Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐ 1 Ð Þriðjudagur 25. júlí 1961 Unnu Keflavík i fjörugum úrslitaleik 7 : 3 Isfiröingar leika í 1. deild fSFIRÐINGAR tryggðu sér sæti í 1. deild næsta ár. I úrslitaleik sigruðu þeir Kefivíkinga með 7 mörkum gegn 3 á sunnudags kvöldið. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur, á köflum í hon um sýnd þau tilþrif, að full ástæða er til að ætla að ísfirð- ingar velgi hinum rótgrónu 1. deildaliðum undir uggum næsta ár. ísfirðingar voru vel að sigri komnir. + Fjörug byrjun Leikurinn hófst með fjörlegum spretti ísfirðinga og áður en hálf leikurinn var hálfnaður höfðu þeir skorað tvívegis. Bæði báru mörkin svip tilviljunar, en að- dragandinn var þó góður og átti hinn kröftugi Jón Ólafur á h. kanti þátt í þeim. Hið þriðja kom litlu síðar. Skoraði Kristmann miðherji fallegt mark eftir að ísfirðingar höfðu leikið Keflavík- urvörnina sundur og saman. Rétt fyrir hlé skoruðu Kefl- víkingar og var v. úth. að verki af stuttu færi eftir harða sókn að marki ísfirðinga. Úrslit ráðin Á 6. og 8. mín. sfS. hálfleiks bæta ísfirðingar tveim mörkum við. Kristmann skoraði 4. mark- ið eftir upphlaup á miðju og góða sendingu í eyðu þar sem enginn var til varnar. Hið síðara skoraði Kristmann einnig. Björn Helgason gaf vel fyrir og Krist- ísland vann FLOKKUR UMFÍ sem fór á mót norrænu ungmennahreyf ingarinnar sem efnt var til í Vejle í Danmörku vegna 100 ira afmælis „De danske Skytte Gymnastik- og Idrætsforening er“, stóð sig prýðisvel. Keppti íslenzki flokkurinn í frjáisum íþróttum karla og kvenna. Karlaflokkurinn sigraði alla aðra flokka. Hlaut 7830 stig eftir alþjóða stigatöflunni. S- Slesvig var i 2. sæti með 6136 stig og Noregur i 3. sæti með 6080 stig. í kvennaflokki sigraði Rand ers-amt með 7836 stig. ísland var í öðru sæti 7797 stig og Vejle-amt í 3. sæti með 7778 st 4. varð Noregur með 7548 stig. Sveinn skorar fjórða markið. — Myndir Sv, Þormóðsson. KR burstaði Akureyri Unnu 5 :0 fyrir norðan mann hljóp fallega að marki Og skoraði óverjandi með skalla. En eftir þetta náðu Keflvík- ingar sér á strik og tóku um tíma öll völd í leiknum. Úr auka- spyrnu á vítateig á 10. mín. skoraði Högni fallega — en ís- firðingar stóðu illa að vörn. Á 25. mín. skora Keflvíkingar aftur og var miðherjinn að verki: Leit um tíma út fyrir að Keflvíkingar ætluðu að taka sigurinn af ís- firðingum. En þá hristu þeir af sér slenið. Á 38. mín. skorar Kristmann enn af 18 m færi. Markvörður Kefl- víkinga misreiknaði knöttinn og rann eitthvað til er hann ætlaði að verja. 4 mín. síðar skorar hægri útherji, glæsilegt mark af 25 m færi í bláhornið uppi. ísfirðingar eiga kröftuga leik- menn, sem án efa geta náð langt. Þeir hafa lengi verið á þröskuldi 1. deildar en stíga nú inn fyrir dyrnar og það með bezta lið sem þeir nokkru sinni hafa átt. Það eru kröftugir karlar og frískur blær yfir öllum leik þeirra. Má þar femsta telja Bjön Helgason, Kistmann miðheja og Jón Ólaf útherja. Keflvíkingar voru sundurleitir í upphafi og þá voru úrslit ráð- in. En frammistaða þeirra fram- an af í síðari hálfleik var mjög góður og hefðu þeir náð slíkum tökum fyrr hefði sigurinn verið þeirra. Þetta var góður úrslita- leikur 1 2. deild. ---------------------------------<5> KR fékk vítaspyrnu á Akureyrar KR-ingar, sem mestar sigurvonir hafa nú í 1. deildar mótinu, áttu leik við Akureyringa fyrir norð- an á sunnudag. Akureyringar hafa oft verið erfiðir heim að sækja og veitt mörgu liðinu skrá- veifu. KR-ingar voru því engan veginn sigurvissir er þeir fóru norður nú, en svo fór að þeir unnu yfirburðasigur 5 mörk gegn 0. ■ár Forysta KR KR-ingar tóku öll völd á vell- inum strax í upphafi. Sóttu þeir nær látlaust fyrsta hálftímann og komst KR-markið aldrei í hættu. Og var raunar aldrei skot ið á það allan hálfleikinn. Var samleikur KR-liðsins oft fallegur. Á 7. mín. kom fyrsta markið. Þórólfur lék upp miðjuna og framhjá jóni miðverði. Einar kom á móti og Þórólfur