Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. júlí 1961' bjarg í kvöldsól. Unnið að umbdtum flug- samgangna við Vestfirði Flugmálardðherra og flugvallarstjóri flugu vestur í fyrradag í fegursta sumarveðri INGÓLFUR JÓNSSON flug- málaráðherra og Agnar Ko- foed-Hansen flugmálastjóri flugu í fyrradag vestur á Vestfirði til þess að athuga þar flugvelli og lendingar- skilyrði á ýmsum stöðum. En eins og kunnugt er hafa flug samgöngur við Vestfirði ver- ið mjög ófullkomnar síðan sjóflugið lagðist niður. Með í þessari för voru einnig þeir Sigurður Bjarnason frá Vig- ur og Haukur Claessen fram kvæmdastj. Var ferðin farin í tveggja hreyfla flugvél Björns Pálssonar og stjórn- aði hann henni sjálfur. Á vesturleið var flogio yfir flugbrautimar á Reykhólum í A. Barðastrandasýslu, Reykj a- nesi við Djúp, Laugardal og Bolungarvík. Síðan Var lent á hínum nýja flugvelli á ísafirði. Uóku þeir Kjartan Jóhannsson allþm. og Birgir Finnsson alþm. þar á móti gestunum. Vair þar nokkur viðstaða. ísafjarðarflug- völlur á Skipeyri er nú 1150 m. langur. Hefur nú verið ákveðið að hann verði lengdur í 1400 metra í sumar. Er verið að vinna við varnargarð sjávarmegin við flugbrautina. Gert er ráð fyrir að það muni kosta um 1 milj. kr. að lengja flugbrautina upp í 1400 metra. Hefur heildarkostnaður við flug vallargerðina þá orðið um 5 miij. kr. Talið er að lensging fsafjarðar- flugvallar muni auka öryggi í flugsamgöngum við ísafjörð og fjölga flugdögum þangað. Flugvöllur í Önundarfirði Á suðurleið var flogið yfir Holt í Önundarfirði, þar sem komið hefur til greina að gerð yrði flugbraut. Yrði að því mikil samgöngubót fyrir Önfirðinga. Þá var lent á flugvellinum í Brekkudal við Þingeyri, sem lengdur var um 200 m í sumar. Er hann nú um 500 metra langur. En talið er mögulegt að gera þar 1200 m. langa flugbraut. Forráða.menn flugmálanna hafa í hyggju að fara aðra ferð vest- ur til Patreksfjarðar síðar í sumar í sambandi við fyrirhug aðar flugvallfcrframkvæmdir á þeim slóðum. Mikill áhugi ríkir á Vestfjörð um fyrir bættum flugsamgöng- um. Má segja að flugsamgöng- ur við þennan landshluta hafi verið með öllu óviðunandi síðan sjóflugið lagðist niður. Fagurt veður. Frá Þingeyri var flogið suður með Vestfjörðum í hinu fegursta veðri, kvöldsól og logni. Var margt fiskibáta að veiðum út af fjörðunum og kyrrð og frið- sæld á hinum vestfirsku miðum. Flogið var yfir Látrabjarg, sem moraði af fugli, suður yfir spegil sléttan Breiðafjörð. Björn Páls son heyrði þar allt í einu í SAS flugvél, sem var að nálgast ís- land og tilkynnti að hún flygi í 33 þús. feta hæð. Sjávarþorp- in á utanverðu Snæiffellsnesi blöstu nú við og hinar ótelj- andi eyjar Breiðafjarðar. Flogið var rétt framhjá Snæfellsjökli, sem teygði snjóhvítan upp í heiðríkjuna. kollinn Frá Holtavörðuheiði til Keykjanesfjalla. Þegar flogið var inn Faxaflóa var útsýn einhver hin víðasta og bezta, sem hugsast getur. Sást allt frá Holtavörðuheiði og Borgarfjarðardölum suður yfir Reykjanesskaga. Allt þetta land- svæði, frá heiðum og fjöllum út til yztu nesja blasti við. Var það hin fegursta sýn. Kvaðst Björn Pálsson, hinn reyndi flug- maður, sjaldan hafa haft svo gott útsýni á hinum fjölmörgu flugferðum sínum. Má segja að hið íslenzka sumar hafi þennan dag Skartað sínu fegursta skrúði. Á Isafjarðarflugvelli í fyrradag. Talið frá vinstri: Bjöm Fálsson, Haukur Claessen, Susan Henderson, Agnar Kofoed- Hansen, Ingólfur Jónsson, Sigurður Bjarnason og Kjartan Jóhannesson. (Ljóm: Árni Matthíasson) * Sumar, en