Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. júíl 1961 MORCVNBLAÐIÐ 9 Gunndóra Benjamíns- dótti-r áttræð í dag í DAG munu margir leggja leið sína að Bárugötu 7 til þess að taka í hlýja hönd frá Gunndóru Benjamínsdóttur, sem er áttræð á þessum degi. Hún er fædd að Árholti í Axarfirði hinn 15. júlí 1881. Ólst hún þar upp hjá for- eldrum sínum Benjamin Þor- valdssyni og Signýju Jóhanns- dóttur til 9 ára aldurs, er hún missti föður sinn. Eftir lát hans ólst hún eð mestu til fullorðinsaldurs upp hjá hinum nafnkunna - fræði- manni sr. Þorleifi Jónssyni á Skinnastað og konu hans Sesselju Þórðardóttur. Á þessu fagra og iþekkta menntasetri presthjón- anna naut hún atlætis og ástrík- is, sem í beztu foreldrahöndum. Haustið 1909 giftist hún Tryggva Gúðmundssyni kaup- manni á Seyðisfirði, sem þá var nýlega orðinn ekkjumaður. Tók Ihún jafnframt að sér mikið hlut- verk, sem stjúpmóðir þriggja ungra dætra hans og húsmóðir á stóru og erilsömu kaupmanns- heimili. Skrifsfofustarf Ung stúlka eða kona óskast til skrifstofustarfa 5 daga í viku frá kl. 1—6 e. h. Ensku- og vélritunarkunnátta áskilin. — Æskilegt, að umsækjandi hafi dvalið í Bandarikjunum. Til- boð, merkt: ,,F-5037“ sendist afg.. Mbl. fyrir miðvikudags- kvöld. Keflavík - IVjarðvíkur Til sölu: 5 herb. vönduS hæð og 5 herb. ris við Hringbraut, selst saman eða sitt í hvoru lagi. 3ja herb. hæð við Vesturbraut 3ja og 4ra harb. ibúðir við Þórustíg. Hef kaupendur að einbýlishús um og góðum íbúðum. Vilhj. Þórhallsson, lögfr. Vatnsnesv. 20, kl. 5—7. Sími 2092. GRASFRÆ TÚIMÞÖKUR velskornak Dvöldu þau hjónin á Seyðis- firði til ársins 1920 er þau fluttu til Reykjavíkur ,þar sem þau settust fyrst að á Óðinsgötu 17 og síða nað Bárugötu 7 þar sem þau byggðu sér fagurt heimili, sem laðaði að sér ættingja, vini og góða gesti sem nutu jöfnum höndum mikillrar risnu og léttr ar glaðværðar þeirra hjóna. Mann sinn Tryggva Guð- mundsson missti frá Gunndóra haustið 1942. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Eru það þau Ólafur úrsmíðameistari, Reykjaví'k, Nína Tryggvadóttir listmálari New York og Viggó lögfræðingur í Reykjavík. Heimili frú Gunndóru var á- vallt rómað fyrir gestrisni, smekkvísi og myndarskap í öll- um heimilisháttum. Hún hefur ávallt verið prýðilega kunnáttu- söm til allra verka, hög og vandvirk í störfum og umgengni allri. Reglusemi á heimili henn- ar var í hvívetna eins og bezt verður á kosið. Allir sem þekkja frú Gunndóru vita að hún er greind kona, söngélsk og ágæt- lega skáldmælt og enn er hún fljót að kasta fram stöku þegar tilefni gefst. Þrátt fyrir aldur sinn er hún enn gamansöm í vina hóp, glögg og minnug á skáldskap og margvíslegan fróðleik og at- burði er á daga hennar hafa drifið. — Hin síðustu ár hefir hún dvalið í skjóli Viggós sonar síns og Hrafnhildar tengdadóttur sinn ar á hinu fagra heimlli sínu á Bárugötu 7, þar sem sonarbörnin færa daglega sólskin inn í bæinn. í dag munu nánustu ástvinir hennar, stjúpbörn hennar og kær ir vinir nær og fjær senda henni innilegar heillaóskir og biðja henni til handa blessunar Drott- ins um ókomin ár. Þorsteinn Jóhannesson. Einn kenvur þá annar fer. (tarantel-press). Ríhhoiður Heimir Ásgelrsson, Geirseyri, Pafreksfirði t. 16/6 1955, d. 14/6 1961 Ég heyrði leikið á líkaböng lagið, sem engill dauðans söng það birti mér helfregn og harm. 3/o herb. íbúð á góðum stað, til sölu. Laus um mánaðamót. Hagkvæm kjör. — Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „5444“. Símar 22822 og 19775. Smurt brauö og snittur Opið frá kl. 9—11,30 e.h. Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sími 18680. Ti! sölu næstu daga sem nýtt sófasett, sjúkrarúm með springdýnu, hjónarúm með fjaðradýnum og nátt- borðum. Ungbarnasængur, — strauvél, hrærivéL — Sími 16208. Skrúðgarða- úður Það tjáði mér dáinn var drengurinn minn, drottinn tók hann í faðminn sinn og bar hann á lifenda lönd. Hún mamma og fóstri þinn minnast þín á meðan þeim Ijósgeisli nokkur skín en sorgin er þung og sár. Þau vita þú lifir og leikur þér þar ljósið og birtan aldrei þver þar þekkist ei þrautir né tár. Hann pabbi þinn grætur þitt gengna líf en guð er hans styrkur og honum hlíf, þótt á honum margt hafi mætt. Hann finnur þinn anda, þá allt er hljótt, hann ómar í huga hans dag og nótt, margt er sem manninn fær grætt. Svo hjúfri nú blærinn við hvílubeð þinn hjartans blessaði drengurinn minn guðsfriður gefi þér ró. Ríkharður Heimir ég harma þig, hvað verður nú til að gleðja mig? drengurinn minn, sem dó. Við mætumst aftur, er kemur mitt kvöld þar kærleikurinn á æðstu völd þar gleðin og ástin er allt. Þar ómarnir hljóma við árdagsbrún við áfram reikum um feðratún þar veraldargengi er ei valt. Ásgeir H. P. Hraundal yngri. Gröa Guðlaugsdóttir Kveðja „Kærleikans guðs, ég fl;' í faðminn þinn, er fjörið dvin. Vertu mér ljós, er dvínar dagur minn, við dauðans sker. Stýr minni för að friðarströnd- um heim. Ó, fylg mér, guð, um andans dulargeim.