Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 18. júlí 1961 • ÍÞB Ó TTíIÉ * «$>4><$>Q>&&&&®<&&$>&&m><§><&M>^^ 3 met sett J sundi fcHET setti met irille Jastremski frá Oliia n helgina tvö heims- undi á móti i Evans- vnie i Indiana. Hann synti 100 m bringu- sund á 1.09.8 og bætti 4 ára gamalt met Rússans Min- askins um 1,7 sekúndu. Á laugardag synti harm 200 m bringusund á 2.35.3, en það er 1.3 sek. betri timi en f yrra heimsmetið sem Ástralíu maðurinn Gatherhole átti. Á sunnudaginn setti svo kanadisk stúlka Mary Stew- art nýtt heimsmet í 100 m flugsundi kvenna. Tími henn- ar var 1.10.7 og nráðist á. móti í Vancouver. KR, Valur og Akur eyri sigruðu ®i ÞESSI mynd er tekin á íslands / / mótinu í útihamlknattlcik \ J kvenna. Mótinu lýkur 20. júlí i \ en leikir þess hafa verið margí m ! t* (nríii"ir»- -iifnií* ri n- clrammrL 1 I»RÍ R leikir íslandsmótsins i 1 deild hafa farið fram um þessa helgi. Á sunnudagskvöldið mætt ust Valsmenn og Akurnesingar á Laugardalsvellinum og fóru Vals- Danir og KR keppa í kvöld á Melavellinum Danir og KR á Melavellinum 333 HÉR eru nú staddir knattspyrnu inenn danskir, sem hingað eru komnir í boði Vals og er heim- sóknin liður í 50 ára afmælishá- tíðahöldum félagsins. Er þetta annað danska liðið sem sækir yngri félaga Vals heim. Þetta er lið frá Lyngby Boldklub, en það er eitt stærsta og f jölmennasta félag yngri leikmanna í Dan- mörku hefur 450 pilta starfandi í 19 liðum. Liðið er mjög gott og á glæsi- legan leikferil að baki. Þeir hafa þegar leikið hér einn leik við B- lið Val og sigruðu dönsku piltarn ir með 4—0. Sýndu þeir mjög fallega knattspyrnu. En fyrsti reglulegi leikur liðs- ins verður í kvöld a Melavellin- um og mætir liðið þá KR (2. fl.) Um næstu helgi leika Danirnir svo í Vestmannaeyjum, en þar er eitt sterkasta 2. flokks lið lands- ins um þessar mundir. Isfirðingar sigruðu ísafirði, 17. júlí ÍSFIRÐINGAR og Breiðablik kepptu í knattspyrnu á ísafirði sl. laugardag í sambandi við ís- landsmótið í 2. deild. Leikar fóru þannig að ísfirðingar sigruðu með 4 mörkum gegn 3. Á sunnu- dag léku sömu lið aukaleik. Sigr- uðu ísfirðingar þá einnig með 3 mörkum gegn 2. — AKS. menn með sigur af hólmi, skor- uðu 3 mörk gegn 1. Valsmenn náðu frumkvæði í leiknum strax í upphafi og í hléi stóðu leikar 3 gegn 0. Var sigur Vals í leiknum verðskuldaður, en leikurinn var ekki sérlega vel leikinn og þófkenndur á köflum. • Akureyri — Hafnarfjörður Á sunnudaginn léku Hafnfirð- ingar og Akureyringar á Akur- eyri. Akureyringar unnu auð- veldan sigur, skoruðu 6 mörk gegn 1. Leikurinn var heldur dauflegur samt og þyngslalegur hjá báðum liðum. • KR — Fram f gærkvöldi mættust KR og Fram á Laugardalsvellinum. Mikillar hörku gætti í leiknum Og lítið sást af góðri knattspyrnu. KR skoraði 2 mörk gegn 0. í hálf- leik stóð 1:0. 1 Þormóðssonar sýnir. Skíðamót á miðri síldar- vertíð SIGLUFIRÐI, 17. júlí. — Sl. sunnudag var skíðamót haldið í Siglufjarðarskarði. Þykir það tíð- indum sæta í miðjum júlímánuði og meðan síldarvertíð stendur sem hæst. Keppendur voru frá ísafirði, Siglufirði og úr Reykja- vík. Keppt var í svigi karla. Fyrst- ur var Svanberg Þórðarson úr Reykjavík á 86 sek., tvöföld um- ferð, annar var Árni SigurðssOn frá fsafirði á 86,3 sek. og þriðji Bogi Nilsson frá Siglufirði á 88,9 sek. Veður var ágætt og nægur snjór. — Stefán. Golfmeisfaramótib: Akureyringar unnu í ollum