Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. júli 1961 MORGVNBLAÐ1Ð o ÚTFÖR Nóbelsskáldsins Ernest Hemingway var gerð fimmtudaginn 6. þ.m. Viðstaddir voru aðeins nánustu vinir og ættingj- ar hins látna. Þrem dögum seinna átti ekkja skáldsins, Mary Welsh, fund með nokkr- um fréttamönnum til að „leiðrétta ýms ranghermi“ um Hemingway, eins og hún komst að orði. Um 50 vinir og ættingjar Hemingways höfðu safnazt saman í kirkjugarðinum í Ketchum, Idaho til að kveðja skáldið. Séra Robert Waldman prestur við rómversk kaþólsku kirkjurnar í Kettíhum og Hailey hóf prédikun sína með tilvitnun í Prédikarann 1:4: „Ein kynslóðin fer og önn- ur kemur, en jörðin stendur að eilífu“. (Frh.: Og sólin renn ur upp og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar 1» ^ <*• ■ af voðaskoti sunnudaginn 2. þ.m. Hún sagði að Heming- way hafi ekki verið að hreinsa byssuna, sem varð honum að bana — engin hreingerningar tæki hafi verið sjáanleg í her- berginu — en hafi aðeins ver- ið að skoða hana er skotin hlupu úr henni. Allt, sem gerzt hafði rétt fyrir lát Hemingways, sagði frúin að sannfærði sig um að hann hafi ekki verið hugsjúk- ur. Fyrst var það ánægjuleg heimferð frá Mayo sjúkráhús> inu í Minnesota, þar sem Hem ingway hafði verið undir lækn ishendi. Á laugardagskvöldið snæddu þau saman kvöldverð uppáhaldsveitingahusinu r VoIIdv át.tu I þeirra í San Valley og áttu saman skemtilegar viðræður á eftir. Meðan Hemingway var svo að bursta tennurnar fyrir svefninn, fór hún til hans og sagðist hafa gjöf handa honum. Þetta var gamalt ítalskt Þjóðlag, sem henni hafði komið í hug, og söng hún það fyrir hann og tók hann undir síðustu laglínurn- ar. Allt þetta, segir hún, sann- færir mig um að a einhvern óskiljanlegan hátt var hér um slys að ræða. Frú Hemingway kvaðst vilja leiðrétta n o k k r a r sögur, Tvær óprenta skáldsögur eftir Hemingway Ekkjan segir á blaðamannafundi: „Óskiljanlegt slys66 síns, þar sem hún rennur upp). Ekki var flutt nein lof- / ræða um Hemingway og eina y skiptið, sem hann var nefndur t með nafni var þegar prestur- t inn flutti bæn og sagði: / „Ó, Dröttinn, veittu þjóni þínum, Ernest, fyrirgefningu synda sinna. Eilífa hvíld veit þú honum, ó, Drottinn". Tvær skáldsögur Þrem dögum eftir útförina féllst ekkja Hemingways á að taka á móti fjórum fréttamönn um og svara spurningum, sem þeir höfðu sent á undan sér. Skýrði hún frá því að Hem- ingway hefði látið eftir sig a. m. k. tvær skáldsögur og eitt- hvað af kvæðum. Hún hélt því eindregið fram að lífsgleði skáldsins hefði verið það mik- il að óhugsandi væri að hann hefði framið sjálfsmorð. Hafði hann einmitt ráðgert að hefja að nýju vinnu við handrit að bók, sem geymt væri í banka í Idaho. Frú Hemingway staðfesti fyrri fregnir af annari óprent- aðri skáldsögu, sem geymd væri í banka á Kúbu. Um þá bók sagði Hemingway eitt sinn við kunningja sinn að hún væri mikið verk um land ið, sjóinn og loftið. Frúin sagði að Hemingway hafi látið mikið eftir sig af hálfunnum og ófullgerðum verkum. „Við vitum ekki einu sinni hvar sum þeirra eru nið urkomin sem stendur". „Hann var aldrei áfjáður í að fá verk sín birt. Til hvers að vera að hækka skattana úr 75 í 95% ? í rauninni voru þessi handrit bankainnstæða hans“. Mary Hemingway sagði að maður sinn hafi verið að vinna að ritsafni í þrem