Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 11
L,augardagur 15. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 ... Tveggja hreyfla orrustuþotur Einna mesta athygli vakti 'iugvél, sem hóf sig lóðrétt til flugs, var að því leyti svipuð þyrilvængju, en hafði svo tvo hreyfla til lárétts flugs. ★ Styrkur rússneska flugflot- ans var sýndur með hrað- fleygum þotum, sem báru flug skeyti. Tvær mismunandi teg- undir þota, sem fljúga hrað- ar en hlúóðið, voru með flug- skeyti til þess að beita gegn á jörðu. Önnur þessara þota virtist vera ný og breitt gerð af MIG 15, hin dálítið breytt Sikhoi „delta“ orrustuþota. Fjórar nýjar orrustuþotur voru sýndar þarna, að því að erlendir blaðamen segja. Einnig þrjár nýjar gerðir af sprengjulþotum. — Ein vtar skammfleyg sprengjuþota, flýgur hraðar en hljóðið, svip- uð að stærð og brezk Cam- berraþota. Hinar tvær voru langfleygar, tveggja og fjög- í Moskvu gæti flogið með margföldum hraða hljóðsins. ★ Ein meðalstór sprengjuþota var með hreyflana á aftan- verðum búknum, eins og Cara vella-þotan. Önnur stór sprengjuvél, greinilega hern- aðarútgáfan af TU-114, var með stórt flugskeyti til að skjóta í mark á jörðu. Þarna sáust líka tveir nýir flugbátar, annar með tveim- ur þrýstiloftshreyflum. Ekki var látið uppi til hvers þeir væru ætlaðir, en sennilega eru það könnunarvélar. Af farþegavélum vakti TU- 124 mesta athygli. Þetta er þota, dálítið minni en TU-104, I MOSKVU er nýafstaðin mikil flugvélasýning. Þar sýndu Rússar nýjustu og öflugustu hervélar sínar og vakti þetta að vonum mikla athygli. Menn voru sammála um, að ekki væri það einskær tilviljun, að Rússar sýndu flugflotann einmitt núna. Sennilega jafnmikil tilviljun og flota æfingarnar miklu á At- lantshafi. ★ Stjórnmálasérfræðingar víða um lönd hafa komizt þannig að orði, að nú væru Rússar að sýna klær og vígtennur til þess að reyna að hræða Vest- urveldin til eftirgjafar í Berl ínarmálinu. — Talsmenn Vest urveldanna hafa því fengið tækifæri enn einu sinni til þes að ítreka það, að lýðræð isríkin ætla sér að standa sam an og hvika hvergi þrátt fyr ir vopnaglamrið hjá Rússum. Einn liður í þessu tauga- stríði var skyndileg tilkynn- ing Krúsjeffs þess efnis, að hætt hefði verið við að fækka um 1,2 millj. í her Rússa. Hernaðarútgjöld yrðu hins veg ar aukin verulega, Rússar höfðu úm langt skeið notað hina „fyrirhuguðu" fækkun í árórðri sínum gegn varnar- samtökum Vesturveldanna. Um hál-f . milljón manna hafði safnazt saman á Tus- hino-flugvellinum til þess að sjá nýjustu orrustu- og sprengjuþotur Rússa fljúga í hópum lágt yfir flugvöllinn. Þetta var fyrsta flugvélasýn- ing Rússa á þremur árum og fimm ár eru liðin síðan slík méiriháttar sýning var höfð þar eystra. Þarna var um að ræða 10 mismunandi tegund ir, sem ekki hafa verið sýnd ar opinberlega fyrr. Voru 10—15 í hverjum hóp, senni- lega til að sýna, að framleiðsl an væri alls ekki á frumstigi. .■J.W.'