Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1961, Blaðsíða 20
2C MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jálí 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 34 og ásakanir, og áminningar um það, að bráðum yrði Júlía líka íarin frá henni, og hvernig gæti Sandra þá verið svo harðbrjósta að fara líka? En hún skyldi snúa daufa eyr- anu við öllum slíkum ásökun- um. Hér var um líf hennar að tefla og aðeins með því að kom- ast burt úr landinu, að minnsta kosti um stundar sakir, gat hún gleymt Clive. Annars yrði freist- ingin að hitta hann of mikil, ef hún þyrfti ekki annað en hringja í einn sí-ma, til þess að ná sam- bandi við hann. Því að hann ætl- aði ekki að gera henni það of auðvelt að slíta sig frá honum, það vissi hún af fyrri reynslu. Henni fannst það einkennilegt, að jafnvel eftir viðtalið við Margot, gæti hann orðið henni hættulegur. Hversvegna gat hún ekki látið sér upplýsingarnar frá Margot að kenningu verða og hætt við hann fyrir fullt og allt? — Hr. Brasted hringdi þegar þú varst nýfarin út, sagði ungfrú Soames, þegar hún kom aftur í oúðina. — Hann ætlar að hringja aftur klukkan hálf sex. — Þakka þér fyrir. Nokkur fieiri skilaboð? — Nei, en ég fékk þessa sölu, sem þú talaðir um. Tuttugu og fimm pund fyrir járnlampana með pergamentskermunum. Það var Ameríkumaður, sem keypti þá. — Það var gott. Ég vildi, að þú seldir svona vel hvert skipti sem ég fer í mat. Ungfrú Soames, sem fékk viss an hundraðshluta af hverri sölu, sagði, að þess vildi hún líka óska. Svo leið dagurinn, hægt og bítandi. Einn eða tveir viðskipta-1 vinir komu inn, en virtust eiga lítið erindi, þegar til kom, því að þeir fóru aftur án þess að kaupa neitt. — Júlía hringdi um fimmleyt- ið. — Verðurðu heima í kvöld, §x Kelvinator fcgltsfcáBymn^w^árani^jjraJiii^aiira.ugy^ — Ég er að bíða eftir Bjössa. Hann lofaði að kom~<. og fara í „mömmu- og pabba-leik“ með mér. Sandra? Ég er búin að gleyma, hvað þú sagðir mér um það. — Nei, ég fer út að borða, en ég verð komin snemma heim. — Já, góða Sandra, vertu það. — Ég ætla að vera heima sjálf en ég hef varla mannsmóð í mér til að vera það ein með mömmu. Röddin í Júlíu var eitthvað svo þreytuleg og niðurdregin, jafn- I vel örvæntingarfull. Sandra sár- ! vorkenndi henni. Veslings Júlía! Hversvegna gat nú Robin ekki ■ skrifað henni? Það var orðið svo | langt síðan hún hafði nokkuð af , honum frétt. Það var rétt eins og andlitið á Júlíu mjókkaði og ' föinaði með hverjum degi, sem . leið. — Hversvegna ferðu ekki sjálf ] út í kvöld? spurði hún. — Hvar er Lionel nú? ^ — Ég þarf bara að vera heima. Ég skal segja þér það, þegar þú kemur heim. Auk þess er ég búin að fara þrisvar út með Lionel þessa viku, og ég kæri mig ekki um að fara of oft út með hon- um. Er Sandra hafði lagt frá sér símann, fór hún að hugsa um, hvernig þessu sambandi Júlíu og Lionels væri farið. Enda þótt Júlía elskaði Robin heitt, var hún sýnilega farin að verða mjög óróleg og kvíðandi um framtíð þeirra. Samt fannst Söndru sjálfri það óhugsandi, að tilfinningar Robins væru orðnar fráhverfar Júlíu. Hún minntist þess hvé einlægur og nærgætinn hann hafði verið þennan skamma tíma, sem hann hafði verið að heimsækja hana, meðan þau voru trúlofuð. Sandra þóttist hafa svo mikla lífsreynslu, að hún hefði hiklaust trúað á stöðuglyndi mágs síns. En nú var jafnvel hún farin að að ala með sér grunsemdir. Hvernig hafði henni ekki skjátl- azt um Clive? Kannske Júlía hefði gert sömu skyssuna, hvað Robin snerti? Og svo var Júlía farin að um- gangast Lionel svo að segja dag- lega. Það eitjt gat verið full-hættu