köflum og að „Gamli maðurinn og hafið“ hafi verið fyrsti kaflinn. En sú bók var sérstaklega til- greind er Hemingway voru veitt Nobelsverðlaunin 1954. „Hann var fenginn til að gafa þá bok út serstaklega , sagði hún. Handritið, sem geymt er í banka í Idaho er „nokkuð langt“ sagði hún, en sagði ekk ert um hvað það fjallaði. Skáldsagan, sem geymd er á Kúbu, hélt hún að fjallaði um bernskuminningar Hemings- ways frá Bahamaeyjum. Ranghermi Mary Hemingway, sem var fjórða eiginkona skáldsins, kvaðst hafa fallizt á að hitta fréttamennina með það fyrir augum að þá gæfist kostur á að leiðrétta ýms söguleg rang hermi um það hvernig dauða Hemingsways bar að höndum. En hann lézt sem kunnugt er sem gengið höfðu um mann hennar. Hún sagði það ekki rétt að Hemingway hafi eitt sinn unnið 25.000 dollara í pókerspili á eina drottninga- tvennu. Ekki væri heldur rétt að hann hafi farið í fússi frá kvikmyndun á „The Killer" og sagt að myndin væri illa unnin. Þegar flugvél, sem hann var með, fórst í Afríku kom hann ekki út úr frum- skógunum leiðandi konu sína með annarri hendi með flösku af Gin í hinni og sagði „Mér líður prýðilega". Frúin sagði að þetta væru smáatriði, en hún vildi að þau kæmu fram. ★ „Leiðréttingarnar" draga lít ið úr ljómanum af þessu sterka skáldi, sem skrifaði svo glæsilega um dauða og ofbeldi og' var jafn lifandi og hetjurn ar í skáldsögum hans, segir New York Times. En Mary Hemingway minnt ist á aðra hlið á skáldinu: „Fólk vissi ekki hvað hann var í rauninni rólegur og blíð- ur . . . .“ Hún gat ekki háldið áfram og flýtti sér út úr herberginu. Mlettunen myndar stjórn í Finnlandi Alíir ráðherrar úr Bændaflokknum nema einn sem telst utanflokka HELSINGFORS, 14. júlí. — NTB. — Kekkonen forseti skipaði í kvöld nýja ríkis- stjórn undir forsæti Bænda- flokksmannsins Martti Miett- unen. Fimmtán ráðherrar eru í hinni nýju stjórn, og eru 14 þeirra úr Bændaflokknum — en einn ráðherranna, pró- fessor Ilmari Hustich, sem fer með viðskiptamál, telst utan- flokka, þótt hann hafi áður verið meðlimur í Sænska þjóðarflokknum. — í nökkr- um hinna mikilvægustu ráð- herraembætta eru s ö m u menn og í stjórn Sukselain- ens — svo sem Ahti Karjala- inen, utanríkisráðherra, Pauli Lehtosalo, dómsmálaráðherra, minnihíuta- Viljam Sarjala, fjármálaráðh. og frú Vieno Simonen, félags- málaráðherra. Þetta er 46. ríkisstjórn Finn- lands, og minnihlutastjórn eins og Sukselainen-stjórnin, — „þar sem tiiraunir mínar til að ná breiðari samstarfsgrundvelli fóru út um þúfur“, eins og hinn nýi forsætisráðherra komst m.a. að í útvarpsræðu í kvöld. -fc- Ráðherrarnir Ráðherralistinn lítur þannig út: — Forsætisráðherra: Martti Miett unen, utanríkisráðh.: Ahti Karja- lainen, dómsmálaráðh.: Pauli Leh tosalo, innanríkisráðh.: Eemil Luukka, varnarmálaráðh.: Lars Björkenheim, fjármálaráðh.: Vil- jam Sarjala, varafjármálaráðh.: J. E. Neemi, menntamálaráðh.: Heikki Hosia, landbúnaðarráðh.: Johannes ViMainen, varaland- búnaðarráðh.: Tahvo Rönkkö, samgöngumálaráðh.: Kauno Klee mola, varasamgöngumálaráðh.: Eeli Erkkila, viðskiptamálaráð- herra: Ilmari Hustich, félags- málaráðherra: Vieno Simonen, varafélagsmálaráðh.: Mauno Jussila. Sjö þessara manna eru nýir í ráðherrastóli eða fá önnur em- bætti en áður. Þar á meðal er forsætisráðherrann, Miettunen, en auk hans þeir