Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25. júlí 1961 JU ORGVN'tLAÐIÐ Ferðalangarnir við Ölver. (Ljósm.: Gunnar Rúnar). Varbarferb Framhaid af bls. 1. hræddar um líf sitt og þeir, sem (til þeirra horfðu. Áður en Hest- !Vík var yfirgefin, flutti Höskuld ur ÓLafsson formaður Varðar, hokkur ávarpsörð, og Sigurður Óli Ólafsson alþingismaður bauð íerðalangana velkomna í Árnes- Býslu. Þarna lýsti svo Ámi Óla ritstjóri Grafningnum í stuttu máli. Sveið Árna auðheyrilega rangnefní sveitarinnar, og mun- ®ðí minnstu, að hann fengi talið (hópinn á að breyta nafni hennar I lí Bláskógasveit. ^ 1' Frá Hestvík lá leiðin svo suð- «ir fyrir Nesjahraun og að Haga- vík, sem mörgum þykir einhver fegursti staðurinn við Þingvalla vatn. Síðan var haldið á- fram hringinn í kringum Þing- ivallavatn að Þingvöllum, þaðan ium Bolabás og Sleðaás inn á Hof mannaflöt og upp Kluftir. Ætlunin hafði verið að skreppa norður á Kaldadal, að Kerlingu. í bjartviðri er frá henni fögur pöklasýn, en sú heiðursmatróna var víst ekkí í skapi til að taka é móti gestum. Var síðan ekið um Uxahryggja veg til norðvesturs og um 25 km Hangt titbreytingalítið landslag JL.undareykjadals. Var nú áð og snæddur hádegisverður, og Jón iÁrnason alþingismaður bauð tferðalangana velkomna í Borgar ffjarðarsýslu. Sunnan Lundareykjadals er Skorradalsháls, en að norðan Lundarháls, fremst Varmalækjar múli.Gengt múlanum var breytt lum stefnu, haldið til suðvesturs tfram hjá Hesti og yfir Andakílsá. Hún kemur úr Skorradalsvatni, og við hana er orkuver þeirra Skagamanna og Borgnesinga. „Egils saga segir frá því, að SSkallagrímur hafi gefið Grími ttiáleygska land fyrir sunnan (Hvítá. Grímur fór að kanna þetta lland og kom að vík nokkurri, : isem margar andir voru á, og kal'l Bðí af því Andakíl. Síðan hefur það nafn færzt yfir á sveitina“, isegir Árni Óla í leiðarlýsingu Binni. Nú var haldið vestur með Hafn Brfjalli og staðnæmzt í námunda við ölver. Á meðan þar var stað- ið við, hélt Bjarni Benediktsson idómsmálaráðherra ræðu, og fer Btuttur útdráttur úr ræðu hans hér á eftir: Ræða Bjarna Benediktssonar VIÐ HÖFUM í dag farið um fagr ar og söguríkar byggðir. Menn hafa í dag séð mikil mannvirki, sem hafa ómetanlega þýðingu fyrir líf okkar allra. Við höfum j fi dag séð krafta, sem enn bíða (þess að verða beizlaðir. Við höf- um ekið um gróðursæl héruð, en einnig héruð, sem enn eru að miklu leyti óræktuð. Og á eftir jnunum við aka niður á Akra- nes einn myndarlegasta útgerðar bæ landsins, og sjá eitt mesta iðnfyrirtæki okkar. Við höfum í dag litið fögur Ibændabýli, sem mörg hver eru »iú sögufrægir staðir. Við sjáum þannig, hvernig sagan er alltaf Bð gerast. Við getum haft það í ’huga, þegar við ökum fram hjá Ytra-Hólmi, að þessa staðar verð ur héðan í frá minnat sem eins af sögustöðum landsins af því að Fétur Ottesen hefur búið þar alla sína búskapartíð. Ég minnist þess, að fyrir 5 ár- um voru mörg okkar stödd uppi í Húsafellsskógi, einmitt í slíkri ferð á vegum Varðar. Og það kom þá í minn hlut, eins og nú, að segja nokkur orð. Lengi a eftir höfðu andstæðing ar okkar í flimtingum um mæli, sem ég viðhafði þá, eitt- hvað á þá leið, að vinstri stjórn in værí líkust éli, sem aðeins mundi standa skarnma hríð, en , sólin mundi brátt skína á ný. Eins og flestir muna sjálfsagt, fóru andstæðingar okkar háðuleg um orðum um þetta álit, og einn ráðherra stjórnarinnar komst svo að orði, að vinstri stjómin mundi standa a.m.k. i 20 ár. En nu, að 5 árum liðnum, er sá tími orð- inn lengri, sem vinstri stjórnin hefur ekki setið, en valdatími hennar á þessum árum. Sömu öflin og stóðu að vinstri stjórninni hafa nú á ný leitt nokk urt dimmviðri yfir íslenzkan stjómmálaheim með skemmdar- verkum sínum í efnahagslífinu. En