legt. Sandra vissi vel, hve ástar- ævintýri eru stundum fljót að gerast. Er svo yrði hjá Júlíu og svo kæmi það i ljós, að þögn Robins stafaði af einhverri skilj- anlegri ástæðu, hvað þá? Stundvíslega klukkan hálfsex hringdi Clive. Hann hafði verið á einhverju uppboði utanborgar og henni heyrðist hann ánægður yfir kaupum sínum þar. — Ég náði í nokkuð, sem ég er viss um, að þér lízt vel á. Og hræódýrt. Ég er á leiðinni til borgarinnar núna, og ég sting upp á að við hittumst um sjöleytið. Fyrr held ég, að ég geti ekki ver- ið kominn. — Það er allt í lagi. — Á sama stað og áður? — Já, því ekki það. Sama er mér. — Er ekki allt í lagi hjá þér, Sandra? — AUt í frægasta lagi. — Það er eitthvað svo einkenni legur í þér rómurinn. — Nú, var það? Það hefði reyndar ekki verið neitt ótrúlegt, hugsaði hún með sér. En hvað Clive gat verið næmur að taka eftir þessu. — Hefur nokkuð orðið að í dag? spurði hann nú. — Ég skal segja þér það, þegar’ við hittumst. Hún þurfti að drepa talsverð- an tíma áður en hann kæmi. Hún fór að horfa á fréttamynd í kvik- myndahúsi og svo einkennilega vildi til, að hún lenti á fræðslu- mynd frá Suður-Afríku. Þessa mynd horfði hún á með mikilli1 athygli. Hér sá hún nýtt og töfr- j andi land. Þarna var hægt að. byrja nýtt líf. Hún var heppin] að eiga næga sparipeninga til að komast þangað og til að lifa á þngað til hún hefði fengií? vinnu. Á morgun ætlaði hún að verða! sér út um nánari upplýsingar. i Hún ætlaði að fara í Afríkuhúsið við Trafalgartorg og spyrja um^ atvinnuhorfur þar, og eins hvorti nokkrar hindranir væru af yfir- j valdanna hálfu við því, að ensk stúlka gæti setzt þar að. Þegar klukkan var sjö gekk hún inn í matsöluhúsið í Soho, þar sem þau Clive höfðu svo oft borðað saman. Hún minntist þess, þegar hann bauð henni þangað í fyrsta sinn. Það hafði verið sama kvöldið óg hann tjáði henni ást sína, og sagði henni, að hann lifði í óhamign j usömu i hjónabandi, og konan hefði far- ið frá honum og til Ástralíu ogj það gæti ekki liðið á löngu áður en hann væri laus við hana og frjáls að ganga að eiga hana. f þð skiptið hefði hann ekki vikið að því einu orði, að konan hans ætlaði að koma til landsins aftur. Það var ekki fyrr en löngu að hann sagði henni, meðal ann- arra orða, að betta væri aðeins langt frí hjá henni. Hún sá bílinn hans við gang- stéttina og vissi þá, að hann var kominn á undan henni. Þá hafði hann sýnilega ekið eins og vit- laus maður til borgarinnar, til þess að vera stundvís. Þá var hann ástfanginn af henni, að minnsta kosti eftir því, sem eig- ingirni hans leyfði. En eins og konan hans hafði komizt svo vel að orði um hann, þá vildi hann bæði halda og sleppa. Hún sá hann jafnskjótt sem hún kom inn í forsalinn. Hann kom á móti henni og greip báðar hendur hennar. — Hvernig líður þér, elskan. Ég hef verið svo áhyggjufullur Þú varst eitthvað svo einkennileg í símanum — Það er ekkert að mér. — Eigum við að fara beint inn eða fá okkur eitt glas fyrst? — Við skulum fara beint inn, Clive. Þau settust við sama borð og venjulega. Þjónninn, sem var far inn að þekkja þau vel, tók pönt- unina þeirra. Þegar hann loks var farinn, leit Clive á hana yfir borðið. — Jæja, hvað var það? Sandra hikaði við. — Ég veit, að það hefur eitt- hvað komið fyrir, sagði Clive. En láttu mig segja þér það strax, að ef það er eitthvað í þá átt að þú ætlir að fara að yfirgefa mig, þá sleppi ég þér ekki. Sandra hreyfði sig, eins og í mótmælaskyni. — Þér þýðir nú ekki að segja neitt slíkt við mig í þetta sinn, því að það er ein- mitt það, sem ég ætla að gera. — Hversvegna ertu allt í