Björkenheim, Virolainen og Rönkkö, Hustich, Erkkila og Jussila. — Fimm ráð- herrar úr fráfarandi stjórn eíga ekki sæti í hinni nýju, auk Suk- selainens. Þeir eru: Happöla, varnarmálaráðherra, landbúnað- arráðherrarnir Jaakkola og Ant- ila, Björn Westerlund, viðskipta- málaráðherra, og Arvo Korsimo, varasamgöngumálaráðherra. Framh. á bls. 19 STAKSIEIKAR Verðhækkanir og verðbólga Þjóðviljinn heldur því fram á forsíðu sinni í gær, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hafi „hleypt verðbólguskriðunni af stað“ með samþykkt sinni um hækkun á útsvörum og gjald- skrám strætisvagnanna, hitaveit- unnar og rafmagnsveitunnar. Fer blaðið hörðum orðum um þcssar hækkanir og þátt Geir Hallgríms sonar borgarstjóra, í þeim og segir m.a.: „Launþegar í bænum geta markað heilindi manns þessa og sannleiksást á því, að eftir að hann hafði lagt til að Ieggja 22— 23 millj. kr. álögur á almenning í bænum — og hleypa þar með af stað nýrri verðbólguskriðu — mælti hann: „Við skulum vona, að það takist að koma í veg fyrir þá verðbólgu, sem verkföllin og kauphækkanirnar geta haft í för með sér . . Kommúnistar rugla þannig saman hugtökunum verðbólga og verðhækkanir, sem aiuðvitað eru sitt hvað. Hufftakaruglinjjur Á bæjarstjórnarfundinum i fyrradag ræddi Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson þennan málflutn ing nokkuð, og er sagt svo frá ræðu hans hér í blaðinu í gær: „Kommúnistar hafa í umræð- um þessum mikið talað um verð- bólgu. En málflutningur þeirra byggist á hugtakarugli. Verðbólg an er hástig þenslu. Hún mynd- ast, þegar eftirspurn er meiri en framboð. Ef kaupgjald hækkar meira en framleiðslan stendur undir, verður verðbólguþróun. Hins vegar getur verðlag hækk- að, þó ekki sé um verðbólgu að ræða. Óbeinir skattar hækka t.d. verð, en geta dregið úr verð- bólgu, þar sem þeir draga úr eft- irspurn. Fölsk kaupgeta leiðir hins vegar til verðbólgiu. Komm- únistar segja nú, að 13—14% kauphækkun hafi ekki verðbólgu áhrif. Þetta er auðvitað fráleitt, þegar haft er í huga, að þjóðar- framleiðslan hefur aðeins aukizt um 2% árlega“. Nazismi og kommúnismi Prófessor Jóhann Hannesson ritaði grein hér í blaðið í gær, sem hann nefnir „Hugsjónasagan og hið nýja siðgæði“. Þar ræðir hann m.a. nokkuð kenningar naz- ista og gerir samanburð á sið- gæðishugmyndum þeirra og kommúnista, og segir: „önmir meginuppistaðan i Naz ismanum er þróunarkenningin, regla Darwins um lífs sigur hinna hæfustu — survival of the fittest — með þeirri viðbót að hinn norræni kynstofn sé hinn hæfasti til að lifa. Nietzsche tel- ur, að með. bræðralagshugsjón sinni og verndunar-skyldu gagn- vart þeim, sem voru minni mátt- ar, háfi kristindómurinn brotið sjálft þróoinarlögmálið og því beri að útrýma honum. Af óvopn uðum andstæðingum Nazistanna kvað mest að kirkjunni einkum hinum díalektisku guðfræðingum og hinum rómversk-kaþólsku. Muniurinn á siðgæði Kommúnista og Nazista er einkum sá að liinir fyrrnefndu telja að ákveðinn stjórnmálaflokkur, kommúnista- flokkurinn, sé verkfæri þróunar- innar meðal mannkynsins, en hinir síðarnefndu telja þetta verkfæri vera hinn germanska kynstofn. Eg nefni þessar hug- sjónastefnur vegna þess að báðar hafa þær fullan hug á því að kúga mikinn hluta mannkynsins og hafa sýnt viljann í verkinu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.