það er einnig spá mín nú, að það dimmviðri muni aðeins standa skamma stund og verða til þess að minna þjóðina á„ hver I óheillaöfl hér eru að verki. þess að almenningur gerir sér ekki alltaf fyllilega ljóst, hvað er að gerast. Þess vegna þarf jafn framt að tryggja meiri þátttöku almennings í öilu réttarfari lands ins. Framundan bíða mikil og erfið verkefni, sem verður að leysa, en, sem hægt er að leysa, með vak- andf skilningi fólksins sjálfs. Slík ferð sem þessi er mikil- væg. Hún knýtir okkur fastari böndum við landið og sögu þess, og þar með stuðlar hún að því að gera samtök okkar og þjóðfé lagið í heild virkari og sterkari. Þess vegna skulum við vona, að við eigum eftir að hittast í mörg um slikum ferðum. farið að kólna í veðri, og viðstaða^ því stutt. Að kvöldverði loknum var síð an haldið rakleitt til Reykjavík- ur með stuttri viðstöðu í Botns- dal. Til Reykjavíkur var svo kom ið um kl. 11. Ferð þessi var öll hin ánægju- legasta og Varðarfélaginu til mik ils sóma. Rómuðu þátttakendur Sigurður Óli Ólafsson alþingismaður ávarpar ferðafólk- ið við Hestvík. 1 framtíðinni verður m.a. að tryggja með löggjöf, að ekki verði hægt að beita samtökum fólksins, hvers eðlis sem þau eru, án þess að meirihlutinn vilji slíka beitingu. Þessi samtök eru nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi, en svo verður að búa um hnútana, að lýðræði ríki innan þeirra. At- burðir síðustu ára hafa sýnt okk- ur, að mikilsvert er, að slík sam tök séu í höndum fólksins sjálfs, en ekki ævintýramanna. Og inn- an íélaganna verður að tryggja meðlimunum sjálfum fullt jafn- rétti. Þátttaka fólksins, bæði í þessum samtökum og þjóðfélag- inu í heild, þarf að vera virkari. Þessi sömu öfl hafa nú að und anförnu reynt að gera jafnvel dómstóla landsins tortryggilega í augum almennings og tekst það kannske að einhverju leyti vegna Árni Óla nrstjóri flytur leiðarlýsingu. Eftir ræðu Bjarna flutti Árni Óla ritstjóri ferðalýsingu, skemmtilega og afar fróðlega. Eftir nokkra viðdvöl þarna var enn haldið af stað og ekið fyrir Leirárvog. Á þessari leið sást heim að Leirá, þar sem setið hafa margir mikilsmetnir höfðingjar. Skammt frá eru Leirárgarðar, en þar var stofnuð prentsmiðja þeg ar árið 1795, sem síðar var þó flutt að Beitistöðum og þaðan til Viðeyjar. Lá leiðin nú niður á Akranes, og var ekið um bæinn undir leið sögn Jóns Árnasonar alþingis- manns. Að því loknu var haldið heim á leið eðtgþ meðfram Langasandi, sjóbaóstað þeirra Skagamanna. Sá nú heim að hinu foma prestsetri Görðum. Engin kirkja er þar nú, aðeins kirkju- garður og líkhús, sem talið er fyrsta hús byggt úr steinsteypu á Islandi byggt á síðari hluta 19. aldar. Urðu nú fjölmargir bæir á leið inni, m.a. bústaður Péturg Otte- sen fyrrum alþingismanns, Ytri- Hólrnur. Stóð þingskörungurinn aldni í hlaðvarpanum, þegar bíla lestin ók framhjá, og veifaði ferðafólkinu. Þá má nefna bæinn Reyni, þar sem Jón Hreggviðsson bjó. Næst var numið staðar við Hall grímskirkju í Saurbæ og snædd- ur kvöldverður. Það leyndi sér ekki á svip ferðalanganna, að þeir kunnu vel að meta nestis- pakkana hans Þorbjörns í Borg. Þegar hér var komið. var nokkuð Jón Árnason alþingismaður býffur hópinn vel- kominn í Borgarf jarðarsýslu. sérstaklega örugga fararstjórn og var auðséð á ferðalöngunum, að þeir vom þegar famir að bugsa gott til næstu Varðarferðar. — Vegaverkfallið Framh. af bls. 8 og vön matreiðslu. Þegar þessu verður ekki við komið, fá síma- lagningamenn greiddan eðlileg- an fæðis- og gistikostnað gegn kvittun gistihússeiganda eða mat- sala. Þegar símalagningamenn eru sendir út til vinnu og kom- ast ekki 1 mat eins og venjulega og verða að .hatfa mat með sér, en dveljast heima að nóttunni, skulu þeir fá greidda fæðispen- inga