Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 10
10 M ORGVTS BL ÁÐIÐ Þriðjudagur 25. júlí 1961 UM þessar mundir er það síld in, sem allt snýsí um í kaup- stöðunum á Norður- og Aust- urlandi, frá Skagaströnd allt til Fáskrúðsfjarðar eða lengra. Siglufjörður og Raufarhöfn bera þó höfuð og herðar yfir hina staðina. Þar er mest salt- að og mest brætt. Þangað streyma skipin í stríðum straumum, þunghlaðin silfri hafsins, síldinni. Við komum til Raufarhafn- ar siðla dags. Þoka er á og nokkur rigning. Reykur og gufa úr síldarverksmiðjunni, sem þrúgast upp um reykháf- ana, blandast þokunni og hverfa. En þrátt fyrir regnið er unnið hér sólarhringinn út, án mikillar hvíldar. Á öll- um síldarplönum er saltað, og verksmiðjan gengur dag og nótt. Á einni bryggjunni standa netaviðgerðarmenn og gera við rifna síldarnót. Þeir hirða ekki hót um regn og storm enda er þeirra verk að- Á síldarplani. Færrbandið flytur síldina. Síldin er ævintýri kallandi og nauðsynlegt, því ekki þýðir að fara með nót- ina rifna út, þá mundi lítið í hana fást. Við löndunarkrana síldarverksmiðjunnar liggja drekkhlaðin skip og unnið er að löndun úr þeim, en mörg skip bíða eftir að kom- ast að. Já, það má með sanni segja að hér sé unnifi. En síld- in er duttlungafull og hagar sér ekki ávalt eins og veiði- maðurinn óskar, en þessa dag- ana virðist 'sjórinn fullur af henni, og því er um að gera að ná sem meztu á land'. Fámennt er á götunum þessa stundina, aðeins bregð- ur fyrir manni og manni, og þá helzt í nágrenni við Kaup- félagið. Það eru síldarkokk- arnir að sækja matvæli áður en lagt er út að nýju. Við höldum göngu okkar áfram, og allsstaðar er það sama sjón- in sem við blasir, vinhandi fólk. Við göngum niður á eitt planið. Þar er verið að salta, a. m. k. 40 stúlkur hamast við að hausskera og raða síld- inni í tunnurnar. Sjómennirn ir landa síldinni í allstóran kassa á bryggjuhausnum, en þaðan flytur rafknúið færi- band hana meðfram síldar- kössur.um og sér um, að ætíð sé næg síld við hendur stúlkn anna. Hér sem annarstaðar hefir tæknin verið tekin í notkun til að auka afköstin og spara tíman. „Vantar tóma tunnu, vantar salt, taka tunnu“ þessar og þvílíkar hrópanir heyrast hvaðanæfa um planið. Þetta kannast þeir vel við, sem á síldarplan hafa komið. Skeggaðir menn þeyt- ast um með saltkassa tómar tunnur eða fulla síldartunnu á „trillu". Þeir eru kátir og Stldinni landað. láta eitt og eitt spaugsyrði falla um leið og þeir taka tunnurnar. Stúlkan sem lokið hefur við tunnuna, lyftir pils- faldinum mátulega mikið til þess að efri brún stigvélsins komi í ljós og „trillu“- maðurinn lætur lítið málm- merki falla niður með fæti hennar, kvittun fyrir tunnuni. Þetta merki gild- ir stúlkuna rúmar 30 kr. Að söltuninni lokinni eru merkin talin þá sést árangur vinnunar. Einföld en einkar hentug aðferð. Hér eru að starfi karlar og konur úr öll- um stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri. Sumir vinna hér allan síldartímann, aðrir aðeins Vz mánuð eða 3 vikur, meðan sumarleyfi þeirra stendur yfir, en þetta fólk, ásamt sjómönnunum á síld- arskipunum, aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkrir aðrir borgarar á jafn skömmum tíma. Það er eitt- hvað spennandi við þessa síld- arvinnu, eitthvað sem er ævin týri líkt. Engin önnur vinna hefur slíkt seiðmagn. Það líð- ur á nóttina, söltunin heldur áfram, en það er orðið skugg- sýnt og ekkert myndaveður. Við röltum því til náttstaðar. Klukkan er 3 að nóttu, og enn er saltað á öllum plönum. Sólin hefir bægt burt þoku og síld, enda þótt klukkan sé ekki nema rúml. 6 að morgni. Nú er skýlaus himinn með vermandi sumarsól. Á plön- unum er( ennþá unnið. Sama fólkið og. í gærkvöldi, kannski örlítið þreyttara, en með bjartara bros á vör. Blessuð sólin hefir þurrkað burt þreytu og svefn. Á planinu hjá Valtý Þorsteinssyni eru mörg andlit, sem við Akureyringar þekkj- um. Hann á þar heima og hef ir því eðlilega ráðið margt fólk þaðan. Valtýr er kunn- ur athafnamaður, saltar sild á Siglufirði, Hjalteyri Rauf- arhöfn og Seyðisfirði, auk þess gerir hann út 5 síldarskip. Alls nemur söltun hans nú um 16,000 tunnum og hjá honum vinnur fjöldi manns. Okkur er sagt að tvær af stúlkunum hér séu búnar að salta nálægt 400 tunnum á rúmum mánuði. Það mun gefa þeim nálægt 12,000 kr. og sýnir að það getur borg- að sig