greinum Golfmeistaramóti fslands lauk á Akureyri um helgina. Akureyr ingar urðu mjög sigursælir í þessu móti og báru sigur úr být um ¦'¦ öllum flokkum. í meistara- flokki og 1. flokki voru leiknar 72 holur og urðu úrslit scm hér segir: Meistaraflokkur: íslandsmeistari:' Gunnar Sólnes, Ak, 322 h. 2) Gunnar Konráðs- son', Ak, 332 h. 3) Hafliði Júlíus son, Ak, 332 h. 4) Sigtryggur Júl- íusson, Ak, 334 h. 5) Óttar Yngva son,R, 335 h. 6) Jóhann Eyjólfs- son, R, 337 h. 7) Hermann Ingi- marsson, Ak, 340 h. 8) Helgi Jakobsson, R, 344 h. 9) Pétur Björnsson, R, 345 h. 1. flokkur. 1) Bragi Hjartarson, Ak, 350 h. 2) Jóhann Guðmundsson, Ak, 352 h. 3) Ragnar Steinbergsson, Ak, 353 h. 2. flokkur. •• 1) Sævar Gunnarsson, Ak, 191 ¦h. 2 )Stefán Árnason, Ak, 196 h. 3) Jón Guðmundsson, Ak, 202 h. John Konrads til Bandaríkjanna HINN heimsfrægi sundmaður, John Konrads frá Ástralíu, sem sigraði í 1500 m sundi Rómarleik anna er nú á förum til Bandaríkj anna. Hefur hann hlotið 3ja ára námsstyrk við Suður-Kaliforníu háskólann. Hannes Kr. Hannes- son málarameistari I DAG verðúr til moldar bor- inn góðkunnur Reykvikingur, Hannes Kr. Hannesson, málara- meistari. Hann lézt hinn 13. þ.m. tæplega sjötugur að aldri. Hann var fæddur hér í bænum 8. okt. 1892, sonur hjónanna Kristínar Árnadóttur og Hannes- ar Hannessonar. Um þær mundir sem Hannes var í heiminn borinn, voru að gerast merkileg þáttaskil í sögu Reykjavíkur. Þá var að hefjast nýtt tímabil í atvinnuháttum bæjarins, einkum hvað sjávarút veginn snerti, Og átti véltæknin þar drýgstan hlut að máli. Þessi þróun atvinnulífsins, sem eins mætti kalla byltingu, hlaut óhjá- kvæmilega að draga að sér mjög aukið vinnuafl, enda fjölgaði bæj arbúum þá mjög ört ár frá ári. f kjölfar þessa sigldu svo miklar byggingarframkvæmdir, bæði íbúðarhúsa og annarra bygginga í sambandi við hina stórauknu útgerð. Fólksfjölgunin leiddi svo af sér margháttaða atvinnumögu-' leika; mikil vinna skapaðist við hverskonar verzlun, mikil þörf varð einnig fyrir iðnaðarmenn, bæði vegna byggingarfram- kvæmda svo og vegna almennrar þjónustu, sem vaxandi bæjarfé- lag hlýtur að krefjast. Á yngri árum sínum var Hannes heitinn leng^ í póstferð- um með hinum kunna pósti Hann esi Hanssyni, hér austur um sveitir. Jafnframt því fór hann einnig að vinna að húsamálun, en mun ekki hafa snúið sér að þeim störfum eingöngu fyrr en hann fór að vinna hjá Lauritz Jörgensen, málarameistara, er hann var að mála hús Nathan & Olsen, sem nú er Reykjavíkur Apótek. Var það síðan hans ævi- starf. Hannes var liðlega meðalmað- ur á vöxt, samsvaraði sér vel og yfirbragð hans bjart og glaðlegt. Hann var hið mesta snyrtimenni og háttvís í allri umgengni, og báru öll vinnubrögð hans mjög keim af þeim eiginleikum. Hann var hinn mesti iðjumaður, sem aldrei lét neitt tækifæri ónotað til vinnu, og stundvís með af brigð um. Vinnufélagi var hann ágæt- ur, gamansamur og hnyttinn í orði, en gat þó skipt skapi ef hinum mislíkaði eitthvað Og gat þá verið fastur fyrir. Hannes starfaði um áratugi í Slökkviliði Reykjavíkur. Reynd- ist hann þar hinn ötulasti maður, Og var jafnan skipað þar í sveit, sem mest reyndi á þrek og ör- yggi. Marga hefi ég heyrt tala um það hve viðbragðsfljótur hann var þegar brunakall kom. Hann skildi vel að hver mínúta gat ráðið miklu um það, hvort takast rriætti að forða stórtjóni og kannske mannslífum. Það er naumast hægt að