Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. júlí 1961 f Æ vJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Stutt frásögn af sumarferð í Landmannalaugar með Ferðadeild Heimdallar FERÐAÐEILD Heimdallar hefur fyrir nokkru sent frá sér áætlun um sumarferðir sínar, en þær verða bæði óvenju margar og fjölbreyttar. Fyrsta ferð sumarsins var far- in um helgina 24.—25. júní Var henni þannig hagað, að fyrst var ekið að Gullfossi, síðan að Geysi og hann skoðaður í glampandi sólskini. Eftir það var ekið að Laugarvatni og gist þar í tjöld- um yfir nóttina. Daginn eftir var svo staðurinn og næsta nágrenni skoðað. Frá Laugarvatni var ek- ið síðar um daginn, sem leið ligg- ur til Raufarhólshellis, gengið í hellinn og hann kannaður. Að því búnu var loks haldið heim aftur. Ferð þessi var öll frábærilega vel heppnuð og skemmti hópur- inn sér sérstaklega vel. Kom þar þrennt til, yndislegt veður, góð fararstjórn og heiibrigð ung- menni. Frásagnir af þessari velheppn- uðu ferð, varð til þess, að tíðinda- maður síðunnar ákvað að bregða sér með í þó næstu, og samkvæmt ferðaáætlun Heimdallar skyldi nú farið í Landmannalaugar. — ★ — Við lögðum af stað frá Valhöll um kl. 2 sl. laugardag, öll í ein- um langferðabíl. Þegar komið var inn fyrir Elliðaár var byrjað að syngja og var sungið síðan viðstöðulaust alla leið að Tröll- konuhlaupi. Þegar staðurinn og umhverfið hafði verið gaumgæfi- lega skoðað, var aftur lagt af stað Og nú haldið til Landmanna- lauga. Þar var slegið upp tjöld- um, en þar sem áliðið var kvölds, ráðlagði fararstjórinn mönnum að hvílast og safna orku til næsta dags. En þrátt fyrir það, hófst kaffidrykkja, samræður og frá- sögur, sem stóðu fram á nótt. ★ Árla næsta morguns ræsti Æararstjórinn okhur ferðalang- ana, og skömmu síðar var lagt stað í gönguferð. Veður var fremur þungbúið og hættu því sumir við að sigra Bláhnjúk, en skoðuðu þess í stað brenni- steinsnámurnar og hverina þarna um slóðir, með viðkomu í Brandsgili. Á þeirri leið er nátt úrufegurðin mikil og litatil- brigðin stórkostleg. Há fjöll með djúpum giljum mörkuðu sjón- deildarhringinn, en snjóhvítir skikar í fjallahliðunum minntu á mátt vetrarins. Heilnæmt fjalla loftið hreinsaði burt allar áhyggj ur og við nutum tilverunnar í ríkum mæli. Nokkrir erfiðleik- ar urðu þó á leið okkar í gerfi kletta og djúpra gilja, sem voru ógreiðfær yfirferðar. En það jók aðeins á ánægjuna að þurfa að sigrast á torfærum náttúrunn- ar. Veður hélzt fremur þimgbúið fyrri hluta sunnudags, en þegar kom fram yfir hádegi tók sólin að gægjast niður á milli skýj- anna og síðan að hella geislum sínum yfir okkur. Öll þessi feg- urð dagsins varð til þess, að við gleymdum tímanum og klukkan var orðin þrjú er við komum of- an af ijjöllum og heimsóttum sæluhús Ferðafélags íslands. Þar reyndust vera fyrir nokkrir Nokkrir þátttakenda fyrir utan tjöld sín. gestrisnir ferðalagar, sem buðu svöngum hópnum upp á kaffi og kökur. Vil ég nota tækifærið og þakka veitingarnar fyrir hönd okkar allra. Við fórum því næst í bað í lauginni, röltum svo til tjaldbúðanna, gengum þar frá farangri okkar með hjólp félaga ökkar, garpanna, sem ekki vildu láta veðurguðina hamla fjall- gönguþrá sinni. Þessir miklu fjallgöngumenn höfðu sigrað Bláhnjúk, umvafinn skýjum miðja vegu milli himins og jarðar. En heldur voru þeir þrek aðir er niður kom. ★ Lagt var af stað til Reykjavík ur