Morgunblaðið - 16.07.1961, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.07.1961, Qupperneq 5
Surmuðagur 16. Jðlí 1961 MORCVTSBLAÐIÐ \ 5 MENN 06 = MALEFNIib — ÞAfí er kominn tími til, að ekkju Mussolinis verði gert skiljanlegt hvað lýðræði er. Og ef ekki verða aðrir til að gera það, mun ég sjá um það sjálf .... Þetta sagði Sophia Loren fyrir skömmu og sannaði með því að hún hefur ekki aðeins fegurð til að bera heldur einn ig systurkærleika og baráittu- þrek. En það síðarnefnda hef- ur hún þó áður sýnt. Deilan milli ekkju Mussolinis, donnu Rachele og Sophiu Loren er vegna yngri sysbur Sophiu, Mariu Scicolone, en hún hef- ur lengi verið trúlofuð yngsta og efnilegasta syni Mussolinis, Romano Mussolini, sem er mjög vinsæll dægurlagahöf- undur og djass-hljómsveitar- stjóri. En brúðkaupi þeirra er alltaf frestað, því að donna Rachele virðist eftir lát manns síns hafa tekið við hlutverki einræðisherrans og bannar þeim að ganga í hjónaband. Þar að auki hefur hún farið gáleysislegum orðum um „Sci- eolone fjölskylduna“ og þá sérstaklega um Sophiu. Er hægt að skilja ummæli henn- ar svo, að hún telji hana sið- ferðilega séð ekki samboðna fjölskyldunni Mussolini. Þetta var meira en Sophia gat látið gott heita, því nú hefur hún gert ráðstafanir til að stefna hinni 71 árs gömlu Rachele fyrir meiðyrði. Sophia hefur samúð allrar ftalíu að baki sér, því að donna Rachele, sem ekki eingöngu hefur skapað sér góða tekjulind, sem veit- ingakona fékk í sinn lilut af sveitasetrum manns síns og þrjár hallir, hefur af og til gert ítölum gramt í geði með því að koma fram sem arf- taki manns síns, hvað fac- isma snertir. Meðal umtali sínu um óvið- eigándi hegðun Scicolone fjöl skyldunnar, á hún við hjóna- band Sophiu og kvikmynda- framleiðandans Carlo Ponti. En það hjónaband hefur af kaþólsku kirkjunni, en aðeins af henni, verið álitið tvíkvæni og er þrátt fyrir mikinn ald- ursmismun hjónanna mjög Sophia Loren t.v. og M aria systir hennar. Romano Mussolini. Mamma vill ekki leyfa honum að giftast ... haraingjusamt. Þegar talað er um óviðeig- andi hegðun og slæmt siðferði, er staða Mussolini fjölskyld- unnar ekki sérlega hagstæð, þegar Romano, sem nú er meinað að giftast systur Sop- hiu, er undanskilinn. Elzta dóttir Mussolini-hjón- anna, Edda, komst fyrst að raun um hve heitt hún elsk- aði mann sinn, Ciano utanrík- isráðherra, þegar faðir henn- ar lét taka hann til fanga. S'íð an hefur hún sefað sorgir sín- ar _ýmist með ítölskum skart- gripasala, starfsmanni hjá ítölsku utanríkisþjónustunni, sovézkum hershöfðingja og einnig að því, sem sagt er fyrrv. einræðisherranum Per- on. Bruno sonur Mussolinis vakti alþjóðarreiði á Ítalíu fyrir sprengjuherferðir sínar gegn óvopnuðum Abbesiníu- búum. Annar sonur Vittorio reyndi að endurlífga facism- ann á Ítalíu, og heldur nú þeim tilraunum áfram í Suð- ur-Ameríku. Fjórða barnið, dóttirin Anna-Maria, hefur verið tekin föst í Róm vegna uppþota facista þar. Á Italíu er það nú von manna, að hinni herskáu Sop- hiu takist að Iækka rostann í ekkju Mussolinis og að María og Romano fái að eigast. — Laus er logi úr