gera sér grein fyrir mikilvægi þess starfs, sem ötull slökkviliðsmað- ur innir af hendi fyrir bæjarfé- lag sitt og samborgara. Á þetta þó einkum við hér fyr á tímum, meðan flest hús voru úr timbri, og eldfæri öll og ljósbúnaður með þeim hætti, að margföld elds hætta var að, miðað við það sem nú er, jafnframt því sem öll tæki og aðbúnaður slökkviliðsins var lakari. Vegna þessa starfs, svo og fyrir hin daglegu störf sín sem iðnað- armaður, var Hannes velþekktur borgari og vinmargur. Mörgum Reykvíkingum er vafa laust enn í minni hin frostkalda vetrarnótt er Hótel ísland brann. Segja má að þá hafi miðbærinn verið í bráðri eldshættu, enda þótt slökkviliðsmönnum tækist þá með fádæma dugnaði Og hreysti að stöðva útbreiðslu elds- ins. Það mun hafa verið síðasti stórbruninn, sem Hannes barðist við með félögum sínum, og hlífði sér þá hvergi þótt köminn væri af léttasta skeiði. Þá varð líka mðnnum starsýnt á hann um morguninn, eftir næturlanga bar áttu við þennan mikla eldsvoða, þar sem hann stóð í klakabrynju frá hvirfli til ilja, en brosandi og glaðlegur á svip yfir unnum sigri. Hannes kvæntist 24. júli 1920, eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Kristmundsdóttur. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á Ufi: Dagmar, gift Guðmundi Þorleifs syni, skipstjóra; Sigrún, gift Ás- geiri Péturssyni, lögfræðingi og Valgeir, málarameistari, kvænt- ur Ásdísi Árnadóttur. Nú er þessi mæti Reykvikur horfinn af sjónarsviði okkar, eftir langan og gifturíkan ævidag. Hann sá Reykjavík va»:a úr smá þörpi í stórborg, og bann hafði sjálfur alla tíð lagt drjúgan skerf fram til þess að svo mætti verða. Þess vegna munu margir minnast hans með hlýhug og þakklæti. Ég kveð svo þennan gamla vin minn með góðar minningar í huga, um leið og ég votta fjöl- skyldu hans og öðru venzlafólki samúð mína. Jökull Pétursson. — Síldarskýrslan 3 6525 3483 1698 3002 4505 4000 409X 2515 1375 4514 5856 4169 2751 3769 3903 1287 4739 1560 4779 70521 4100 7029 2329 1515 3217 5718 268S 2072 5830 3194 6639 1385 5404 1584 1811 1331 1484 3695 4170 3221 1663 5030 2553 11468 6085 3489 1224 4859 4157 4951 1718 3645 5051 1263 1222 3339 Framh. af bls. Pétur Sigurðsson Reykjavík Rán Hnífsdal Reykjaröst Keflavlk Reynir Vestmannaeyjum Reynir Akranesi Runólfur Grafarnesi Seley Eskifirði Sigrún Akranesi Sigurbjörg Búðakauptúni SigurSur Akranesi Sigurður Siglufirði Sigurður Bjarnason Akureyrl Sigurfari Vestmannaeyjum Sigurfari Akranesi Sigurfari Patreksfirði Sigurfari Hornafirði Sigurvon Akranesi Skarðsvík Hellissandi Smári Húsavík Snæfell Akureýri Snæfugl Reyðarfirði Stapafell Ölafsvik Stefán Arnason Búðakauptúni Stefán Ben Neskaupstað Stefán Þór Húsavík Steinunn Olafsvík Steinunn gamla Keflavík Stígandi Vestmannaeyjum Straumnes ísafirði Stuðlaberg Seyðisfirði Súlan Akureyri Sunnutindur Djúpavogi Sveinn Guðmundsson Akranesi Sæfari Sveinseyri Sæfaxi Neskaupstað Sæfell Olafsvík Sæljón Reykjavík Særún Siglufirði Sæþór Olafsfirði Tálknfirðingur Sveinseyri Tjaldur Stykkishólmi Unnur Vestmannaeyjum Valafell Olafsvík Vattarnes Eskifirði Viðir II Garði Víðir EskUirði Vilborg Keflavík Visir Keflavík Vonin II Keflavfk Vörður Grindavík Þorbjöm Grindavík Þorgrímur Þingeyri Þórkatla Grindavík Þorlákur Bolungarvík Þorleifur Rögnvaldsson Olafsfirði Þórsnes tykkishólmi Þráinn Neskaupstað hpincunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.