín. leiðir sú skorpa til marks. Gunn- ar Felixsson braust í gegnum tvo varnarmenn og komst einn inn- fyrir. Sá þriðji sótti að honum en hann renndi knettinum til Þórólfs sem fylgdi vel og var i dauðafæri. Hann skoraði af ör- yggi af stuttu færi. | ____ En lokasókn Skot- * ** anna hófst fyrir mið_- bik leiksins og stóð til loka. Á 37. mín skora þeir þriðja markið og það fallegasta. Hinn frægi Gordon Smith h. úth. einlék 40 m gegnum alla vörn KR og sendi af öryggi í netið af 10—12 m færi. Svona einleikur er sjald- séður. KR átti aðeins stutta lotu í síðari hálfleik en utan hennar sóttu Skotarnir látlaust, náðu oft góðum tækifærum en mark KR bjargaðist. Reyndi nú mjög á Heimi og stóð hann sig af stakri prýði — sýndi oft glæsileg til- þrif. Megingalli KR-liðsins í þessum leik voru dauðir kantar — eink- um sá hægri. Runnu mörg upp- hlaup KR út í sandinn beinlínis fyrir klaufaskap útherjanna. Framherjarnir slepptu oft inn- herjunum of lausum og leiddi það til þess að 5 Skotar sóttu leiftursnöggt að vörn KR. Framan af tókst framherjun- um oft að stöðva sókn Skota í byrjun og átti Sveinn þá einkum góð tilþrif. Þórólfur Beck. var maður framlínunnar. Oft sýndi hann meistaraleg tilþrif og sýndi leikni sem var fyllilega sambæri- leg við leikni atvinnumanna Dundee. „3 milljón kr. maður- inn“, Ure, sem gætti hans stíft komst oft í hann krappan fram- an af. En lengstum fékk Þórólf- ur ekki tækifæri til að sýna hæfni sína, því leikurinn fór fram á hinum vallarhelmingnum. Ellert vann vel — einkum fram- an af, en úthaldsleysis Og seina- gangs tók að gæta í lokin. Gunn- ar var óvenju daufur og mistæk- ur, en átti þó mestan þátt í marki KR. Vörn Dundee, var sterkari hluti liðs þeirra og bar þó Ure mið- vörður af. Hann er geisisterkur og fljótur, traustur og öruggur. Bakverðirnir fengu létt verk með útherja KR. Framverðirnir náðu völdum á vellinum er á leið og framherjarnir urðu æ ágengari. Smith útherji er bezti og hættu- legasti maður „línunnar". öruggi hans í knattreki er frábært svo og samleikur hans við samherja sína. Penman innherji er Og ákaf lega traustur og góður leikmað- ur. í hægri arminum var mun meiri þungi en í þeim vinstrL Haukur_ Óskarsson dæmdi og skilaði því hlutverki vel — A.St. Ánægðir með Þórólf MEÐAL gesta í heiðursstúku Laugardalsvallarins í gær var framkvæmdastjóri St. Mirren liðsins. Hann kom hingað í þeim erindagjörðum einum að sjá hæfni Þórólfs Beck. Við hlið hans sat íþrótta- fréttamaður frá einu blaði í Dundee, sem hingað kom til að segja Dundee-búum frá leikjum liðs þeirra hér. Mbl. hitti íþróttafrétta- manninn í leikhléi. Hann kvaðst undrandi á getu ís- lendinga í knattspyrnu og sagði að hún væri langt um- fram það sem hann hefði bú- izt við. Hann sagði að framkvæmda stjóri St. Mirren væri mjög ánægður með það sem hann þá hefði séð til Þórólfs. Þór- ólfur væri óvenjulega leikinn knattspymumaður, sameinaði það vel að vera sjálfur hættulegur og að skapa sam- herjum sín góð færi. Austurríki hefur valið lið sitt 12. OG 13. JÚLÍ fer fram í Ósló „sex landa keppni“ í frjálsum íþróttum. Mætast þar 3 lið frá Noregi, lið íslendinga, Dana