ekki andleg sól Loksins er sumarið komið! Oft hefi ég heyrt þessi orð höfð yfir síðustu dagana, síð- an verulega tók að hlýna. Ég verð alltaf dálítið undrandi. Satt að segja finnst mér fyr- ir löngu vera komið sumar. Kannski stafar þetta af per- sónulegum ástæðum. Ég hefi að þessu sinni sjálfur haft aðstæður til að vera meira úti en oft áður að sumrinu. Auk þess er ég svo heppinn að hafa haft fyrir utan giugg ann minn í mánuð stórt og fallegt tré, gullregn, þakið gulum blómum. Við að horfa á það út um gluggann, fær maður það á tilfinninguna að hásumar sé, jafnvel þó sólin skíni ekki í heiði. Þegar ég segi að ég hafi verið meira úti en oft áður, á ég ekki við það að ég hafi reynt að fækka fötum og leggj ast í sólbað út í garð dag- lega. Til þess hefur ekki ver ið veður nema stöku sinnum. Og það vitum við líka öll, að á íslandi er ekkj hægt að reikna með mörgum dögum, sem eru nægilega góðir til þess. En eigum við að binda sum arið eða sumarkomuna við þessa fáu daga ár eftir ár? Bíða eftir þeim og gera okk- ur ekki ánægð með neitt ann að fyrir sumar? Þá er hætt við að við fáum ekki mörg sumur, sem við gerum okkur ánægð með. Ég held að við verðum að leggja okkur fram um að laða okkur að þeim aðstæðum, sem hér eru. Vissulega koma marg ir indælir sumardagar, þó þeir renni kannski ekki upp með glampandi sólskini, logni og hita. En hætt er við að við missum af þeim, ef við för- um ekki út og reynum að njóta þeirra. * í sanræmi við íslenzka veðráttu Það sem ég á við er að maður verður að vera tilbú- inn til að njóta björtu vor- nóttanna, jafnvel þó ekki sé þurrt veður og hiti. Og mildra vordaga, þegar næstum er hægt að sjá grösin gróa og ungviðið vaxa upp, þó ekki sé hægt að liggja í sólbaði í þurru grasinu. En til þess að njóta þess verður maður að klæða sig í samræmi við veðr ið, vera í góðum hlífðarflík- um, og hafa eitthvað fyrir stafni, til að halda á sér hita. T. d. hefði ég ekki viljað missa af sumarnóttinni, þeg- ar ég fór ríðandi upp í heiði fyrir skömmu, jafnvel þó rigndi. Lognið, birtan og feg- urð þessarar nætur varð ó- gleymanleg og færði byrjun sumarsins fram um marga- daga fyrir mig. Sama er að segja um sunnu daginn, þegar við ókum upp í Hvalfijörð, klædd gúmmí- stígvélum og regngöllum, til að tína krækling á fjörunni. Við nutum þess að ganga um í fjörugrjótinu, skoða gróð- urinn og horfa á allan þann sæg af æðarkollum, sem syntu með ungahópinn sinn á firð- inum, jafnvel þó flest okkar hefðu sagt um morguninn: — Nei, það verður ekki veður til að vera úti í dag, sólin lætur ekki sjá sig! Og síðan ókum við heim, suðum krækling- inn og höfðum kannski enn- þá meira gaman af að borða hann, af því honum var náð með þessari fyrirhöfn. • Okkar íslenzka sumar komið Þetta er bara tvennt af þvi, sem hefur gert það að verk- um að ég er fyrir löngu byrj- aður að njóta sumarsins. Aðrir hafa annan hátt á að lokka sjálfa sig út í náttúr- una. Mig grunar t. d. að lax- veiðiáhugi margra sé að nokkru leyti bundinn við það, að laxveiðimaðurinn er neydd ur til að standa vel klæddur úti í fallegri á, tímunum sam- an, án tillits til veðurs. Nú og þeir sem hafa ánægju af að rækta og hirða garðinn sinn, FERDINAIMR --s trn til að vera úti í garðinum, jafnvel þó ekki sé hægt að liggja þar í sólbaði. Ég held að við verðum semsagt að reyna að finna okkur ástæðu til að vera úti og komast að raun um að veðrið sé í rauninni dásam* legt og sumarið — þ. e. a. s, okkar íslenzka sumar — sé kiomið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.