kr. 30,00 þegar um einn mat málstíma er að ræða og ekki unn ið fram yfir kvöldmatartíma, en kr. 58,00, ef báðir matmálstímar falla inn í vinnutímann vegna yfirvinnu. Þó getur, þegar sérstak lega stendur á, svo sem við fyrir varalausa útsendingu og þegar matsala er í rennd við vinnustað inn, komið til mála að geiða eðli legan matarkostnað gegn kvittun matsala, enda hafi verkstjóri tal- ið það réttmætt eftir kringum- stæðum. Ef þessu er neitað, er fullkom- lega sannað, að hinu sama er játað í öðru tilfellinu en neitað í hinu. En ef vegamálastjórnin er fús að láta vegavinnumenn sitja við sama borð og símalagningamenn, höfum við fundið lausn á deil- unni. — Það eru auðvitað engin rök, að vegavinnumenn séu miklu fleiri og þess vegna kosti þessi sömu fríðindi þá ríkisstofn un meira en hina. En ekki væru þessi blaðaskrif ti. einskis, ef af þeim gætr orðið ljóst, að ekki er um meiri kröfur að ræða til Vegagerðarinnar, en til þeirrar ríkisstofnunar, sem þegar hefur samið xneð fullu sam þykki ráðherra. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Hannibal Valdimarsson. ir Athugasemd Morgunblaðsins. Morgunblaðið vildi verða við þeirri ósk forseta ASÍ að birta ofanskráða greinargerð hans, en hjá því verður ekki komizt að gera við hana nokkrar athuga- semdir. Greinarhöfundur telur mikið ósamræmi í þeirri afstöðu Ingólfs Jónssonar, að fallast á greiðslu fæðispeninga til síma- manna sem póst- og símamála- ráðherra, en hafna slíkri kröfu vegagerðarmanna sem samgöngu málaráðherra. Sérstaklega gerir hann að umtalsefni eftirfarandi orð Morgunblaðsins hinn 20. júlí sl.: „Sannleikurinn er hins vegar sá, að Landssíminn hefur samið algjörlega í samræmi við samn- inga Vinnuveitendasambandsins og Dagsbrúnar, en krafa ASÍ gengur mun lengra“. í þessúm ummælum er því þannig í fyrsta lagi haldið fram, að samniagur landssímans sé í samræmi við samning Dagsbrún- ar og Vinnuveitendasambands ís lands, og í öðru lagi, að kröfur ASÍ gangi lengra en sá samning- ur. Þar sem segja má, að Hannibal leggi út af þessum orðum í grein argerð sinni, er rétt að athuga þau nokkru nánar, og þá með hliðsjón af fæðispeningaákvæði Dagsbrúnarsamningsins, sem er svo hljóðandi: „Þegar Dagsbrúnarmenn eru sendir til vinnu utan bæjar og þeim er ekki ekið heim á máltíð um og (eða) að kvöldi, skulu þeir fá frítt fæði eða dagpeninga fyrir fæðiskostnaði, sem skal sam ið um milli samningsaðila". Allir starfsmenn línumannafé- lagsins, sem fengið hafa fæðis- peninga, eru félagar í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, hvar sem þeir búa, og langflestir þeirra eru sendir út frá Reykja- vík. Það er því með stoð í þessu ákvæði, sem símamenn fá greidda fæðispeninga sína. Krefst miðstjórn ASÍ hins sama til handa vegavinnumönn- um? Krefst ASÍ þess að vega- vinnumenn fái greitt fæði, þegar þeir eru sendir út úr bænum? Nei. Vegavinnuflokkarnir eru stofnaðir á vinnusvæðum úti um land og verkamennimiæ ráða sig þar hjá verkstjórum. Þeir eru því ekki sendir út úr bænum í skilningi fæðisákvæðis Dagsbrún arsamningsins. Vegavinnumenn fengju því ekki greidda fæðis- peninga, þótt þeir féllust á sams konar ákvæði. ASÍ krefst því ekki aðeins fæðispeninga handa vegavinnumönnum þegar þeir eru sendir út úr bænum til vinnu heldur alltaf. Þess vegna gengur krafa ASÍ lengra en fæð- isákvæði Dagsbrúnarsamningsins Það hefur verið venja hér á landi, að ríkisfyrirtæki gengju ekki á undan í kauphækkunum, heldur greiddu það kaup, sem um hefur samizt milli verkalýðsfélag anna og vinnuveitenda. Eftir þess ari reglu hefur verið farið, hverj ir sem í ríkisstjórn hafa setið, og þessa reglu hefur núverandi rík i. itjórn einnig talið rétt að halda > heiðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.