einu Orðin svona ákveðin? — Vegna þess, að ég er orðin leið á þessu pukri okkar. Ég hef nú aldrei verið sérlega hrifin ai því, eins og þú veizt. Ég vil ekki vera hjónadjöfull, Clive. Ég hefði aldrei dirfzt að verða ást- fangin af þér, ef ég hefði haldið, að þetta ætti að verða neitt þessu líkt. — Það er nú ekki um það að ræða að dirfast. Þetta er nokkuð, sem verður, hvort sem manni er það Ijúft eða leitt. Vilji okkar er ekkert atriði í þessu sambandi. Og úr því þetta kom nú fyrir okkur, þá . . . . Hún hristi höfuðið. — Ég elska þig ekki lengur, Clive. Hún vissi vel, að þetta var ekki satt. Hún elskaði hann nú engu síður en áður, en það ætlaði hún ekki að segja honum. Og svo var guði fyrir að þakka, að nú var hún farin ofurlítið að vitkast. .— Þú skilur, Clive, það er vegna þess, að nú orðið trúi ég ekki einu ein- asta orði, sem þú segir, þar á meðal því, að þú verðir nokkurn tíma frjáls að því að giftast mér. — Hversvegna segirðu það? — Vegna þess, að þú ett sifellt að reyna að fata í kring um mig. Þú ert ekki hreinskilinn við mig og hefur aldrei verið. Hann svaraði og var nú orðinn reiður: — Þetta finnst mér nokk- uð langt gengið. Þú hefur engan rétt til að koma með svona ásak- anir. Ég hefi á engin hátt svikið 3ltltvarptö Gæsasteggurinn ungi tekur sér | fljúga til gornakranna á megin- I sem er eins og V í laginu, beint otöðu aftast í hópi gæsa, sem | landinu. Og nú stefnir fylkingin, | að skotbyrgi veiðimannanna. — Verið viðbúnir! Hérna koma þær! Þriðjudagur 25. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón* leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tjlk.). 12:55 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk, — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð, urfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum- löndum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „Mærin bjarta frá Perth“ eftir Bizet. — Konung- lega fílharmoníuhljómsveitin f Lundúnum leikur. Sir Thomas Beecham stjórnar. 20:20 Erindi: Um Eggju og Steinker (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20:45 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í maí sl.: a) Bánsulltilbrigði eftir Tryggve Fisher. — Finn Nielsen leikur á píanó. b) Dúó fyrir fiðlu og píanó eftir Edvard Hagerup Bull — John Brodal og Finn Ni~lsen leika, 21:10 TJr ýmsum áttum (^var R, Kvaran leikari). 21:30 Þjóðlög úr austurrísku ölpunum, sungin og leikin. 21:45 Upplestur: „Mörðurlnn", smá- saga eftir Finn Gerdes. (Bríet Héðinsdóttir þýðir og les), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. júlí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. ^ 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna“ tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Sinfónía um fransk- an fjallasöng op. 25 eftir d’Indy, Píanóleikarinn Robert Casadesua og fílharmoníska hljómsveitin f New York flytja undir ®tjórn Charles Munchs. 2^ 25 A förnum vegi 1 Rangárþingi: Jón R. Hjálmarsson skólastjórt ræðir við Pál Sveinsson í Gunn* arsholti og Lýð Skúlason á Keld« um. 20:55 Einsöngur: Eugenla Zareska syngur lög eftir Chopin. Giorgio Favaretto leikur með á píanó. 21:20 Tækni og vísindi; IV. Geimfarií og gervitungl (Páll Theódórs* son eðlisfræðingur). 21:40 Tónleikar: Strengjakvartett op. 8 eftir Paul Creston. -- Holly* wood-kvartettinn leikur, 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður* inn“ eftir H. G. Wells (Indriðl G. Þorsteinsson rithöfundur). 22:30 „Stefnumót í Stokkhólmi". Nor* rænir skemmtikraftar fiytja göm ul og ný lög. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.