.yWJV.WCwí.v'CWW.T.; Þarna er þyrilvængja með líkan af geimfarinu VOSTOK, sem er með öðrum orðum fremsta þrekið á eldflaug. öðrum flugvélum, þ. e. a. s. ekki til þess að skjóta í mark urra hreyfla. Rússneski kynn irinn sagði, að önnur þeirra sjálfsagt einnig hagkvæmari í rekstri. Þá var sýnd heljar- mikil þyrilvængja, sem lyfti litlu húsi. Sérfræðingar af Vestur- löndum segja, að ekkert bendi til þess, að þotur þær, sem þarna voru sýndar, hafi ein- Ihverjia yfirburði yfir þotur Vesturveldanna. kvæmdir hafa verið allfjárfrek- ar, einkum hin mikla stytta Jóns biskups, en Guðmundi hefur tek- izt að yfirstíga þá örðugleika og safna nauðsynlegu fé af miklum dugnaði og með nokkrum stuðn- ingi þess opinbera. Mun hans lengi verða minnst sem forgöngu manns í þessum efnum. Guðmundur hefur auk þessa gefið sig nokkuð að ritstörfum og skrifað tvær bækur með minn Stór sprengjuþota, fjögurra hreyfla. Lítil orrustuþota sést fjær. Stytfa afhjúpuð við hér- aðsspítala Húnvetninga SÍÐASTLIÐINN sunnudag var af hjúpuð í garði Héraðsspítala Hún vetninga á Blönduósi stór og fög- ur myndastytta, gerð af Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal, að listamanninum viðstöddum. Hún er af sitjandi konu, sem heldur á lofti barni sínu korn- ungu, en það hjúfrar sig niður að henni. Myndin, sem er allt að því í líkamsstærð, stendur sunnan undir húsinu, á barmi Stórrar skálar eða smátjarnar, sem gosbrunni er komið fyrir í. Mynd þessi er gerð fyrir for- göngu Guðmundar Jónssonar igarðyrkjumanns, sem stjórnaði afhjúpunarathöfninni, en hún fór fram á þann hátt, að Guð- mundur setti hana með ræðu, en síðan talaði síra Þorsteinn B. Gíslas#n, prófastur í Steinnesi, þá afhjúpaði frú Guðbjörg G. Kolka styttuna, en á eftir töluðu P.V.G. Kolka, fyrrverandi héraðslæknir, og Jón fsberg sýslumaður. Sung ið var á milli og á eftir bauð héraðslæknirinn, Hannes Finn- bogason, öllum vðistöddum til kaffidrykkju í baðstofu ellideild- ar spítalans. Fór afchöfn þessi vel fram. Guðmundur Jónsson garðyrkju maður hefur unnið merkilegt starf í þá átt að fegra ýmsa sögustaði með minningarlundum og myndastyttum. Hann starfaði um tveggja áratuga skeið í Dan- Guðmundur Jónsson garðyrkjumaður. mörku, átti síðan heima á Akur- eyri í nokkur ár, en hefur síðustu fimm árin verið starfsmaður Hér- aðsspítala Húnvetninga eða síðan sú stofnun tók til starfa. Það fyrsta af þessu tagi,. sem hann beitti sér fyrir, var minningar- lundur Hjálmars skálds í Bölu, þá minningarlundur Jóns Ara- sonar biskups á Grýtu, sem gerð- ur var á árunum 1945—50, þá hin mikla myndastytta af Jóni biskupi, sem stendur á rústum klaustursins á Munkaþverá og af hjúpuð var 1959, kvenstytta í garði Kvennaskólans á Blöndu- ósi, gerð 1960 og loks þessi, sem hér hefur verið getið. Þá er hann að undirbúa að koma upp minnis- merki Guðmundar Hannessonar prófessors á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, við þjóðveginn, nokkru áður en hann stefnir upp á heiðina og suður á Kjöl og minnismerki Bjarna Jónssonar frá Vogi, vestur £ Vogi á Skarðs- strönd. Sumar þessar fram- Eftir afhjúpun styttunnar. — Ljósm.: Björn Bergmann. ingaþáttum og skáldsögum: Séð og heyrt erlendis og Hann bar hana inn í bæinn P.V.G.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.