og Austurríkismanna. í hverri grein keppir 1 maður frá hverju landi (nema frá Noregi 3 .menn). ísl. liðið hefur verið valið og frá því sagt hér. Nú hefur Austur- ríki valið sitt Og er það þannig: 100 og 200 m Noster, 400 m Pattermann, 800 m Klaban, 1500 m Tulzer, 5000 m Steinbach, 10000 m Lackner, 110 m gr. hl. Flaschenberger, 400 m gr.hl. Haid, 3000 m hindrunarhl. Ganzl, hástökk Donner, langstökk Muc- hitsch, þrístökk Batik, stangarst. Gratzer, kúluvarp Poetsch, kringluk. Köppel, spjótk. Deböuf, 4x100 m boðhl. Noster, Flaschen- berger, Hrandek, Kunauer og 4x400 m boðhl. Klaban, Haid, Herle og Pattermann. Vilhjálmur varö þriðji Heimsókn KFUM-Boldklub III. fl. frá KFUM-Boldklub frá Kaupmannahöín hefur dvalið hér að unctanfömu í boði Vals. Flokkurinn hefir leikið hér þrjá leiki, fyrst við Val og sigraði þá með 4 mörkum gegn 2, þá við Fram en sá leikur endaði með jafntefli án þess að mark yrði skorað, síðan við KR og sigruðu gestirnir með 4—1. í kvöld leiba svo Damirnir fjórða og síðasta leik sinn hér að þessu sinni, og afbur við Val. Fer leik urinn fram á Laugardalsvellin- um og hefst kl. 8.30. Dönsku piltamir gista í félags- heimili Vals að Hlíðarenda, en borða á heimilum Valsmanna úr III. fl. f næsta mánuði mun III. fl. Vals endurgjalda þeim heim- sóknina og verða gestir þeirra í Kaupmannahöfn. Flokkurirm heldur heimleiðis með Gullfossi á morgun. — í þrístökki F J Ó R I R ísl. frjálsíþrótta- menn eru nú í Helsingfors og taka þar þátt í stórmóti miklu sem hlotið hefur nafn- ið ,,heimsleikarnir“ þar sem þangað er boðið öllum Olym- píusigurvegurum frá Róm auk fjölda annara íþrótta- manna. íslendingum hefur ekki gengið vel — aðeins einn er nefndur í fréttastofu skeytum. Það er Vilhjálmur Einarsson, sem varð þriðji í þrístökki með 15.57 m. Val- björns, Guðmundar Her- mannssonar og Kristleifs er ekki getið. Árangur á mótinu er lakari yf- í tflelsingfors irleitt en búizt var við. Einkum á það við er litið er á 6 manna úrslit í heild, en þau eru þann- ig í gær: Þrístökk: Schmidt Póllandi 16,26 (vallarmet), 2. Rakhamo Finnlandi 15,59, 3. Vilhjálmur 15.57, 4. Patarinski Buigariu 15.33 5. Tamminen Finnlandi 15,20. Þess má geta að um árabil hefur Kakhamo verið í fremstu röð þrístökkvara. Hann hefur stokkið yfir 16,40 lengst og komizt mjög langt á ýmsum stórmótum. Stangarstökk: Laufer A-Þýzkl. 4.55, Preussger A-Þýzkl. 4,45, 3. Anko Finnl. 4,35, 4. Sutinen Finnl. 4.35, 5. Tomasek Tékkósl. 4,35, 6. Nikula Finnl. 4.20. 10.000 m hlaup: 1. Magee Nýja Sjál. 28.50,8, Power Ástralíu 28.56.6, Onentia Kenya 29.14.0, Bullivant Engl. 29,19,0, 5. Vragg Ástralíu 29,43,6,6. Oksanen Finn- landi 30,18,8. Sleggjukast: Cieply Póll. 63,18, 2. Nikulin Rússl. 62,28, Zsivitzky Póll. 62,04, 4. Lawlor Irlandi 61,22 Razic Júgósl. 61,04. 400 m gr. hl.: — Rintameki Finnl. 51,6, 2. Wagner Þýzkalandi 53.0, Ehoniemi Finnl. 53,7. 300 m hindrunarhlaup: Buhl A- Þýzkal. 8,39,8, Kryzkowiak Póll. 8.41.6, 3. Tedenby Svíþjóð 8,50,4, 4. Siren Finnl. 8.50,6, 5. Karvonen Finnl. 8,58,6, 6. Ellefsæter Noregi 9.15.6, 200 m hlaup: Jones Engl. 21,3, 2. Amu Nigeria 21,3, 3. Antao Kenya 21,4, 4. Ejoke Nigeríu 21,6, 5. Jeffrys S.