að skreppa í síld. Með morgninum streyma skip til hafnar — það var góð veiði í nótt, og hvert skipið af öðru siglir inn til Raufar- hafnar, hlaðin á efsta borð, eða eins og sjómennirnir segja: með það sem tollir á skútunni. Um hádegið berst sú fregn út að söltun muni að mestu lokið í kvöld. Búið að salta í gerða samninga og ekki meiri sala vís. Þessi fregn er ekki neitt gleðiefni fyr- ir þá sem hér vinna. Nú er síldin hvað feitust og bezt til soltunar. Raufarhöfn hefir ekki marga íbúa, líkleg nálægt 500, eða tæplega það, en að sumrinu er þar þó mesti fjöldi fólks. Þetta aðkomu- fólk hefir sinn samastað í síldarbröggunum, sem plan- eigendur hafa byggt, og hafa þar einnig sína matargerð. En hreinustu vandræði eru fyrir ferðafólk að koma hingað. Hér er ekkert gisti- hús, engin matsala. Það hlýt- ur að vera starfsgrundvöllur hér fyrir slíka stofnun og ætti slíkt hús að rísa upp Ljósm.: St. E. Sig. sem fyrst.. Ef ferðamenn sem hér koma eiga ekki skyld- menni hér, eða nána kunn- ingja, þá verða þeir hrein- lega að svelta og liggja á götunni. Góða kona, Frú Rann- veig Lund hafði hér fyrir nokkrum árum matsölu og gistingu, en er nú flutt burt. Enginn hefir fetað í fótspor hennar. Á s. 1. ári var byggt hér myndarlegt póst- og símahús. Það er einnig starf- rækt talstöð, sem gerir skip- unum kleift að tala utan af hafi, hvert á land sem er, en hér er engin peningastofn un, utan lítill sparisjóður, sem opinn er nokkra tíma í viku. Það er mjög bagalegt, bæði fyrir útgerðarmenn og einstaklinga. Komið hefir fyr ir að síldarsaltendur hafi þurft að senda mann og bíl alla leið til Akureyrar eftir peningasendingu. Það er þetta og margt fleira, sem bæta þarf á Raufarhöfn. En þrátt fyrir allt er hún í dag eftirsóttur staður þeirra, sem vilja vinna og lifa ævintýr. Það kvöldar enn í síldar- bænum, en hér er ekki gerð- ur munur dags og nætur. Stöðugt koma skip með síld, stöðugt er unnið, brætt og saltað. 1 sumar hefur marg- ur pilturinn unnið fyrir skóla gjaldi næsta vetrar eða stúlka fyrir kostnaði við hús- mæðraskólanám. En þó þessir ungu borgarar eldist, stofni sitt heimili, reskist og verði feður og mæður og setjist að í fjarlægum landshluta við önnur og ólík störf, þá mun hugurinn, í júlí byrjun, leita til ævintýrabæjarinns norður við heimskautsbaug, þar sem lifað var og starfað á skóla- árunum, vakað og unnið sólarhringana út, undir rauð um geislum miðnætursólar- innar, þar sem ævintýrin gerðust. St. E. Sig. Síldarskýrslan EFTIRFARANDI skip hafa feng- 18 200« mál og tunnur eða meir sX laugardag. Aðalbjörg Höffl&kaupstað 2156 Ajfúat &uflronnrt«Éor\ Vogum 4949 Akraborg Akurayri «593 Akurey Hornafirfli 3301 Alftanes Ha/nar£irfli >787 Anna Siglufirði Arnfirðingur Rvík Arnfirðingur II Rvík Ami Geir Keflavík Arai Þorkelsson Keflavík Arakell Hellissandi Araœíl Sigurðsson Hafnarfirði Asgeir Rvík Askell Grenivík 6276 2693 6003 8801 4791 2828 6700 3724 7871 Auðunn Hafnarfirði Baldur Dalvík Baldvin Þorvaldsson Dalvík Bergur Vestmannaeyjum Bergvík Keflavík Bjarmi Dalvík Bjarnarey Vopnafirði Bjarni Jóhannesson Akranesi Björg Eskifirði Björgvin Keflavík Björgvin Dalvík Björn Jónsson Rvík Bliðfari Grafarnesi Ðragi Breiðdalsvík Búðafell Búðakauptúni Böðvar Akranesi Dalaröst Neskaupstað Dofri Paíreksfirði 6853 7437 7095 4647 8941 7558 5888 2083 6215 2080 4508 2160 2321 2101 4362 5474 4194 7294 Einar Hálfdáns Bolungarvík 8815 Einir Eskifirði 4861 Eldborg Hafnarfirði 8430 Eldey Keflavík 6984 Fagriklettur Hafnarfirði 2113 Faxaborg Hafnarfirði 3095 Faxavík Keflavík 2845 Fiskaskagi Akranesi 2281 ( Fjarðaklettur Hafnarfirði 5550 i Fram Hafnarfirði 4660 Friðbert Guðmundsson Suðureyri 3419 Fróðaklettur Hafnarfirði 2379 Garðar Rauðuvík 3910 Geir Keflavík 3864 Gissur hvíti Homafirði 3882 Gjafar Vestmannaeyjum 10.090 Glófaxi Neskaupstað 4007 Gnýfari Grafarnesi 3611 Grundfirðingur II Grafarnesi 4541 Guðbjörg Isafirði 7189 Guðbjörg Sandgerði 4928 Guðbjörg Olafsfirði 10373 Guðfinnur Keflavík 428fl Guðmundur Þórðarson Rvík 10228 Guðrún Þorkelsdóttir Eskifirði 945fl Gullver Seyðisfirði 6244 Gunnar Reyðarfirði 4493 Gunnvör Isafirði 4664 Gylfi Rauðuvík 2797 Gylfi II Akureyri 5494 Hafaldan Neskaupstað 2203 Hafbjörg Hafnarfirði 4079 Hafrún Neskaupstað 4183 Hafþór Neskaupstað 2108 Hafþór Guðjónsson Vestmannaeyj. 2454 Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.