lék á ■hann og sendi í mannlaust mark- ið. Á 23. mín. skorar Sveinn Jóns- son með föstu og fallegu skoti af vítateig alveg óverjandi. Stóð 2—0 í hálfleik. Fleiri tækifæri áttu KR-ingar. Gunnar Guðmannsson átti skot yfir úr dauðafæri — en vörn Akureyringa var annars góð og föst fyrir. Akureyringar áttu síðast í hálf- leiknum 4 upphlaup sem nálguð- ust mark. Steingrímur átti bezta færið. Hann var kominn inn fyrir vörnina á miðjunni en Hreiðari tókst á síðustu stundu að bjarga. Síðan áttu bæði Steingrímur og Kári sköt framhjá eftir að hafa skapað góð færi. ★ 3 mörk í viðbót Á 9. mín. síðari hálfleiks skor- ar KR þriðja markið. Þórólfur lék upp að endamörkum og tókst að gefa vel fyrir þó hart væri að honum þjarmað. Gunnar Felixs- son afgreiddi knöttinn mjög fallega viðstöðulaust í mark. Á 21. mín. leika KR-ingar fallega upp allan völlinn. Knött- urinn gengur frá manni til manns og síðast frá Þórólfi til Sveins sem leikur á Einar markvörð og skorar 4. markið. Á 39. mín. er dæmd vítaspyrna á Akureyri fyrir grófa hrindingu Hauks við Þórólf og Þórólfi tekst að skora eftir að Einar hafði þó varið sjálfa vítaspyrnuna en hélt ekki knettinum. Góð færi Bæði liðin áttu tækifæri til marka. Sveinn hafði eitt sinn skorað en snerti knöttinn með hendi áður en hann fór yfir marklínu, og Gunnar Fel. átti skot framhjá af góðu færi. Kári komst í bezta færi Akur- eyringa. Hann hljóp upp vallar- miðju. Herði miðverði tókst á síð- ustu stundu að krækja í knöttinn sem barst að KR-markinu en Heimir sigraði í návígi við Kára og bjargaði. KR-ingar voru vel að sigrl Framhald á bls. 23, Meira um íþróftir i sja bls. 9. j liðið. Þórólfur spyrnti; — en Einar Helgason varði. Hann fékk þó ekki haldið knettinum og Þórólfur æddi að. Einar var fljót- ur á fætur en fékk ekki að gert. Harnarfjörður sótti fyrsta stigið sitt til Akraness HAFNFIRÐINGAR brugðu ser upp á Skaga á sunnudag og léku við íslandsmeistara Akraness í íslandsmóti 1. deildar. Leiknum lauk með jafntefli 1 mark gegn 1 og segja má eftir öllum gangi leiksins, að úrslitin hafi verið rétt lát. Þetta er fyrsta stig Hafn- firðinga í mótinu. Má hiklaust þakka árangur liðsins nú að AI- bert Guðmundsson leikur nú aft- ur með liðinu. Hann stjórnaði liðsmönnum af mikilli elju og var liðið óþekkjanlegt frá fyrri leikjum í 1. deild. Albert fyrirskipaði dálítið breytta leikaðferð frá hinni venjulegu og fastgrónu aðferð ísl. liða sem sjaldan eða aldrei geta brugðið vana sínum. Þetta ruglaði fslandsmeistarana ótrú- lega í ríminu. Þeir fundu vart út hver átti að gaota hvers og hvernig fara skyldi að. Fundu þeir aldrei örugga leið gegnum vörn Hafnfirðinga og átti að löng um köflum í erfiðleikum með sókn Hafnarfjarðar sem byggðist upp á stuttu spili. Var furðu- legt að sjá hve vel Albert tókst að stjórna liðinu í þessari óæfðu leikaðferð. Frá þessu sjónarmiði unnu Háfnfirðingar mikinn sig- ur í leiknum. Akurensingar komust í öllu opnari færi en Hafnfirðingar tvívegis bjargaði Karl markvörð- ur vel með úthlaupum og varði eitt sinn hörkuskot og snöggt. Mark Akurnesinga kom í fyrri hálfleik, upp úr aukaspyrnu. Spyrnt var í varnarvegg Hafn- firðinga og á honum breytti knött urinn um stefnu og skoppaði í gagnstætt horn við það sem Karl markvörður ætlaði að verja eftir skotið. Rúmri mínútu fyrir leikslok jöfnuðu Hafnfirðingar. Einar Sig- urðsson og Sigurjón undirbj uggu vel langsendingu Alberts fyrir markið. Helgi æddi út í óvissuna og Henning skallaði í mannlaust markið. Fyrir utan þetta áttu Hafnfirðingar góðar sóknarlotur þó fáar ógnuðu marki Akraness. í samleik og spili átti Hafnar- fjarðarliðið engu síðri leik. Al- bert hafði úthald langt fram f síðari hálfleik en bar af í byrjuu fyrir knatttækní og stuðningur hans sem stjórnandi dugði Hafn- firðingum til jafteflis. Akraneg mætti með venjulegt lið nema Gunnar í stað Kristins miðvarðar, en sú breyting er lítil eða engin veiking liðsins. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.