stað, löngum sannast það; óðum slokknar ástarneistinn bleikur, þá er öllu eytt, ekki verður neitt eftir, nema aska tóm og reykur. Sigurður Breiðfjörð: Astir. • Gengið • Sölugengi: 1 Sterlingspund ....... Kr. 106,13 1 Bandaríkjadollar ..... — 38,10 1 Kanadadollar ......... — 36,74 100 Danskar krónur ...... — 549,80 100 Norskar krónur ...... — 531,50 100 Sænskar krónur ...... — 736,95 100 Finnsk mörk ......... — 11,86 100 Franskir frankar .... — 776,60 100 Belgískir frankar ... — 76,47 100 Svissneskir frankar .... — 882,90 100 Gyllini ............. _ 1060,35 100 Tékkneskar krónur... — 528,45 100 V.-þýzk mörk ......... — 957,35 1000 Lírur ............... — 61,39 100 Austurrískir shillingar — 146,60 100 Pesetar ............. — 63,50 Tekið á móti tilkynningum í Dagbók frá kl. 10-12 t.h. Söfaiin Bæjarbókasafn Reykjavíkur lokað vegna sumarleyfa. Opnað aftur 8. ág. Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag’ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Tæknibókasafn IMSÍ (Iðnskólahús- inu, Skólavörðutorgi, er opið mánu- daga til föstudags kl. 1—7 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. „Slæmt! Slæmt!“ segir kaupandinn, en þegar hann gengur burt hælist hann um. 75 ára er í dag Halldór Teits- son, Hafnarfirði. Hann dvelur í dag á heimili dóttur sinnar að Nönnustíg 6, Hafnarfirði. f gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Skúladóttir, verzl- unarmær og Birgir Bragason, Kjartansgötu 2. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigrún Magnúsdótt- ir, hárgreiðsludama, Seljavegi 13 ©g Sigurður Thoroddsen, stud. polvt.. Suðurgötu 66. Sé spottaranum refsað, verður hinn einfaldi hygginn, og sé vitur maSur fræddur, lærir hann hyggindi. Sá, sem byrgir evrun fyrir kveini hins fátæka, hann mun sjálfur kalla, og eigi fá bænheyrzlu. Öreigi verður sá, er sólginn er í skemmtanir; sá, sem sólginn er í vín og oliu verður ekki ríkur. Vitur maður vinnur borg kappanna og rifur niður vígið, sem hfin treysti á. — Orðskviðirnir. - M E 5 5 U R - Elliheimilið: — Guðsþjónusta kl. 10 f.h. — Séra Sigurbjörn A. Gíslason. Dömur Sea NYNPH-sundbolir, mjög fallegir Sundhettur — Baðsloppar — Baðtöskur Sólbaðsbrjóstahöld — Sólfatnaður allskonar Hjá Báru Austurstræti 14 Nokkroi byggingalóðu til sölu í Melshúsalandi á Seltjarnarnesi. Upplýsingar í skrifstofu Kveldúlfs h.f. Hafnarhvoli V. hæð. Stúlkur eða konur helzt vanar herrabindasaum, óskast nú þegar eða sem fyrst. — Upplýsingar í síma 50152 n.k. mánudag eftir kl. 9 e.h. Dömur Sport-buxur, þunnar og þykkar Úlpur — Peysur og húfur Hjá Báru Austurstræti 14 $má - sendiferðabifreiðin Smásendiferðabifreiðin Austin Seven 250 kg. Sendiferðabifreið, verð frá verksmi'*" ’ ásamt hitara kr. 30.480,00. 250 kg. Pick-up bifreið, verð frá verksmiðju í samt liitara kr. 30.000,00. Þessi nýja bifreið hefur rutt sér til rúms, sem sérstak- lega þægileg snúninga- og sendibifreið í öllum innan- bæjarakstri. Aflmikil vél ásamt hinum viðurkenndu Austin gæðum er bezta trygging góðum smávagni. Þér getið treyst Austin. Garðar Gíslason h.f. Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.