“ HIN N 7. þ. m. andaðist að heimili sínu að Sogni í Kjós Gróa Guðlaugsdóttir, dóttir hjón anna Ragnhildar Guðmundsdótt ur og Guðlaugs Jakobssonar, en þar bjuggu þau allan sinn hú- skap. Gróa var fædd í Sogni 28. okt. 1892. Þar ólst hún upp í stórum systkinahóp, alls 10, fimm systur og fimm bræður. Eru nú aðeins þrjú þeirra á lífi, Guðný, Ingibjörg og Valdi- mar. Þá var Sogn heldur lítið býli, ekki fyrir hendi sú tækni, sem nú flýtir fyrir allri ræktun og því búið heldur lítið. Gefur því auga leið að ekki muni hafa verið allsnægtir í búi með svo stóran barnahóp, þó að nú sé öðruvísi þar um að litast. Þar eru nú rekin tvö myndarleg býli. En furðanlega komst þetta af samt, enda Guðlaugur völund iir í höndunum, og vann því heimilinu mikið inn bæði heima og að heiman. Ung að árum fór Gróa að heiman, til þess að vinna fyrir sér, því ekki hentaði að allur sá hópur sæti heima, enda ekki verkefni fyrir hann. Vorið 1915 giftist Gróa Sigur- jóni Ingvarssyni, hinum ágæt- asta dreng. Hófu þau búskap á hláfri jörðinni það vor. Var þá frekar lítið farið að rækta þar sem og víða annars staðar. En síðan hefir hver umbótin rekið aðra, bæði í húsa og jarðabót- um. Og allt hefir þetta umskap- azt í höndum þessa fólks, sem þar hefir búið hin síðari árin. Hefur Gróa verið þar virkur þátttakandi. Að sjálfsögðu hafa böm þeirra hjóna, en þau eru þrjú, tekið virkan þátt í þeim umbótum, sem á hefir verið minnzt, en þó mest Eiríkur sonur þeirra, sem nú hefir tekið við búi ásamt konu sinni, Guðnýju Gísladótt- ur. Ragnhildur, gift Ögmundi Hanssyni, er búsett í Rvík og Hulda, gift Karli Andréssyni á Hálsi í Kjós. Oft hafa vandalausir ungling- ar dvalið hjá þeim hjónum lengri eða skemmri tima. Vitað er, að að þeim hefir verið nuið sem þeirra eigin bömum. Voru þau hjónin vel samhent um það sem annað. Ekki átti Gróa þess kost að nema skólalærdóm eins og nú er orðið altítt um húsfreyju- efni, en dætur þeirra hjóna hafa báðar fengið menntun á viður- kenndum kvennaskóla. En þó að Gróa ætti þess ekki kost að nema skólalærdóm, hefur hún eigi að síður skilað sínu húsfreyjuhlutverki með fullum sóma. Það var ánægjulegt að koma í litla bæinn til hennar Gróu og sjá hvað þar var allt fágað og hreint. Og jafnvel mold argöngin var reynt að þrífa svo að þau yrðu björt. Og svona var hvað eina, sem hún lagði hönd að. Hún átti sannarlega skilið að fá betri húsakynni, og það fékk hún líka og þar var ekki að spyrja að umgengninni. Ekki þarf að fjölyrða um gest- risnina og greiðasemina í Sogni. Það vita allir, sem til þekkja og hafa haft einhver kynni af þeim heimilum. Á það jafnt við um bæði býlin. Gróa var sérstaklega kirkju- rækin og þótti vænt um kirkj- una sína og sýndi það með þvi að gefa henni góðar gjafir með sérlega fínu handbragði. Hún var um langt árabil virkur þátt takandi við guðsþjónustur Reyni vallakirkju. Hún hafði laglega söngrödd og söng í fjöldamörg ár við guðsþjónustur, og mun hún hafa kunnað flest lög 1 sálmabókinni, auk fjölda ann- arra laga. Eftir að Gróa missti heilsuna hætti hún að geta sótt kirkju. En síðan er liðið nokk- uð á þriðja ár. Nú fyrir nokkru var hér við messu utansveitar- maður. Hafði hann verið hér viS messu áður. Eftir að messa var úti, vék hann sér að mér og segir: — Er hún Gróa í Sogni hætt að syngja? Mér fannst hana vanta svo mikið í sönginn í dag. Þetta fannst honum. Nú er söngurinn hennar hljóðnað- ur. Og önnur starfsemi hennar einnig á enda. Og í dag verður hún kvödd frá kirkju sinni með einlægri virðingu og þakklætL Að síðustu sendi ég þér, frænd- kona min, einlægar þakkir fyrir liðnu árin, allt frá því við vor- um unglingar og þar til nú. — Far þú í friði. Þá sendi ég Sigurjóni manni hennar og börnum þeirra ásamt nánasta skylduliði mína beztu samúðarkveðju. — St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.