-Afríku 21,8, 6. Davis S.-Afríku 22,3. — Kuwait Framh. af bls. 1 bandslýðveldisíhs til máls í Ör- yggisráðinu í dag. ★ Kassim viðurkennir Fulltrúi Kuwait, Abdul Azis Hussein, mótmælti því að írak ætti kröfu til landsins og benti m.a. á að Kassim forsætisráð- herra Iraks hefði sjálfur viður- kennt sjálfstæði landsins. Hefur Kassim ritað Kuwaitfursta bréf þar sem hann ræðir um „löndin okkar tvö“ og leggur til að lönd- in skiptist á ræðismönnum. Hann sagði að Kuwait væri sjálfstætt ríki, sem ógnað væri af öflugri nágranna, en að brezku hersveit- irnar þar yrðu kallaðar heim strax er öryggi landsins hefði verið tryggt. Bandaríski fulltrúinn, Francis Plimpton sendiherra, lýsti því yfir að Bandaríkin litu á Kuwait sem sjálfstætt, fullvalda ríki og mundu styðja umsókn Kuwait um inntöku í SÞ. Sagði hann að Bretar hafi gert rétt í því að verða við bón Kuwait um að sendá herlið til landsins og fagn aði jafnframt yfirlýsingu Brela um að þeir kalli herlið sitt burt úr landinu jafnskjótt og furstinn telur því ekki lengur hætta búin frá írak. ★ Breta burt! Fulltrúi fraks, Adnan Pacha chi, endurtók þá kröfu sína frá í gær, að öryggisráðið beiti sér fyrir því að Bretar kalli herlið sitt strax burt frá Kuwait. Sagði hann að dvöl brezka hersins í Kuwait stefndi friði Og öryggi við botn Persaflóa í voða. Þá endurtók Pachachi þá staðhæf- ingu að Kuwait væri hluti af frak og neitaði með öllu að við- urkenna sjálfstæði þess. Valerian Zorin, fulltrúi Sovét- ríkjanna, tók undir kröfuna um brottflutning brezka hersins frá Kuwait. Ekki lét Zorin í ljós hverjum augum hann liti kröfu íraks til Kuwait, en sagði hins vegar að varla gæti Kuwait talizt sjálfstætt meðan það væri „her- numið“ af Bretum. , Omar Loutfi, fulltrúi Arabiska Sambandslýðveldisins, lýsti því yfir að hann teldi að leysa bærí Kuwaitmálið samkvæmt grund- vallarreglum Arababandaiagsins og án utanaðkomandi afskipta. ★ Herskip til Aden í fréttum frá London segir að sex brezk herskip hafi í dag siglt um Súezskurð, þeirra á meðal flugvélamóðurskipið Cent aur, sem er 22.000 lestir að stærð. Ekkert var gert til að tefja för herskipanna um skuið- inn þrátt fyrir kröfu Arabiska Sambandslýðveldisins um að Bretar kalli herlið sitt heim frá Kuwait. Skipin sigla nú til Aden á suðvesturodda Arabíuskaga og verða þar viðbúin kalli frá Ku- wait ef ástandið versnar í land- inu. í þessu sambandi hefur brezka hermálaráðuneytið tilkynnt að óþarfi sé að flytja meira herlið til Kuwait. Þar eru nú um 5.000 brezkir hermenn auk herliðs Ku- wait og sveita frá Saudi Arabíu. Hins vegar sé veðráttan þannig að oft verði að skipta um menn, því brezku hermennirnir þoli illa hitann. Brezka stjórnin segir að enn berist fréttir um liðflutninga íraks til landamæra Kuwait. Að alliðsöfnunin er hjá Basra og Shaiba. Kveðst ríkisstjórnin skilja það að dvöl brezka hersins í Kuwait komi írakstjórn illa. Muni Bretar fúslega samþykkja að hersveitir SÞ taki við af brezka hernum í Kuwait. Hins vegar sé ekki unnt að hafa Ku- wait varnarlaust gegn ógnunum fraks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.