um klukkan fjögur, en komið við í Landmannahelli á heim- leiðinni. Og eins og vera ber í Frarnh. á bls. 13. Fangelsanir og flótti stúdenta og háskólakennarafráA-Þýzkalandi bei dtakanlegan vott um það ógnarástand sem ríkir undir jámhæl kommunismanns - i BERLÍNARVANDAMÁLIÐ hefur síðustu vikurnar orðið æ tíðara umræðuefni manna um heim allan og er sízt ofmælt, að ýmsar blikur séu nú á lofti varðandi lausn þess. Ekki ber mál þetta svo á góma, að hug- anum verði ekki hvarflað til þess ógnarástands, sem ríkt hefur í Austur-Berlín og Aust- ur-Þýzkalandi allt frá stríðs- lokum. Sovétveldið, sem þá öðlaðist yfirráð yfir þessum landshlutum hefur haldið íbú um þeirra undir járnhæl kommúnískrar kúgunar og ó- frelsis — með þeim afleiðing- um að tugþúsundir manna hafa ekki talið sig eiga ann- ar úrkosta en flýgja. Það eru þó síður en svo all- ir, sem hafa haft tækifæri eða svigrúm til að forða sér frá böli kommúnismans með þess um hætti. Áður en slíkt gæti orðið, hafa þúsundir manna verið hnepptar í fangelsi fyrir það eitt, að una ekki glaðir við þá stjórnarhætti, sem eystra ríkja — Og lífskjörin í landi þar. Ekki þarf að hafa mörg orð um, hvað beðið hefur þessa fólks innan fangelsis- múranna. — ★ — Meðal þeirra, sem títt er að teknir hafi verið höndum fyr- ir stjórnmálaskoðanir sínar, eru stúdentar ög háskólakenn- arar. Er þessi staðreynd þeim mun athyglisverðari, sem al- kunna er, að lagt hefur verið mikið kapp á að koma í veg fyrir, að þeir, sem ekki væru „rétt“ þenkjandi að dómi vald hafanna, fengju yfirhöfuð að njóta æðri menntunar. Áreiðanlegar upplýsingar herma, að frá árinu 1945 fram í ársbyrjun 1960 hafi alls 1021 stúdent og háskólakennari ver ið teknir höndum, þ. e.: 24 prófessorar 36 dósentar 33 aðstoðarkennarar 5 stúdentar 76 umsækjendur um námsvist í háskólum. Þrjátíu og níu hafa verið teknir af lífi eða dáið í fanga- búðum. f janúarlok 1960 voru 297 stúdentar og háskólakenn- arar í hegningarhúsum; 206 þeirra voru í Austur-Þýzka- landi, 21 í Sovétríkjunum, en um dvalarstað 70 var ekki kunnugt. — ★ — Stúdentum og háskólakenn- Uíum, sem flúið hafa land,1 hefur farið fjölgandi með hverju ári. — Samkvæmt skýrslum útgefnum í ársbyrj-j un 1960 höfðu þá á tólf mán- uðum verið skráðir alls 315 háskólakennarar í vestur-i þýzkum flóttamannabúðumJ Voru þetta: 21 prófessor, 32 dósentar, 6 lektorar, 53 leið-| beinendur, 44 yfiraðstoðar-' kennarar, 7 bókaverðir Og 8 aðrir vísinda- og fræðimenn. Stúdentar frá Austur-Þýzka landi hafa streymt vestur yfir landamærin síðustu árin og þeim lengst af farið f jölgandL í október 1959 var birt yfirlit um fjölda þeirra stúdenta, sem flúið hefðu Austur-Þýzkaland á árunum 1953 til 1958, og reyndust þeir vera 8893 tals- ins. — Einstök ár á þessu tíma bili svo og 1959 var stúdenta- fjöldin þessi: 1952 332 flóttastúdentar 1954 879 — — 1955 1835 — — 1956 1431 — — 1957 1894 — — ö MAIVINASIÐIR ÞESSA dagana þyrpast eriendir ferðamenn til íslands. Segja má, að ferðam'annastraumurinn í sum ar hafi komið í kjölfar nokkurra erlendra boðsgesta, sem sótfcu landið heim á öndverðu sumri. Þær heimsóknir eru mönnum ail ar í fersku minni. Meðai hinnia erlendu gesta, sem hingað hafa komið má nefna tvo, sem sérstaklega skulu gerð- ir hér að umtalsefni og þá ekki sízt það, hverjar móttökur þeir fengu. í síðari hluta maí-mánaðar kom hingað til lands fulltrúi al- þjóðasamtaka, sem íslendingar eru aðilar að, Robert A. Button frá Atliantshafsbandalaginu. — Hann flutti meðal annars erindi á fundi Stúdentafélags Reykja- yíkur um markmið og störf sam- takanna. Sá fundur varð eftir- minnilegur þeim, sem hann sátu. Hópur sá, er kennir sig við her- námsandstæðinga hafði auðsjáan lega smalað saman á fundinn allskyns fólki, sem aldrei áður hefur sézt á fundum stúdentafé- lagsins. Mönnum er í fersku minni, þegar Jónas Árnason, sem annars kvað vera dagfars- prúður maður, skálmaði rauður í andliti fram fundarsalinn og hellti sér yfir hinn erlenda gest og beitti þar fremur persónuleg- um svívirðingum en málefnaleg- um rökum. Hinn erlendi gestur sat stilltur undir lestrinum og er fundarstjóri gerði tilraun tiil að þagga niður í Jónasi hækkaði hann sig enn meira og furðuðu menn sig á þeim ildyrðaforða, sem Jónas bjó yfir á enskri tungu. En fleiri áttu eftir að 1958 2522 — — 1959 um 3000 — — — ★ — Þess má að lokum geta, að meðal stúdenta í Austur- Þýzkalandi er aðeins leyfður einn félagsskapur og er sá nefndur Freie Deutsche Jugend (Frjáls þýzk æska). Er honum fyrst og fremst ætlað að gæta hagsmuna kömmún- istaflokksins. Ekki verður ann að sagt, en nafngiftin sé við- eigandi á samtök, sem sett eru til höfuðs frelsinu öllu öðru fremur. verða sér til skammair þetta kvöld en Jónas. — Auð- vitað Þorvaldur Þórarinsson. 'hugsa menji vafalaust. Jú, rétt er það. Hann var að vísu ekki eina illyrtur, en miklu langorðari ea Jónas. Þorvaldi tókst að teygja stutta fyrirspurn, sem leyfð var. upp í tuttugu mínútna ræðu. Þannig leið al'lur þessi fundur. Þeir stóðu upp hver á fætur öðrum, kommarnir, og hið að« fengna fólk, sem sumt Skildi auð. sjáanlega ekki nema lítið af þvi, sem fram fór, kiappaði þó og hló á réttum stöðum, þegar merki var gefið og púuðu, þegar gesturinn tók til máls. Flest virt* ist þessu fólki betur gefið en al* menn kurteisL Stuttu síðar kom hér annar gestur, menntamáiaráðherra Sov étríkjanna, Furtseva að nafnL Enda þótt kona þessi væri aðlað. andi, duldist engum, að hún var hér fyrst og fremst sem fulltrúi kommúnistastjómarinnar í Ráð. stjórnarríkj'unum. Hún var full* trúi þeirrar stjómar, sem lét rússneska skriðdreka böðlast á saklausu fólki í Ungveirjalandi, hún var fulltrúi þeirrar stjórnar. sem kúgaði skáldið Pastemak og hetldur stöðugt uppi mesta of. beldis- og lögregluríki, sem mann kynssagan greinir frá. fslenz'kur almenningur gerði sér allar þessar staðreyndir ljós* ar. Þrátt fyrir það varð þesa hvergi vart, að menn sýndu Furtsevu annað en fyllstu kurt. eisi. í opinberum veizlum, á blaðamannafundum, allsstaðar, þar sem frúin fór um mætti hún hvarvetna alúðlegu viðmóti. Þar var enginn Jónas og enginn Þor. valdur til að ata hana auri og ekkert aðfengið fól'k, sem púaðL Hver er nú meginástæðan fyr- ir því, að svo mikill muour vair á móttökum þeim, sem þessar tvær manneskjur fengu? Engum dylst ástæðan fyrir því. Þeir menn, sem fylla flokk þann, er stóð fyrir óspektunum, eru allir fylgismenn öfga og ofbeldis- stefnu, sem nú tröllríður húsum hér á landi. Þessir menn eru reiðubúnir til að grípa til hvers konar örþrifaráða til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Um- gengnisreglur eru setfcar til hlið- ar, saklaust fólk er atað auri og ofbeldi beitt, ef ekki vill betur. Slík ofbeldisöfl þarf ungt fólk á íslandi að varast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.